Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Siggeir Pálssonfæddist á Baugs- stöðum í Stokkseyr- arhreppi 6. júlí 1925. Hann lést af slysför- um miðvikudaginn 12. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Guð- mundsson bóndi á Baugsstöðum, f. 31. júlí 1887, d. 30. jan- úar 1977, og Elín Jó- hannsdóttir kona hans, f. 29. nóvember 1887, d. 6.desember 1980. Systkini Sig- geirs eru: Guðný, f. 7. okóber 1920, d. 19.desember 1992, Elín Ásta, f. 12. apríl 1922, d. 6. apríl 1933, og Sigurður, f. 30. maí 1928. Hinn 29. nóvember 1952 kvæntist Siggeir Unu Kristínu Ge- orgsdóttur, f. 17. nóvember 1930. Börn þeirra eru: Páll, f. 4. september 1949, Svanborg, f. 18. september 1950, Elín, f. 6. október 1952, Þórarinn, f. 15. maí 1954, og Guðný, f. 20. júlí 1960. Barnabörnin eru 17 og langafa- börnin tíu. Siggeir bjó allan sinn aldur á Baugs- stöðum, en hann tók við búi for- eldra sinna ásamt Sigurði bróður sínum þegar þau hættu búskap. Útför Siggeirs fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mjög var farsæl fyrri öld í heimi, undi sér við akurplóg, af honum þóttist hafa nóg fráskilin þeim illa óhófs keimi. (Stefán Ólafsson.) Í þessum gömlu ljóðlínum Stefáns Ólafssonar prests frá Vallanesi leyn- ast atriði sem mér þykir að eigi að nokkru við um tengdaföður minn Siggeir Pálsson, bónda á Baugsstöð- um. Hann var farsæll maður og góður. Bóndi af guðsnáð, góður við menn og skepnur. Siggeir var frábitinn allri óreglu og „fráskilinn þeim illa óhófs keimi“. Hann var sjálfum sér nægur og „undi sér við akurplóg“. Siggeir undi sínum hag vel á Baugsstöðum og er vandséð að honum hefði nokk- urs staðar liðið betur en á Baugs- stöðum við búskap, þar sem hann ól allan sinn aldur. Ég kynntist Siggeiri fyrst fyrir réttum 30 árum og þótti þá strax nokkuð til hans koma. Við frekari kynni óx virðing mín fyrir þessum trausta og góða manni. Nú þegar þessi heiðursmaður hefur kvatt okk- ur reikar hugurinn aftur og minn- ingar hrannast upp. Ég minnist þess t.d. hve Siggeir var ávallt úrræðagóður, hjálpsamur, laghentur, velviljaður og traustur. Í mínum huga var hann eins og klettur sem ekkert fær bifað. Lýsingarorðin sem hægt væri að telja upp og eiga við um Siggeir eru ótal mörg. Það er óþarfi að telja þau upp, samferða- menn hans þekkja þau öll. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast æðruleysis Siggeirs og ég minnist líka þolinmæði hans. Ég minnist þess hve Siggeir var natinn og góður barnabörnunum sínum. Ég minnist þess hvernig hann lét verkin tala en sparaði frekar orðin. Siggeir var maður framkvæmda. Hann gekk óhikað í öll verk og sparaði hvergi kraftana. Eitt þeirra minningarbrota sem nú koma upp í hugann tengist Ás- geiri syni mínum og elsta barnabarni Siggeirs. Þegar við foreldrar Ás- geirs, kornung og óreynd, komum með hann að Baugsstöðum gat hinn nýbakaði afi ekki hugsað sér að barninu yrði kalt í Landróvernum sínum, „pikkunni“, eins og jeppinn var gjarnan kallaður. Hann dreif því í að smíða þil aftan við framsætis- bekkinn og einangra bílinn. Ævinlega var hann tilbúinn að hjálpa og leggja börnum, tengda- börnum og barnabörnum lið. Oftar en ekki komu þá „stóru og góðu“ hendurnar hans við sögu, Baugs- staðahendurnar eins og við kölluðum þær. Það veit ég líka að nágrannar og samferðamenn hafa sömu sögu að segja. Siggeir gerði ekki mannamun og taldi ekki eftir sér að liðsinna fólki, hvort heldur það voru ein- hverjir nákomnir honum eða ótengd- ir. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Siggeir bónda á Baugsstöð- um. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til barna og barnabarna sem misst hafa traustan og hjarta- hlýjan föður og afa. Ég sendi Sigurði Pálssyni bónda á Baugsstöðum inni- legar samúðarkveðjur, en hann hef- ur ekki bara misst góðan bróður heldur líka traustan vin og félaga. Frá mínum dýpstu hjartarótum sendi ég tengdamóður minni, Unu Georgsdóttur, sem misst hefur sinn trygga og trausta lífsförunaut, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Í einu ljóða sinna sagði séra Hall- grímur Pétursson: Á augabragði einu skeður umbreyting á vistunum. Konráð Ásgrímsson. Elsku afi. Núna, eftir fráfall þitt sem kom okkur öllum að óvörum, sitjum við hér frænkurnar og minn- umst allra góðu stundanna sem við áttum í sveitinni hjá ykkur ömmu. Þessar minningar verða aldrei tekn- ar frá okkur og eru þær það eina sem við eigum eftir af þér. Þegar við hugsum til baka gerum við okkur grein fyrir þeirri rosalegu þolinmæði og skilningi sem þú bjóst yfir. Þú hafðir líka sérstakan, en mjög áhrifaríkan, hátt á að kenna okkur margt sem hefur gagnast okk- ur síðan, aðallega það að gefast ekki upp þótt verkefnið virki erfitt og jafnvel ógerlegt. Við vitum núna að við getum allt sem við ætlum okkur og er það að miklu leyti þér að þakka. Það þurfti nú t.d. engan smátíma til að læra alla þessa flóknu hnúta sem voru jafnan gleymdir daginn eftir en alltaf varstu tilbúinn að segja okkur söguna um froskinn sem hoppaði ofan í tjörnina og upp í tréð, eða undir tréð og ofan í tjörnina? Einnig þurfti að læra á öll þessi flóknu ökutæki sem voru með olíu- gjöf, kúplingu og einhverjum pedala í miðjunni sem hafði engu hlutverki að gegna fyrstu árin, þangað til... Auðvitað varð að þjálfa ökuleiknina og baggastaflarnir voru óspart not- aðir í að djöflast út um allt tún. Svo var keyrt á girðingar og næstum því á kálfafjós, þar sem afi kom hlaup- andi á eftir til að bjarga því sem bjargað varð, en aldrei varstu reiður, hlóst bara og kinkaðir kolli til hliðar. Það var ekki sjaldan sem þurfti að fara með skipaflotann á Skipavatn þar sem áhöfnin sigldi fleyinu heim að Baugsstöðum, niður flúðirnar með nokkrum viðkomum í kaldri ánni. Var áhöfnin orðin frekar ósmekkleg til fara og amma fékk að sjá um þrifin á henni. Þú fékkst í staðinn að taka til eftir hamfarirnar á bakkalofti. Tískusýningar, drauga- hús, leikrit og margt fleira var sett á svið á loftinu. Ekki var það verra að þín veika hlið voru litlu barnabörnin sem vantaði svo nauðsynlega ýmsa „óþarfa“ hluti eins og til dæmis and- litsmálningu til þess að gera sig sæt í sveitinni. Það eina sem þurfti var smásuð, saklaust bros og örlítill þrýstingur frá mjólkurbílstjóranum. Daglega lífið í sveitinni var oft og tíðum ævintýri líkast. Þú og Siggi frændi voruð sannkallaðar hetjur þegar það þurfti að fara að bjarga veikum eða þunguðum kusum úr haganum og koma þeim á óhultan stað. Kusujarðarfarir voru haldnar og þær kvaddar með virðulegum hætti. Það má ekki gleyma svaðilförun- um í gegnum heyblásarann ógurlega þar sem fleira en heyið fór í gegn. Mjó, löng, lítil og pattaraleg barna- börn tróðust þarna í gegn og tók það þau mislangan tíma. Það var rekið á eftir þeim eins og beljunum því hvor tveggja þrjóskuðust við að halda áfram upp brattann. Svona mætti halda lengi áfram og árin í sveitinni hjá þér, ömmu og Sigga verða ávallt lifandi í minning- unni. Þú varst sannkallað ofurmenni í augum okkar og við eigum ávallt eftir að sakna þín sárt þótt þú verðir í raun alltaf hjá okkur. Elsku amma, Guð gefi þér og okk- ur öllum styrk í sorginni. Una, Lára og Linda. Elsku afi, mér hefur alltaf þótt vænt um þig. Þú varst góður, stór og mikill maður sem kenndir manni margt. Það var gaman í ferðalaginu sem við fórum í seinasta sumar þú, ég, amma, pabbi, mamma og Dögg. Ég man svo vel eftir því þegar við fórum saman í ferjuna á Egilsstöðum og leigðum svo hús í Vík. Það var líka svo gaman þegar við fórum saman á Selfoss til að kaupa páskaegg. Þú gerðir svo margt fyrir okkur, ég mun sakna þín ofboðslega mikið en þú verður samt alltaf hjá mér í hjartanu mínu. Guð blessi þig, afi minn. Kær kveðja. Andri. Hann afi minn var voða góður maður. Hann var alltaf að gera eitt- hvað með okkur. Úti í fjósi kenndi hann okkur að láta mjaltavélarnar á kýrnar. Stundum fór hann með okk- ur í bíltúra á Landróvernum og stalst þá jafnvel til að leyfa okkur að keyra, enda er ég bara að verða harla góður bílstjóri. Hann afi reidd- ist aldrei, heldur hækkaði hann róm- inn ef honum líkaði ekki það sem við vorum að gera, eða þegar við krakk- arnir vorum að rífast eða slást. Það var alltaf gaman að fara með honum út í fjós, fá að þvo kúnum, mjólka, tutla og svo auðvitað að gefa kálf- unum. Þegar við krakkarnir vorum búin að rusla til uppi á lofti fór afi bara einhvern tíma seinna að taka til og var alveg sallarólegur yfir þessu. Hann afi var líka voða mikill sælkeri. Hann fussaði og sveiaði þegar við krakkarnir vorum með sælgæti, en það var örugglega bara vegna þess að hann langaði líka í. Oft fór það líka svo að hann fékk að smakka að- eins úr pokunum okkar. Ég mun halda áfram að fara í sveitina til ömmu þótt afi minn bless- aður sé farinn þaðan. Ég mun oft minnast hans og skemmtilegu tím- anna sem við áttum saman en ekkert verður eins og áður var. Dögg Friðjónsdóttir. Síðasti formaðurinn í Gaulverja- bæjarsókn, eins og segir um frænda minn Siggeir Pálsson bónda á Baugsstöðum í Sunnlenskum byggð- um, er fallinn. Hann hefur án fyr- irvara ýtt úr vör og haldið í sína hinstu för. Það var mér mikið gæfuspor þeg- ar Una og Geiri á Baugsstöðum buð- ust til að taka mig, ungan drenginn, í sumardvöl á Baugsstöðum þegar móðir mín, náfrænka þeirra bræða á Baugsstöðum, lá banaleguna. Ég naut dvalarinnar á Baugsstöðum í góðri umhyggju og vist þeirra hjóna sumar eftir sumar og það myndaðist samband sem aldrei hefur rofnað. Geiri á Baugsstöðum var gott dæmi um harðduglegan, útsjónar- saman íslenskan bónda sem leysir þau vandamál sem við blasa með hægð og yfirvegun. Hann var leið- beinandi og hvetjandi og það var ómetanlegt fyrir ungling í þroska að njóta samvistar við hann og leið- sagnar. Baugsstaðir hafa í búskap Unu og Geira og Sigurðar bróður hans, alla tíð verð annálaðir fyrir snyrtimennsku og hirðuskap. Vélar eru látnar endast með réttri meðhöndlun og ekki kastað höndun- um til neinna verka. Í samræðum voru ábendingar ein- faldar og umbúðalausar hjá Geira og ég minnist þess ávallt þegar hann út- skýrði fyrir mér orðatiltækið; að vera ekki að lýsa fæðingarhríðunum heldur sýna krógann. Líklega hef ég þá látið vaða á súð- um um allt sem ég hafði í vændum þó allt væri óvíst um framkvæmdir. Þessi lífsspeki hefur verið mér þörf áminning alla tíð síðar. Í fyrra rölti ég um vélageymsluna með Geira og sá að topplyklasettið sem ég notaði fyrir 30 árum við að skipta um rakstrarvélartinda og annað stúss, var enn í notkun. Já sagði Geiri, ég týndi einum topp fyr- ir sex árum, annað er á sínum stað. Það er hugarfar af þessu tagi sem er svo ómetanlegt að hafa fengið að kynnast. Geiri tilheyrði þeirri kynslóð sem hefur upplifað mestu þjóðfélags- breytingar síðari tíma. Hann reri á opnum bátum frá Baugsstaðafjöru, hann lifði miklar tækniframfarir í landbúnaði, samgöngum og þjóð- félaginu öllu. Líklega er það lífs- reynsla af þessu tagi ásamt sérlega góðum efnivið sem gerði hann að þeim lygna og ráðvanda manni sem hann var. Milli bræðranna Siggeirs og Sig- urðar var alveg einstakt samband. Öll þau ár sem ég hef þekkt þá bræð- ur hef ég aldrei heyrt þá fella eitt styggðaryrði hvor til annars. Í raun var unun að sjá hvernig þeir skiptu með sér verkum við búreksturinn. Maður hafði á tilfinningunni að ómeðvitað hafi þeir valið sér sitt sér- svið og síðan fylgdu þeir verkstjórn hjá hvor öðrum. Verkin voru unnin af fagmennsku. Búskapurinn var lífsnautn þeirra bræðra og þegar þeir hættu með mjólkurframleiðslu á síðasta ári var eins og ský hefði dregið fyrir sólu hjá þeim. Sérstaklega var Geiri ekki vel undir þessar breytingar búinn og því höfðu þeir tekið þá ákvörðun að fá sér aftur nokkrar kýr til að dunda sér við næstu árin í ellinni. Nokkrum dögum áður en leggja átti inn mjólk að nýju kemur kallið og Geira er svipt af sjónarsviðinu. Kær bróðir og einstakur vinur er burtkallaður og söknuðurinn er mikill hjá Sigurði. Mestur er þó missir Unu sem nú sér á bak sínum trausta lífsförunaut. Þau hjónin nutu samvista hvort ann- ars og stóðu í stafni hins oft fjöruga sveitaheimilis á Baugsstöðum. Þau veittu sér þá ánægju að ferðast víða um heim og það voru skemmtilegar stundir að skoða myndir og heyra frásagnir þeirra af þessum ferðum. Nú hefur Geiri haldið einn í för og eftir stendur Una þó sterk og bein í baki. Þetta er erfið stund og ég bið að Guð veiti henni styrk. Það er með miklum trega sem ég kveð þennan öðlingsmann sem reyndist mér svo vel. Tímans hjól verður ekki stöðvað eða snúið til baka. Eftir stendur minningin um Siggeir Pálsson bónda á Baugsstöð- um. Hún mun vara. Gissur Pétursson. Mig langar að minnast æskuvinar míns Siggeirs Pálssonar. Á ung- lingsárunum bjó ég á Hólum og tókst strax vinátta með okkur Geira eins og hann var kallaður í daglegu tali. Það er margs að minnast frá þeim tíma fyrir stríð og í byrjun stríðsins. Ég minnist þess fyrst þeg- ar ég gekk út að Baugsstöðum til þess að beita línur fyrir morgundag- inn. Páll, faðir Geira, gerði út opinn bát frá Loftstaðasandi og komu menn frá næstu bæjum til þess að draga björg í bú. Þá var línan lögð og verið á skaki á meðan. Eftir að kom- ið var í land var fiskurinn seilaður og settur á hestvagna og gert að fisk- inum heima á hverjum bæ fyrir sig. Þessu höfðum við Geiri gaman af fyrir utan hvað þetta var þroskandi fyrir unga menn. Þá voru þeir marg- ir útreiðartúrarnir sem við fórum um sveitina og upp undir Selfoss. Þetta voru ógleymanlegar stundir og eru til margar myndir af okkur, en ég átti myndavél sem var alltaf á lofti og festi mörg góð augnablikin á filmu. Það var mjög ánægjulegt að fara síðan með þessar myndir austur til Geira og Unu og við höfðum mjög gaman af því að skoða þær og rifja upp þessar góðu stundir. Svo má ekki gleyma Breta- vinnunni á Kaldaðarnesi, en við fór- um að vetrarlagi og voru það fyrstu peningarnir sem við unnum okkur inn á ævinni. Þá fannst okkur við vera ríkir menn. Upp úr því fórum við að stofna fjölskyldur og heimili og varð það til þess að við sáumst ekki í mörg ár, allt of mörg ár því miður. Þessi síðustu ár hafði ég ánægju af því að hitta Geira og ganga með honum eftir sjávarbakkanum. Þá kynntist ég einnig Unu eiginkonu Geira og sá þeirra yndislega heimili. Ég sé Geira fyrir mér standa við gluggann og horfa út á sjóinn því bærinn stendur á sjávarkambinum með útsýni yfir til Vestmannaeyja. Nú þegar ég lít til baka hugsa ég: Af hverju fór ég ekki oftar austur? Eða eins og máltækið segir: Geymdu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag. Óðum sólin ævi minnar lækkar, alltaf heimsins gleðiljósum fækkar. Breytist allt og hverfur þá og þá, þú sem aldrei breytist vert mér hjá. Unu, börnum, Sigurði og öðrum ættingjum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Guðsblessun fylgi ykk- ur. Sigurður Sigurðsson. SIGGEIR PÁLSSON Það var sem léki ljúfur blær um litla bæinn, þegar björtu brosin skær buðu góðan daginn. Þannig minnist Magnús á Skarði föðursystur sinnar Guðríðar. Þau orð lýsa nærveru Guddu frænku eins og hún var alltaf kölluð á Skarði. Þegar hún kom í heimsókn var sumarið fyrst komið fyrir al- vöru þar sem hún kom og tók full- an þátt í sveitastörfunum af sinni alkunnu hjálpsemi. Það varð bjart- ara yfir öllu þegar hún kom með brosið sitt, hlýjuna og brjóstsyk- GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ Guðríður Magn-úsdóttir fæddist á Efra-Skarði í Svínadal 8. septem- ber 1909. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ (Efstabæ) 13. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 19. desember. urinn sem hún átti alltaf fulla vasa af. Börnin glöddust yf- ir komu hennar og beðið var með eftir- væntingu eftir því þegar dagurinn rann upp. Þeir sem eldri voru glöddust yfir endurfundunum og umræðuefnin virtust óþrjótandi. Systkinin, Gudda og Ólafur, voru samrýmd en sam- gangurinn var lítill, enda var lengra á milli Borgarfjarðar og Reykjavíkur þá. Gudda frænka og amma/mamma spjölluðu fram á rauðanótt. Þá var oft hlegið dátt og vel lá á öllum. En eftir langa ævi er hvíldin oft kærkomin og nú hefur Gudda sameinast systkinum sínum og öðrum látnum ættingjum. Við vottum börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum hennar inni- lega samúð okkar og kveðjum kæra frænku. Magnús, Gréta, Kristín, Eva, Hjörtur og Þórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.