Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 46
,,SNJÓKORN falla, á allt og alla,“ segir í text- anum. Við gleðjumst yf- ir hressum söng, tökum jafnvel undir og ljós og ylur þeirrar hátíðar sem framundan er held- ur innreið sína í hjarta okkar. Lítum kannski út um glugga hýbýla okkar, horfum út yfir fallega snjóbreiðu, horf- um á snjókorn falla og bæta í hvítu fallegu ábreiðuna sem þekur grámyglulegan hvers- dagsleikann. Jólasöngv- ar duna, börnin ærslast, full af tilhlökkun. ,,Mamma, pabbi, hvenær koma jól- in?“ ,,Já, en eftir hvað marga daga?“ ,,Hvaða jólasveinn kemur í kvöld?“ Við brosum og gleðjumst, kerti loga og ylur friðar og kærleika fyllir veru okkar. Okkur kemur síst til hugar að hvíta fallega ábreiðan sem færir okk- ur birtu og yl í sálina sé einnig blaut og köld. ,,Snjókorn falla, á allt og alla,“ mik- ið rétt en snjókornin hafa þó ekki sömu áhrif á alla. Alltof margir hafa mátt þola hríðarbylji, sumar, vetur, vor og haust. Í lífi þeirra hefur snjó- breiðan ekki myndað fallega kápu sem hylur grátt lífið, heldur hefur kuldi og raki hríðarinnar níst inn að beini. Fallegir söngvar hafa ekki lýst upp tilveruna, einungis aukið kvölina og minningar, sem ættu að hlýja, nísta hverja taug. Glaðværð hátíðar- innar gæti rétt eins þýtt glaðværð löngu horfinna tíma, glataðra tæki- færa, glataðra ára. Snjóbreiðan sem mörgum finnst svo falleg, gæti rétt eins verið öskulag tortímingarinnar. En getum við haft áhrif? Hvað ger- um við nú er hátíð ljóss og friðar gengur í garð og við minnumst fæð- ingar Frelsarans, þess frelsara sem fært getur birtu og yl inn í vonlausar kringumstæður, sem breytt getur gráti í gleðidans. Jú, við getum fært fólki gleði- boðskapinn en þó vilja ekki allir taka við hon- um enda ytri kringum- stæður margra þannig að þó sálin fái frið, skortir allt annað. Þeg- ar við sitjum við birtu og yl hátíðarinnar, lyftum huga okkar upp til Skapara himins og jarð- ar, biðjum Hann um að færa inn sitt ljós, biðj- um Hann um að um- vefja með sínum kær- leika og gefa öllum þeim sem eiga um sárt að binda, hvort sem er af völdum vímuefna, sjúkdóma, ástvina- missis eða annarra orsaka, sinn frið, það er friður sem æðri er öllum skiln- ingi, friður sem upphefur kringum- stæður. Um leið og ég vil óska öllum lands- mönnum gleðilegra jóla, vil ég þakka öllum þeim sem stutt hafa við starf Samhjálpar. Margir gerðust áskrif- endur að tímariti okkar í nýafstöðnu átaki auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt velvilja sinn í verki. All þetta hefur nú orðið til þess að við getum haft kaffistofu okkar fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðu- lausa opna yfir jólahátíðina. Opið verður á aðfangadag frá kl. 11 til 14 en frá kl. 11 til 15 aðra hátíðisdaga nú um jól og áramót. Snjókorn falla, á allt og alla Heiðar Guðnason Höfundur er forstöðumaður. Samhjálp Jólasöngvar duna, segir Heiðar Guðnason, börnin ærslast, full af tilhlökkun. UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGINN 14. desember sl. birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Friðrik Daníelsson, efnaverk- fræðing, undir yfir- skriftinni „Loftslags- samningar“. Í grein- inni er fjallað um gróðurhúsaáhrifin og viðleitni alþjóðasam- félagsins til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Svo virð- ist sem greinarhöf- undur hafi ekki kynnt sér umfjöllunarefnið ítarlega, og því er ástæða til að benda á nokkur atriði í greininni, sem greinilega byggjast á misskilningi eða takmörkuðum upplýsingum. 1. atriði: Í umræddri grein segir m.a.: „Koltvísýringur er ekki mengun, hann er eina fæða jurta- gróðurs jarðar og þar með manna og dýra“. Ábending: Almennt er litið svo á, að koltvísýringur sé mengun ef styrkur hans í andrúmslofti er um- fram náttúruleg mörk. Koltvísýr- ingur er heldur ekki „eina fæða jurtagróðurs jarðar“. Þar koma vatn og steinefni einnig við sögu. 2. atriði: Í greininni segir einnig: „Gróðurvöxtur eykst með auknum koltvísýringi í loftinu“. Ábending: Hið rétta er að koltví- sýringur er sjaldnast takmarkandi þáttur við vöxt plantna. Náttúru- legur styrkur hans í andrúmsloft- inu er nægur, en aðrir þættir svo sem magn köfnunarefnis og fosfórs ráða mestu um vöxtinn, að ógleymdum veðurfarsþáttum. 3. atriði: Í greininni segir enn fremur: „Mennirnir geta aldrei aukið koltvísýringinn mikið þar eð gróður- inn og sjórinn auka upptöku hans þegar magnið í loftinu vex“. Ábending: Aukin koltvísýringsupptaka „gróðurs og sjávar“ nær engan veginn að vega upp á móti auk- inni losun. Þess vegna hefur styrkur koltví- sýrings í andrúmslofti hækkað jafnt og þétt á síðustu áratugum. Fyrir daga iðnbylting- arinnar er talið að styrkurinn hafi verið um 280 ppm, árið 1960 var hann kominn í tæplega 320 ppm og árið 2000 í 368 ppm. Með svipuðu áframhaldi er gert ráð fyrir að styrkurinn verði ná- lægt 500 ppm árið 2050. 4. atriði: Í greininni segir: „Ef hitinn skyldi hækka á næstu öldum eða árþúsundum af völdum manna yrði það búbót fyrir flesta jarð- arbúa og sérstaklega þá sem byggja kaldari lönd“. Ábending: Í samantekt Milli- ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 1. október 2001 er gert ráð fyrir að hitastig á Jörðinni muni hækka af mannavöldum um að meðaltali 1,4– 5,8°C á tímabilinu frá 1990 fram til ársins 2100. Hins vegar er gert ráð fyrir að þróunin geti orðið mjög breytileg eftir heimssvæðum. Þannig geti hitastig hækkað mun meira á tilteknum svæðum, en lækkað á öðrum svæðum. Gert er ráð fyrir að þessum breytingum fylgi breytingar á úrkomu, svo sem aukin tíðni meiri háttar flóða og meiri háttar þurrka. Einnig er tal- ið hugsanlegt að hafstraumar breytist skyndilega, ekki endilega beint vegna hitastigshækkunar, heldur jafnframt vegna breytinga á seltu sjávar samfara bráðnun jökla. Þó að meðalhitastig á Jörð- inni hækki, geta „kaldari lönd“ því á sama tíma orðið óbyggileg vegna lækkaðs hitastigs, breytinga á úr- komu eða breytinga á hafstraum- um. 5. atriði: Í greininni er vitnað í nýja bók „eftir W. Soon og fleiri virta vísindamenn“, þar sem m.a. sé komist að þeirri niðurstöðu að „engin hrein sönnun“ sé til „fyrir því að koltvísýringsútblástur manna hafi hnattræn áhrif á lofts- lag“. Ábending: Vissulega er „engin hrein sönnun“ til fyrir hnattrænum áhrifum koltvísýringsútblásturs á loftslag. Líkurnar á að aukinn styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda hafi þessi áhrif eru hins vegar yfirgnæfandi. Þetta hafa a.m.k. 186 þjóðir við- urkennt í verki með því að stað- festa Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Hér hafa aðeins verið nefnd fá- ein atriði úr grein Friðriks, þótt fleira mætti tína til. Ástæða er til að hvetja alla sem fjalla um lofts- lagsmál til að kynna sér innlend og erlend gögn, áður en stílvopn eru munduð á opinberum ritvelli. (Framanskráð er einkum byggt á skýrslum Milliríkjanefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslags- breytingar (IPCC), sjá m.a. heima- síðu nefndarinnar, http://www.- ipcc.ch.) Loftslagssamningar Stefán Gíslason Kyoto Ástæða er til að hvetja alla sem fjalla um loftslagsmál, segir Stefán Gíslason, til að kynna sér innlend og erlend gögn. Höfundur er umhverfisstjórn- unarfræðingur og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21. Á ÞVÍ ári sem er að kveðja var allri heims- byggð brugðið við árás hryðjuverka- manna í Bandaríkun- um hinn 11. septem- ber og segja má að heimsmyndin sé ekki sú sama síðan þá. Í kjölfarið hafa stríðs- átök víða um heim enn á ný aukist og þótt hugsanlega sjái nú fyrir endann á þeim í Afganistan horfir heimurinn nú með hryllingi á ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs. Réttlætanleg reiði, sem auðvitað er ekki réttlæt- anleg, fær útrás í þessum stríðs- átökum en haldi menn sífellt áfram að hefna hinna minnstu aðgerða verður enginn endir á þeim og í stríði verður í raun aldrei neinn sigurvegari. Þótt við sem búum á Íslandi séum fjarri hinum eiginlegu átök- um búum við samt í þessum heimi sem þau fara fram í. Líkja má því við það að búa í stórri blokk og á neðstu hæð í stigagangi C eru alltaf blóðug átök, þótt við í stigagangi A sleppum við þau. Masahisa Goi (1916–1980), stofnandi World Peace Prayer Society sagði: „Stað- reynd er að tilvera mannsins er ekki óháð öðrum. Samfélag eða þjóð byggist á hópum einstaklinga og mann- kynið er samansafn af einstökum þjóðum. Þess vegna endur- speglast tilfinningar einstaklinga, eins og reiði eða eftirsjá, með þjóðinni allri og síðan dreifast þessi tilfinn- ingalegu viðbrögð þjóðarinnar yfir til alla annarra hluta heimsins.“ Friðarbænir hafa sams konar áhrif og reiðin. Þeim má dreifa fyrst með þjóðinni og síðan til allra annarra hluta heims. Friðarfulltrú- ar WPPS og aðrir friðelskandi ein- staklingar víða um heim ætla að halda bænastund hinn 1. janúar 2002 kl. 12 á hádegi og biðja fyrir friði í 5–15 mínútur með hinni ein- földu bæn: MEGI FRIÐUR RÍKJA Á JÖRÐ og mynda nokkurs konar bænahjúp um jörðina. Ég hvet alla til að taka sér þennan stutta tíma í friðarbæn, hvort sem þeir gera það einir, með fjölskyldu eða vinum, og stuðla þannig að því að heimurinn hefji þetta nýja ár með frið í hjarta. Hefjum árið með bæn um frið Guðrún G. Bergmann Höfundur er friðarfulltrúi World Peace Prayer Society, Hellnum, Snæfellsbæ. Friður Í stríði, segir Guðrún G. Bergmann, verður í raun aldrei neinn sigurvegari. FYRIR rúmu ári, eftir útifund aldraðra við setningu Alþingis, voru lagðar fram sann- anir fyrir því að ellilíf- eyrir og tekjutrygging þyrftu að hækka um 18% til að ná sama hlutfalli af launum verkamanns og var 1991. Þá voru lagðar fram töflur og skýrslur frá ríkisskattstjóra þar sem kom fram að þús- undir eftirlaunafólks er með tekjur sem eru langt undir hungur- mörkum. Ráðherrar og þing- menn lýstu því með fögrum orðum að nú þyrfti að lagfæra kjör hinna verst settu og tryggja að kaupmátt- ur eftirlaunafólks fylgdi almennri launaþróun og lýsti forsætisráð- herra því yfir að öll skref ríkistjórn- arinnar staðfestu þennan vilja henn- ar. 1. janúar 2001 voru ellilífeyrir og tekjutrygging samtals kr. 50.103.- og eru það enn, hafa ekkert hækkað allt þetta ár. Eftir því sem Morgunblaðið 5. október sl. sagði frá, hafa dagvinnu- laun hjá því opinbera hækkað um 10,5% á þessu ári, sem þýðir hækk- un milli tíu og tuttugu þúsund krón- ur á mánuði a.m.k. Með frumvarpi til fjárlaga, sem lagt var fram á Alþingi í haust, var tafla um tekjur, verðlag, kaupmátt og gengi. Þar kemur fram, að laun, miðað við launavísitölu Hagstofu Ís- lands, hafa hækkað um 8,57% árið 2001. Neysluvísitala fyrir árið 2001 hækkar um 8,8%. Þetta eru opinber- ar tölur úr fylgiskjali fjárlagafrum- varpsins. Það hefur komið fram í fréttum og ræðum þingmanna að vísitalan er núna tæp 9%. Fyrir árslok árið 2000 létu þingmenn og ráðherrar hækka mán- aðarlaun sín um nokkra tugi þúsunda króna. Heitir þetta að tryggja kaupmátt okk- ar hinna lægst laun- uðu, eins og ráðherrar og þingmenn segjast vilja gera? Þarna má svo sannarlega segja að vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Rétt eftir þingsetningu núna í haust boðaði ríkisstjórnin lækkun skatta, sem myndu skila ríkisjóði auknum tekjum. Hverjir eiga svo að verða aðnjótandi skattalækkana rík- isstjórnar? Þeir lækka tekjuskatt á fyrirtækjum, lækka hátekjuskatt og eignaskatt. Ekki koma þessar skattalækkanir ellilífeyrisfólki og öryrkjum til góða. Stjórnvöld gerðu sl. sumar, breyt- ingar á lögum um almannatrygg- ingar, og hverjar voru þessar breyt- ingar? Þær voru að hjón fá nú hvort um sig greiðslur sem einstaklingar, eða 100% í stað 90% áður og þeir sem fengu sérstaka heimilisuppbót fá nú tekjutryggingarauka, sem er nokkru hærri en sérstaka heimilis- uppbótin. Mikill hluti eftirlaunafólks fékk engar leiðréttingar. En blekið var varla þornað á þessu nýju lögum þegar heilbrigð- isráðherra gaf út reglugerð um stór- hækkanir á lyfjum og læknaþjón- ustu, en vitað er að hækkanir þessar koma harðast niður á öldruðum. Stjórnvöld sendu okkur svo jóla- kveðjur sínar, stórfelldar hækkanir á þeim komugjöldum til lækna og heilsugæslu, sem ekki voru hækk- aðar sl. sumar. Það eina sem við fáum frá stjórnvöldum eru hækk- anir á lyfjum og lækna- og heilsu- gæsluþjónustu. Þetta eru kaldar jólakveðjur. Þegar þetta er skoðað, stjórn- málamenn hækka eigin laun, og laun opinberrra starfsmanna um tugi þúsunda króna á mánuði og vísitalan er tæp 9%, má sjá, að farið er með okkur eins, eða verr, og með stétt hinna útskúfuðu á Indlandi. Við þetta má svo bæta að ef við, þessir útskúfuðu, reynum að vinna okkur inn nokkrar krónur til við- bótar við ellilífeyri og tekjutrygg- ingu, kemur skerðing á greiðslur al- mannatrygginga mjög fljótlega, þannig er reynt að tryggja að við komumst ekki úr hópi hinna útskúf- uðu. Þetta sem hér að framan er talið er ástæða þess, að hinir gleymdu eða ústskúfuðu eldri borgarar, eru í fullri alvöru að ræða um framboð í næstu kosningum, því svo lengi má brýna deigt járn að það bíti. Hinir útskúfuðu Karl Gústaf Ásgrímsson Aldraðir Svo lengi, segir Karl Gústaf Ásgríms- son, má brýna deigt járn að það bíti. Höfundur er formaður Félags eldri borgara Kópavogi. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.