Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gengur best þegar mikið er í húfi/B2, B3 Tveir nýliðar í Arabíuferð landsliðsins/B1 4 SÍÐUR24 SÍÐUR Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r22. d e s e m b e r ˜ 2 0 0 1 ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja við- ræður við danska fjarskiptafyrirtæk- ið TDC, sem áður hét TeleDanmark, um kaup á fjórðungshlut í Landssíma Íslands og heimild til kaupa á 10% viðbótarhlut að ári. Gert var ráð fyrir að gengið yrði frá sölu hlutarins fyrir lok árs en sökum nokkurra tafa í út- boðsferlinu hefur viðræðum verið frestað fram yfir áramót. Fyrr í mánuðinum lágu fyrir tvö til- boð í eignarhlutinn, sem nefndur hef- ur verið kjölfestuhlutur, í Lands- símanum. Annað var frá danska fjarskiptafyrirtækinu TDC, áður TeleDanmark. Hitt var frá banda- ríska fjárfestingarsjóðnum Prov- idence Equity sem á hlut í Western Wireless, sem er aftur stærsti hlut- hafinn í Tali hf. Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hefur nú, í samráði við ráðgjafa sína, farið yfir tilboðin auk annarra gagna sem bárust frá aðilunum og ákveðið að hefja í janúar viðræður við TDC. Efni tilboða ekki gefið upp Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingarnefndar, segist ekkert geta gefið upp um innihald tilboðanna. „Við erum bundnir trúnaði, bæði gagnvart TDC og Providence, um efni tilboðanna á meðan á þessu ferli stendur og viðræður eiga sér stað. Annar aðilinn var valinn til viðræðna eftir að við höfðum fundað með þeim báðum og fengið frekari skýringar, en tilboðin fólu í sér þrjá efnisþætti, þ.e.a.s. verð, stefnumörkun og lýsingu á hæfni.“ Hreinn segir skipun stjórnar- manna í Símanum vera eitt þeirra at- riða sem farið verður í gegnum í við- ræðum við TDC eftir áramót, ásamt fleiri þáttum, þ.á m. atriðum er tengj- ast áherslum í rekstri fyrirtækisins. Hann segir að frágangi sölunnar hafi verið frestað þar sem enn eigi eftir að ræða mörg atriði hluthafasamkomu- lags. „Hér er um að ræða fremur flók- in viðskipti sem snerta mikla hags- muni og taka til fjölmargra aðila. Óheppilegt er að vinna að slíkum mál- um undir mikilli tímapressu. Það var í tvígang búið að fresta útboðsferlinum um viku, sem var samt nokkuð knapp- ur. Við þurftum að fá ákveðnar skýr- ingar og fá tíma til að átta okkur á stöðunni. Í ljósi þess var ákveðið að fara af stað með viðræðurnar í jan- úar.“ Hreinn segir ekki ljóst hversu lengi viðræðurnar muni standa. Í eigu Southwestern Bell TDC er stærsta fjarskiptafyrirtæki Danmerkur og var áður í ríkiseigu. Aðaleigandi TDC er bandaríski fjar- skiptarisinn Southwestern Bell Corp- oration, SBC, sem keypti 41,6% hlut sinn fyrir um fimm árum. Auk þess að vera stærsta símafyr- irtæki í Danmörku er TDC annað stærsta símafyrirtækið í Sviss og á verulega hluti í fjölda fjarskiptafyr- irtækja á Norðurlöndum og megin- landi Evrópu. Starfsmenn TDC eru ríflega tíu þúsund talsins og fjöldi við- skiptavina er vel á fjórðu milljón. Ekki gengið frá sölu til kjölfestufjárfestis Landssíma Íslands á þessu ári Gengið til viðræðna við TDC eftir áramót MJÖG góð skötusala hefur verið undanfarna daga enda skata há- tíðarmatur hjá mörgum lands- manna á Þorláksmessu. Þorkell Hjaltason hjá Fiskbúð Hafliða segir að salan þar hafi verið um sjö tonn á nýliðnum dögum en gera megi því skóna að um 15 til 18 tonna af skötu sé neytt á öllu landinu um þetta leyti. Þorkell segir að stígandi hafi verið í sölunni undanfarin ár og aukningin hafi fyrst og fremst verið hjá veitingahúsunum. „Fyr- irtækið var stofnað 1927 og síðan höfum við verkað sjálfir alla skötu sem við seljum,“ segir hann og bætir við að byrjað sé að kæsa í september ár hvert, en skatan sé kæst misjafnlega lengi eftir því hvað hún eigi að vera sterk. 14 manns eru í vinnslunni og segir Þorkell að vinnutíminn hafi verið frekar langur að undan- förnu. Hann segir mikið magn af skötu hafa farið út í gær, m.a. til margra mötuneyta á vinnustöðum en það hafi aukist mjög á síðustu árum að fyrirtæki bjóði starfs- fólki sínu í veglega skötuveislu fyrir jólin – við misgóðar við- tökur manna. Á morgun fá svo elliheimili og veitingahús borg- arinnar stærsta skötuskammtinn. „Þegar Þorláksmessa er í miðri viku eru allir með skötu á Þor- láksmessu en þegar hún er um helgi eins og núna dreifist neysl- an á fleiri daga,“ segir Þorkell Hjaltason sem gleður marga Vest- firðinga og aðra landsmenn með vel kæstri skötu á Þorláksmessu. Vel kæst skata á Þorlák Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjallasport bauð starfsmönnum og velunnurum í skötuveislu á dekkja- lager fyrirtækisins í gær og kunnu gestir vel að meta. Kristín Sigurð- ardóttir, eigandi og verslunarstjóri, setur á diskinn hjá Guðjóni, bróður sínum, en Sigurður Vigfússon, faðir þeirra, bíður álengdar. Suriya Pumtama og Þorkell Hjaltason með vænar skötur. GRÍPA verður til fjölþættra aðhalds- aðgerða á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi til að þjónustan samræm- ist framlögum til hans í fjárlögum að mati stjórnarnefndar spítalans. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði dregin saman um 4% frá yfirstandandi ári sem þýðir um 800 milljóna króna sam- drátt. Uppsafnaður halli spítalans er áætlaður um 770 milljónir króna í árs- lok 2001, þ.e. 370 milljónir frá árinu 2000 og eldra og 400 milljónir frá þessu ári. Guðný Sverrisdóttir, formaður stjórnarnefndar, sagðist í gær efast um að þessi upphæð næðist með þeim aðgerðum sem ákveðnar hafa verið. Guðný Sverrisdóttir segir ljóst að miðað við fjárhagslega stöðu sjúkra- hússins og framlög á næsta ári verði ekki unnt að veita óbreytta þjónustu á næsta ári. Hún segir þó að kostnaður við reksturinn í ár sé nánast hinn sami og í fyrra á föstu verðlagi. Sá ár- angur hafi náðst þrátt fyrir kostnað- arhækkanir, m.a. vegna sameiningar. Hún segir sameininguna hafa leitt til hagræðingar og þess muni sjást enn betur stað í rekstrinum á næsta ári. Gjaldskrár hækki og starfsmönnum fækki Meðal þess sem taka á til athug- unar á næsta ári er að gjaldskrár hækki í samræmi við hækkun verð- lags. Segir Guðný sumar gjaldskrár ekki hafa hækkað frá 1996 en reglu- gerðarbreytingu þarf í sumum tilvik- um til að hækka þær. Lækka á lyfja- kostnað með því að takmarka notkun nýrra lyfja eins og kostur er og gaum- gæfa á sölu á eignum. Segir Guðný þar m.a. koma til greina að selja land sem spítalinn á í Kópavogi og á að reyna að ná 200 milljónum króna á þann hátt. Leita á leiða til að lækka launa- kostnað, m.a. að draga úr yfirvinnu, fækka ársverkum og fækka starfs- mönnum þar sem draga á úr þjón- ustu. Einnig verði innleiddar skýrari reglur um ráðningar. Guðný segir að við sameiningu spítalanna hafi ekki síst náðst sá árangur að færra fólk þurfi í sumum tilvikum þar sem hag- rætt hefur verið. Þá er ætlað að ganga frá framhaldssamningum um sam- skipti spítalans og Háskóla Íslands, m.a. til að varpa ljósi á kostnað við menntun og rannsóknir og að hlut- verk spítalans verði skilgreint betur til að greina milli starfsemi hans, heilsugæslu og þjónustu á einka- markaði. Greinargerð um aðgerðirnar var kynnt starfsmönnum í gær og á fundi stjórnarnefndar í fyrradag lögðu fulltrúar starfsmanna fram bókun. Þar segir að miðað við nýsamþykkt fjárlög sé sýnt að grípa þurfi til þeirra örþrifaráða að draga úr starfsemi og fækka starfsfólki. Stjórnarformaður Landspítala segir aðhaldsaðgerðir undirbúnar Kveðst efast um að aðgerð- irnar dugi til Launanefnd- in samþykkti samninginn LAUNANEFND sveitarfélaganna samþykkti í gær kjarasamning sem nefndin gerði við Félag tónlistar- skólakennara í síðasta mánuði. Áður hafði nefndin náð samkomulagi við fulltrúa félagsins um yfirlýsingu sem nefndin telur tryggja að forsendur samningsins haldi. Þegar fundur launanefndar hófst lá ekkert samkomulag fyrir við Kenn- arasambandið um það atriði sem deilt hefur verið um síðustu vikuna. Jafn- vel var talið hugsanlegt að nefndin felldi samninginn á fundinum sem hefði leitt til mikillar óvissu um kjara- mál tónlistarskólakennara. Ekki kom þó til þess vegna þess að í fundarhléi náðist samkomulag við kennara um yfirlýsingu þar sem segir að kennarar geti valið um hvort þeir taki laun eftir nýja kjarasamningnum eða hvort þeir haldi óbreyttum kjörum að viðbættri 1,8% launahækkun. Samningurinn byggðist á því að við launakerfisbreytinguna féllu niður yf- irborganir og álagsgreiðslur. Sérblöð í dag www.mb l . i s Morgun- blaðinu í dag fylgir „Há- tíðarmatseð- ill“ frá Nóa- túni. Honum verður dreift um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.