Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 27
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
01
Heilsunnar vegna
„Við meðhöndlun hálsvandamála er einn mikilvægasti
þátturinn að gefa réttan stuðning við hálssvæðið þegar
legið er í hvíldarstellingum, til að ná náttúrulegri stöðu
hryggjarsúlunnar. Hið erfiða í þessari meðhöndlun er
að ná þrýstingslétti á hálssvæðið og ná um leið fram
slökun í hinum margvíslegu svefnstellingum. TEMPUR
heilsukoddinn er eini koddinn að mínu viti sem uppfyllir
allar þessar kröfur.“
Röng höfuðlega er erfið fyrir
háls, herðar og bak og leiðir
til meiðsla og verkja.
Góður koddi veitir stuðning
og þægindi þannig að þú
getur sofnað án allrar
spennu.
James H. Wheeler, M.D.
Dr. Wheeler er stjórnar-
formaður félags bæklunar-
skurðlækna í USA, og aðili
að Amerísku Bæklunar-
læknaakademíunni
Jólagjöf
sem lætur þér og þínum líða betur
Yfir 32.000
sjúkraþjálfarar,
kírópraktorar
og læknar um
heim allan
mæla með
Tempur Pedic,
þ.á.m. á
Íslandi. VARISTeftirlíkingar!!!
I
i lí i
!!!
AUGLJÓSAR gloppur eru í opin-
berri þýðingu myndbands, sem
bandarísk yfirvöld birtu í síðustu
viku þar sem Osama bin Laden
ræðir hryðjuverkaárásirnar á
Bandaríkin. Þar kemur t.d. ekki
fram að bin Laden nafngreindi
marga flugræningjanna, sem stóðu
að hryðjuverkunum í Bandaríkj-
unum. Einnig hefur nú verið greint
frá því að á myndbandinu væri að
finna upplýsingar sem gætu komið
stjórnvöldum í Sádí-Arabíu heldur
illa.
George Michael, annar tveggja
þýðenda sem Bandaríkjastjórn réð
til að snara myndbandinu yfir á
ensku, sagði í gær að þegar betur
væri að gáð væri „heill hópur“ af
mönnum nafngreindur á myndband-
inu. Hann vildi þó aðeins upplýsa
um þrjú þeirra, Nawaq Alhamzi,
Salem Alhamzi og Wail Alshehri.
„Þú verður að spyrja þá í Pentagon
[bandaríska varnarmálaráðuneyt-
inu] um afganginn,“ sagði Michael
við fréttamann AP.
Áður hafði aðeins komið fram að
bin Laden hefði nafngreint Mo-
hammed Atta, meintan höfuðpaur
flugræningjanna.
Óháður sádí-arabískur þýðandi,
sem AP ræddi við, sagði bin Laden
jafnframt taka sér nafnið Alghamdi
oft í munn í myndbandinu en þrír
menn, sem grunaðir eru um að hafa
verið í hópi flugræningja þann ör-
lagaríka dag 11. september sl., bera
einmitt þetta eftirnafn. Þykir það
gefa til kynna að tengsl bin Ladens
við flugræningjana hafi verið jafnvel
enn nánari en ráða mátti af upp-
haflegri þýðingu myndbandsins.
Styrkir það um leið þann grun
manna að bin Laden hafi fyrirskip-
að hryðjuverkin.
Fengu nauman tíma til
að þýða myndbandið
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar
telja að Wail Alshehri hafi verið um
borð í fyrri flugvélinni sem flaug á
World Trade Center í New York og
að Nawaq Alhamzi og Salem Alh-
amzi hafi verið í vélinni sem brot-
lenti á Pentagon-byggingunni.
Ahmed og Hamza Alghamdi voru
hins vegar um borð í seinni vélinni
sem flaug á World Trade Center og
Saeed Alghamdi var um borð í flug-
vélinni sem brotlenti í Pennsylvan-
íu-ríki eftir að farþegar réðust til at-
lögu gegn flugræningjum sínum.
George Michael sagði að þessi
vitneskja kæmi einungis fram í
dagsljósið núna þar sem menn
hefðu ekki gefið sér nægan tíma til
að þýða myndbandið í upphafi.
Hann sagði að hann hefði aðeins
fengið tólf klukkustundir í fyrri þýð-
inguna en að fjóra daga hefði tekið
að þýða myndbandið að fullu, með
þeim afrakstri sem nú er kynntur til
sögunnar.
Talsmaður Pentagon, Torie
Clarke, sagðist ekki hafa vitneskju
um að ný þýðing hefði verið gerð en
bætti því við að engan þyrfti að
undra þó að sitthvað hefði farið
fram hjá mönnum í upphafi enda
hljóðið á myndbandinu afar slæmt
og samtöl manna ógreinileg.
Michael sagði enn margt á mynd-
bandinu sem erfitt væri að átta sig
á. Til að mynda nafngreindi gestur
bin Ladens í myndbandinu, sem tal-
ar þar mest, þá menn sem hjálpuðu
honum að komast frá Sádí-Arabíu
til Afganistans. Sagði Michael að
honum og Kassem Wahba, Egypt-
anum sem einnig kom að þýðingu
myndbandsins, hefði ekki tekist að
greina nafnið en lét þess getið að
Sádí-Araba myndi hugsanlega tak-
ast það.
Fréttastofan AP bar þetta undir
Sádí-Arabann Ali Al-Ahmed, sem
fer fyrir samtökum sem berjast fyr-
ir mannréttindum í Sádi-Arabíu, og
sagði hann gestinn, sem sagður er
heita Khalid al-Harbi, bæta setning-
unni „jalad alhayaa“ við nafn þess,
sem smyglaði honum inn í Afganist-
an. Nota menn gjarnan þetta orða-
tiltæki í Sádí-Arabíu er þeir ræða
um trúarlögregluna þar í landi.
Sagði Al-Ahmed einnig að gest-
urinn nafngreindi þrjá sádí-arabíska
kennimenn á myndbandinu sem lýst
hefðu yfir stuðningi við árásirnar
einmitt í þann mund sem þær áttu
sér stað og að bin Laden léti þau
orð falla að þeir eigi skilið þakkir
fyrir það. Er einn kennimannanna,
sem hér um ræðir, sjeikinn Abdulah
al-Baraak en hann kennir við há-
skóla í Sádí-Arabíu og starfar jafn-
framt sem ráðgjafi stjórnar Sádí-
Arabíu í trúarlegum málum.
Þessar fréttir, ef réttar eru, þykja
koma stjórnvöldum í Sádí-Arabíu
heldur illa en þau hafa opinberlega
lýst yfir stuðningi við baráttuna
gegn hryðjuverkum. Sagði Al-
Ahmed að þessar síðustu upplýs-
ingar hefðu átt að koma fram í þýð-
ingu Michael og Wahba og gat hann
sér þess til að Bandaríkjastjórn
hefði kosið að hafa þær ekki með í
þeirri útgáfu þýðingarinnar, sem
þau gerðu opinbera, þar sem þau
vildu ekki styggja bandamenn sína í
Sádí-Arabíu.
Reuters
Íbúi New York fylgist með því í síðustu viku þegar myndbandið með Osama bin Laden var spilað opinberlega.
Augljósar
gloppur
í mynd-
bandinu
Washington. AP, AFP.
Bin Laden nafngreinir mun fleiri
flugræningjanna en fyrst var talið
SEGJA má að viðskiptagrundvell-
inum hafi verið kippt undan stétt
búrku-klæðskera eftir að taliban-
ar voru hraktir frá völdum í Afg-
anistan.
Talibanar skylduðu konur sem
kunnugt er til að klæðast svo-
nefndum búrkum, eða kuflum
sem hylja þær frá hvirfli til ilja.
Fimm ára valdaskeið þeirra var
því gósentíð fyrir klæðskera sem
sérhæfðu sig í saumi slíkra flíka,
þar á meðal Mohammed Isaq,
sem rekur búrkusaumastofu í
borginni Mazar-e-Sharif.
Þrátt fyrir að mánuður sé nú
liðinn síðan talibanar voru hrakt-
ir frá Mazar-e-Sharif hafa marg-
ar konur í borginni enn ekki þor-
að að kasta búrkunum. En Isaq
segir að það sé einungis tíma-
spursmál hvenær flestar eða allar
konur fari að ganga um berhöfð-
aðar og hann muni því ekki leng-
ur geta haft lífsviðurværi af
búrkusaumi. „Ég verð víst að
fara að finna mér eitthvað annað
að gera,“ sagði hann við blaða-
mann Los Angeles Times.
Isaq fagnaði þó falli talibana
heilshugar og sýndi hug sinn í
verki með því að raka strax af
sér skeggið, sem þeir skylduðu
hann til að bera. „Ég naut ekki
góðs af stjórn talibana. Þeir
tryggðu mér reyndar næga vinnu
en allar vörur voru svo dýrar að
ég gat ekki rakað saman neinum
auði.“
Reuters
Konur í búrkum á mótmælafundi í Brussel. Konum var gert að klæðast
búrkum, sem hylja þær frá hvirfli til ilja, á valdatíma talibana.
Gósentíð búrku-klæðskeranna í Afganistan lokið
Gjaldþrot yfirvofandi