Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 55
um. Við gátum skrafað um allt milli himins og jarðar og vorum yfirleitt sammála. Og svo spurði ég og spurði um gamla daga í Stafni og varð margs vísari. Eitt sinn á góðri stundu vorum við að prófa fíflavín, sem frúin hafði búið til og þá datt okkur það snjallræði í hug að fá okkur bíltúr. Gamli Rússajeppinn var ræstur og ekið af stað. Ferðinni heitið upp í heiði og komumst við langleiðina í Gafl – og til baka aftur. Skemmtum við okkur konunglega í þessari ferð og ég fræddist um heiðina hans pabba. Ingólfur frændi var tæplega með- almaður á hæð, fríður sínum, ræðinn í góðra vina hópi. Greip gjarnan í stofuorgel sitt ef því var að skipta. Hann var líka organisti í kirkjunni á Einarsstöðum um árabil, einnig í hreppsnefnd Reykdælahrepps og lét sveitarstjórnar- og landsmál sig skipta máli. Var mjög ákveðinn í skoðunum sínum hvað slík mál varð- aði. En aðaláhugamál hans um ára- tuga skeið var skógræktin og á hann fallegan minnisvarða, þar sem Stafnsskógur er nú – en hann er að stórum hluta verk hans, þó að bræð- ur hans legðu þar einnig hönd á plóg- inn og fleiri Stafnsbúar. Ingólfur var fremur heilsuveill á yngri árum, bæði sem barn og ungur maður, þoldi illa heyrykið og var slæmur í lungum. Enda skyldi hann ekkert í því að einmitt hann skyldi ná hæstum aldri þeirra bræðra – var farinn að halda að hann yrði jafnvel 100 ára. En kallið er komið og frændi minn góður, ég kveð þig með þökk og virð- ingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Garðari, Pétri, Ingólfi og fjöl- skyldum þeirra sendum við Máni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingólfs Sigurgeirssonar. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir. Horfinn er á braut hagleiksmaður sem víða kom við sögu á langri ævi, ekki með látum eða fyrirgangi heldur með hógværð, stakri iðjusemi og vakandi áhuga á ýmsum málum. Ing- ólfur Sigurgeirsson frá Stafni í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu lagði gjörva hönd á margt, var bóndi, bók- bindari, organisti og skógræktar- maður auk þess sem hann var fé- lagshyggjumaður, gegndi ýmsum trúnaðarsörfum fyrir sveit sína, söng í kórum og var drjúgur liðsmaður hvar sem hann lagði hönd að verki. Ingólfur var handlaginn, átti það ekki langt að sækja. Faðir hans Sig- urgeir Tómasson í Stafni var góður smiður á tré og járn og banghagur í besta lagi, þekktur fyrir ljái sína sem hann smíðaði. Bræður Ingólfs, Hólmgeir og Ketill, fengust og við smíðar á ljáum, Helgi vann við skó- smíði og söðlasmíði. Ingólfur var annálaður fyrir listabókband. Ingólfur settist í Alþýðuskólann á Laugum 1925, fyrsta veturinn sem skólinn starfaði. Þá veiktist hann af heiftarlegri lungnabólgu, svo að tví- sýnt var um líf hans og aldrei náði hann fullu líkamlegu þreki á eftir og átti það sinn þátt í að minna varð úr búskap hans en hann ætlaði. Við skólaslit vorið 1926 sagði Arnór Sig- urjónsson, skólastjóri, er hann kvaddi nemendur að loknum prófum að Ingólfur hefði án efa staðist erf- iðasta prófið. Seinna ár sitt á Laugum kynntist Ingólfur skólasystur sinni sem þar var, Bjargeyju Arngrímsdóttur. Þau giftu sig 6. júní 1929 og hófu búskap í Stafnslandi í Reykjadal þar sem þau byggðu nýbýlið Vallholt og áttu þar heimili þar til þau fluttu í Hvamm, dvalarheimili aldraðra á Húsavík, 1991. Þau hjón voru félagslynd, störfuðu í ungmennafélagi sveitar- innar og tóku þátt í sönglífi þar. Bjargey var mikil hannyrðakona og prýddi heimilið með verkum sínum. Snyrtimennska var ráðandi í híbýl- um þeirra hjóna og öllum störfum. Ingólfur var um árabil organisti við Einarsstaðakirkju í Reykjadal. Hann átti orgel um áratugaskeið og lék á það annað veifið nánast fram til hins síðasta. Hann hafði yndi af tón- list, söng lengi í Karlakór Reykdæla og með kór aldraðra á Húsavík eftir að hann flutti þangað. Ingólfur var mikill áhugamaður um skógrækt og vel lesinn í þeim fræðum. Fólk af Stafnsbæjum, þar sem Ingólfur var þátttakandi, sameinaðist um að gera allstóra girðingu um svæði nyrst í Stafnslandi vorið 1959, um 18 ha að stærð, og þar hófst þetta fólk handa um að setja niður skógarplöntur. Átti Ingólfur stóran hlut að því máli. Er þarna orðinn hinn fegursti skógar- reitur og árið 1995 hafði verið plantað þarna yfir 100 þúsund plöntum. Gaman var að ganga með Ingólfi um þennan fallega reit og njóta leiðsagnar hans um sögu ein- stakra trjáa. Leyndi sér ekki um- hyggja hans og ást sem hann bar til þessa staðar. Ingólfur hafði mikinn áhuga á fé- lagsmálum og þjóðmálum. Fróðlegt var að heyra hann segja frá kynnum sínum af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, vinslitum og fáleikum sem urðu þeirra í milli. En Ingólfur var ætíð sjálfstæður í skoðunum og vildi ekki láta segja sér fyrir verkum. Þá voru honum ofarlega í huga átökin sem urðu milli framsóknarmanna í S- Þing. árið 1946 þegar Björn Sig- tryggsson bóndi á Brún bauð sig fram gegn Jónasi. Þar gekk Ingólfur fast fram í fylgi sínu við Björn og komu margir við sögu. Var Ingólfur fulltrúi Björns í Reykdælahreppi og ferðaðist víða um til að afla fylgis við Björn og dró Ingólfur hvergi af sér í þeim átökum. Með dugnaði og áræði tókst Bjargeyju og Ingólfi að byggja upp nýbýli í Stafnslandi sem þau kölluðu Vallholt. En það kom fljótlega í ljós að Ingólfur bjó ekki yfir því líkam- legu þreki sem til þurfti, ætti hann að geta stundað þann búskap sem dygði til að geta séð fjölskyldu sinni far- borða. Hann þoldi og illa heyrykið. Honum varð því ljóst að hann yrði að fást við annað með búskapnum sem gæfi eitthvað í aðra hönd. Hugðist hann því leggja fyrir sig bókband. Sigurgeir faðir Ingólfs hafði fengið til sín mann um 5 vikna skeið vet- urinn 1922–1923 til að binda fyrir sig bækur. Fylgdist Ingólfur gaumgæfi- lega með vinnubrögðum mannsins þótt ekki kæmi hann þar að verki. Seinni vetur Ingólfs í Laugaskóla smíðaði hann sér bókbandsáhöld eft- ir minni. Í janúar 1928 hóf Ingólfur síðan bókband sjálfur. Þróaði hann með sér sinn bókbandsstíl og hand- bragð sem síðar varð augnayndi þeirra sem skoðuðu bækur sem Ing- ólfur hafði bundið og víða má sjá í bókasöfnum og á heimilum vítt og breitt um landið. Gyllingu bóka lærði Ingólfur á tveim dögum hjá Þórarni Stefánssyni bóksala á Húsavík með því að fylgjast með hvernig Þórarinn fór að, en Þórarinn var lærður bók- bindari. Eftir u.þ.b. 20 ár frá því Ing- ólfur hóf bókband gafst honum færi á að öðlast sveinsréttindi í greininni með því að leggja fram bækur sem hann hafði bundið. Fékk hann lánað sem „sveinsstykki“ tvö bindi af kvæðum Bjarna Thorarensen sem Jón Helgason hafði búið til prentun- ar og Ingólfur hafði bundið fyrir séra Hermann Hjartarson á Skútustöð- um. Prófdómarar voru Þórarinn Stefánsson, Kári Sigurjónsson á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi og Kristján Sigtryggsson á Húsavík, allt bókbindarar. Meistararéttindi fékk Ingólfur í des. 1962 er hann kom með bækur, sem hann hafði bundið, á sýsluskrifstofuna á Húsavík. Innti sýslumaður Ingólf af rælni hvenær hann hefði fengið meistararéttindi í greininni. „ Aldrei“, svaraði Ingólfur. Þá sagði sýslumaður um leið og hann teygði sig eftir meistarabréfi úr hillu: „Maður sem búinn er að vera sveinn frá 1947 og hefir rekið sitt eigið verk- stæði, þarf ekki að sækja um.“ Fyllti sýslumaður síðan út meistarabréfið og þar með var Ingólfur orðinn „meistari“. Ingólfur var að verða hálfníræður þegar hann hætti bók- bandsstörfum og lét tæki í hendur syni sínum sem numið hefir af föður sínum. Mun Ingólfur hafa bundið inn talsvsert yfir 20 þúsund bækur að tölu og hélt skrá yfir alla tíð. Með starfi sínu bjargaði Ingólfur stund- um blöðum frá glötun er hann sá sér leik á borði til að fylla í skörð. Má þar m.a. nefna Boðbera Kaupfélags Þingeyinga og Ófeig sem Kaupfélag- ið gaf út 1890–1931. Ég kynntist Ingólfi fyrir allnokkr- um árum á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga er við tókum tal saman um bókband sem ég, eins og fleiri, föndraði við. Fékk ég góðar leiðbein- ingar hjá Ingólfi og var hann mér jafnan innan handar um bókbands- efni. Brátt tókst með okkur góður vinskapur sem haldist hefir síðan. Hefi ég litið til hans alltaf annað veif- ið og við skrafað og skeggrætt og hann frætt mig um margt. Hann var víðlesinn og fróður, sagði vel frá og ritaði gott mál, eins og sést á grein- um sem hann hefir samið og birst hafa í Árbók Þingeyinga. Og minnið var ótrúlega gott til hinstu stundar. Þegar ég kom til Ingólfs í nóvember sl. var hann í hjólastól eftir að hafa fótbrotnað. En hann sagði að sér liði vel, sjónin væri bærilega góð og hann læsi orðið fleiri klukkustundir á dag. Hann var þá önnum kafinn við að lesa Tímarit Máls og menningar og Skírni las hann á hverju ári. Rakti fyrir mér efni greina sem vakið höfðu athygli hans. Það var yfirleitt ekki léttmeti hið andlega fóður sem hann las. Fyrir stuttu fékk Ingólfur blóð- tappa og var fluttur á sjúkrahúsið. Ég leit til hans þrem dögum áður en hann kvaddi. Hann átti orðið erfitt með að tjá sig, gaf mér þó í skyn að hann væri búinn að fá síðustu Árbók Þingeyinga og hefði verið byrjaður að blaða í henni. Hann lést á 94. af- mælisdegi sínum 16. des. Góður vin- ur er kvaddur. Blessuð sé minning Ingólfs Sigur- geirssonar. Sigurjón Jóhannesson á Húsavík. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 55 Ég var lítið barn og ég spurði móður mína hver munurinn væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Það auðnaðst ekki öllum að eiga ERNA SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR ✝ Erna SvanhvítJóhannesdóttir fæddist í Þverdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 16. nóv- ember 1940. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ sunnudaginn 2. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 10. desember. langt og farsælt líf. Sumir þurfa að lúta í lægra haldi fyrir mann- inum með ljáinn langt um aldur fram. Svo var það með hana móður mína. Hún andaðist 61, árs eftir margra ára baráttu við MS-sjúk- dóm. Þegar systir mín hringdi í mig og sagði að þú værir dáin, var það fyrsta sem fór í gegnum huga minn loksins er hvíldin kom- in. Elsku mamma mín, það er svo sárt að missa þig, en nú líður þér vel hjá pabba þínum, Herði, bróður þínum, Möttu og Magga, tengdaforeldrum mínum. Ástar þakkir fyrir allt sem þú varst og gerðir. Sofðu rótt, þín dóttir Súsanna. ✝ Sigrún Þórðar-dóttir fæddist í Hafnarfirði 20.7. 1931. Hún lést á St. Jósefsspítala 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Eyjólfsson, f. 6.5. 1898, d. 6.2. 1965, og kona hans Sal- óme Salómonsdótt- ir, f. 28.5. 1899, d. 8.12. 1966. Þau bjuggu lengst af á Brúsastöðum. Systkini Sigrúnar eru Unnur, f. 30.6. 1923, d. 15.4. 1987, Kristján, f. 19.3 1925, d. 20.3. 1935, Sigurður, f. 4.4. 1928, og Kristín, f. 16.2. 1930. Sigrún giftist 1964 Reyni Guð- mundsyni frá Stóru-Borg í Húna- vatnssýslu, f. 18.6. 1932, d. 15.7. 1984. Dóttir þeirra er Ið- unn Vaka, f. 4.8. 1972, gift Ingvari Svendsen, f. 28.9. 1970. Börn þeirra eru tvíburarnir Dagur Elí og Silvía Klara, f. 25.6. 1994, og Sara Mist, f. 20.11. 2000. Útför Sigrúnar fór fram 23. nóvember síðastliðinn. Elsku mamma og amma, nú ert þú hrifin úr þessu lifanda lífi og þín er sárt saknað. En við minn- umst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Minning þín lifir og gefur okkur styrk. Vaka og krakkarnir. Horfnar eru blæjur ljóss og skugga, yndislega Rúna okkar hef- ur kvatt þetta líf. Eftir standa perlur á festi minn- inganna. Þú vökvaðir okkur og hlúðir að okkur nánast frá okkar fyrstu stundum. Minningin um þig er bros og hlátur á sólríkum sum- ardegi í garðinum þínum, sem þú ræktaðir af alúð og nærgætni eins og alla sem inn í garð lífs þíns gengu. Við systurnar þökkum þér fyrir að hafa átt stað í hjarta þínu. Elsku Vaka, Ingvar, Dagur, Silvía og Sara. Megi minningin um góða, sterka og hæfileikaríka konu lifa. Megi hún sefa sorgina og verma hjartað. Laufey Brá og Edda Rún. SIGRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Það er gæfa sér- hvers manns á ævileið að hafa átt sér góða vini og samferða- menn, og trúlega verður sönn og traust vinátta og bróðurþel dýrmætara í hjarta og huga eftir því sem á daginn líður. Þessi stað- reynd kemur upp í huga mér, þeg- ar ég minnist bróður míns, Birgis, sem hefur á minni vegferð verið sá traustasti trúnaðar- og tryggða- vinur, sem almættið hefur gefið mér. Í meira en hálfa öld áttum við nána og sameiginlega vegferð í leik og starfi. Stutt var ávallt á milli okkar og oftast svo, að ef annars var getið þá fylgdi hinn á eftir. Við vorum samrýndir og samhuga í öllu, sem við tókumst á hendur. Það sannaðist ekki á okk- ur að „fjörður skyldi milli frænda“, því hann hóf búskap sinn á Vatns- nesvegi 13, þar sem við áttum heimili hjá foreldum okkar og flutti 1961 í næsta hús nr. 15. Árið 1972 byggði hann í Þverholti 21 og bjó þar til 1996, er hann fluttist á Elliðavelli 7. Hann starfaði og bjó ávallt í Keflavík og er einn af þeim mörgu, sem hafa gert þá byggð að betri bæ. Árið 1949, þegar faðir okkar, Axel Pálsson, hóf saltfiskverkun, starfaði Birgir með honum og allt til ársins 1979, er hann féll frá. Áður hafði hann verið með föður okkar til sjós. Birgir var einkar traustur og trúverðugur starfs- maður, allt lék í höndum hans og ávallt sístarfandi. Hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Árið 1961 hófum við bræður út- gerð og stofnuðum Faxa hf., sem enn er til. Keyptum með árs milli- bili bátana Gunnfaxa KE 9 og Freyfaxa KE 10. Síðar eignuðumst við Jarl KE 31 og Jöfur KE 17 og síðast áttum við annan Jöfur KE BIRGIR AXELSSON ✝ Birgir Axelssonfæddist 21. ágúst 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkur- kirkju 21. desember. 17, sem var nýsmíði frá Stálvík í Garðabæ. Útgerðina rákum við í samstarfi við föður okkar meðan hans naut við. Þessum bát- um héldum við til línu-, net- og troll- veiða, svo og á rækju, síld og loðnu. Þetta útgerðarmunstur tíðk- aðist þá. Sérhæfingin er síðar komin til. Ár- ið 1979 við fráfall föð- ur okkar héldum við hans starfsemi áfram, sem var salfisk- og skreiðarverkun og bættum við reksturinn rækjuvinnslu og síld- arsöltun. Nokkru fyrr eða upp úr 1967, eftir að fyrsta þota Flug- félags Íslands, Gullfaxi, kom til landsins, hófum við útflutning á ferskum fiski í flugi til Englands og 1969 í gámum með Eimskip einnig til Englands. Samstarfi okkar bræðra lauk ár- ið 1988, er við seldum útgerðina og ég fluttist til útlanda. Hann hélt hinsvegar áfram rekstri salt- fiskvinnslu í nokkur ár með fjöl- skyldu sinni. Síðustu árin vann Birgir hjá trésmiðjunni Víkurási. Þetta nána samstarf okkar, sem stóð yfir í tæpa þrjá áratugi, voru vafalaust okkar bestu ár. Við vóg- um hvor annan upp og víst er, að án annars okkar hefði þetta ekki orðið. Á sínum bestu árum var Birgir sérlega glæsilegur maður. Hann var dökkhærður og dökkbrýndur, hærður vel og fagureygur. Andlit- ið frítt, samsvaraði sér vel og bauð af sér góðan þokka. Hann var vel á sig kominn. Þessum fríðleik og þokka hélt hann til síðustu stund- ar, þegar ég kvaddi hann. Öðlingurinn hann Birgir Axels- son er genginn fyrir ætternisstapa á vit forfeðra og mæðra, þar sem vissulega bíður hans vistin best, eins og þeirra sem af alúð og um- hyggju hafa ræktað garðinn sinn. Hvenær sem ég heyri góðs manns getið minnist ég hans. Megi minn- ingin um góðan dreng létta okkur róðurinn til lokadags. Ég og kona mín Dagný vottum Elsu og fjöl- skyldum dýpstu samúð. Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.