Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 71
MAGNAÐ
BÍÓ
Aðdáendur Coen bræðra verða
ekki sviknir af þessari frábæru
mynd sem minnir á fyrstu mynd
þeirra bræðra, Blood Simple.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14.
1/2
Mbl
ÓHT Rás 2
DV
Þau veittu henni
öruggt heimili...
en henni var ekki
ætlað að komast burt!
Æsispennandi sálfræðitryllir
með Leelee Sobieski (Joyride)
í aðalhlutverki.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16.
Sparisjóðurinn
í Keflavík
býður í bíó
kl. 2, 4 og 6.
Sýnd kl. 5 og 8. Vit 307
Sýnd kl. 8 og 11. Vit 299
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
strik.is
MBL
Sýnd kl. 5. Ísl tal. Vit 320
FORSÝNING
Frábært ævintýri og grín
fyrir alla aldurshópa!
Frá framleiðendum Fríða og dýrið og
Hringjarans frá Notre Dame kemur
þessi einstaka ævintýramynd
sem gerist við strendur Íslands.
f l i í i
i j f
i i i
i i Í l .
www.lordoftherings.net
Stórskemmtileg
gamanmynd sem
svíkur engann þar
sem Charlie Sheen
(Hot Shots) og Jon
Lovitz (Rat Race)
fara á kostum.
Charlie Sheen
Jon Lovitz
Sýnd kl. 4, 6,
8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl tal.
3% LÍKAMSFITA. 1% HEILASTARFSEMI
Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað fyrir að hugsa!
Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á kostum í hinum frábæru
grínsmellum Meet The Parents og There´s Something About Mary.
betra en nýtt
Sýnd kl. 10. Síðasta sýningSýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
3% LÍKAMSFITA.
1% HEILASTARFSEMI
Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað
fyrir að hugsa! Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á
kostum í hinum frábæru grínsmellum Meet The
Parents og There´s Something About Mary.
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Síðasta sýning
MUNIÐ FORSÖLU MIÐA Á HRINGADRÓTTINSSÖGU
– KOMDU sæll, minn kæri herra
Sverrir Stormsker.
– Já, komdu sæll og blessaður.
– Þú ert með
þennan disk, seg-
irðu…
– Jú, jú. Hann
átti reyndar að
koma út í fyrra en
plötunni var óvart
dreift á Græn-
höfðaeyjum og í
Ástralíu. Svo átti
hún að koma núna í september en
upplagið lenti á World Trade Center
en núna er hún loks komin.
– Jæja…
– Þannig að ég ætti að geta losað
mig við bæði eintökin fyrir jól.
– Eru þetta lög af öllum plötunum
þínum þá?
– Ja… svei mér þá. Þeim flestum
að minnsta kosti. Slatti af Guðspjöll-
unum… ég held í það minnsta að fólk
kannist við þetta flestallt.
– Hvað með þessar ofurdónalegu
plötur, Tekið stórt upp í sig og Tekið
stærra upp í sig?
– Nei, ég lét þær nú eiga sig. Þær
standa alveg einar og sér. Það væri
eins og að blanda brennivíni út í súr-
mjólk. Þær eru áfengar einar og sér
en fólk kúgast ef það heyrir þessi lög
innan um fallegar ballöður.
– Nú hefurðu löngum verið hálf-
gerður útlagi í íslensku poppi…
– Er það?
– Stýrirðu inn á þetta?
– Það er þá eitthvað sem ég hef
ekki kosið mér. Kannski er það út af
tveimur síðustu plötum, ég veit það
ekki...
– Fólk kannski höndlar það ekki að
einn maður hafi margþætta sýn á líf-
ið?
– Já, ég hef tekið rækilega eftir
þessu. Ég setti upp málverkasýningu
’93 og það var ekki tekið alvarlega því
hér á landi eiga menn bara að ein-
beita sér að einu sviði, virðist vera.
– En hvað er annars framundan?
– Söngleikur sem verður kominn á
fjalir eftir 2 ár. Allt fyrir ofan mitti
þar.
Safnplata með Sverri Stormsker
Stormskerið talar
Sverrir
Stormsker
arnart@mbl.is
MICHAEL Pollock hefur fengist við
tónlist og skáldskap í fjölmörg ár
og hefur ásamt Daniel bróður sín-
um verið áberandi í íslenskum tón-
listarheimi. Í föðurættina eiga þeir
bræður ættir að rekja til Louisville
í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum
og þangað héldu þeir Michael og
Bragi Ólafsson skáld fyrr á þessu
ári til þess að taka upp tónlist og
ljóðalestur með heimamönnum. Af-
raksturinn er hljómdiskurinn From
Iceland to Kentucky and Beyond,
sem kom út á dögunum á Íslandi og
í Bandaríkjunum. „Þetta er nokk-
urs konar sambræðingur banda-
rískrar sveitatónlistar, ljóðlistar og
íslenskra áhrifa sem ég kann ekki
að nefna. Þjóðsagan og hrynjandin
í skáldskapnum og tónlistinni er
kannski kjarninn í þessu,“ segir
Michael um efni disksins, en þar er
m.a. sótt í hefð samlesturs ljóða og
djasstónlistar sem fram kom með
Beat-skáldunum í Bandaríkjunum á
6. áratugnum.
Hugmyndin að þessu óvenjulega
tónlistarverkefni kom fram í gegn-
um samstarf og vináttu þeirra
Michaels og skáldsins Ron White-
head. Þeir hittust í New York fyrir
rúmum þremur árum á hátíð til-
einkaðri Allen Ginsberg og smullu
saman eins og bræður. Skáldskap-
aráhugann eiga þeir sameiginlega
og báðir eiga rætur að rekja til
Kentucky og ólust upp við að hlýða
á sveitatónlist svæðisins. „Þetta var
mjög óundirbúið allt saman. Við
Bragi fórum til Kentucky og þar
hóaði Ron saman hóp af hæfi-
leikafólki. Í hljóðverið fórum við
eftir mjög stuttan undirbúning,
enda byggist tónlistin fyrst og
fremst á samspili og tengslum á
milli flytjendanna. Það skapaðist
líka mjög magnað andrúmsloft og
tókum við diskinn upp á mjög stutt-
um tíma,“ segir Michael.
Höfundar og flytjendur ásamt
þeim Braga, Ron og Michael eru
söngkonan Susi Wood, ljóðskáldið
W. Loran Smith, skáldið og tónlist-
armaðurinn Danny O’Bryan, rithöf-
undurinn Mickey Hess og Jim
James, sem er meðlimur í hljóm-
sveitinni My Morning Jacket. Efni
disksins spannar þannig allt frá
ljóðlestri Braga Ólafssonar með
léttum saxófónundirleik, Kentucky-
blúslaga, ljóðum í anda Beat-
hefðarinnar til þétts gítarleiks
Michaels og Daniels Pollock.
Þáttur í því að rækta tengslin við
heimahaga föðurættarinnar í Ken-
tucky var útgáfa nýjustu ljóða-
bókar Michaels, sem ber titilinn No
Short Cut To Paradise, en hún kom
út í Kentucky á þesu ári. Þar er að
finna ljóð frá 10 ára tímabili og seg-
ir Michael bókina því vera uppgjör
við langt tímabil.
Á næstunni hefur hann hug á að
halda áfram þeirri samvinnu sem
hófst í Kentucky. „Mér finnst mjög
áhugavert að vinna með samspil
ólíkra miðla og munum við líklega
halda áfram að stíga yfir landa-
mæri í framhaldinu. Næstu tvo
mánuði verðum við hins vegar á
ferð og flugi að kynna plötuna, en
við höfum þegar spilað í Kentucky,
Reyjavík og London. Nú liggur leið-
in bara „beyond“,“ segir Michael og
vísar þar í titil hljómdisksins.
Michael
Pollock sótti
á heimaslóð-
ir föðurætt-
arinnar í
Kentucky í
Bandaríkj-
unum til að
vinna plöt-
una From
Iceland to
Kentucky
and Beyond.
Aftur til upprunans…í Kentucky
heida@mbl.is