Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sæbjörn VignirÁsgeirsson fædd- ist á Norðfirði 6. sept- ember 1961. Hann fórst með Svanborgu SH 404 7. desember síðastliðinn. Foreldr- ar Sæbjörns eru Dorothy Senior, f. 11.3. 1942, og Ásgeir Methúsalemsson, f. 27.1. 1941, bæði frá Reyðarfirði. Fóstur- faðir Sæbjörns er Gísli Garðarsson, f. 21.4. 1945, í Reykja- vík. Systkini Sæ- björns, sammæðra, eru: Þórunn, f. 20.1. 1964, Garðar Guðmundur, f. 19.10. 1966, Steinunn Svanborg, f. 5.10. 1967, og Vigfús Örn, f. 1.9. 1971. Systkini Sæbjörns, sam- feðra, eru: Inga Lára, f. 26.2. 1964, Ásta, f. 23.4. 1965, Ásgeir Jón, f. 10.2. 1970, Dísa Mjöll, f. 29.5. 1971, og Örn Ingi, f. 5.3. 1983. Sæbjörn hóf á árinu 1982 sam- búð með Soffíu Eðvarðsdóttur, f. 28.3. 1964. Gengu þau í hjónaband 31.12. 1985. Foreldrar Soffíu eru Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 15.5. 1946, og Eðvarð Þór Jónsson, f. 8.6. 1944. Fósturfaðir Soffíu er Erlingur Helgason, f. 21.5. 1944. Alsystir Soffíu er Thelma Rut, f. 5.1. 1967. Systkini Soffíu, sam- mæðra, eru: Kristín Maggý, f. 29.12. 1969, Hjálmar Örn, f. 8.4. 1974, og Karen, f. 7.10. 1980. Systkini Soffíu, samfeðra, eru: Símon Þór, f. 29.11. 1968, og Sig- urjón, f. 14.12. 1970. Börn Sæ- björns og Soffíu eru: Selma, f. 31.8. 1985, Sandra, f. 24.4. 1988, og Erlingur Sveinn, f. 25.2. 1994. Fyrir átti Sæbjörn soninn Her- mann Þór, f. 18.8. 1980. Sæbjörn ólst upp á Reyðarfirði fyrstu árin, mest hjá langafa sín- um og langömmu, Sæbirni Vigfús- syni, f. 17.11. 1896, d. 9.2. 1982, og Svanborgu Björnsdóttur, f. 1.5. 1894, d. 5.6. 1975. Síðan í Reykja- vík hjá móður sinni og fósturföð- ur. Eftir skyldunám fór Sæbjörn til sjós, fyrst á Snæfugl- inum frá Reyðar- firði, síðar á bátum sem gerðu út frá Þorlákshöfn, m.a. Jóhönnu og Álaborg. Auk sjómennskunn- ar stundaði Sæbjörn tímabundið önnur störf, mest við járn- smíðar. Árið 1981 fór Sæbjörn til Ólafs- víkur til ýmissa starfa, til sjós og lands. Haustið 1983 hóf Sæbjörn útgerð með tengdaföður sínum, Erlingi Helgasyni skip- stjóra, með kaupum á bát, sem þeir gáfu nafnið Friðrik Berg- mann. Útgerð Sæbjarnar og Er- lings dafnaði eftir því sem árin liðu og næstu 15 árin stækkuðu þeir í tvígang við sig í skipakosti. Á þeim tíma aflaði Sæbjörn sér einnig vélstjórnarréttinda og rétt- inda til stjórnunar skipa allt að 30 rúmlestum. Árið 1998 réðust þeir Sæbjörn og Erlingur í að láta smíða tvo stálbáta og skiptu út- gerðinni. Bátur Sæbjörns var Svanborg SH 404, sem kom til heimahafnar 28.5. 1999. Í áhöfn Svanborgar voru allt frá upphafi, ásamt Sæbirni, frændur hans, Vig- fús Elvan Friðriksson og Héðinn Magnússon. Höfðu þeir báðir ver- ið í áhöfn með Sæbirni og Erlingi um árabil og Vigfús reyndar allt frá fyrstu dögum útgerðar þeirra. Sæbjörn var virkur í félagsmálum, m.a. í Lionshreyfingunni í 15 ár. Hann var söngelskur og fann þeim áhuga sínum farveg með þátttöku í leiksýningum, söng með söng- sveitinni Rjúkanda, og undirspili og söng á skemmtunum. Þá var Sæbjörn hagmæltur og lagði gjarna til skemmtiefni fyrir hvers kyns mannfagnaði í sinni heima- byggð. Sæbjörn var lífsglaður maður og vinmargur. Útför Sæbjörns fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sætaferðir verða frá BSÍ klukkan 10. „Hið efra er eilífur jökull, og ber mjallhvítar hyrnurnar hátt, en undan jöklinum kvíslast breiðar hraunelfur alla leið í sjó fram, eins og storknaðir blóðstraumar úr brjósti fjallsins. Umhverfis fjallið eru fangamörk jarðeldanna hvarvetna – leifar gam- alla gíga og hver hraunsteypan ofan á annarri. Brimið erjar hvíldarlaust á hraunbrúnunum og brýtur þær upp. Há hraunskör gnæfir meðfram sjón- um á löngum kafla, þar sem sjórótið sýður og drynur í kolsvörtum hellum og spýtist upp um gjárnar. Það eru Svörtuloft.“ (Jón Trausti; Sýður á Keipum.) Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Elsku strákurinn okkar. Það er erfitt að kveðja þig, fullan af orku og gleði. Aldrei varstu seinn á þér, ef einhver vandamál voru. „Hvað, þetta er nú ekkert mál,“ sagð- ir þú alltaf og áttir í raun ráð undir rifi hverju. Meira að segja sem smá- barn varstu svo huggandi og gefandi. Gleðin af að lifa, eiga fjölskyldu og að allt yrði sem best verður á kosið var þér afar mikilvægt. Við vitum svo vel, hvað Soffía og börnin voru þér mikils virði, já lífið sjálft. Söngur, gleði og hressileiki fylgdu þér ætíð. Þú varst hrókur alls fagnaðar, hvar sem þú komst. Þú varst alger gleðipinni, eins og unga fólkið orðar það. Samt varstu með mjög ákveðnar og fast- mótaðar skoðanir á öllu og ófeiminn að láta þær í ljós. Öll mærð var þér fjarri. Þú vissir svo sannarlega að þú yrð- ir ekki gamall karl, eins og þú orðaðir það, en sem betur fer er öllum hulið hvenær nákvæmlega kallið kemur. Við vitum að þú ert kominn í ljósið, elsku Sæsi, hjá afa og ömmu, þar sem við hittumst aftur. Þakka þér fyrir gleðina og vonina sem þú gafst okkur öllum. Þú varst allt til enda hetjan okkar. Elsku Soffía, Selma, Sandra og Erlingur Sveinn; Guð veri með ykkur í sorginni á þessari raunastund. Mamma og pabbi. Elsku pabbi minn. Þegar ég frétti að báturinn þinn væri strandaður bað ég til Guðs að þið mynduð bjarg- ast. Ég fór strax heim úr vinnunni og beið eftir nánari fréttum. Þremur tímum seinna hringdi presturinn og sagði mér að þú værir látinn ásamt tveimur frændum mínum. Ég fór að gráta því þetta hjó stórt skarð í líf mitt. Þó svo að við hefðum lítið sam- band þótti mér alltaf vænt um þig og þú verður alltaf pabbi minn. Ég hefði viljað eiga fleiri stundir með þér og ég veit að við verðum miklir vinir þegar ég kem til þín. Ég hef fundið fyrir nærveru þinni síðan þú fórst og veit að þú munt vernda okkur öll. Takk fyrir það góða sem við áttum saman. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Farðu vel með þig elsku pabbi minn og bið ég Guð um að passa alla fjölskylduna. Þinn sonur Hermann Þór. Það þykja vond og viðsjál boðaföll um vetrarnætur undir Svörtuloftum. Þar kváðu búa bergþursar og tröll, sem blása stundum þungt úr nös og hvoftum. Á öllum hvílir bölvun, sem þeir blessa, og brimið vex, er tekur meir að hvessa, og gnýrinn verður galdramessa. Það hafa vermenn vestra fyrir satt, að vænst sé þá að hafa gamla siðinn og hika ei né halla undir flatt, en hefja róður, yfirgefa miðin og heita á þann, sem báta ber að landi og bjargað hefur Ólafsvík og Sandi, einu vænu ýsubandi. En margur bátur brotnar þar í spón, sem brimið sýður upp við klettaþilið, og enginn flytur sögn af þeirri sjón, og seiðinn hefur enginn maður skilið. En fleiri munu bjargsins kynngi kanna og kunna betur háttum ungra glanna en ráðum hinna reyndu manna. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Jæja, kæri stóri bróðir, svona fór þetta þá. Ég sit og rita þér síðasta bréfið, í bili. Aldrei þessu vant, þegar þú átt í hlut, reynist bréfritunin erfið. Ég sakna þess sárt að hafa þig ekki til að ræða um innihaldið; hvað sé rétt að fram komi og hvað við eigum að geyma fyrir okkur. Hafið gefur og hafið tekur. Hversu oft vorum við ekki búnir að ræða þann möguleika, að þessi staða gæti komið upp. Við vissum báðir af hættunni og þú svo margsinnis búinn að reyna og upplifa kraft Ægis. Í öll skiptin sem við ræddum þetta kom það alveg skýrt fram hjá þér, að þú værir ekki hræddur við dauðann sjálfan; það var tilhugsunin um þá sem eftir stæðu, sem var svo erfið. Fyrir utan áhrif Bervíkurslyssins á þig, þá man ég sérstaklega eftir einu skipti; það var þegar þú sagðir mér frá því að þú hefðir verið hætt kominn eftir að hafa stigið upp í móttökuna fulla af kola, báturinn tók veltu, þú féllst út- byrðis og kolinn yfir þig. Þú náðir á einhvern ótrúlegan hátt taki á lunn- ingunni í næstu veltu og tókst að kalla til strákanna, sem drógu þig um borð, en þeir höfðu ekki séð þig fara. Þér var brugðið, en samt það brýnast að Soffía fengi ekki að vita af þessu, því hún yrði bara hrædd um þig. Þú hugsaðir mikið um velferð barnanna þinna í þessu sambandi; vildir sjá veg þeirra mestan og bestan allra, hvað sem fyrir kæmi. Ég gef þér það lof- orð, að ég skal gera allt það sem í mínu valdi stendur til að það geti gengið eftir. Þetta lýsir þér hins vegar vel; óeigingirni, sem auk dugnaðar, vinnusemi, heiðarleika, léttleika og hreinskiptni í framkomu, gerði þig að hetju hversdagsins, sem svo margir reyna að verða, en fáum auðnast. Þú varst ósjálfrátt miðpunkturinn hvar sem þú komst og fylltir rýmið þar sem þú varst staddur. Þú varst því góð fyrirmynd fyrir mig sem yngri bróður. Ég ætla ekki að setja þig á stall; það hefðir þú ekki viljað. Víst deildum við og jafnvel slógumst á köflum. Þú varst hins vegar fyrsti maðurinn til að passa upp á litla bróður, ef á hann var hallað. Það reyndi ég síðan að endurgjalda þegar við komumst á fullorðinsár. Gagn- kvæm virðing ríkti á milli okkar. Við bættum hvor annan upp. Minningarnar um þig streyma fram. Það er af svo mörgu að taka. Sérstaklega er mér þó minnisstætt sumarið 1986, þegar ég reri með ykk- ur Fúsa á litla bátnum í þrjár vikur fyrir vestan. Það var sumarið sem við skutluðum beinhákarlinn með skrúfuhnífnum, þið Fúsi sýnduð mér Rauðasand og vettvang Sjöundár- morðanna, Skarðsvíkina og sólarlag- ið við Breiðafjörðinn, sem er engu líkt. Það var gott sumar. Það er svo skrítið að þið Fúsi skulið vera farnir, en að vissu leyti táknrænt að þið farið saman, ásamt Héðni. Þið voruð sem einn maður í gegnum öll árin og ætl- ar almættið ykkur vísast að róa sam- an á gjöful mið í annarri tilvist. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki frá þér símtöl á út- eða landstíminu, þar sem staðan er tekin með spurn- ingunni: „Hvað segirðu?“ eða á leið í bæinn með spurningunni: „Áttu kaffi? Ég er að koma í bæinn og ætla að reyna að kíkja á þig á eftir.“; og í kjölfarið fylgir heimsókn og/eða langt samtal þar sem málin eru brot- in til mergjar. Ég mun sakna þess að ræða ekki við þig um fjölskyldumál- in, útgerðarmálin og framtíðina. Ég á eftir að sakna þín. Í sorginni leyfi ég mér að trúa á að Sæbjörn afi og Svanborg amma hafi tekið á móti þér fyrir handan, þau sem voru þér svo kær og þú þeim. Það sefar hugann og gefur þessu ein- hvern tilgang, sem annars er svo erf- itt að sjá núna. Við sjáumst svo síðar og þá mun ég herma upp á þig loforðið um róður á nýja bátnum. Þinn litli bróðir, Garðar (Gæi bróðir). Undir háu hamrabelti, höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vængjavíddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín, er kristalstærir daggardropar, drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu, lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín, eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson /Friðrik Jónsson.) Elsku Soffía og börn, mamma, pabbi, systkini og aðrir ástvinir. Það er erfitt að horfa á eftir stórum sól- argeisla. Guð gefi okkur styrk til að horfa fram á við. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Þýð. H. Hálfd.) Elsku Sæsi minn. Megið þið félagarnir leiðast um Guðsríki rétt eins og þið gerðuð á sjónum. Megi Guðs englar vaka yfir ykkur. Þín systir, Steinunn Svanborg Gísla- dóttir og fjölskylda. Mitt skip er lítið en lögurinn stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi er Jesú má verja. Elsku Sæsi bróðir. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann á þessari stundu er þegar ég hringdi í þig vestur fyrir tíu árum og bað þig um að athuga með vinnu fyrir mig í Ólafsvík. Mig langaði að prófa sjóinn, en þér var ekki sama á hvaða bát ég færi, svo að þú fékkst vinnu fyrir mig í verkuninni sem þið lönd- uðuð hjá. Ég flutti inn til ykkar viku seinna og mér leið strax eins og ein- um af fjölskyldunni. Stuttu seinna var hringt í þig og mér boðið pláss á þeim bát sem ég er á enn á í dag. Varst þú mjög stoltur af að ég skyldi fá þetta pláss. Eftir að ég fluttist í mitt eigið hús- næði hef ég alltaf litið á heimili þitt sem mitt annað heimili; mér hefur alltaf liðið svo vel í kringum þig og þína fjölskyldu. Við gátum setið tím- unum saman og rökrætt um hluti, sem kannski skiptu ekki svo miklu máli, því að báðir vorum við jafn þrjóskir og hvorugur vildi gefa eftir. Elsku Sæsi minn, ég á eftir að sakna þín mjög mikið, sérstaklega þinna föðurlegu ráðlegginga. Elsku Soffía, Selma, Sandra, Er- lingur Sveinn, pabbi, mamma, Gæi, Steina og fjölskyldur; Guð veiti okk- ur styrk til að takast á við þann mikla missi sem við upplifum nú. Þinn litli bróðir, Vigfús (Viffi). Það hefur ríkt djúp sorg yfir íbú- um Ólafsvíkur, síðan fregnin kom svo snöggt, svo óvænt. Byggðarlag eins og Ólafsvík þar sem öll afkoma íbú- anna hefur ávallt byggst á sjósókn og aflabrögðum og hefur orðið að sjá á bak fjölda sjómanna á liðnum áratug- um í hafið. Slík blóðtaka var árlegur viðburður þegar bátarnir voru litlir, opnir árabátar en þegar vélbúin og tæknivædd traust skip eru komin til sögunnar er eins og allir séu óviðbún- ir og áhrifin verða enn sárari. Við vorum harmi slegin þegar fréttist að tengdasonur okkar, hann Sæsi, og tveir skipsfélagar hans og frændur hefðu farist á mb Svan- borgu við Svörtuloft á Snæfellsnesi. Þeir voru fjórir um borð og komst einn lífs af. Nokkrum dögum áður fórst mb Ófeigur VE, í því slysi fórst Rune Verner Sigurðsson, en kona hans, Dóra Einarsdóttir, er úr Ólafs- vík, og bjuggu þau hér í mörg ár. Engin orð megna samt að tjá harm þeirra er misst hafa svo mikið. Við hjónin viljum í fátæklegum orðum minnast tengdasonar okkar. Sæbjörn ólst upp á Reyðarfirði fyrstu árin en síðan í Reykjavík. Eft- ir skyldunám fór hann til sjós, bæði á Reyðarfirði og í Þorlákshöfn. En árið 1981 kom Sæbjörn til Ólafsvíkur og vann hér við ýmis störf. Árið 1982 hóf Sæbjörn sambúð með dóttur okkar Soffíu og gengu þau í hjónaband 31.12. 1985. Eftir að Sæbjörn kemur í fjölskylduna verður hann skipsfélagi minn á togaranum Lárusi Sveinssyni um tíma eða þar til hann var seldur úr byggðarlaginu. Sumarið 1983 tók- um við þá ákvörðun að leigja 4 tonna trillu af frænda mínum, honum Geira á Felli, og fórum á handfæraveiðar. Veiðarnar gengu afar vel, dugnaður- inn og þessi magnaði kraftur í drengnum var alveg ótrúlegur. Á þessum tíma voru Elliðarúllur um borð og það var ekkert hangs við að taka fiskinn af önglunum og koma færinu aftur í botn. Svo leið sumarið og við skiluðum þessum frábæra bát, Straum SH, og leituðum fyrir okkur með kaup á bát um haustið. Hinn 19. september 1983 keyptum við Dröfn SI 67 af Marteini Haraldssyni frá Siglufirði og skírðum hann Friðrik Bergmann. Ég man vel þegar við vorum á leið heim til Ólafsvíkur neð þennan nýkeypta fallega bát að til- kynnt var í útvarpi að kvóti yrði sett- ur á um áramót ’93 og ’94. Þetta stuð- aði okkur mjög mikið vegna þess að við höfðum lagt allt undir, allar okkar litlu eigur. En útgerðin gekk vel og þessi kraftmikli strákur átti ekki síst hlut í því. Þessi bátur er búinn að skila sínu og stendur sem minnis- varði á þurru landi, hér rétt fyrir inn- an Ólafsvík. 1987 keyptum við 36 tonna bát og áttum hann til 1992. Þá keyptum við 70 tonna bát og gerðum hann út til 1998. Eftir 15 ára sam- starf ákváðum við að skipta félaginu og létum smíða 2 nýja báta. Bátur Sæsa og Soffíu kom til heimahafs 28. maí 1999 og fékk nafnið Svanborg SH 404 og var báturinn skírður eftir ömmu hans, sem hann ólst upp hjá, fyrstu árin á Reyðarfirði. Þegar landfestar voru leystar á þessum nýja bát og þessi mikli dugnaður til staðar, fiskaði hann vel eins og við var að búast. Ekki voru róðrarnir margir sem ekki var dágóður afli í lest. Áhöfnin samstillt þar sem Vig- fús og Héðinn voru búnir að vera með Sæsa til margra ára á sjó. Fyrst með okkur á Friðrik Bergmann og síðar á Svanborgu. Það er óbærilegt fyrir alla ástvini að missa þessa vík- inga langt um aldur fram. Sæsi var mjög virkur í félagsmál- um, var í Lionsklúbbi Ólafsvíkur í 15 ár og fórum við í margar sjóferðir til styrktar ýmsum málefnum á vegum klúbbsins. Hann var hagmæltur og það voru margar vísurnar sem hann gerði um menn og málefni af hinum ýmsu tilefnum, ekki síst á Sjómanna- daginn. Þá orti hann um hvern bát í byggðarlaginu. Hann var mjög vina- margur og bóngóður og var lítið mál að setja samn eina hljómsveit með vinum sínum, ef því væri að skipta, enda söngelskur og spilaði vel á gít- ar. Hann var einn af stofnendum sönghópsins Rjúkanda sem skipaður var sjómönnum. Það er margt í minningunni sem mætti setja á blað en það verða örugglega margir sem það gera. Orð og huggunartilburðir mega sín lítils. Elsku Soffía, Selma Sandra og Er- lingur Sveinn, minningin ein um dug- mikinn og svipsterkan sjómann, föð- ur og eiginmann, sem stóð sína plikt SÆBJÖRN VIGNIR ÁSGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.