Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ um borð í flugvélinni sem aðeins er skráð fyrir 10 þegar hann flaug henni frá Vestmannaeyjum til Selfoss hinn 7. ágúst í fyrra. Hann neitar sök. Dr. Jón Friðrik var m.a. beðinn um að leggja mat á hvort vitnin hafi haft getu til að greina í „slíkum smáatrið- um“ frá atvikum málsins svo löngu eftir að atburðir áttu sér stað og hvort fréttaflutningur og þjóðfélagsleg um- fjöllun um málið sé líkleg til að hafa áhrif á vitnisburð þeirra. Dómstóla að leggja mat á trúverðugleika Sálfræðingurinn var hvorki við- staddur yfirheyrslur hjá lögreglu né hlýddi hann á framburð vitnanna. Dómarinn sagði augljóst að í dómi yrði ekki byggt á mati hans á trúverð- ugleika vitna heldur sé það dómstóla að leggi mat á slíkt. Krafa Hildar Briem, fulltrúa lög- reglustjórans í Reykjavík, um að fá lögregluskýrslu ákærða frá 5. janúar 2001, ásamt fylgiskjölum lagða fyrir dóminn og var samþykkt þrátt fyrir að því hefði áður verið lýst yfir að gagnaöflun væri lokið. Vegna þessara óska verjanda og sækjanda var aðalmeðferðinni frestað en fyrirhugað er að 14 vitni komi fyrir dóminn. VERJANDI fyrrum flugrekstrar- stjóra Leiguflugs Ísleifs Ottesen fór fram á að fá að leggja fyrir dóminn sálfræðiskýrslu dr. Jóns Friðriks Sig- urðssonar sálfræðings þar sem lagt er mat á trúverðugleika vitnisburða þeirra farþega sem voru um borð í TF-GTX og hafa borið vitni hjá lög- reglu í máli lögreglustjórans í Reykjavík gegn flugrekstrarstjóran- um. Jafnframt kæmi sálfræðingurinn fyrir dóminn auk þess sem fylgigögn skýrslunnar yrðu lögð fram en um er að ræða fjöldann allan af ljósritum af blaðagreinum og útskriftum af sjón- varps- og útvarpsfréttum um málið, eins og segir í úrskurðinum. Þessu hafnaði Valtýr Sigurðsson, héraðsdómari og lýsti verjandinn, Baldvin Björn Haraldsson hdl., því yfir að hann myndi kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Flugrektrarstjórinn hefur verið ákærður fyrir að hafa haft 12 farþega Vill leggja sálfræði- skýrslu um mat á vitnum fyrir dóm VANSKIL með kostnaði og drátt- arvöxtum af hefðbundnum lang- tímalánum Vesturbyggðar eru um 150 milljónir, samkvæmt upplýs- ingum frá Íbúðalánasjóði, en sjóð- urinn hefur afskrifað 48 milljóna króna skuldir Vesturbyggðar og 20 milljóna skuldir Reykhólahrepps. Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalána- sjóðs, segir bráðabirgðalán Vest- urbyggðar svo nema alls um 80 milljónum þannig að samtals sé um að ræða um 230 milljónir króna sem Vesturbyggð skuldar Íbúða- lánasjóði í vanskilum og bráða- birgðalánum. „Vanskil Reykhólahrepps eru um 14 milljónir, en með afskrift 20 milljóna króna af lánum sveitarfé- lagsins er gert ráð fyrir að sveitar- félagið muni standa undir afborg- unum af lánum Íbúðalánasjóðs til framtíðar,“ segir Hallur og bætir við að bókfærð staða Reykhóla- hrepps að meðtöldum skuldum vegna dvalarheimilis aldraðra sé nú um 125 milljónir króna. Lagabreyting opnar möguleika Aðspurður segir Hallur afskrift- ir skulda fleiri sveitafélaga ekki vera væntanlegar hjá Íbúðalána- sjóði en útilokar ekki að slíkt gæti komið upp á næsta ári. „Ferillinn hjá okkur er sá að eft- irlitsnefnd með fjármálum sveitar- félaga tekur að sér þau sveitafélög sem eru í nk. gjörgæslu. Laga- breyting sem varð núna í lok þings veitir þann möguleika að Íbúða- lánasjóður geti afskrifað skuldir hjá sveitafélögum en slíkt var ekki heimilt fram að þeim tíma. Fyr- irkomulagið er þá þannig að þessi eftirlitsnefnd leggur til ákveðnar afskriftir af skuldum vegna fé- lagslega íbúðakerfisins. Það fer þá fyrir félagsmálaráðherra sem sendir síðan erindið til stjórnar Íbúðalánasjóðs sem svo tekur ákvörðun. Þetta ferli fer ekki af stað nema það séu verulegir erfiðleikar fyrir hendi hjá sveitafélögum og stjórn Íbúðalánasjóðs gerir ráð fyrir því að afskriftir skulda séu gerðar samhliða aðgerðum við aðra kröfu- hafa þar sem þetta er hluti af heildarfjárhagsendurskipulagn- ingu sveitarfélagsins,“ sagði Hall- ur. 48 milljóna skuld Vest- urbyggðar afskrifuð Skuldir Vesturbyggðar við Íbúðalánasjóð 230 milljónir JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur und- irritað nýjan þjónustusamning við stjórnendur Náttúrulækninga- félags Íslands vegna reksturs Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði. Til að sinna þeim verkefnum sem samningurinn kveður á um mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið beita sér fyrir því að árlegar fjárveitingar til starfseminnar verði rúmar 330 milljónir króna, miðað við fjárlög ársins 2002. Samning- urinn gildir til ársloka 2004 og kemur í stað núgildandi samnings sem gerður var í ársbyrjun 1999. Samningurinn felur í sér að ráðu- neytið kaupir endurhæfingarþjón- ustu á Heilsustofnun NLFÍ og er sú þjónusta hluti af heildarskipu- lagi endurhæfingarmála í landinu. Annars vegar er um að ræða sér- hæfða endurhæfingu, t.d. eftir slys eða aðgerðir, og hins vegar er um að ræða almenna endurhæfingu vegna ýmissa sjúkdóma, öldrunar o.fl. Samningurinn gerir ráð fyrir að rúmum fyrir sérhæfða endur- hæfingu verði fjölgað úr 30 í 40 en rúmum fyrir almenna endurhæf- ingu fækkar úr 90 í 80. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Nýr þjónustusamn- ingur undirritaður NÝ BARNABIÐSTOFA var form- lega tekin í notkun á slysa- og bráðamóttöku Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi í gær- dag. Þar er góð og hlýleg aðstaða fyrir börnin meðan þau bíða eftir að læknar og hjúkrunarfólk hlúi að meiðslum þeirra, s.s. leikföng, leikjatölva og sjónvarp. Íslandsbanki fjármagnaði tækjabúnað og annað á biðstof- unni og Barnasmiðjan lagði einnig sitt af mörkum og var innan hand- ar við val á leikföngum og útliti stofunnar. „Við höfum lengi fund- ið fyrir brýnni þörf á að fá rúm- betri barnabiðstofu, en hér hefur verið lítið barnaherbergi í nokkur ár,“ segir Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og bráða- móttökunnar. „Þar var mjög þröngt um börn- in og foreldra þeirra. Svo þessi biðstofa er mikil bylting frá því sem var.“ Slys eru algengasta dauðaorsök barna og ungs fólks. Þau eru helsta orsök glataðra starfsára. Um 20 þúsund börn og unglingar slasast árlega og 12 þúsund þeirra leita til slysa- og bráðamóttöku- nnar í Fossvogi eftir lækningu. Um fimmta hvert barn á aldrinum 0–4 ára þarf að leita aðstoðar læknis vegna slysa og þriðji hver unglingur. Slys í kringum jól og áramót oft alvarleg Þessar tölur telur Brynjólfur allt of háar og bendir sérstaklega á slys sem verða í kringum jól og áramót sem geta verið mjög al- varleg. Hann segir að í desember komi um 800 börn og unglingar ár hvert á slysa- og bráðamóttökuna vegna áverka eftir slys. „Tæplega fjórðungur þeirra sem koma vegna áverka um ára- mót hafa slasast vegna blysa, sprengja eða flugelda. Um síðustu áramót voru börn á aldrinum 3– 10 ára áberandi. Þau voru oftast áhorfendur sem stóðu of nærri föður sínum er hann stóð fyrir blysa- og flugeldasýningu.“ Hann segir aldrei of varlega farið og að foreldrar og aðrir fullorðnir eigi að hafa vit fyrir þeim yngri og sýna þeim gott fordæmi. Fyrsti gestur barnabiðstof- unnar, ungur drengur sem hafði fengið gat á höfuðið og beið eftir að verða saumaður, kom inn á bið- stofuna um hádegisbil í gær og virtist hæstánægður með aðstöð- una. Hann settist strax við leikja- tölvuna og gleymdi meiðslum sín- um um stund. Morgunblaðið/Þorkell Margrét Tómasdóttir, sviðsstjóri slysa- og bráðamóttöku, Bryndís Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Friðrik Sigurbergsson læknir, Brynjólfur Mogensen sviðsstjóri og Elín Ágústsdóttir, eigandi Barnasmiðjunnar, prófuðu aðstöðuna í nýju biðstofunni. Um 20 þúsund börn og unglingar slasast árlega og þurfa að leita læknis Barnabiðstofa tekin í notkun LÍK bandaríska lífefnafræðingsins Dons C. Wileys, sem ekkert hefur spurst til síðan 14. nóvember sl., fannst í fyrradag í þverá Mississippi- fljóts í Louisiana eða um 500 km suð- ur af Memphisborg í Tennesseefylki í Bandaríkjunum. Frá þessu var greint í netútgáfu The Boston Globe í gær. Wiley var 57 ára að aldri og kvæntur íslenskri konu, Katrínu Valgeirsdóttur. Eiga þau tvö börn, sjö og tíu ára. Hann starfaði sem prófessor við Harvardháskólann í Boston og var talinn meðal fremstu sérfræðinga í rannsóknum á veirum, s.s. ebola-veirunni. Í The Boston Globe er greint frá því að síðast hafi sést til Wileys um miðnætti hinn 14. nóvember sl. á hót- eli í Memphis þar sem hann var á vinnufundi en daginn eftir fann lög- reglan yfirgefna bílaleigubifreið hans á brú yfir Mississippiána utan við Memphis. Var mál hans síðan þá rannsakað sem mannshvarf. Samkvæmt upplýsingum The Boston Globe hefur enn ekkert verið gefið upp um dánarorsök Wiley en meðan á leit að honum stóð benti ekkert til þess að hann hefði orðið fyrir ofbeldi eða fyrirfarið sér. Lík Wileys fundið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.