Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 65 BÆJARSTJÓRI Garðabæjar og for- stjóri Námsgagnastofnunar hafa undirritað samkomulag um samstarf á sviði upplýsingatækni í grunnskól- um. Í samkomulaginu felst að Náms- gagnastofnun kynnir og afhendir kennurum í grunnskólum Garða- bæjar rafrænt námsefni sem stofnun- in gefur út. Í staðinn skila kennararn- ir Námsgagnastofnun hugmyndum að notkun efnisins í kennslu og taka að sér að prófa efnið og þróa það. Námsgagnastofnun mun, sam- kvæmt samningnum, efna til fræðslu- funda með hópum kennara á vormiss- eri 2002 þar sem einkum verður fjallað um rafrænt námsefni sem Námsgagnastofnun gefur út. Á fund- unum verður lögð sérstök áhersla á kennslufræði og gerð kennsluáætl- ana, með hliðsjón af markmiðum Að- alnámskrár grunnskóla. Efni fræðslufundanna verður sniðið að þörfum kennara á mismunandi ald- ursstigum. Gert er ráð fyrir að á fræðslufundunum verði til hugmynd- ir að notkun efnisins í kennslu, sem hóparnir taki síðan að sér að prófa og þróa frekar. Í samningnum er einnig kveðið á um samstarf við kennara um þarfa- greiningu, gerð og þróun einfaldra þjálfunarforrita eða vefefnis t.d. í stærðfræði. Að lokum er ákvæði um að Námsgagnastofnun sé heimilt að fela kennurum prófun og mat á til- teknum forritum og að kennarar fái til endurgjaldslausra afnota allt það efni sem prófað verður. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garða- bæjar, segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir grunnskóla Garða- bæjar. Annars vegar felist í honum ákveðin viðurkenning á að skólarnir og bæjaryfirvöld hafi verið að vinna vel og á framsækinn hátt á sviði upp- lýsingatækni og hins vegar gefi hann enn frekari möguleika á að sækja fram á sviði kennslufræði og í þróun á notkun rafræns námsefnis, segir í fréttatilkynningu. Samstarf Garðabæjar og Námsgagnastofnunar Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, og Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar. KAFFISTOFA Samhjálpar við Hverfisgötu í Reykjavík verður opin um hátíðarnar. Samhjálp rekur kaffistofuna fyrir utangarðsfólk og aðra sem leita vilja skjóls þessa daga. Opið verður á aðfangadag milli kl. 11 og 14 en aðra daga um jól og áramót verður opið frá kl. 11 til 15. Í frétt frá Sam- hjálp segir að mögulegt sé að hafa kaffistofuna opna fyrir stuðning fyrirtækja sem lagt hafa starfinu lið. Opið hjá Samhjálp um jólin Í NIÐURLAGI fréttar um útskrift í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær var rangt farið með nafn Eyþórs Arnar Jónssonar. Beðist er velvirð- ingar á því. Rangt föðurnafn Rangt var farið með nafn ráðu- neytisstjórans í umhverfisráðuneyt- inu í blaðinu í gær og hann sagður heita Magnús Jóhannsson. Hið rétta er að Magnús er Jóhannesson og leiðréttist það hér með. Beðist er vel- virðingar á þessu. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Jónmundar Guðmarssonar, bæjar- fulltrúa á Seltjarnarnesi, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT                 MÆÐRASTYRKSNEFND voru af- hentir jólapakkar sem safnað var undir jólatré í gestamóttöku Hótels Loftleiða. Gefendur eru starfsmenn Flugleiðahótelanna ásamt starfs- mönnum ýmissa annarra fyrirtækja sem hafa starfsemi innan húsa- kynna Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli, en á sjöunda tug gjafa safnaðist handa börnum og ung- lingum, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni afhendir Brynhildur Guðmundsdóttir ráðstefnustjóri, þeim Ásgerði Jónu Flosadóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur gjaf- irnar. Gjafir handa börnum og unglingum MATREIÐSLUMENN og vínþjónar af veitingastaðnum Sommelier verða í verslun Sævars Karls í Bankastræti á Þorláksmessu kl. 18–21 og veita viðskiptavinum ráð varð- andi matinn yfir hátíðirnar. Jafnframt munu þeir gefa smakk af rjúpusúpu staðarins, segir í fréttatilkynningu. Matreiðslu- menn hjá Sævari Karli HELGI FILIPPUSSON ehf HEILDVERSLUN Tunguhálsi 7. Sími: 567 1210 Margt fallegt til jólagjafa á góðu verði Glös - Kerti - Borðar - Silkiblóm - Jólavörur - Skreytingarefni og margt fleira Verið velkomin OPIÐ ALLA HELGINA laugard. og sunnud. KL. 11-17 Lager- sala í Árbæ að Tunguhálsi 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.