Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 32
NEYTENDUR 32 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HEILDARÚTGÁFA Íslend- ingasagnanna á enskri tungu fékk lofsamlega umfjöllun hjá Brad Leithauser, gagnrýnanda bókablaðs New York Times, nú fyrir skemmstu. Leithauser virðist hafa kynnt sér uppruna og innihald sagnanna ítarlega, en sögurnar segir hann þrátt fyrir aldur sinn bestu útflutn- ingsvöru Íslendinga til þessa. Íslendingasögurnar komu ný- lega út í heild sinni í enskri út- gáfu, í fimm bindum, og er sú út- gáfa að mati Leithausers sannkallað tímamótaverk í út- gáfuheiminum og vitnar hann þar til smæðar þjóðarinnar og þess stórvirkis sem ritverkið óneitanlega hljóti að teljast. Mikið magn efnis „Heildarútgáfa Íslendinga- sagnanna býður upp á mikið magn efnis sem ekki hefur verið aðgengilegt fyrir enskumælandi lesendur áður. Landslag Íslend- ingasagnanna – forboðnar lend- ur sem byggðar eru vígglöðum bændum og einörðum og mót- þróafullum eiginkonum þeirra, óþreytandi hestum og einstaka draugum hefur aldrei birst jafn ljóslifandi í allri sinni fjöl- breytni. Heildarútgáfa Íslend- ingasagnanna bíður [þessum les- endahópi] upp á heilan heim út af fyrir sig,“ segir í New York Times. „Náttúrueðli“ Hobbes Þrátt fyrir mikla fjölbreytni sagnanna telur Leithauser engu að síður að upphaf lagasetninga í landinu renni eins og rauður þráður í gegnum flestar þeirra. Þessu líkir hann við hugmyndir Bandaríkjamanna um villta vestrið svo nefnda og þá lög- leysu sem þar ríkti fyrstu árin. „Þessi samlíking er enn meira viðeigandi ef haft er í huga að Ísland var einu sinni vestrið; vestri endimörk Evrópu,“ bætir hann við. „Sögurnar einkennast enn fremur af viðkvæmri þjóðfélags- samsetningu. Lagasetningar taka þannig á sig mynd veik- burða tilraunar til sjálfsverndar, þar sem án hennar falla menn að mynd Hobbes um „náttúrueðl- ið“, þar sem líf manna eru dýrs- leg og stutt og í raun enn meira ógnvekjandi þar sem enginn gat flúið fá eyjunni án aðstoðar ann- arra.“ Að mati Leithausers leiddi þetta til „ótrúlega flókins og hárnákvæms“ lagakerfis, er ætl- að var að hefta þjóðfélag sem að geðslagi hafði tilhneigingu til of- beldisverka. Leithauser segir fræðimanninn James Bryce hafa vakið athygli á einmitt þessu at- riðið fyrir einum hundrað árum, er hann dáðist að því hvernig menn, sem svo gjarnan vógu hver annan, náðu að móta með sér jafn flókið lagakerfi. „Mannlegri“ sagnir Töluverður munur er hins vegar á hinum klassísku grísku sögnum og þeim íslensku að mati Leithausers, en þessar sagnagerðir hafa gjarnan verið bornar saman. Ólíkt grísku sögunum, sem gjarnan sveipa menn ljóma og þar sem fátt gerist án íhlutunar guðanna, þá eru Íslendingasög- urnar öllu jarðbundnari. „Í frásögnum Hómers, sér- staklega Ilíons-kviðu, þá er hverjum hermanni gefið tæki- færi til að láta ljós sitt skína. Lífi hugrakks manns er að ljúka, en áður en hann fellur beinir Hómer stundarkorn aðdáun les- enda að honum – vekur athygli á hæfileikum hans, eða rekur guð- dómlega ættarsögu hans, líkt og til að bæta fyrir ótímabæran dauða hans. Í Íslendingasögun- um eru slík umskipti snögg. Eina stundina er einhver að safna saman hestum sínum, gera við frostskemmdir í útivegg eða binda heybagga, og þá næstu liggur hann á grúfu á meðan hit- ann leggur frá blóðstrauminum út í kalt loftið.“ Guðir Íslendingasagnanna eru þá að mati Leithausers fjarlæg- ari en þeir grísku. Á vígvöllun- um berast sjaldan svör við bæn- um manna og persónur sagn- anna ræða gjarnan um lán, sem sjaldnast hefur mikið með manngæði eða guðhræðslu að gera. Verða sögurnar fyrir vikið mannlegri, sem hann segir best lýst með því að á meðan Akkilles hinn gríski banar svo mörgum Trójubúum að það veldur guð- unum erfiðleikum, þá sættir Grettir sig við að kraftar hans jafnist á við þrjá. Hemingway og Chandler Íslendingasögurnar eru þó ekki fastar í fortíðinni að sögn Leithausers, sem einnig sér samlíkingu með fornhetjunum og sögupersónum bandarísku rithöfundanna Ernest Hem- ingways og Raymond Chandl- ers. Samlíking við verk Hem- ingways er ekki ný af nálinni og segir Leithauser hana vissulega eiga við um lýsingar á „heimi þvermóðsku, þungt hugsandi of- beldishneigðra karlmanna sem sýni mannalæti í vonlausum að- stæðum, þar sem öllu er lýst í stuttum setningum er bjóða upp á litla útskýringu á persónuleika og fortíð sögupersónunnar.“ Frásagnarmáti Chandlers á þó ekki síður margt sammerkt með sögunum og segist Leit- hauser viss um að höfundurinn kynni vel að meta til að mynda stuttar lýsingar í Droplaugar- sonasögu er syrta fer í álinn. „Eftir að neðri vörin er höggvin af Helga, segir hann við árás- armanninn: „Ég var aldrei fag- ur, en þú hefur lítið bætt.“ Dvalið á mörkum hins löglega Chandler hefði án efa kunnað að meta þetta andsvar og þurran frásagnarmáta er banamenn Skjaldvarar eiga í erfiðleikum með að brjóta háls hennar sem er sagður mjög sver [...]. En kannski eru sterkustu tengslin í þeirri athygli sem bæði [Íslendingasögurnar og Chandler] sýna sögupersónum sem dvelja á mörkum hins lög- lega – þar sem þær óttast jafnt að sú staða komi þeim í koll og að henni muni mistakast að vernda þær fyrir óvinum sínum. Þessar persónur deila sýn á réttlæti sem er jafnómöguleg og hún er óhjákvæmileg.“ Umfjöllun New York Times um Íslendingasögurnar Besta út- flutningsvara Íslendinga RAUNHÆFASTI samanburðurinn á kostnaði við akstur leigubíla milli áfangastaða felst í kostnaði á hvern ekinn kílómetra, segir Ástgeir Þor- steinsson formaður Bandalags ís- lenskra leigubílstjóra og Frama. Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkru í samanburði á kostnaði við akstur leigubíla frá flugvöllum í borg í nokkrum löndum heims, að lengsta og dýrasta leiðin væri milli Reykja- víkur og Keflavíkur. „Í greininni segir að ódýrast sé í íslenskum krónum talið að aka í leigubíl frá Madrid á Spáni út á Bar- ajas flugvöll, þá er ekki tekið mið af almennu verðlagi, en dýrast er að aka með leigubíl á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Ekki get ég verið sammála þessum útreikningi þótt ekki sé tekið mið af almennu verðlagi því að ef við skoðum þessi verð kem- ur í ljós að breytingin er mikil ef skoðað er hversu mikið er borgað fyrir hvern ekinn kílómetra. Samkvæmt útreikningi á hvern ekinn kílómetra er dýrast að aka í leigubíl frá London til Heathrow eða kr. 314.10 hvern ekinn kílómetra, en á milli Reykjavíkur og Keflavíkur kostar hver ekinn kílómetri kr. 141.20. Þannig að samkvæmt mínum útreikningi fer íslenski leigubíllinn úr því að vera dýrastur, eins og segir í fyrirsögn á fyrrnefndri grein, í það að vera ellefti dýrasti af þeim 22 sem fram komu í fyrrnefndri grein. Sá sem er sagður næstdýrastur er bíll- inn frá Ósló til Gardermoen, en sam- kvæmt mínum útreikningi er hann orðinn fjórði ódýrasti. Ódýrasti leigubíllinn samkvæmt mínum út- reikningi er bíllinn frá Stokkhólmi til Arlanda, en þar kostar hver ekinn kílómetri kr. 85.80. en sá sem er sagður ódýrastur í fyrrnefndri grein er orðinn annar ódýrasti með kr. 91.70. á hvern ekinn kílómetra. Ég sá ekki ástæðu til þess að taka verð leigubílsins frá Þórshöfn til Vágar inn í þennan samanburð þar sem einnig er um verð í ferju að ræða. Með þessari leiðréttingu vona ég að lesendur átti sig á því að verð á leigubílum á Íslandi er í alla staði mjög samkeppnishæft við verð á leigubílum erlendis,“ segir Ástgeir Þorsteinsson að endingu. Kostnaður á ekinn kílómetra raunhæfastur Verð fyrir leigu- bíla á Íslandi vel samkeppnisfært . (.76-  . ' 7(  '   &  , . -   <  - ' => . & ' ?'= & 7 @.* 7. 4 A-8  B8'  C 7 & -  . & D < )A ) ..86- #%"  % $   #$ #E! #E" #"$%#E# #" # ##%#$ #!%#! #$ #$ #E # ##" ##%#$! # %# ! $%!$ & ' 4 6 F.- # Gulir leigubílar eru eitt af kennileitum New York-borgar. NÓG er að gera á Leiðbeiningastöð heimilanna þegar nær dregur jólum, enda eru fyrirspurnirnar eins mis- jafnar og þær eru margar. Hjördís Edda Broddadóttir, framkvæmda- stjóri Leiðbeiningastöðvarinnar, valdi nokkur góð jólaráð fyrir les- endur. Jólaboð Vinnið ykkur í haginn og undirbú- ið sitt lítið af hverju daginn áður, í stað þess að missa af sjálfu jólaboð- inu, vegna þess að þið eruð allan tím- ann í eldhúsinu! Stressið verður minna og allt miklu skemmtilegra. Hamborgarhryggur eða hangikjöt Kjötið er hægt að sjóða daginn áð- ur og mjög gott að bera það fram kalt með heitri sósu. Einnig hægt að hita það upp. Margir lenda í vandræðum við sósugerðina Ef útbúa þarf sósu fyrir stórt jóla- boð sparar það mikla vinnu að búa hana til daginn áður og geyma síðan í kæli. Þegar sósan er hituð upp þarf að gera það við hægan hita og bæta út í mjólk eða vökva ef þarf. Ef áfengi á að vera í sósunni er það allt- af sett út í samdægurs. Ef sósan mærnar er það vegna þess að í henni er of mikil fita. Látið sósuna kólna, fleytið fitunni af og þeytið dáltilu af vatni saman við og þá jafnar hún sig aftur. Sósan er alltof þunn og gestirnir eru að koma. Hvernig er hægt að gera sósuna þykkari? Gott er að nota maísmjöl eða kart- öflumjöl, þú hrærir hvort sem er út í vatn (1 lítri af sósu þarf 5–6 tsk af þykkingarefni sem hrært er út í 5–6 msk af vatni), hitar sósuna að suðu og hellir blöndunni út í og þeytir vel. Margir vilja hvíla sig á stórsteikum og velja að hafa pottrétt einn hátíð- ardaginn. Ef þið eruð með gómsæt- an pottrétt sem aðalrétt er hægt að spara tíma og útbúa hann daginn áð- ur. Þá er mikilvægt að kæla hann hratt niður og geyma síðan í kæli- skáp. Það má alls ekki geyma hann í pottinum á hellunni – losið innihaldið í gott plastílát með loki, þá smitar lyktin ekki út frá sér í annað mat- arkyns í kæliskápnum. Þegar pott- rétturinn er síðan hitaður upp er mikilvægt að hita hann upp undir suðu áður en hann er borinn fram. Þegar pottrétti er haldið heitum þarf hitastigið að vera yfir 60 gráðum. Geymsluþol á eggjum Jólaísinn er ómissandi á mörgum heimilum, oft eru einungis eggja- rauður notaðar í ísinn en hvernig er þá best að geyma eggjahvíturnar? Það er alltaf best að frysta það sem afgangs er, nema það eigi að notast daginn eftir, þannig haldast gæðin. Það er hægt að frysta heil egg, eggjahvítur og jafnframt eggjarauð- ur. Heil egg eru þeytt létt saman fyr- ir frystingu og í 5 egg er sett 1 msk af sykri og 1–1½ tsk af salti. Eggja- rauður eru einnig þeyttar létt saman og sama magn af sykri og salti sett saman við. Eggjahvíturnar eru frystar án sykurs og salts. Best er að láta eggin þiðna hægt og rólega (í ís- skáp) og síðan þarf að hafa í huga viðbætt sykur- og saltmagn þegar tekið er mið af þeirri uppskrift sem á að nota. Geymsluþol: 8–10 mánuðir við -18ºC. Eggjahvítur geymast bet- ur en heil egg og eggjarauður. Margir nota mikinn rjóma yfir há- tíðarnar. Hvað þarf að hafa í huga svo rjóminn þeytist sem best? Bæði rjóminn og skálin sem þeyta á í þarf að vera vel köld. Ef settir eru 2–3 dropar af sítrónusafa saman við þeytist rjóminn enn betur. Hvernig er best að geyma rjóma? Geymsluþol á rjóma í frysti er nokkuð gott. Best er að frysta nýjan rjóma og ekki taka hann úr umbúð- unum. Ef þú ætlar að þeyta rjóma sem hefur verið frystur skiptir miklu máli að ekki sé allt frost farið úr hon- um. Byrjið að þeyta hann á meðan enn eru ísnálar til staðar. Frystur rjómi hentar einnig mjög vel í sósur, súpur og ýmsa rétti. Margir hafa spurt um pottösku en hana er víða að finna í gömlum upp- skriftum. Pottaska er ákveðin salt- tegund, eitt af þeim efnum sem eru í lyftidufti. Ef það er ekki til þá er hægt að setja svolítið lyftiduft í upp- skriftina (lyftiduft á hnífsoddi). Leiðbeiningastöð heimilanna er opinber neytendafræðsla sem hefur verið rekin af Kvenfélagasambandi Íslands allt frá árinu 1963. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur heimilisstörfum, sem og upplýsingar um gæði heimilistækja úr erlendum gæðakönnunum. Nokkur góð ráð við jólamatseldina Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Gott er að búa til sósu fyrir stórt matarboð daginn áður og kæla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.