Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 18

Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Knattspyrnufélag Akureyrar sendir stuðningsaðilum, velunnurum, KA-klúbbnum í Reykjavík, sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og foreldrum þeirra og dyggum stuðningsmönnum um land allt, bestu jóla- og nýárskveðjur. Sjáumst gul og glöð á nýju ári. Knattspyrnufélag Akureyrar Handmálaðir englar sími 462 2900 Blómin í bænum FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til almenns félagsfundar á Strandgötu 23 fimmtudags- kvöldið 27. desember kl. 20. Þar verður m.a. rætt um framtíðaráform félagsins. Fé- lagsmenn eru hvattir til að mæta og viðra hugmyndir sínar. Framtíðar- áform rædd Ferðafélag Akureyrar ALLS var 41 nemandi braut- skráður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Í hópnum voru 29 stúdentar, 6 sjúkraliðar, fjórir iðnaðarmenn og tveir iðnmeist- arar. Elísabet Sigurðardóttir hlaut verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur á stúdentsprófi sem og einnig fyrir framúrskarandi ár- angur í dönsku. Elísabet lauk stúdentsprófi á sjö önnum. Það gerðu einnig tveir aðrir nemendur sem brautskráðust í gær, Katla Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Bragi Magnússon. Þá hlaut Mar- grét Ágústsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku sem og samfélagsgreinum. Eygló Arn- ardóttir sjúkraliði fékk verðlaun sem kölluð hafa verið „hlýjar hendur“ frá Rótarýklúbbi Ak- ureyrar. Nemendagarðar táknrænir fyrir samstarf skólanna Hjalti Jón Sveinsson skólameist- ari ræddi m.a. um sameiginlegt átak framhaldsskólanna, VMA, Menntaskólans á Akureyri og Há- skólans á Akureyri, en skólarnir þrír munu efna til sameiginlegs kynningardags í febrúar næst- komandi. Fagnaði skólameistari því að skrifað hefur verið undir samninga um byggingu nem- endagarða við MA, en þeir eru einnig ætlaðir nemendum VMA. Því verður unnt að bjóða verkið út í vetur og framkvæmdir hefjast næsta vor. Standist áætlanir verð- ur unnt að bjóða 150 nemendum VMA húsnæði í nemendagörð- unum haustið 2003. Nemenda- garðana væntanlegu sagði Hjalti Jón vera enn eina fjöðrina í hatt Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Þeir væru einnig táknrænir fyrir gott samstarf skólanna tveggja. „Talsamband við útlönd“ Verkmenntaskólinn á Akureyri tekur við nær öllum nemendum sem til hans leita en Hjalti Jón sagði að um 40% þeirra nemenda sem kæmu beint úr grunnskóla hefðu ekki náð þeim lágmarks- kröfum sem kveðið væri á um á samræmdum prófum. Þetta væri umtalsverður hópur, en reynt hefði verið að bjóða upp á skil- virkt nám á almennri námsbraut fyrir þennan hóp. „Staðreyndin er sú að fjöldi nemenda sem hingað kemur og í aðra framhaldsskóla á haustin er algjörlega áhugalaus, sumir hafa jafnvel orðað það svo kaldhæðnislega að tala um að þeir séu eins og útbrunnin gamalmenni á stofnun sem horfa í gaupnir sér eða stara út í loftið án lífslöng- unar,“ var lýsing Hjalta Jóns. Margir unglinganna hefðu gefist upp, en ástæðan væri ef til vill sú að ekki hefði tekist að koma nægi- lega til móts við þá á þeim nótum sem þeir skilja. Hann sagði mun fleiri pilta í þessum hópi en stúlk- ur. Á næsta ári verður tekinn upp áfangi sem eingöngu er ætlaður til vakningar, til að vekja áhuga á frekara námi yfirleitt. Þessa við- leitni skólans kallaði skólameistari „talsamband við útlönd“. 41 nemandi brautskráður frá VMA Dúxinn lauk námi á sjö önnum Útskriftarnemar VMA í hátíðar- skapi í gær. Í þeim hópi er El- ísabet Sigurðardóttir, önnur frá hægri, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdents- prófi, framúrskarandi árangur í dönsku og fyrir að ljúka námi á sjö önnum. Morgunblaðið/Kristján Systurnar Guðrún María og Dýrleif Þórunn Jóhannsdætur frá Stóra- Dal í Eyjafjarðarsveit voru á meðal útskriftarnema og færði Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, þeim blómvönd af því tilefni. FRIÐRIK Ómar Hjörleifsson heldur tónleika í Ungó, leikhús- inu á Dalvík, næstkomandi fimmtudag, 27. desember, og hefjast þeir kl. 20:30. Á efnis- skránni eru jólalög og dægur- lög. Undirleik annast Magnús Ólafsson gítarleikari. Friðrik heitir notalegri kvöldstund í Ungó. Tónleikar í Ungó VILHELM Þorsteinsson EA, fjölveiðiskip Sam- herja hf., fiskaði um 46.000 tonn á þessu ári og er aflaverðmæti skipsins 1.340 milljónir króna. Það verður því að telja líklegt að skipið verði í efsta sæti yfir aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa á árinu. Vilhelm Þorsteinsson EA hefur stundað veiðar á síld, loðnu og kolmunna á árinu en uppistaðan er síld, sem hefur verið unnin um borð til mann- eldis. Heildaraflaverðmæti þeirra 11 skipa sem Sam- herji gerði út á árinu nam rúmlega 6,5 millj- örðum króna og heildarafli þeirra um 140.000 tonn. Framleiðsluverðmæti hjá landvinnslu fé- lagsins nam samtals um 5,5 milljörðum króna. Nótaskipið Oddeyrin með 24 þúsund tonn Baldvin Þorsteinsson EA, frystitogari Sam- herja, er með 970 milljónir króna í aflaverðmæti á árinu og er aflinn 6.400 tonn. Víðir EA er með 820 milljónir króna í aflaverðmæti og 5.800 tonna afla, Akureyrin EA með 790 milljónir króna í aflaverðmæti 5.200 tonna afla og Björgvin EA með 770 milljónir króna í aflaverðmæti og 3.500 tonna afla. Aflaverðmæti frystitogarans Margrétar EA var 547 milljónir króna og aflinn 2.500 tonn en skipið stundaði ísfiskveiðar hluta af árinu. Fjöl- veiðiskipið Þorsteinn EA fiskaði fyrir 363 millj- ónir króna og var aflinn rúm 38.000 tonn. Kambaröst SU fiskaði 350 milljónir króna, Björgúlfur EA fyrir 306 milljónir króna og Hjalteyrin fyrir 115 milljónir króna. Þá var afla- verðmæti nótaskipsins Oddeyrarinnar EA 174 milljónir króna og aflinn tæp 24.000 tonn. Aflaverðmæti skipa Samherja á árinu 6,5 milljarðar króna Vilhelm Þorsteinsson EA með 1.340 milljónir í aflaverðmæti GRÍMSEY er óðum að klæðast glitrandi ljósprýddum jólakjól. Þrátt fyrir snjóleysi og dimmu skammdegisins er bjart um að litast í eynni, en jólaljós loga nú í glugg- um, á þökum, sólpöllum og í görð- um Grímseyinga. Hugvit Gríms- eyinga í þessum efnum er mikið; upplýst jólamylla snýst í einum garð, logandi jólatré og jólakarlar og -kerlingar í ýmsum stærðum lýsa upp vetrarmyrkrið. Við Miðgarðakirkju sem byggð var árið 1867 ljóma krossar á leið- um og jólatré stendur við kirkju- dyrnar ljósum prýtt. Nú í vikunni var einn af hápunkt- um ársstarfsins, litlu jólin í grunn- skólanum. Jólasveinar komu í heim- sókn, þrátt fyrir að leiðin hafi ekki verið auðveld, en fara þurfti 40 sjó- mílur norður fyrir Ísland og þurfa jólasveinar að treysta á flugvélar eða önnur undratæki til að komast til Grímseyjar. Litlu jólin voru með hefðbundnu sniði, jólaguðspjallið var lesið, jólalögin sungin, dansað kringum jólatré, börnin skiptust á jólapökkum og fengu jólanesti. Morgunblaðið/Helga Mattína Jólasveinar heimsækja grunnskólabörn í Grímsey á litlu jólunum. Grímsey klæðist glitrandi jólakjól

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.