Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 59 Ég ætla að fylgja þér síðasta spölinn, Nonni minn, ég sagði Dóru það í vikunni. Ég mun ekki skrifa um afrek þín á veraldarvísu, sveitinni þinni og héraðinu öllu til hagsbóta, það verða aðrir til þess, heldur mun ég minnast okkar samskipta sem kannski voru ögn öðruvísi. Eins og þú manst þá mættumst við á krossgötum þar sem saman fór áhugamál okkar beggja, að gera heilsu þína betri. Upp úr þeim heim- sóknum myndaðist djúp vinátta og virðing sem bæði græddum á, ekki síst ég. Sem betur fer þurftum við ekki að finnast of oft, á þessum vett- vangi, en þegar það bar til var margt spjallað, hlegið og gantast og púkinn í þér varð á stundum svo lifandi að glettnin úr augunum skein langar leiðir. Inn í samræðurnar blandaðist svo það sem var efst á baugi í lífi þínu í hvert sinn. Börnin þín og fjölskyldan öll voru þér afskaplega hugleikin og fékkstu seint þakkað þann auð er þú áttir í þeim. Þegar þau komu til að taka húsið allt í gegn, eða til þess að halda upp á 80 ára afmæli Dóru þinn- ar og „við megum bara ekkert gera“, sagðir þú, „þau ætla að sjá um þetta allt saman“. Og hvert með sínu móti báru þau svip af þér, þessir gimstein- ar þínir. Dolla með lögfræðingana sína, sem heitir Kolbrún af því að hún var svört á brún og brá og nafnið svo fallegt. Dúdi var oddviti, Rúkki held- ur á loft merki fræðarans og Valdi kaus sér það starf sem þér fannst kannski einna mest til koma, bónd- ans. Allt eru þetta hlutverk sem þú hafðir í lífinu og þau fengu öll ein- hvern skerf af, hvert á sinn hátt. En þrátt fyrir hversu hreykinn þú værir af öllum þínum afkomendum þá komst enginn þeirra með tærnar þar sem hún Dóra þín hafði hælana, um JÓN ÞÓRISSON ✝ Jón Þórissonfæddist í Álfta- gerði í Mývatnssveit 22. september 1920. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi 5. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Reykholts- kirkju 15. desember. það þurfti lítið að ræða, það var einfaldlega bara svona. Í gegnum tíðina hef- ur Reykholtsskóla og málefni hans oft borið á góma og einnig sú gíf- urlega vinna sem þú varst að inna af hendi við að taka saman nem- endatal og sögu skólans frá upphafi. Enda skól- inn starfsvettvangur þinn alla tíð. Mér þótti stundum nóg um. „Ég er mikill grúskari,“ sagðir þú þá gjarnan þegar ég vildi hafa líkamsstellinguna eitthvað öðruvísi eða mér fannst Reykholt hafa fengið nógan tíma í bili, „ég gleymi mér bara alveg, það þarf meira að segja stundum að kalla á mig í matinn“. Og einmitt þannig var það. Margt fleira léstu niður á blað og enn meira lastu. Sem dæmi færðir þú í letur ferðasögu þegar þú, ungur maður, gekkst yfir Heljardalsheiði af því standa á við gefin loforð. Sú ferð gleymdist aldrei, hvað þá útsýnið þegar komið var að brún og tekið að halla niður hinum megin. Og auðvitað var saga Reykholts farsællega kláruð þótt það kostaði þig síðustu kraftana að koma henni frá þér. En eins og ég sagði þér, síðast þegar við hittumst, þá fórstu á kostum að því er sagt var, og mátt vera hreykinn af því. Við ræddum stundum að líklega værum við með sama sniði að því leyt- inu að vera bæði gífurlega forvitin. Við vildum vita sem mest og fræðast um sem flest, en kjaftasögur voru okkur ekki að skapi. Enda gátum við alveg gleymt okkur í umræðum um landið, söguslóðir og örnefni. Já, það var eitt sem mikið var rætt, sérstak- lega þegar þið í félagi aldraðra í Borg- arfirði voruð að taka saman örnefnin. Og ekkert mátti vera óvíst, frekar var hringt og skrifað út um allt land, til að sannreyna skrifin. Manstu í sumar þegar þú varst að fara í „stóru“ ferð- ina með afkomendum þínum, sem „endilega vildu gera karlinn, hálfkar- lægan að leiðsögumanni“? Hvað þú hlakkaðir mikið til. Svo voru það Vestfirðirnir og síðan brunað beint heim í afmæli. Já, þótt árin væru orð- in rúm áttatíu þá var það engin fyr- irstaða. Ég varð nú hálfsúr út í þig að þú skyldir ekki segja mér að þú værir orðinn veikur, enda skammaði ég þig fyrir það á okkar síðasta fundi. Mér hefði nú þótt betra að vita um það, en þér fannst óþarft að hrella mig með því. Hafðir mun meiri áhyggjur af því að þú skuldaðir mér örlitla peninga- upphæð, eins og það skipti megin- máli. En ég er afskaplega fegin að mér skyldi auðnast að kíkja til þín, áð- ur en þú kvaddir og hafði þá á orði við þig að ég ætlaði ekki að stoppa lengi svo þú fengir ekki leiða á mér. Og eins er það nú. Ég ætla að hætta áður en þú færð leiða á þessu rausi. Hafðu því góða ferð, Nonni minn, og ljúfa heim- komu. Þakka þér fyrir einstakan tíma og vináttu. Við hittumst síðar. Elstu Dóra mín og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Stórbrotinn persónuleiki og frábær karl hefur gengið sín hinstu spor með reisn, eins og hans var von og vísa. Birna. ✝ Elínbjörg Orms-dóttir fæddist 29. maí 1929. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 11. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Orm- ur Grímsson, f. 7. maí 1892 d. 27. apríl 1979, og Kristín Jón- asdóttir, f. 22. ágúst 1907, d. 18.mars 1970. Hún var elst tíu alsystkina. Þau eru: Hákon, f. 27. júlí 1930, Grímur, f. 25. febrúar 1932, Eiríkur Sigurður, f. 17. maí 1933, Sigurbjörg, f. 3. sept- ember 1934, Ingibjörg Hrefna, f. 30. nóvember 1935, Sigurgeir, f. 6. febrúar 1938, Þorbergur, f. 20. desember 1939, Ágúst Jakob, f. 30. ágúst 1942, d. 10. október 1987, og grét f. 5. apríl 1955, gift Grétari Kristinssyni og eiga þau dæturnar Árndísi, Lindu og Hörpu ásamt barnabörnum og Halla, f. 28. des- ember 1957, gift Friðþjófi Þor- steinssyni og eiga þau Helgu og Hafliða. Á fyrstu árunum ólst Elín upp í Dufansdal og á Auðkúlu við Arn- arfjörð, en fluttist um tíu ára aldur með foreldrum sínum að Svarfhóli og síðar að Kletti í Geiradal, A- Barðastrandarsýslu. Hún var í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli veturinn 1947–1948. Elín var bú- sett á Reykhólum í rúma tvo ára- tugi en flutti til Reykjavíkur er hún varð ekkja og dreif sig í sjúkraliðanám, þá ríflega fertug. Hún fluttist til Keflavíkur að því loknu árið 1974 og bjó þar síðan. Hún vann að félagsmálum, m.a. fyrir Starfsmannafélag Keflavíkur sem gjaldkeri í nokkur ár en starf- aði aðallega á Sjúkrahúsi Suður- nesja og í tengslum við það. Elín verður jarðsungin í Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hólmbergskirkjugarði. Marta, f. 27. júlí 1949. Árið 1951 giftist El- ínbjörg fyrri manni sínum, Jóni Zophon- íasi Guðmundssyni, f. 10. janúar 1907, d. 8. júlí 1973. Hann átti fimm börn af fyrra hjónabandi, þau Guð- rúnu, Hauk, Soffíu, Guðlaugu og Hafstein. Með Jóni eignaðist El- ínbjörg tvær dætur. Stúlku, f. 27. júlí 1952, d. 17. september 1952, og Sabínu B., f. 7. júlí 1954. Hún er gift Sam- úel Ingvasyni, f. 11. júlí 1951. Þeirra sonur er Hlynur Ingvi, f. 4. mars 1985. Elín giftist 30. ágúst 1974 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Hafliða Frímannssyni, f. 7. júní 1927. Hann á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Þær eru: Mar- Elsku Elín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir þann góða tíma sem ég fékk að vera með þér. Fyrst sá ég þig þegar ég byrjaði að vinna á nýj- um stað, nýflutt hingað til Keflavík- ur fyrir tuttugu og tveim árum, þar unnum við saman í tvo áratugi, eða þar til þú hættir fyrir nokkrum ár- um. Elskulegri og hjálpsamari manneskju er leitun að, alltaf boðin og búin að gera öðrum greiða, t.d. var alltaf sjálfagt að skipta á vöktum við okkur stelpurnar. Ekki var það sjaldan sem ég fór með þér heim til þín, eða þú með mér til að hjálpa mér með peysurnar sem ég var að prjóna, mér fannst ég ekki geta lykkjað ermarnar eða sett líningarn- ar eins fallega í peysuna og þú. Ég hef heldur aldrei séð eins smekklega gengið frá handavinnu og hjá þér, sama má segja um allt sem þú tókst þér fyrir hendur, allt jafn vel gert. Margt fleira kemur upp í hugann þegar ég minnist samverunnar með þér elsku Elín mín. Ég bið Guð að blessa Halla eig- inmann þinn, dóttur þína, tengdason og barnabörn. Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins Herra’, að ganga hingað heim til þín. Og þótt vér ei hittumst hér, gef oss fund á gleðistundu, Guð, í ríki þínu. (Vald. Briem.) Eygló. ELÍNBJÖRG ORMSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta                            !   ! "  # $ % !                        !    "#" $     % &      '    ##"   &'()*"+) ,**)* $ -  ! $ .!"-  )*"+) - *  ++""/*  *$ * )*""/* 0*1 *+) / $ *$ *' (   )   *    )  +    , +   %    %  ,  , 2,&3 4&,(5  4 #  !/  /! 6/!"!! ' & *0"- *"/* 1"   1"  "+) 7  - *"/* 8/   )*(*+"+) 0*- *+) ("! / + ! - *8/ " *"+) $ *$ */ $ *$ *$ *' -  *                  1 &44 ,2.9  #! :!") . * "*" ;<    %     . /     -         1  0  2    % 3       '    "#" 45         )     )       % 4  /  -   5 ) 8/ $ .!"& *0"+) 7!  & 1"*+""/* & *8) **1"*+"+)     1"*+""/* 7 +"8) "+) $ *$ */ $ *$ *$ *'  6   2,('.,   !==" >?<    % . /   .           & : ($ / 6 #*. * "+@        5  5    0 5   6  2,(4&4  $ *!@* ( ! ( $@   %     . /    75/      "   $   +  @ 9 #""/* -  @ "+) 7 /  @ ""/* 9 #  @ ""/* 7 @ "+) (*+ . * ""/* 9 #  "! #""/*  (*+"+) "" * /  "*+*+ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.