Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMKVÆMDIR við fyr-irhugað álver í Reyðar-firði og Kárahnjúkavirkj-un munu fyrirsjáanlega hafa umtalsverð áhrif á atvinnulíf á Austurlandi, bæði neikvæð og já- kvæð áhrif sem fylgja miklum um- svifum á svæði þar sem atvinnulífið hefur verið í föstum skorðum um langt skeið eða átt undir högg að sækja. Meðal neikvæðra áhrifa má nefna aukna samkeppni um vinnu- afl og þensluáhrif sem geta sett starfsemi fyrirtækja í uppnám, en jákvæð áhrif eru m.a. aukin umsvif á svæðinu og ekki síst þau hliðar- áhrif sem stóriðjuframkvæmdir og rekstur álvers geta haft á atvinnu- lífið á Austurlandi. Í síðustu viku var sett á fót fimm manna framkvæmdanefnd sem ætl- að er að fylgja eftir undirbúningi at- vinnugreina fyrir stóriðjufram- kvæmdir á Austurlandi og hefur nefndin m.a. það hlutverk að fylgja eftir 45 ályktunum, framkvæmdatil- lögum og tilmælum til opinberra að- ila, sem samþykkt voru á fjölmenn- um samráðsfundi atvinnurekenda í fjórðungnum í síðasta mánuði. Þróunarstofa Austurlands hefur allt frá því í febrúar á þessu ári unn- ið að verkefninu um undirbúning at- vinnulífs á Austfjörðum fyrir stór- iðjuframkvæmdir. Gunnar Vignis- son, verkefnisstjóri viðskiptasviðs Þróunarstofu Austurlands, segir menn gera sér ljóst að framkvæmd- irnar hafa í för með sér talsvert rask, sem í sumum tilfellum getur skapað ákveðnar hættur fyrir fyr- irtæki og jafnvel heilar atvinnu- greinar. Þá er jafnframt ljóst að margvísleg sóknarfæri fylgja fram- kvæmdunum. Miklu máli skiptir fyrir fyrirtækin á svæðinu að nýta sér tækifærin á sem skynsamleg- astan hátt og segir Gunnar nokkra yfirlegu þurfa til að finna hvernig sá ávinningur getur orðið mestur. Vildum sýna fram á áhuga og kraft heimamanna „Einnig vildum við styrkja ákvörðunina um að af þessu verði með því að sýna fram á að áhugi og kraftur sé í heimamönnum og burð- ur og áhugi í samfélaginu til að tak- ast á við það sem verkefninu fylgir.“ Við framkvæmd verkefnisins voru myndaðir fjórir vinnuhópar sem í voru 80 aðilar frá austfirskum fyrirtækjum. Einn vinnuhópurinn tók fyrir þekkingarfyrirtæki, annar hópurinn verktakafyrirtæki, þriðji hópurinn verslun og þjónustu og fjórði hópurinn sjávarútveg og aðra matmælavinnslu. Hóparnir fóru yfir stöðu þessara fyrirtækjahópa og greindu þar styrkleika, veikleika og ógnanir og tækifæri. Í framhaldi af því var listað upp hvaða hættur gætu verið í stöðunni, eins og t.d. að fiskiðnaður- inn geti staðið frammi fyrir því að missa mikilvægt vinnuafl eins og vélstjóra á skipum, tæknimenn og slíka aðila. Þá fóru hóparnir yfir sóknar- færi sem til verða við framkvæmdirnar og möguleikana sem fyr- irtækin geta nýtt sér. Þegar búið var að fara í gegnum þessa greiningu settust menn niður og fóru að leita leiða til þess að koma í framkvæmd því sem framkvæma þyrfti, draga úr hætt- um og veikleikum og fara í aðgerðir sem lúta að því að auka styrk atvinnulífsins og búa það undir framkvæmdirnar. Þannig varð til safn ályktana, til- lagna og tilmæla sem m.a. hefur verið sent sveitarstjórnum á svæð- inu og stjórnvöldum, enda ljóst að hluti af viðbrögðum vegna stóriðju- framkvæmdanna snýr að ytra um- hverfi atvinnulífsins. Gunnar segir að fyrirtækin þurfi auðvitað að bregðast við samkeppn- inni um vinnuafl auk þess sem hefð- bundin þensluáhrif geti haft marg- vísleg áhrif á fyrirtæki á svæðinu. „Þessi fyrirtæki, sem eru hérna í dag, eru mikið til að þjónusta heimamarkaðinn og hafa ekkert óskaplega mikla umfram afkasta- getu. Síðan kemur dúndrandi eftir- spurn og þau þurfa að undirbúa sig undir að geta stækkað. Það gera þau t.d. með því að efla tengsl sín við stærri fyrirtæki, kannski á Reykja- víkursvæðinu eða Eyjafjarðarsvæð- inu, og halda sér inni í verkefnunum og viðfangsefnunum með því að leita sér styrks útávið.“ Endurmennta þarf stjórn- endur og starfsfólk fyrirtækja Þá er fyrirsjáanlegt að mikil þensla og aukin umsvif muni krefj- ast talsvert styrkari stjórnunar á fyrirtækjunum, þar sem þau lenda skyndilega í gjörólíku umhverfi miðað við stöðuna í dag þar sem um- hverfið hefur verið tiltölulega stöð- ugt um langan tíma og menn þekkja og ráða vel við. „Því þurfa menn hreinlega að byggja upp stjórnun- arhæfileikana til að komast í gegn- um svona langt þenslutímabil. Það verður kannski umfangsmesti hlut- inn af þessum undirbúningi að þjálfa og endurmennta bæði stjórn- endur og starfsmenn í fjölmörgum fyrirtækjum, til þess að auka styrk manna og hæfni til að takast á við verkefnið,“ segir Gunnar. Hann segir fyrirtækin skiptast í tvo hópa var stöðu til stór kvæmda. Hlu irtækjunum brennandi áh fara af fullum það sem teng kvæmdunum og ná eins verkefnum o legt er. Með stjórnendur tækjanna að þess að byg mikinn styrk á framkvæm um stendur, þ fyrirtækin g hans leitað á önnur mið verkefni til annarra lands jafnvel frá útlöndum. Síðan er það hinn helmi irtækjanna sem stefnir a þjóna heimamarkaðinum framkvæmdatímanum og þar upp á meðan færri haf að sinna honum. Að framk loknum ætla þau fyrirtæk heimamarkaðinum þegar h að komast inn aftur. „Ég held að mér sé ó segja að menn hafi ekki síð og trú á hliðaráhrifum stór kvæmdanna heldur en bei unum,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars er það hyglisvert og gott dæmi u áhrif að fyrirhugaðar stór kvæmdir eru þegar farna áhrif í atvinnulífinu aus Þar er um að ræða áhri stefnu forsvarsmanna R sem gengur út á svokallað ingu, sem felur í sér að fy mun ekki reka neinar sto álverinu. Reyðarál mun reka málmbræðsluna og tilheyrir henni sjálfri en b þjónustu út til undirverkta Íhuga að sameina véls í eitt öflugt fyrirtæ „Þeir hafa í þessum u undanfarin misseri predik stefnu mjög stíft og gert a á atvinnulífinu hér fyrir aus kanna hvort þessi stefna g upp. Þetta hafa menn auðv varir við hérna fyrir austan að velta þessari úthýsing fyrir sér. Þá sjá menn að mjög skynsamleg stefna haft margvísleg áhrif, fremst er þetta hagkvæmt reka fyrirtæki með skyns hætti.“ Gunnar segir þetta haf Markviss undirbúningur atvinnulífs á Austfjö Tölvugerð mynd af fyrirhuguðu álveri sem til st Hafa mikla trú á áhrifum framkv Undanfarna mánuði hafa aðilar á Austur- landi unnið markvisst að undirbúningi at- vinnulífsins fyrir stór- iðjuframkvæmdir. Ei- ríkur P. Jörundsson kynnti sér hvernig þeim undirbúningi er háttað og hvaða vænt- ingar menn hafa til framkvæmdanna. Gunnar Vignisson MIKILVÆGUR STUÐNINGUR ARGENTÍNA OG EVRUUMRÆÐAN Argentína, landið sem heitir eftirgóðmálminum silfri og varlengi í hópi ríkustu landa heims, hefur undanfarin ár átt í mikl- um efnahagserfiðleikum. Efnahags- þrengingarnar og þær harkalegu að- haldsaðgerðir, sem stjórnvöld hafa gripið til í því skyni að bjarga ríkis- sjóði frá gjaldþroti, hafa nú valdið uppnámi í landinu. Almenningur er örvæntingarfullur og reiður, komið hefur til mótmæla, götuóeirða og gripdeilda og stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Margvíslegar ástæður eru fyrir efnahagsvandanum í Argentínu. Fyr- ir áratug töluðu menn um efnahags- undur þegar argentínsk stjórnvöld ákváðu að tengja gengi pesóans beint við Bandaríkjadollar. Sú gjörð batt enda á óðaverðbólgu í landinu, sem hafði verið ein helzta efnahagslega meinsemdin. Nú eru menn hins vegar á því að þessi tenging sé ein helzta undirrót vandans. Með tengingunni fórnuðu stjórnvöld í raun því stjórn- tæki, sem peningastefnan er, en hug- uðu ekki að því að styrkja aðra þá þætti, sem nýta má til sveiflujöfnunar í efnahagsmálunum. Ríkisfjármálin hafa farið úr böndunum og tilraunir til að lækka útgjöld hafa mistekizt. Skattbyrði fyrirtækja er þung, og lög um vinnumarkað stíf, sem þýðir m.a. að hagkerfið er ósveigjanlegt og get- ur illa brugðizt við ytri áföllum. Þau hafa hins vegar verið næg; lágt verð á útflutningsvörum Argentínu, hækkun á gengi dollarans og lækkun á gjald- miðlum nágrannalandanna, sem eru helzta útflutningssvæði Argentínu. Í grein, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, segir bandaríski hag- fræðiprófessorinn Oliver Blancgard: „Gengisákvarðanir Argentínustjórn- ar fyrir áratug eru nú undirrót krepp- unnar. Ástæðan liggur næstum í aug- um uppi. Argentína er ekki Banda- ríkin og pesóinn er ekki dollari. Argentína er lítil efnahagsheild á suð- urhveli jarðar, Bandaríkin eru stórt og margbrotið efnahagsveldi á norð- urhveli jarðar. Argentínumenn flytja út nautakjöt og hráefni, Bandaríkja- menn flytja út hátækni og þjónustu. Argentínumenn skipta við Brasilíu- menn, Bandaríkjamenn við Japani. Argentínumenn eiga erfitt með að fá erlent fjármagn en Bandaríkjamenn soga það til sín alls staðar að úr heimi. Að vera með sömu gengisskráninguna í þessum tveimur ríkjum er glæpur gegn heilbrigðri skynsemi; glæpur gegn Argentínumönnum eins og nú er komið á daginn.“ Miklar umræður hafa farið fram hér á landi að undanförnu um kosti þess og galla að tengjast stærri gjald- miðli, dollar eða evru. Síðari kostur- inn er raunhæfari en útheimtir aðild að Evrópusambandinu, sem er ekki á dagskrá að svo stöddu. Það er ekki hægt að bera saman með beinum hætti stöðu Argentínu gagnvart Bandaríkjunum og stöðu Íslands gagnvart evrusvæðinu enda margt ólíkt með ríkjunum, en tilvitnunin hér að ofan sýnir þó að ýmsu svipar þar saman. Svo mikið er víst að full ástæða er til að skoða rækilega orsak- irnar að baki vandamálum Argentínu- manna og hvað megi læra af þeirri reynslu. Ástandið í Argentínu sýnir a.m.k. að tenging lítils gjaldmiðils við annan stærri er engin skyndi- eða töfralausn í efnahagsmálum, þótt henni geti fylgt ýmsir kostir. Slíkt krefst afar aðhaldssamrar stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum og mikils sveigjan- leika í efnahagslífinu. Sjálfstæðri peningastefnu er hins vegar í raun fórnað, sem gerir erfiðara að bregðast við ytri áföllum. Ein forsendan fyrir því að tengjast stærra myntsvæði er að efnahagssveiflan sé svipuð á öllu svæðinu og að helztu viðskiptalöndin noti sama gjaldmiðilinn. Því er ekki að heilsa hvað varðar Ísland og evru- svæðið við núverandi kringumstæður og að því leytinu getum við dregið lærdóma af reynslu Argentínumanna. Undanfarin misseri hefur veriðstarfrækt samstarfsverkefni Landlæknisembættis, geðsviðs Land- spítalans, Heilsugæzlunnar í Reykja- vík og Geðhjálpar, sem nefnist Geð- rækt. Segja má, að þar sé um að ræða eins konar forvarnarverkefni á sviði geðheilsu og kannski vísir að mun um- fangsmeira starfi á því sviði á næstu árum. En jafnframt er augljóst, að þær umræður, sem orðið hafa í tengslum við þessa vinnu, hafa átt þátt í að auka þekkingu fólks á geð- sjúkdómum og draga úr fordómum í garð þeirra, sem þjást af þeim. Það er til sérstakrar fyrirmyndar, hvernig einkafyrirtæki hafa brugðizt við í sambandi við Geðræktarverkefn- ið. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið hefur verið öflugur stuðnings- aðili Geðræktar en jafnframt komu Íslenzk erfðagreining, lyfjafyrirtækið Delta og Landsbanki Íslands til sög- unnar strax í byrjun. Sl. miðvikudag bættust fleiri aðilar í þennan hóp. Þá undirrituðu forsvars- menn Eimskipafélags Íslands hf. og Skeljungs hf. samninga um stuðning við verkefnið og Háskóli Íslands kom einnig til skjalanna, sem er mikilsvert enda opnar Geðrækt möguleika á margvíslegu rannsóknarstarfi á sviði geðheilsu. Margt bendir til að geðræn vanda- mál séu að aukast en auðvitað er hugs- anlegt að opnari umræður valdi því að þau verði sýnilegri en áður. Stuðningur þessara einkafyrir- tækja og stofnana við Geðrækt verður seint fullþakkaður. Það er rétt, sem Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, sagði við undirritun samning- anna sl. miðvikudag: „Verkefnið er af- ar mikilvægt og hefur frá því það hófst skilað margvíslegum árangri. Þá ekki sízt við að auka þekkingu og vitund al- mennings varðandi geðsjúkdóma og mikilvægi þess að rækta huga og sál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.