Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 30
HEILSA 30 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Nú líður brátt að áramótum og tími kominn til að setja sér áramótaheit. Það kemur kannski ekki á óvart að áramótaheit mitt er að ég ætla að hætta að reykja. Ekki í fyrsta skipti, en ég hef alltaf byrjað fljótlega aftur þrátt fyrir plástra, úða og tyggjó. Er eitthvað sem þú getur ráðlagt mér sem gæti hjálpað mér í þetta skipti?“ SVAR „Það eru ýmsar aðferðir semhægt er að nota til þess að hætta að reykja. Það virðist þó ekki vera til nein ein aðferð sem virkar betur en önnur. Notkun plástra og nikótíntyggjós hefur auk- ist mikið síðustu ár og er varla til sá reyk- ingamaður sem ekki hefur plástrað sig eða tuggið tyggjó. Hins vegar myndi ég ekki treysta eingöngu á notkun plástra og tyggi- gúmmís, sérstaklega ef það hefur ekki nýst viðkomandi áður. Þessi nikótínlyf koma helst í veg fyrir líkamleg og andleg fráhvörf, sem sumir finna fyrir eftir að þeir hætta að reykja. Þetta getur verið höfuðverkur, breytingar á svefnvenjum, geðvonska, pirr- ingur, o.s.frv. Með hjálp lyfjanna er fólk að reyna að fresta fráhvarfseinkennum. Rann- sóknir hafa sýnt að tyggjó og plástrar gefa ekki betri og jafnvel oft verri árangur en aðrar aðferðir, sérstaklega ef það er notað eingöngu. Mikilvægt er því að gera fleiri ráðstafanir sér til stuðnings. Líkamleg frá- hvörf standa nefnilega aldrei lengur en 1–2 vikur. Það sem á sér stað síðan og veldur mestum óþægindum eru þau andlegu áhrif sem reykingastoppið hefur í för með sér. Reykingar eru tengdar félagslegri hegðun og fólk er mun meira sálfræðilega háð reyk- ingum en líkamlega. Þess vegna er mik- ilvægt að undirbúa sig vel, byggja upp trú á að hægt sé að ná árangri. Það þarf að skoða hvað varð til þess að viðkomandi byrjaði aft- ur að reykja í þau fyrri skipti sem hann reyndi að hætta. Þetta geta verið ákveðnar aðstæður, eins og kaffistofan í vinnunni, fyrst eftir að fólk vaknar, eða þegar það drekkur áfengi. Síðan þarf að reyna að forð- ast þessar aðstæður sem eru erfiðar, sér- staklega á meðan gengið er í gegnum það tímabil sem er erfiðasti hjallinn að komast yfir. Þetta er hægt að gera með því að fara frekar út að ganga í kaffitímanum, fá sér glas af vatni á morgnana í stað þess að fá sér kaffi, sem óhjákvæmilega fylgdi fyrstu sígarettu dagsins, og sleppa áfengi fyrst um sinn. Ef þörfin til að reykja er orðin mjög sterk er vert að reyna að fresta reyking- unum í minnst fimm mínútur og minna sig á slæmar afleiðingar reykinganna. Auk þess er hægt að verðlauna sig með því að safna peningunum saman sem fara í sígarettur og kaupa sér eitthvað ánægjulegt. Margar aðr- ar aðferðir og leiðir má nefna og endalaust er hægt að bæta við, hins vegar er þetta alltaf mjög einstaklingsbundið hvað hver þarf að gera. Þess vegna þarf fólk að skoða hvað hentar því, hvað er því erfitt, og nýta sér það síðan kerfisbundið. Gangi ykkur vel með áramótaheitið.“ Á að hætta að reykja um áramótin? eftir Björn Harðarson Fólk er mun meira sálfræði- lega háð reykingum en lík- amlega. Þess vegna er mik- ilvægt að undirbúa sig vel áður en hætt er að reykja og byggja upp trú á að hægt sé að ná árangri. ........................................................... persona@persona.is Greinarhöfundur er sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. NÝ KÖNNUN sem gerð var af Am- erísku krabbameinsrannsóknar- stofnuninni (American Institute for Cancer Research) (AICR) sýnir að 20% Bandaríkjamanna hafa breytt mataræði sínu til hins verra eftir hryðjuverkaárásina á New York og Washington, 11. september síðastlið- inn. Könnunin var framkvæmd ná- kvæmlega tveim mánuðum eftir ár- ásina og varpar hún ljósi á hvernig atburðirnir hafa haft áhrif á Banda- ríkjamenn, segir í frétt PRNewswire. Fast að 20% þeirra sem spurðir voru sögðu að þeir hefðu farið að borða meira af því sem Bandaríkja- menn kalla „comfort food“ eins og kartöflumús, kjötsósu, steiktum kjúklingi, makkarónum og osti. Um 13% sögðu að þeir borðuðu nú mun kryddaðra og matarmeira fæði eins og steikur, pottrétti og lasagna. Þörf fyrir sykur hefði einnig aukist en 19% sögðust borða meira sælgæti og sæta fæðu eins og ábætisrétti og ís. Sérfræðingar AICR vöruðu við að ofangreindar fæðutegundir væru að öllu jöfnu fituríkari og innihéldu mikið af kaloríum en hefðu lítið af nauðsynlegum næringarefnum. Fæðuna skorti hugsanleg verndandi áhrif sem er að finna í jurtafæði og sýnt hefur verið fram á að eru til varnar krabbameini og öðrum sjúk- dómum. „Haustið er sá tími sem Banda- ríkjamenn skipta yfir í matarmikla fæðu, ekki er alltaf hægt að setja jafnaðarmerki á milli slíkrar fæðu og fituríkari fæðu,“ segir Melanie Polk sem stýrir manneldisfræðslu hjá AICR. „Máltíðir geta verið bæði matarmiklar og heilnæmar, einkum ef hafður er með góður skammtur af grænmeti og kornmeti sem seður hungrið og inniheldur minni fitu og kaloríur en kjöt og ostur. Segir í PRNewswire að þessi ráð- legging hafi orðið til upp úr áætlun sem AICR stóð fyrir og kallaðist „Nýi ameríski málsverðurinn“(the New American Plate) og er ætlað að hjálpa einstaklingum til að hafa vald á þyngd sinni og koma í veg fyrir þráláta sjúkdóma. Áætlunin leggur til að menn borði smærri skammta í einu og breyti fæðuhlutföllunum þannig að grænmeti, kornmeti og ávextir verði að minnsta kosti tveir þriðju hlutar af máltíðinni og kjöt, kjúklingur og fiskur sé ekki nema einn þriðji hluti málsverðarins. Hafa áhyggjur af langtíma- áhrifum óheilnæmra fæðuvenja Dr. John Foreyt og samstarfs- menn hans við læknadeild Houston Baylor-háskólans rannsökuðu hvernig tilfinningaleg áreiti hafa áhrif á mataræðið. Hann telur að könnun AICR sé kvíðvænleg en skiljanleg. „Þetta eru nákvæmlega þau viðbrögð sem mátti búast við,“ segir hann. „Þegar við erum kvíðin eða hrædd höfum við tilhneigingu til að neyta fæðu sem við tengjum tíma- bili þar sem við upplifðum litla streitu og það er barnæskan. En ég er hissa á að við skulum ennþá sjá þessar afleiðingar árásarinnar nú tveim mánuðum eftir að hún átti sér stað,“ segir Foreyt. Bæði Foreyt og Polk taka það fram að þessi tilhneiging til að neyta fituríkari fæðu geti verið tímabund- in. Þegar slíkar fæðutegundir séu stór hluti máltíðarinnar að staðaldri valdi það alvarlegum heilsufarsleg- um vanda þegar fram líða stundir, þar á meðal hjartasjúkdómum, krabbameini, heilablóðfalli, offitu og sykursýki. Tóku forskot á hátíðarmatinn Polk hefur sérstakar áhyggjur af því að tímasetning árásarinnar hafi áhrif á það að fólk geti festst í slæm- um matarvenjum. „Nú þegar fólk er að fást við sorgina þá er tími þakk- argjörða og jóla að ganga í garð. Þetta er það tímabil sem fólk hefur tilhneigingu til að bæta á sig auka- kílóum. Á þessum tíma eru reglur sem fólk hefur sett sér um mataræði og hreyfingu ekki teknar of alvar- lega og neytt er fæðu sem er fiturík auk þess sem menn gera vel við sig í öðrum veitingum og máltíðirnar eru rúmt skammtaðar. „Svo virðist sem einn fimmti hluti þjóðarinnar hafi tekið gott forskot á hátíðarmáltíðirn- ar,“ segir Polk. Meirihlutinn býr við óbreyttar matarvenjur Níutíu prósent Bandaríkjamanna, sem spurðir voru í könnuninni, sögðu að þeir neyttu sama fæðumagns nú og áður. Aðeins fjögur prósent af þeim sem voru spurðir sögðu að þeir borðuðu meira og sex prósent sögðu að þeir borðuðu minna. Því hefur verið haldið fram að sú tilhneiging að fá sér aukabita vaxi á streitutímum en í þessu tilfelli virðist sú ekki raunin en sex prósent að- spurðra sögðu að þeir borðuðu á milli mála. Áttatíu og sjö prósent Bandaríkjamanna sögðu enga breyt- ingu í þá veru. Sama hlutfall af fólki eða áttatíu og sjö prósent sögðu að þeir hreyfðu sig jafn mikið og áður. Sjö prósent kváðust stunda meiri líkamsrækt en áður og fimm prósent sögðust æfa minna. Eftir árásina var því haldið fram að Bandaríkjamenn hefðu aukið komur sínar á barina og neysla áfengis í heimahúsum hefði aukist. Samt sem áður leiddi rannsókn AICR það ekki í ljós því aðeins tvö prósent aðspurðra sögðust hafa auk- ið áfengisneysluna. Um sex prósent sögðust drekka minna og sjötíu og sex prósent sögðust drekka ná- kvæmlega sama magn og fyrir árás- irnar. (Þeir sem ekki neyttu áfengis voru sextán prósent.) Í könnuninni tóku þátt 1.003 ein- taklingar, átján ára og eldri og voru þeir valdir með slembiúrtaki. Var rætt við fólkið í síma og tók könn- unin fimm daga en hún fór fram um miðjan nóvember síðastliðinn. Óhollara mataræði eftir atburðina 11. september Reuters Haustið er sá tími er Bandaríkjamenn skipta yfir í matarmikla fæðu. Hér er Bush forseti að skera kalkún á þakkargjörðarhátíð hjá hernum.FYRIR mörg okkar er óhóf í neyslu sykurs meðan á hátíðunum stendur fremur regla en undantekning. Af- leiðingin er oftast þyngdaraukning sem tekist er á við í janúar. En of- gnótt veislumatar hefur alvarlegri af- leiðingar fyrir sykursjúka. Þetta á sérstaklega við um sykursýkisjúk- linga sem jafna sykurmagnið í blóðinu með insúlíninngjöf eða með töflum, ásamt því sem þeir verða að gæta þess vel hvaða magn þeir setja inn fyrir sínar varir af mjölvaríkri og sykraðri fæðu. Þessar og eftirfarandi upplýsingar koma fram á heilsusíðu Los Angeles Times. Fyrir sykursjúka geta freistingar eins og búðingar, kökur eða önnur sætindi leitt til meira magns af sykri í blóðinu og getur það orðið hærra en eðlilegt telst hjá sykursjúkum. Þegar fram í sækir eykur hærri blóðsykur líkurnar á hjartasjúkdómum, slæmri blóðrás og nýrnasjúkdómum, – ef sykurmagnið í blóðinu er hátt er einn- ig hætta á að menn missi meðvitund- ina. Verða að gæta hófs í mat og drykk Ef sykursjúkir drekka meira áfengi en venjulega yfir hátíðirnar getur það verið þeim skaðlegt. Sleppi sykursjúkir úr máltíð vegna þess að þeir hafa verið að drekka áfengi eiga þeir á hættu að blóðsykurinn falli skyndilega, með þeirri mögulegu af- leiðingu að viðkomandi finnur til skjálfta, svimar eða fellur í yfirlið. „Lykillinn að því að hátíðirnar gangi stórslysalaust fyrir sig er að muna að hinn sykursjúki getur ekki tekið sér frí á sama hátt og aðrir,“ segir dr. Riccardo Perfetti, sem stýrir meðferð fyrir göngudeildarsjúklinga við Cedars Sinai-læknamiðstöðina í Los Angeles. „Fólk sem haldið er sykursýki getur notið hátíðarkræs- inganna en það verður að gæta hófs.“ Samtök sykursýkisjúklinga benda á að það sé ekki hægt að setja ein- hverja eina reglu um mataræði syk- ursjúkra, það fari eftir hverjum og einum hvernig hann hagar neyslu sinni og slíkt lærist af reynslunni og sé ákveðið í samráði við lækna. Ef borin er til dæmis fram kaka í skrif- stofusamkvæmi, þá getur hinn syk- ursjúki skipulagt neyslu sína fram í tímann. Í stað þess að sleppa því að fá sér köku getur hann takmarkað mat- inn sem hann fær sér fyrr um daginn. 15 mínútna ganga milli mála Á hátíðarhlaðborðum þar sem borðið svignar undan krásunum, er vert fyrir hinn sykursjúka að hafa skammtinn hæfilegan og leitast við að borða grænmeti og reyna að finna eft- irrétti sem innihalda ávexti. Í hanastélssamkvæmum eru olífur og hnetur betri kostur en tortilla-flög- ur eða flögur sem dýft er í rjóma- kenndar sósur. Ólífur og hnetur hafa ekki áhrif á blóðsykurmagnið en inni- halda „heilnæma“ fitu. Hægt er að draga úr afleiðingum óhófs neyslu á sætindum með því að auka svolítið hreyfinguna en hún hef- ur áhrif á efnaskipti líkamans að sögn Perfetti. Ef tíminn er naumur þá mælir hann með 10–15 mínútna rösk- legri göngu milli mála yfir daginn en fyrst og fremst mælir hann með já- kvæðu viðhorfi. „Sykursjúkir ættu að muna að þeir stjórna neysluvenjum sínum og þá um leið því hvernig sjúk- dómurinn þróast en það er ekki sjúk- dómurinn sem stjórnar þeim,“ segir Perfetti að lokum. Morgunblaðið/Jim Smart Jólahlaðborð eru mjög vinsæl og þurfa sykursjúkir að gæta sérstaks hófs þegar að þeim kemur og annarri hátíðarfæðu. Hátíðirnar geta reynst sykur- sjúkum erfiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.