Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HIÐ blómlega kórstarf í Lang- holtskirkju klykkti inn vetrarsólhvörf af myndarskap á fyrstu af þrennum tónleikum á fimmtudagskvöld. Að- sóknin var til vandræða mikil og hvergi stæði að fá í næsta nágrenni. Dagskráin var sömuleiðis risavaxin; hvorki fleiri né færri en 27 atriða og líklega ein sú lengsta á þessari jóla- vertíð. Þar á ofan liðu drjúgar 10 mín- útur fram yfir tilsettan tíma áður en báðir kórar hófu upp raust sína með gregorssöng. Fyrsta lagið, Barn er oss fætt, var fornkirkjulegur messu- inngangur á jóladag í útsetningu Ró- berts A. Ottóssonar og í einradda víxlsöng kórs og Halldórs Torfason- ar. Jók á jólastemmninguna að kirkj- an var almyrkvuð þegar kórarnir gengu syngjandi inn. Eftir Hátíð fer að höndum ein (úts. Jóns Ásgeirssonar) söng Kór Lang- holtskirkju (KL) einn án undirleiks Ó, Jesúbarn blítt (þýzkt lag í úts. J.S. Bachs) og Jól (Liljefors, úts. Hill- erud). Við orgelundirleik söng hann Vitringana frá Austurlöndum eftir Snorra Sigfús Birgisson við ljóð Heines og Jólaljós, bráðfallegt lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Dav- íðs Oddssonar. Ólafur Kjartan Sig- urðarson hóf fyrsta einsöng sinn með kórnum þetta kvöld í Konungarnir þrír (Cornelius, úts. Atkins), og tón- leikagestir risu á fætur og sungu með í Englakór frá himnahöll. Hafi fyrsta lota KL lítið mótazt af gleðiboðskap jóla þrátt fyrir hreinan og fallegan söng, þá lifnaði verulega yfir mannskapnum í fyrsta sératriði Gradúalekórsins (GL). Það var í franska laginu Á jólunum er gleði og gaman, sem Eddukórinn gerði vin- sælt hér fyrir 30 árum, enda fyrsta sæmilega hraða lag dagskrár. Að auki skemmtilega styrkbreytt og herti m.a.s. pínku ferðina „poco a poco accelerando“. Hér var ljómandi vel sungið, þó að miðlungslagið frá sama landi, Kemur hvað mælt var, kallaði fram mun heitari undirtektir, ugglaust fyrir snotran forsöng Ragn- heiðar Helgadóttur (hafi hún ekki heitið Þóra Sif Friðriksdóttir; tón- leikaskrá greindi ekki á milli). Næst mátti heyra hið furðuvinsæla „Ave Maria Gounods“, þ.e. 1. prelúdíu Bachs í C-dúr úr Veltempraða hljóm- borðinu I með aðskotamelódíu franska tónskáldsins við hörpuundir- leik Moniku Abendroth; að mér heyrðist með rangan kórhljóm á a.m.k. einum stað, ef ekki fleirum, þótt ekki bæri mikið á því. Eftir Syng barnahjörð (Händel) án undirleiks söng GL Jól Jórunnar Viðar við und- irleik flautna og orgels. Frábært lag, en háð nokkru tempósigi frá stjórn- anda sem, eins og stundum víðar á dagskrá, dró úr léttleika. Það kom þó ekki í veg fyrir frábærar undirtektir áheyrenda. Sem síðasta sératriði sitt söng GL Ave María Sigvalda Kaldalóns við hörpuundirleik og prýðisfallegan ein- söng Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, að vísu við nokkurt tónstöðusig ung- menna í byrjun og enda. Að því loknu var sungið Bjart er yfir Betlehem með almennri þátttöku áheyrenda. Eftir að tónleikagestum hafði verið boðið í jólasúkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu skipti KL eftir hlé um gír með þrem léttsveifluðum út- setningum Magnúsar Ingimarssonar við djasstríóundirleik Kjartans Valdemarssonar á píanó, Péturs Grétarssonar á trommusett og Jóns Sigurðssonar á bassa. Kunnuglegt amerískt lag Hughs Martins var fyrst, Heilög stund og hátíðlegt um jólin (do mí so do | sofamíre do re), og hefði verið gaman að fá að vita hvað það heitir á frummáli. Hið ágæta lag kórfélagans Helga Þórs Ingasonar, Okkar fyrstu jól, tókst ekki síður vel. Færðist nú kórinn allur í aukana með fjör og lipurð sem gjarna hefði mátt bera meira á í fyrsta dagskrárhluta. Jólasmellur Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól, var svolítið hægur en ekki til skaða. 4. lag KL, ljúflingsdilla Jóns Sigurðssonar, Jólin alls staðar við einsöng Ólafs Kjartans, var aftur á móti lúshægt flutt, en þó tandur- hreint og með fjallháum en samt klukkutærum lokatóni í sópran. Ekki kom fram hver útsetti (orgel, 2 fl., harpa og kb.), og gæti sem bezt hafa verið höfundur sjálfur. Fjörugasta númer kvöldsins var hið fyrsta af fimm í útsetningu sænska kórhöfundarins Anders Öhrwall, þ.e. ensk-franska jólalagið Ding Dong, og bráðskemmtilega út- fært. Með KL við orgelundirleik söng Ólafur Kjartan síðan Nú ljóma aftur ljósin skær (Köhler) og slesíska píla- grímssönginn Fögur er foldin. Þá ný- fæddur Jesús (Kirkpatrick) hljómaði undurþýtt í meðförum KL og hörpu- leikarans, og sömuleiðis Hljóða nótt (Heims um ból) Grubers, þar sem ein- söngsrödd Ólafs náði meiri mýkt en áður hafði heyrzt, og var það sízt til vanza. Ólöf Kolbrún söng þar á eftir einsöng með kórnum í Nóttin var sú ágæt ein eftir Kaldalóns og hinu (því miður) ómissandi Ó, helga nótt eftir Adolphe Adam. Bæði voru með flaut- um, hörpu og bassa, og léku flauturn- ar sérlega fallegan tvíleik á efsta sviði í seinna laginu. Loks voru tónleika- gestir leystir út með almennum söng í Guðs kristni í heimi (Adeste fideles). Einsöngvararnir stóðu sig með prýði. Ólafur Kjartan, sem framan af var heldur sperrtur í túlkun sinni, náði að slaka hæfilega á í síðustu lög- unum. Þá hefði ugglaust farið betur að stilla sópraninum saman við karla- kórsundirsöng í fyrra lagi Kaldalóns í stað ungmennakórsins, sem var á nánast sama tónsviði og einsöngvar- inn. Sömuleiðis hefði boldangsbarý- ton Ólafs örugglega komið bráðvel út á móti björtu englaröddum GL. Þótt hvorugt hafi verið í boði að sinni, er hugmyndinni hér með alltjent komið á framfæri. TÓNLIST Langholtskirkja Jólatónleikar Kórs og Gradualekórs Lang- holtskirkju. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson barý- ton. Bernard S. Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir, flautur; Halldór Torfason, ein- söngur; Jón Sigurðsson, kontrabassi; Kjartan Valdemarsson, píanó; Lára Bryn- dís Eggertsdóttir, orgel; Monika Abend- roth, harpa; Pétur Grétarsson, trommur; Ragnheiður Helgadóttir/Þóra Sif Frið- riksdóttir, einsöngur. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Fimmtudaginn 20. desem- ber kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Jörmundagskrá á jólatónleikum Ríkarður Ö. Pálsson RÚMLEGA níu milljónum var út- hlutað til 37 aðila úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka Íslands hf. við athöfn í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Styrkinn hlutu að þessu sinni: Miðborgarstarf KFUM & K, til for- varnarstarfs ungs fólks. Karmel- klaustrið í Hafnarfirði, til stækk- unar glugga í klaustrinu. Erla B. Skúladóttir, til gerðar kvikmyndar sem er hluti af lokaverkefni hennar í mastersnámi frá New York Uni- versity. Kvikmyndafyrirtækið Litla gula hænan, til framleiðslu heimild- armyndar um líf þriggja taílenskra kvenna sem búa í Axarfirði. Arn- gunnur Ýr Gylfadóttir listmálari, til sýningarhalds. Mireya Samper myndlistarmaður, til sýningarhalds. Listasafn Kópavogs, vegna sýning- ar á verkum Gerðar Helgadóttur sl. sumar. Bindindissamtökin IOGT á Ís- landi, vegna útgáfu Barnablaðsins Æskunnar og unglingablaðsins Smells. Sögunefnd Eyrarsveitar, til að gefa út annað hefti af sögulegum fróðleik um Grundarfjörð og Eyr- arsveit. Þjóðminjasafn Íslands, til viðgerðar á skotskífum. Útgáfa á ritverkum Páls Briem (1856–1904). Árnesingakórinn, til eflingar kór- starfsins. Credo, til að koma list ís- lenskra tónlistarmanna á framfæri við umheiminn. Hamrahlíðarkórinn, til eflingar kórstarfsins. Jóhann G. Jóhannsson, til útgáfu geisladisks með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns. Sif Tulinius, til að gefa út sinn fyrsta einleiksdisk. Sumartón- leikar í Skálholti, til tónleikahalds. Söngsveitin Fílharmonía, til efling- ar kórstarfsins. Anita Briem, til leiklistarnáms í London. Strengja- sveit Tónlistarskólans í Reykjavík, til að efla starf sveitarinnar. Szym- on Kuran, fyrir að semja, flytja og vegna upptöku á verkinu Requiem. Egill Örn Arnarson, til að gera myndband um Smárakvartettinn á Akureyri. Langholtskirkja, til starfs Graduale Nobili-stúlknakórs- ins. Jónína A. Hilmarsdóttir, til kaupa á víólu. Astma- og ofnæm- isfélagið, til útgáfu fræðslubæklinga og gerðar heimasíðu. Landspítali, til að styðja samstarfshóp um líkn á höfuðborgarsvæðinu. Landssamtök skógarbænda á Héraði og Lands- samtök skógareigenda, til tíu ára afmælishátíðar. Laufey Guðnadóttir og Soffía Guðmundsdóttir, til gerð- ar fræðsluefnis um íslensk handrit fyrir nemendur á grunn- og fram- haldsskólastigi. Hópur sem vinnur að rannsókn á högum og þjónustu við fötluð ungmenni á Íslandi, til rannsóknarinnar. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, til að sinna og rækta upp trjásýni- lund. Styrktarfélag vangefinna, til starfsemi sinnar. MS-félagið, til að koma upp útilistaverkinu Stoð, eftir myndhöggvarann Gerði Gunnars- dóttur. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, til að aðstoða foreldra hjartveikra barna. SÍBS, til að efla lungnaendurhæfingu á Reykjalundi. Gigtarfélag Íslands, til að vinna að frekari eflingu Vís- indasjóðs félagsins. Stofnun Vigdís- ar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, sem er rannsókna- stofnun við heimspekideild, til starfseminnar. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, til eflingar starf- semi stofnunarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Myndin er tekin er styrkir úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka Íslands voru afhentir í Gerðarsafni. Menningar- og styrktarsjóður Búnaðarbanka Íslands Ríflega níu millj- ónum úthlutað til 37 aðila BREIÐFIRÐINGUR, tímarit Breiðfirð- ingafélagsins, 58.–59. árgangur, fyrir árin 2000-2001, er kominn út. Meðal annars eru í ritinu greinar um Leifshá- tíðina á Eiríksstöðum í Haukadal sumarið 2000 og fyrirtækið Sæferðir í Stykkishólmi. Greint er frá sýslu- mönnum á Snæfellsnesi, Kristjáni Magnúsen kammerráði og sýslu- manni á Skarði á Skarðsströnd og drukknum Ebenesers sonar hans. Birt er „Reglugjörð fyrir Dalasýslu“ frá 1809 „um grenjaleitir, dýraveiðar og geldfjárrekstur á afrétt og dali“. Krist- ján Bersi Ólafsson skrifar um upphaf lögbundinnar barnafræðslu í Suð- urdölum. Birt er skýrsla um ástand skóga í Snæfells- og Dalasýslu frá 1910. Birt eru erindi, sem flutt voru í Hafnarborg 4. júní 2000 á minning- ardagskrá um Lúðvík Kristjánsson. Þá er í tímaritinu endurminningar, sagnir og margs konar kveðskapur, m.a. bændaríma úr Reykhólasveit frá 1949. Einar G. Pétursson handritafræð- ingur á Árnastofnun lætur nú af rit- stjórn eftir um 20 ára starf. Ritið er 213 síður, prýdd mörgum myndum. Það er fáanlegt í verslun Sögufélgsins í Fischersundi 3. Tímarit FÉLAG starfsfólks bókaverslana um allt land hefur nú veitt bók- menntaverðlaun sín í annað sinn. Kosið var í sjö flokkum og hlutu eft- irfarandi bækur verðlaun: Í flokki íslenskra skáldsagna trónir efst Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason, þá koma Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og bók Arnaldar Indriðasonar, Grafarþögn. Í flokki bestu þýddu skáldsagna er í 1. sæti Ævintýri góða dátans Svejks eftir Jaroslav Hasek, í þýðingu Karls Ís- feld. Í 2. sæti er Pobby og dingan eftir Ben Rice í þýðingu Bjarna Jónssonar. Í 3. sæti Dóttir beina- græðarans eftir Amy Tan í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Grann- meti og átvextir eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn er efst í flokki ís- lenskra barnabóka. Þá kemur Al- gjört frelsi eftir Auði Jónsdóttur og Í mánaljósi eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Besta þýdda barnabókin er Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Rowling í þýðingu Helgu Haralds- dóttur. Í 2. sæti er bókin Í búðinni hans Mústafa eftir Jakob M. Strid í þýðingu Friðriks H. Ólafssonar og loks Lúmski hnífurinn eftir Philip Pullman í þýðingu Önnu Heiðu Páls- dóttur. Besta ljóðabókin er Ljóð- tímaleit eftir Sigurður Pálsson, þá Á öðru plani eftir Pálma Örn Guð- mundsson og í 3. sæti er Sorgar- gondóll eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Björg eftir Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur var valin besta ævisag- an. Í 2. sæti er Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur og í 3. sæti er Eyðimerkurblómið eftir Waris Dirie í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Í flokkinum Besta fræðibókin er í 1. sæti bókin Eru ekki allir í stuði? eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Í 2. sæti Kötturinn í örbylgjuofninum eftir Rakel Páls- dóttur og í 3. sæti Íslenskar eld- stöðvar eftir Ara Trausta Guð- mundsson. Bókmenntaverðlaun bókaverslana HAFNARHÚSIÐ í Reykjavík hlaut þá viðurkenningu nýverið, að vera til- nefnt til Blueprint Architecture-verð- launanna fyrir árið 2000 í flokki op- inberra bygginga sem gerðar hafa verið upp. Meðal annarra tilnefndra bygginga í þessum flokki voru Tate- nýlistasafnið og Somserset-húsið, bæði í London, en verðlaunin hlaut Magna Project-byggingin sem einnig er í London. Það var Stúdíó Granda sem sá um endurbyggingu Hafnar- hússins. Listasafn Reykjavíkur hefur komið sér fyrir í Hafnarhúsinu, en það var opnað eftir umfangsmiklar breytingar á Listahátíð vorið 2000. Hafnarhúsið viðurkennt STYRKIR Snorra Sturlusonar eru nú veittir í tíunda sinn. Fimmtíu og fimm umsóknir bárust frá tuttugu og einu landi. Að þessu sinni hljóta styrk, til þriggja mánaða, dr. Leonie Viljoen, háskólakennari í Pretoríu í Suður-Afríku, til að fást við fræði- lega útgáfu á Svínfellinga sögu, og dr. Fjodor Uspenskij, fræðimaður í Moskvu, til að stunda rannsóknir á Snorra-Eddu. Tveir fá Snorra-styrk ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.