Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 50
KIRKJUSTARF 50 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lesið úr Þorlákssögu Á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember, verður messa kl. 11 í Neskirkju. Um er að ræða styttri gerð af messu þar sem áhersla verður lögð á fyrirbænir. Kirkjukórinn fær frí þennan dag og söfnuðurinn syngur að- ventusálma við undirleik á orgel. Lesið verður úr Þorlákssögu og Reynir Jónasson organisti mun leika Upphaf sekvensíu úr Þor- lákstíðum eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Jólatréð verður skreytt í lok messunnar og síðan er boðið uppá kaffisopa. Barnastarf á sama tíma. Börnin eru við messuna fyrstu 10– 15 mínúturnar en fara síðan í safnaðarsalinn þar sem sérstök dagskrá verður fyrir þau í umsjá Guðmundu Ingu Gunnarsdóttur og Rúnars Reynissonar. Prestur séra Örn Bárður Jónsson. Jólastund barnanna Sérstök helgistund fyrir börn og foreldra verður á aðfangadag kl. 16. Sögð verður jólasaga, sungnir jólasálmar og fyrstu jólin verða sviðsett með hjálp barnanna. Starfsfólk barnastarfsins og séra Frank M. Halldórsson stjórna helgistundinni. Við orgelið og flygilinn verður Reynir Jónasson. Tekið verður við baukum frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Jólaljósin tendruð við jötuna Messað verður á jólanótt kl. 23.30 undir sígildu tónlagi eða gregor- ískum söng. Söngfólk gengur inn syngjandi ásamt presti við upphaf messunnar. Þorgeir J. Andrésson syngur einsöng en kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir org- elleik Reynis Jónassonar. Í beinu framhaldi af altarisgöngunni tendrar safnaðarfólk kertaljós við jötuna og tekur með sér heim eft- ir að hafa sungið Heims um ból við lifandi ljós. Prestur séra Örn Bárður Jónsson. Beinar útsendingar á Netinu Undanfarin misseri hefur fólki gefist kostur á að fylgjast með messum í Neskirkju á Netinu sem sendar eru út á slóðinni: nes- kirkja.is en þar er að finna val- möguleikann „Beinar útsending- ar“. Um síðustu jól heimsóttu margir þessa slóð, flestir frá út- löndum. Á heimasíðu kirkjunnar er að finna ýmsar upplýsingar um dag- skrá kirkjunnar og safnaðarstarf, þar á meðal messutíma um jól og áramót. Þorláksmessa í Grafarvogskirkju Á DEGI Þorláks helga verður sameiginleg barna-og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogs- kirkju. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju og Barna- og unglingakór kirkjunnar syngja, stjórnandi er Oddný Þorsteins- dóttir, organisti er Hörður Braga- son. Starfsfólkið í barnastarfinu, Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís, flytja sögu og helgileik. Einhverjir koma í heimsókn af fjöllum ofan. Munið eftir bauknum frá Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Guðsþjón- ustunni verður útvarpað í Rík- isútvarpinu. Prestarnir. Flensborgarkórinn, Jóhanna Guðrún og fleiri listamenn í Hafnarfjarðarkirkju Á HELGUM jólum verður tónlist- arflutningur með veglegasta móti í Hafnarfjarðarkirkju. Helgihald jóla hefst á hefðbundinn hátt með aftansöng á aðfangadag kl. 18. Þá mun Sara Grímsdóttir syngja ein- söng og fullskipaður kór kirkj- unnar leiða safnaðarsöng undir stjórn Natalíu Chow. Prestur er sr. Gunnþór Ingason. Messa á jólanótt hefst kl. 11. Kór Flensborgarskóla undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg mun syngja kórverk og leiða sönginn en prestur er sr. Þórhallur Heim- isson. Báðar athafnir jólanætur hefjast með því að skátar bera friðarljós til kirkju. Á jóladag hefst hátíðarguðs- þjónustan kl. 14. Þá leikur Ár- mann Helgason á klarinett og full- skipaður kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Natalíu Chow. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Á öðrum degi jóla mun barna- stjarnan hafnfirska Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir syngja einsöng við fjölskylduguðsþjónustu. Börn úr barnastarfi kirkjunnar sýna þá helgileik og prestar eru sr. Gunn- þór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs en organisti er Natalía Chow. Fögnum helgum jólum og fjöl- mennum til kirkju á hátíðinni. Prestar og sóknarnefnd Hafn- arfjarðarkirkju. Dönsk jólaguðsþjón- usta í Dómkirkjunni ÞAÐ er nú orðin löng hefð fyrir því að dönsk jólaguðsþjónusta sé haldin í Dómkirkjunni á að- fangadegi að viðstöddu fjölmenni. Það er danska sendiráðið á Ís- landi sem að guðsþjónustunni stendur. Að þessu sinni hefst guðsþjónustan kl. 15. Þá mun Anna Sigríður Helgadóttir leiða almennann söng en organisti er Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Allir eru hjartanlega velkomnir. Jólasöngvar í Hjallakirkju Á ÞORLÁKSMESSU, sunnudaginn 23. desember, verður guðsþjón- usta í Hjallakirkju, Kópavogi, kl. 11. Í guðsþjónustunni verða sungnir fjölmargir jólasöngvar og flutt verður stutt hugvekja. Gert er ráð fyrir almennum undirtektum í söngnum en félagar úr kór Hjalla- kirkju leiða sönginn. Allir eru hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja býst við börnum um jólin VIÐ viljum vekja athygli fjöl- skyldufólks á tveimur góðum til- boðum sem snúa að börnum á jólahátíðinni. Á aðfangadegi jóla kl. 16 verða hinir árlegu Jólasöngvar barnanna. Þá er komið til móts við ungar og eftirvæntingarfullar sálir með fjölbreyttri dagskrá. Börn úr TTT sýna helgileikinn „Hendurnar“ sem sló í gegn á að- ventukvöldinu og auk þess mun jólaguðspjallið verða sviðsett með lifandi ungbarni í jötunni og allir fá að koma að og sjá. Jólasöngv- arnir verða sungnir við undirleik Gunnars Gunnarssonar á píanó og Andra Bjarnasonar á gítar, en Bjarni Karlsson sóknarprestur stýrir stundinni. Á öðrum degi jóla kl. 14 verður haldinn sunnudagaskóli með sér- stökum hátíðarbrag. Jóla- guðspjallið verður endursagt með myndum, brúðustrákurinn Karl kemur í heimsókn og hefur margs að spyrja, börn verða skírð og jólalög og sálmar sungnir. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir stýrir stundinni ásamt sr. Bjarna Karls- syni og hópi sunnudagaskólakenn- ara. Gunnar Gunnarsson leikur á píanóið. Hvetjum við fólk til að koma til kirkju með börnum sínum og gefa hátíðinni þannig dýpra innihald. Jólamessa á þýsku í Dómkirkjunni JÓLAMESSA á þýsku verður í Dómkirkjunni á Þorláksmessu 23. desember kl. 15. Séra Gunnar Kristjánsson og Pfarrer Jürgen Jamin munu aftur annast jólamessuna sameiginlega. Að athöfn lokinni er kirkjugest- um hjartanlega boðið í jólate í bú- stað þýska sendiherrans, Hendrik Dane og frú Ursulu Dane á Tún- götu 18. Ath. breyttan messudag. Helgistund og strætó í miðborginni Á ÞORLÁKSMESSUKVÖLD verður helgistund í miðborginni fyrir framan Ömmukaffi í Austurstræti 20 kl. 21. Prestarnir Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir og Jóna Hrönn Bolla- dóttir lesa jólaguðspjallið og segja nokkur hugleiðingarorð. Kvenna- kórinn Léttsveit Reykjavíkur mun flytja jólasálma. Stöldrum við í miðborginni og hugleiðum inntak jólanna. Á haustdögum var keyptur tveggja hæða strætisvagn frá Bretlandi til að nota í deild- arstarfi KFUM&K. Á Þorláks- messukvöld verður vagninn á Lækjartorgi kl. 22 og opinn fyrir ungt fólk. Miðborgarstarf KFUM&K. Jól í Hallgrímskirkju HELGIHALD á jólum verður með hefðbundnum hætti í Hallgríms- kirkju. Á aðfangadag verður aftan- söngur kl. 18. Hljómskálakvintett- inn mun leika jólalög í kirkjunni fyrir athöfnina. Schola cantorum og Unglingakór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, sem einnig verður org- anisti og Láru Bryndísar Eggerts- dóttur. Prestur verður sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Kl. 23.30 verður miðnæturguðsþjónusta í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar. Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur undir stjórn Harðar Áskels- sonar, kantors. Á jóladaginn verður hátíðar- guðsþjónusta kl. 14 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar en Mót- ettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem einnig verður organisti. Á annan í jólum verður hátíð- armessa kl. 11 í umsjá sr. Sig- urðar Pálssonar. Mótettukórinn syngur undir stjórn Láru Bryndís- ar Eggertsdóttur, sem einnig verður organisti. Sunnudaginn 30. des. verður messa kl. 11 í umsjá sr. Maríu Ágústsdóttur héraðsprests, fé- lagar úr Mótettukórnum syngja og organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kl. 17 þennan dag verður frum- flutt jólaóratoría eftir John Speight. Flytjendur: Elín Ósk Ósk- arsdóttir sópran, Guðrún Ólafs- dóttir alt, Garðar Thor Cortes tenór, Benedikt Ingólfsson bassi, Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi tón- leikanna er Hörður Áskelsson. Frumflutningur íslenskrar órator- íu að þessari stærð er mikill tón- listarviðburður sem ástæða er til að vekja sérstaka athygli á, en það verða aðeins þessir einu tón- leikar. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu á Þorláks- messu sunnudaginn 23 desember kl. 14. Bjarni Karlsson prestur Laugarneskirkju predikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolla- dóttur miðborgarpresti og Eygló Bjarnadóttur guðfræðinema. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leiða lofgjörð- ina. Systurnar Rannveig og Erla Káradætur flytja tvo sálma. Stein- ar Matthías Kristinsson og Árni Gunnarsson spila saman á tromp- et og básúnu. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.13.40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dæg- urperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður fyr- irbæn og blessun með olíu. Mess- an fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM og K. Helgihald á jólum í Neskirkju Morgunblaðið/Sverrir það nú er að vera ljós heimsins. Þetta verð- ur skemmtileg og innihaldsrík stund - vatn og eldur: þú og stjörnuljósið. Þeir sem ekki fara ofan í fá einnig stjörnuljós. Frítt ofan í. AKRANESKIRKJA: Aðfangadagur: Aftan- söngur kl. 18. Einsöngur: Guðrún Ellerts- dóttir. Miðurnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Einsöngur: Unnur H. Arnardóttir. Jóladagur: Sjúkrahús Akraness: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Akraneskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Einsöngur: Ásdís Kristmundsdóttir. Barnarödd: Gígja Gylfadóttir. Annar í jólum: Dvalarheimilið Höfði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45. Akraneskirkja: Skírnarguðsþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Aðfangadagur: Aft- ansöngur í Borgarneskirkju kl. 18. Jóladag- ur: Hátíðarguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Álft- ártungukirkju kl. 16. Annar jóladagur: Há- tíðarguðsþjónusta í Akrakirkju kl. 14. Guðs- þjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 16.30. Sóknarprestur. REYKHOLTSKIRKJA: Aðfangadagur: Hvanneyrarkirkja. Samvera og sögustund fyrir börn kl. 11:30. Miðnæturmessa á jóla- nótt kl. 23. Jóladagur: Hvaneyrarkirkja. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Bæjarkirkja. Hátíðarmessa kl. 14. Annar í jólum: Lund- arkirkja. Hátíðarmessa kl. 14. STAÐARPRESTAKALL: Aðfangadagur: Aft- ansöngur jóla í Suðureyrarkirkju kl. 18:00. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Súðavík- urkirkju kl.11:00. Jólaguðsþjónusta í Vatnsfjarðarkirkju kl. 15:00. Annar jóladag- ur: Jólaguðsþjónusta í Nauteyrarkirkju kl. 14:00. 27. des: Ögurkirkja kl. 14:00. Patreksfjarðarprestakall: Helgistund í heil- brigðisstofnun Patreksfjarðar kl. 16:00 á aðfangadag. Aftansöngur í Patreksfjarð- arkirkju kl 18:00 á aðfangadag. Á jóladag verður messa í Saurbæjarkirkju á Rauða- sandi kl. 14:00 og kl. 16.00 sama dag í Sauðlauksdalskirkju. Á gamlársdag verður aftansöngur kl. 17:00 í Patreksfjarð- arkirkju. Prestur er Sr. Leifur Ragnar Jóns- son ,sóknarprestur og organisti Helga Gísladóttir. Möðruvallaklaustursprestakall: Að- fangadagur: Fjölskylduguðsþjónusta fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju kl. 23.30. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju kl. 14. Sr. Gylfi Jónsson prédikar. Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiðir söng og syngur stólvers ásamt Sigrúnu jóns- dóttur, Ingunni Aradóttur og Lilju Jóns- dóttur, sem syngja tríó. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar. Hátíðarguðsþjón- usta í Glæsibæjarkirkju kl. 15.30 (Ath. breyttan tíma). Kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls syngur sólvers og leiðir söng. Barn verður borið til skírnar. Hátíða- söngvar Bjarna Þorsteinssonar. Annar jóla- dagur: Hátíðaguðsþjónusta í Bakkakirkju kl. 14. Sr. Gylfi Jónsson prédikar. Ingunn Aradóttir syngur stólvers ásamt kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, sem leiðir söng. Hátíðasöngvar Bjarna Þorsteins- sonar. Hátíðaguðsþjónusta á Bæg- isárkirkju á annan í jólum kl. 16. Sigrún Jónsdóttir syngur stólvers ásamt kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls sem leiðir söng. Hátíðasöngvar Bjarna Þorsteins- sonar. Organisti í öllum messunum er Birgir Helgason og prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Þorláksmessa: Kl. 17: Friðarganga frá tjaldstæði að kirkju. Aðfangadagur: Kl. 18: Aftansöngur. Ein- söngur: Þorbjörn Björnsson. Flautuleikur: Rosemary Hewlett. Kl. 23: Jólanæt- urmessa. Einsöngur: Þorbjörn Björnsson, flautuleikur: Rosemary Hewlett. Annar jóla- dagur: Kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta. Ein- söngur: Margrét Lára Þórarinsdóttir, tromp- etleikur: Anngret og Ómar Þröstur. Sóknarprestur. ÞINGMÚLAKIRKJA: Jóladagur: Kl. 14: Há- tíðarguðsþjónusta. Sóknarprestur. VALLANESKIRKJA: Jóladagur: Kl. 16: Há- tíðarguðsþjónusta. Sóknarprestur. EIÐAPRESTAKALL: Aðfangadagur: Eiða- kirkja: Aftansöngur kl 23. Jóladagur: Sleð- brjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15. Annar jóladagur: Bakkagerðiskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl 14. Valþjófsstað- arprestakall: Ássókn í Fellum: Fellaskóli: Aðfangadagur, kl. 23: Helgistund. Áskirkja í Fellum:Jóladagur kl. 14:00. Hátíðarguðs- þjónusta. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans Kristjáns Gissurarsonar. Valþjófsstaðarsókn: Aðfangadagur: Aftan- söngur jóla í Suðureyrarkirkju kl.18:00. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í Súðavík- urkirkju kl. 11:00 Jólaguðsþjónusta í Vatnsfjarðarkirkju kl. 15:00. Annar jóladagur: Jólaguðsþjónusta í Nauteyrarkirkju kl. 14:00. 27. des.: Ög- urkirkja klukkan 14:00. Valþjófsstaðarkirkja:Jóladagur: Kl. 7:00. Hátíðarguðsþjónusta. Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn organistans Kristjáns Giss- urarsonar. Hofteigssókn: Hofteigskirkja:Annar í jólum, kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta. Kór kirkj- unnar syngur. Organisti er Julian E. Isaacs. Sr. Lára G. Oddsdóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa á jóladag kl. 11. MIÐDALSKIRKJA í Laugardal: Messa á jóladag kl. 14. GRÍMSNES- og Grafningssóknir: Messa í Félagsheimilinu Borg á annan jóladag kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.