Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVERGI MEIRA ÚRVAL AF ÍSLENSKRI MYNDLIST Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Þorsteinn Helgason — HEILBRIGÐISSTOFNUN Suður- nesja hefur fengið á þessu ári gjafir að verðmæti á sjötta tug milljóna króna, sérstaklega tæki í hina nýju D- álmu sem formlega var opnuð v í gær. Við hátíðlega athöfn í D-álmunni, sem efnt var til í gær, var saga barátt- unnar fyrir viðbyggingu sjúkrahúss- ins í Keflavík og byggingarsaga henn- ar rakin nokkuð. Kom fram hjá Jóhanni Einvarðssyni, framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunarinnar, að hana mætti rekja aftur til ársins 1970 er stjórn sjúkrahússins óskaði fyrst eftir að aðbúnaður starfsfólks yrði bættur með stækkun húsnæðis. Tók Jóhann þannig til orða að baráttan hefði kostað svita, erfiðleika og þurft hefði að taka slag. Gengið hefði rólega að ná verkefninu fram „en nú erum við komin í höfn og það er aðalatrið- ið“, sagði Jóhann við athöfnina. Húsnæði sjúkrahússins nærri því tvöfaldast með tilkomu D-álmunnar. Húsið er 3.000 fermetrar að flatar- máli, á þremur hæðum, auk geymslu- lofts. Fyrsta hæðin hefur nú verið tekin í notkun en þar er meðal annars sjúkra- og iðjuþjálfun og aðstaða fyrir rannsóknir og starfsfólk. Á annarri hæðinni, sem tekin verður í notkun 1. júní á næsta ári, verða 24 sjúkrarúm fyrir langlegusjúklinga. Húsnæðið er tilbúið en eftir er að kaupa rúmin og önnur húsgögn. Þriðja hæðin er skemmra á veg komin og ekki liggur enn fyrir hvernig hún verður nýtt eða hvenær hún kemst í notkun. Hug- myndir eru uppi innan sjúkrahússins um að byggja þar upp skurðstofur sjúkrahússins, sem þarfnast endur- nýjunar, og taka húsnæði þeirra í staðinn undir langlegudeild. Verðmætar gjafir Það kom fram við athöfnina í gær að bygging D-álmunnar hefur lengi verið mikið áhugamál hjá Suður- nesjamönnum. Það kemur meðal ann- ars fram í fjölda gjafa sem félagasam- tök, fyrirtæki og einstaklingar hafa fært Heilbrigðisstofnuninni, ekki síst vegna hinna nýju húsakynna. Áætlar framkvæmdastjórinn að verðmæti tækja sem gefin hafa verið á árinu sé á sjötta tug milljóna króna. Getur hann þess til samanburðar að sjúkra- húsið fái að meðaltali tvær milljónir á ári á fjárlögum ríkisins til tækja- kaupa. Stærsta gjöfin er frá D-álmu- samtökunum, sem 32 félagasamtök á Suðurnesjum standa að, en þau færa stofnuninni tæki og búnað í nýju álm- una að verðmæti um 25 milljónir kr. Skúli Þ. Skúlason, varaformaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj- um, sagði að opnun D-álmunnar væri jólagjöf til Suðurnesjamanna og sagði að hún markaði þáttaskil í heilbrigð- isþjónustu á svæðinu. Við lok athafnar blessaði Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur húsið og starfsemina. D-álma Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja formlega opnuð Gefa tæki að verð- mæti 50–60 milljónir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Aðalbjörg Stefánsdóttir klippir á borðann og nýtur við það aðstoðar Ernu Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra, Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, og Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Keflavík GREIÐSLUR frá Hitaveitu Suður- nesja gera það að verkum að Grinda- víkurbær eykur ekki skuldir sínar á næsta ári þrátt fyrir verulegar kostnaðarhækkanir, óbreytta út- svarsprósentu og þónokkrar fram- kvæmdir. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fór fram í bæjar- stjórn í vikunni. Síðari umræða er áformuð 23. janúar. Tekjur aukast vegna fjölgunar Samkvæmt áætluninni verða tekjur Grindavíkurbæjar liðlega 600 milljónir á næsta ári. Er það 15% hækkun frá yfirstandandi ári þrátt fyrir að álagningu gjalda sé haldið í óbreyttu horfi. Meðal annars er ekki nýtt heimild til hækkunar útsvars. Tekjuaukningin stafar af auknum tekjum vegna almennra launahækk- ana hjá íbúunum og fjölgun íbúa, að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra. Gjöld nema liðlega 520 milljónum kr., þar af eru vaxtagjöld rúmar 10 milljónir kr. Fræðslumálin eru lang- stærsti einstaki útgjaldaflokkurinn, í hann fara tæp 53% af útgjöldunum. Útgjöld hækka um tæp 13% milli ára, ekki síst vegna hækkunar launa starfsmanna. Tekjuafgangur bæjar- sjóðs er áætlaður samkvæmt þessu liðlega 81 milljón á næsta ári. Áætluð gjaldfærð fjárfesting er rúmar 58 milljónir og eignfærð fjár- festing tæpar 100 milljónir. Áætlað- ur útboðskostnaður vegna nýs leik- skóla við Dalbraut er 3 milljónir kr. og afborganir langtímalána á næsta ári 60 milljónir. Þessi útgjöld verða fjármögnuð með tekjuafgangi, 81 milljón, útborguðum eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja, 71 milljón, með 15 milljóna kr. arðgreiðslu frá hitaveitunni og nýjum lánum bæj- arsjóðs upp á tæplega 54 milljónir kr. Nýtt hverfi og leikskóli Áformað er að byggja nýjan leik- skóla við Dalbraut, í stað þess sem þar er nú. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum verktökum í forvali. Að sögn Einars Njálssonar liggur ekki enn fyrir hvort leikskólinn verður byggður sem einkafram- kvæmd eða af bænum sjálfum. Því sé ekki vitað hversu mikum fjármun- um þurfi að ráðstafa til þess. Verði niðurstaðan sú að bærinn sjálfur muni fjármagna bygginguna verði að taka upp fjárhagsáætlun. Af helstu framkvæmdum á vegum Grindavíkurbæjar á næsta ári má nefna að áætlað er að verja 40 millj- ónum til að byggja nýjar götur, þar af fara 25 milljónir í gatnagerð nýs hverfis sem byggt verður við Dal- braut. Bærinn leggur 35 milljónir í stofnfé Saltfiskseturs Íslands sem mun byggja sýningarskála á næsta ári og setja upp saltfisksýningu. Þá eru 22 milljónir ætlaðar til að greiða fyrir framkvæmdir við skólalóð grunnskólans en þegar er búið að framkvæma verkið. Loks má nefna að lagt verður í nokkurn kostnað við að endurnýja dreifikerfi vatnsveitu og heimtaugar. Einar bæjarstjóri segir að farið hafi verið nokkuð varfærnislega í áætlanagerð, án þess þó að rýra verulega framkvæmdamöguleika. Muni heilmikið um þá peninga sem komi frá Hitaveitu Suðurnesja. Það geri það að verkum að hægt sé að ráðast í framkvæmdir án þess að auka skuldir bæjarsjóðs. Skuldir ekki auknar þrátt fyrir fjárfestingar Grindavík HÚSIÐ á Týsvöllum 1 í Keflavík var útnefnt Jólahús Reykjanes- bæjar 2001, við athöfn sem fram fór í Kjarna í gær. Markaðs-, atvinnumála- og menn- ingarskrifstofa Reykjanesbæjar stóð fyrir vali á Jólahúsi Reykjanes- bæjar. Tilnefningar bárust um 30 hús. Auk verðlauna fyrir þrjú best skreyttu húsin voru veittar við- urkenningar fyrir bestu rað- húsaskreytinguna, bestu fjölbýlis- húsaskreytinguna, jólalegustu götuna og mesta jólahúsið. Þá voru í fyrsta skipti veitt verðlaun fyrir fallegasta jólaglugga verslana í Reykjanesbæ. Hjónin Grétar Ólason og Þórunn Sigurðardóttir, Týsvöllum 1, voru talin eiga best skreytta húsið þetta árið, Jólahús Reykjanesbæjar 2001. Þau fengu 25 þúsund króna inneign frá Hitaveitu Suðurnesja í verð- laun. Upphæðin mun ganga upp í rafmagnskostnað fyrir jólamán- uðinn og veitir víst varla af þegar svo mikið er skreytt. Annað sæti hlutu íbúar Hamra- garðs 9 og hlutu þeir 15 þúsund króna inneign frá Hitaveitunni, en Borgarvegur 15 varð í því þriðja og hlaut hann 10 þúsund krónur. Fallegasti jólaglugginn er í Ótrú- legu búðinni, Hafnargötu 15. Íbúar Reykjanesbæjar leggja jafnan mikið upp úr skreytingu húsa sinna fyrir jólin, enda er bær- inn vel upplýstur um þessar mund- ir. Mikið er um að fólk leggi leið sína í bæinn til þess að líta á herleg- heitin, enda er nánast hvert einasta hús uppljómað af jólaseríum. Jólahússeig- andinn, Grétar Ólason, segist alltaf hafa skreytt mikið fyrir jólin. „Við förum að spá í það í byrjun nóvember ár hvert, hvernig við ætlum að skreyta það ár- ið. Eiginkona mín, Þórunn Sigurðardóttir, átti þá hug- mynd að hafa allar perur hvítar í ár,“ segir Grétar. Hann er með 12– 14 þúsund perur á húsinu og við það, en segist hafa sankað þessu að sér í gegnum árin. Eins og verðlagið er í dag segir Grétar að ætla megi að heild- arkostnaður við skreytingarnar væri nokkur hundruð þúsund. „Ég hugsa aldrei um kostnaðinn. Ég hef bara mjög gaman af því að skreyta fyrir jólin, en það er ekki ólíklegt að ég hafi það frá móður minni, því þegar ég bjó hjá henni var alltaf mikið skreytt,“ segir jólabarnið, Grétar Ólason. Jólahúsið í Reykjanesbæ er skreytt með 12–14 þúsund perum. Jólahúsið útnefnt Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Hjónin Grétar Ólason og Þórunn Sigurðardóttir ásamt Erlu Guðrúnu Grétarsdóttur, Soffíu Klemens- dóttur, Júlíusi Jónssyni og Kjartani Má Kjartanssyni. Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.