Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 42
LISTIR 42 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ N úna loksins eru jól- in að koma. Allir eru farnir að eyða á síðasta snúningi, klára að koma sér fyrir eftir flutningana, setja upp gardínur, búnir að kaupa sér nýjan bíl fyrir jólin, baka sörur, búa til konfekt og síðast en ekki síst elta Harry Potter-legókast- ala án árangurs út um alla Reykjavík, Reykjanes, austur fyrir fjall og m.a.s. til Danmerk- ur, lands legókubbanna. En tali hver fyrir sig. Það sann- aðist sem sagt var um ungbarnið Harry Potter í galdraheim- inum, að allir myndu þekkja hann, sérstöðu hans og sögu. En nú eru það muggarnir allir sem einn sem þekkja hann og taka þátt í æðinu. Aumingja Harry. Allir kastalarnir á Ís- landi eru uppseldir, lestirnar og leyniklefarnir líka og meirihluti íslenskra barna fær eitthvað af þessu dóti í jólagjöf. Undarlegt þetta æði sem rennur á mannfólkið þegar nálg- ast jól. Ein jólabókin verður langvinsælust og allir verða óðir í aðalleikfangið. Heldur einsleit- ir jólapakkar það. En það er líka svo erfitt að velja. Það er of mikið framboð, bæði af bílum og jólagjöfum. Eins og sannir Ís- lendingar bíðum við með hlutina fram á síðustu stundu, hvort sem það er að kaupa jólagjafir, gera jólahreingerninguna eða leiðinlega verkefnið í vinnunni. En tali aftur hver fyrir sig. Allar hefðirnar og markmiðin sem verður að ná fyrir jól. En ekki til að hægt sé að njóta af- rakstursins á náttsloppnum heima með aðaljólabókina í hendinni því allir eru út um hvippinn og hvappinn í jólaboð- um og teljast heppnir ef þeir ná öllu saman áður en þeir þurfa að mæta í vinnuna aftur. Aumingja Harry Potter að þurfa að vera utan á öllu mögu- legu, pennaveskjum, legókubb- um, blýöntum, boltum, bolum, sokkum, peysum, diskum, göffl- um … eins og svo sem Bangsím- on áður eða Andrés önd. Hvern- ig gerist það að fjögurra ára börn og jafnvel yngri vilja fá Harry Potter kastala í jólagjöf? Þau vita ekki hver Harry er, kannski að hann er galdrastrák- ur en varla þó. Þarna er máttur markaðs- setningarinnar lifandi kominn. Harry er á hvers manns vörum, gamlingja sem leikskólabarna, og fiskisagan flýgur sem fyrr. En það er nú gott og blessað ef börnin fá Harry-lego ef það er það sem þau vilja og geta notið. Enginn vill a.m.k. fá fiskhausa í loftþéttum umbúðum eða tvö kíló af fitu í jólagjöf, en þetta var meðal gjafa sem kjörnar voru þær verstu af lesendum norska Dagblaðsins á Netinu. Ég er að hugsa um að gera janúar að jólamánuði sem verð- ur mánuður afslöppunar (og út- sölu). Engar gjafapælingar eða bakstursskipulag, jóla- hreingerning eða próflestur. Bara fagurbókmenntalestur, smákökuát (og leikfimi), veit- ingahúsaheimsóknir og tón- leikar. Væri ekki hægt að flytja eins og nokkur jólahlaðborð og nokkra aðventutónleika fram í janúar, enginn myndi tapa á því. Við getum nefnilega lítið notið aðventunnar vegna þessarar jólastreitu sem hellist yfir okkur síðustu dagana fyrir jól. Og tali í þriðja sinn hver fyrir sig. Það er kannski vegna bíla- kaupa sem jólastreitan er svo mikil sem raun ber vitni. Bíla- kaup undir lok ársins eru eitt- hvað það vitlausasta sem nokkur maður tekur sér fyrir hendur, en það er þessi brýna bílaþörf sem rekur mann áfram. Á þess- um vettvangi var áður rekinn áróður fyrir bílleysi og ágæti þess að fara ferða sinna fót- gangandi. Það er allt gott og blessað en bara ekki mögulegt! Ekki fyrr en óuppgötvaður vís- indamaður sem ég þekki hefur komið á markað færiböndum fyrir fótgangandi. Því var keypt gljáandi sjálf- rennireið mitt í öllu talinu um mikilvægi þess að böndum verði komið á einkaneysluna og al- menningur átti sig á því að hann verði að spara. Já, nauðsyn brýtur lög. Líka í jólainnkaup- unum, því þar viljum við ekki gera síður við okkur og gesti okkar en önnur og áður liðin jól. En væntingavísitalan er líka að hækka af því að forystumenn eru svo jákvæðir og aðilar vinnumarkaðarins búnir að gera með sér heiðursmanna- samkomulag. Svo hlýtur bensín- ið nú að lækka þegar búið verð- ur að koma upp um verðsamráðið. Þetta er náttúrulega sjálfs- blekking. Aldrei áður hafa svo margir leitað til mæðrastyrks- nefndar og Dómkirkjuprestur finnur fyrir meiri neyð meðal al- mennings en áður. Enda getur ekki annað verið eftir þetta ár sem tekur enda eftir tíu daga. Íslenska krónan hefur verið í frjálsu falli og margir hafa misst vinnuna. En þrátt fyrir allt tal um sparnað og samdrátt notum við greiðslukortin okkar 10% meira í desember í ár en í desember í fyrra. Svo virðist sem aðhaldshvatn- ing og varnaðarorð hafi bara engin áhrif á okkur Íslend- ingana. Við höldum yfirdrætt- inum á tékkheftinu og borgum tugi þúsunda í vexti á ári. Tök- um svo bílalán sem ná fram yfir miðjan þennan áratug og borg- um á annan tug prósenta í vexti á mánuði. Og tali nú í fjórða sinn hver fyrir sig. Gleðileg jól. Aðventa í janúar VIÐHORF eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is En það er nú gott og blessað ef börnin fá Harry-lego ef það er það sem þau vilja og geta notið. Enginn vill a.m.k. fá fisk- hausa í loftþéttum umbúðum eða tvö kíló af fitu í jólagjöf, en þetta var meðal gjafa sem kjörnar voru þær verstu af les- endum norska Dagblaðsins á Netinu. ÞETTA er skrýtin bók. Hundur spjallar við kind sem spjallar við hænu sem spjallar við mús. Og lamb- ið grípur inn í með hreinskilnar at- hugasemdir sínar. Þetta eru engin venjuleg dýr með mannlega eiginleika, eins og Mikki mús, Dúmbó eða skógardýrið Húgó. Nei, Þessi dýr spjalla saman á heim- spekilegum nótum um mannlegt/ dýrslegt eðli. Stundum er misjafn- lega gáfulegt það sem af munni dýr- anna fellur, en þau eru orðheppin, skemmtileg og hafa oftast nokkuð til síns máls. Þannig er að hundi einum á bæ finnst hann skyndilega mjög svo merkilegur þar sem fluga velur að setjast á trýnið á honum. Hann ákveður því að verða vinsælasti hundurinn í sveitinni, en smjaðurs- lætin gera hann óþolandi. Hann fær þá hugmynd að fá sér lambsgrímu, þar sem lömbin virðast mun vin- sælli en hann. Dýrin eru engan veg- inn einhliða persónur, heldur fulltrúar kar- aktera sem við þekkj- um vel úr mannlegu samfélagi. Hversu ótrúlega margir þrá ekki að verða frægir og reyna næstum hvað sem er, og leggjast jafnvel lágt, til að ná því takmarki? Alltof fá- ir sætta sig við að vera „bara þeir sjálfir“ og lifa sig frekar inn í hlut- verk sem þeir hafa búið sér til. Fólk setur upp grímur í stað þess að kunna að meta að vera einstakt. Þetta endurspegla dýrin með hegð- an sinni, og blessaðar skepnurnar gera meira, þær ræða þessi tilvist- arvandamál sín. Halldór Baldursson myndskreytir bókina, og ef mig minnir rétt er hann skop- og teiknimyndateiknari. Stíll hans er lifandi og örlít- ið tragikómískur, sem hentar efni bókarinnar einstaklega vel. Á köfl- um fannst mér bókin einmitt farsakennd og sá atriði fyrir mér ljós- lifandi sem skemmti- lega teiknimynd. Þótt persónur bók- arinnar séu dýr finnst mér hún ekki endilega vera barnabók. Börn eru reyndar miklir heimspekingar í hjarta sínu og, eins og litla lambið í bókinni, ekki búin að læra að langa að vera einhver annar. Hins vegar eru börn dagsins í dag vön hraðri framvindu mála, sem lítið fer fyrir hér. Eflaust munu þó marg- ir krakkar hafa gaman af þessum húmorísku samræðum, og ekki spurning um að foreldrar þeirra munu hafa það. Svei mér ef þetta er ekki tilvalin möndlugjöf! Dýr í tilvistarkreppu BÆKUR Barnabók eftir Guðberg Bergsson. Teikningar: Hall- dór Baldursson. JPV-útgáfa 2001. 92 bls. HUNDURINN SEM ÞRÁÐI AÐ VERÐA FRÆGUR Hildur Loftsdóttir Guðbergur Bergsson ÞAÐ hefur vantað bækur fyrir stráka á aldrinum sextán til tuttugu ára. Hér sýnist mér vera ágætt les- efni fyrir þennan hóp en líka fyrir foreldra sem oft ímynda sér að vandi barna þeirra sé svo afmarkaður og einstakur að aðrir geti ekki skilið hann. Það er vandlifað þegar strákur er hættur að vera unglingur en er alls ekki orðinn fullorðinn. Hann má sumt sem fullorðnir mega en annað alls ekki. Hann skilur margt og get- ur margt sem fullorðnir gera en saknar bernskunnar og langar í hlýj- an foreldrafaðm. Svo eiga foreldr- arnir oft í mesta basli með að botna í barninu sínu, gera miklar kröfur um ábyrgð en treysta því ekki þegar til kemur. Það kemur heim og saman við þennan vandræðagang og tog- streitu að John-John skuli vera flokkuð sem barna- og unglingasaga í Bókatíðindunum en það er hún alls ekki. Hún er fullorðinsbók um tví- tugan mann. John-John er þriðja bókin um þel- dökka, sænsk-ameríska strákinn John-John Sundberg. Fyrsta bókin, Vetrarvík, hefst þegar hann er sex- tán ára; sú næsta, Glötuð, hefst þeg- ar hann er nítján og hér er hann orð- inn tvítugur. Það er ekki nauð- synlegt að hafa lesið fyrri bækurnar til þess að njóta þessarar. Ég mæli samt með því þar sem bækurnar þrjár eru þroskasaga Johns-Johns. Sú fyrsta kynnir aðstæður sem leiða til mikilla átaka; í miðsögunni verða þessi átök, sannarlega mögnuð, og í þriðju bókinni er úrvinnslan eftir átökin. Sögurnar gerast að mestu í Stokkhólmi en gætu allt eins gerst í Reykjavík eða öðrum norrænum borgum. Bækur Mats Wahl um æskufólk hafa verið vinsælar og er hægt að skýra það að hluta til með því að í sögunum er blanda af ást, kynlífi, ofbeldi, spennu, gagnrýni á heim hinna fullorðnu, húmor og til- vistarkreppu. Sagan John-John er sögð í fyrstu persónu og nútíð. Það er John-John sem segir frá en vel smíðaður stíllinn einkennist af stuttum setningum og tilsvörum, hlutlausu, tómlætislegu yfirbragði og fjarlægð frá því sem lýst er. John-John fer um borgina og hittir marga. Öllum er lýst frekar ná- kvæmlega; útliti, fatnaði, kækjum og hreyfingum þannig að úr verða lif- andi og trúverðugar persónur þar sem hver einasta manneskja hefur sinn djöful að draga þegar að er gáð. Samlíkingar eru oft skondnar og stundum ljóðrænar og samtölin ná- kvæm og hnitmiðuð. Úr öllu saman verður til gagnrýnin samfélagslýs- ing. John-John, sem er greindur og at- hugull, virðir fyrir sér mannfélag sem hefur gert hann að leiksoppi en engir dómar eru felldir beint, ábyrgðin er ekki tekin af honum með því að gera hann að píslarvotti. Í þessu birtist þó öflugur boðskapur, fínlega ofinn: Spurt er í hvernig sam- félagi við lifum og ölum upp börnin okkar. John-John hefur orðið fyrir mjög erfiðri reynslu sem ýjað er að en aldrei lýst nákvæmlega, hann hef- ur dregist inn í stórglæp og bíður dóms. Reynslan hefur þroskað hann fyrir aldur fram en eins og er al- gengt með fólk á þessum aldri setur hann sjálfan sig utan við atburðina og hefur tilhneigingu til að ganga burt frá óþægilegri umhyggju sinna nánustu. Það sem er einna best gert er hvernig angistin og óttinn eru yfir og undir og allt um kring og koma stundum beint fram í tárum sem renna fyrirvaralaust. Raunsæisleg mynd úr lífi tvítugs stráks í kreppu, þar sem fara saman hrár veruleiki, mannskilningur og hlýja, ætti að höfða til ungs fólks í leit að samhljómi. Auk þess er bókin holl lesning fyrir foreldra og aðra sem láta sig þennan aldurshóp varða. ,,Ég fæ kannski náðun“ BÆKUR Skáldsaga eftir Mats Wahl í þýðingu Hilmars Hilm- arssonar. Mál og menning 2001, 223 bls. JOHN-JOHN Hrund Ólafsdóttir FYRIR réttu ári kom út fyrra bindið af þessum endurminningum Torfa Guðbrandssonar, skólastjóra á Finnbogastöðum í Trékyllisvík á Ströndum. Þar sagði frá bernsku- og unglingsárum höfundar og bar þar hátt langvarandi veikindi hans og sjúkrahúslegu. Af sjúkleika hans leiddi fötlun, sem fylgdi honum alla tíð. Í þessu síðara bindi er nú komið að fullorðinsárunum. Margvíslegri vinnu á æskuheimili hans Heydalsá, ást- vinamissi, farkennslu, námi í Kenn- araskólaum og síðar kennslu- og skólastjórn á Finnbogastöðum, þar sem hann starfaði í nálega þrjá ára- tugi. Þá segir frá hjúskap, búskap og fjölmörgu öðru varðandi einkalíf höf- undar. Og að lokum koma árin eftir sextugt, þegar þau hjón eru komin til Reykjavíkur. Þetta er vissulega fróð- leg frásögn og gefur lesandanum inn- sýn í líf þarna norður frá, sem ég býst við að mörgum sé nokkuð framandi. Í höndum sumra ævisagnaritara yrði þó ævifrásögn þessi líklega frem- ur litlaus og lítt spennandi lestur. Það er svo sem ekki hægt að segja, að stórir hlutir hafi gerst. Ævi höfundar og konu hans hefur vissulega verið erfið á köflum og þau mætt ýmiss konar andstreymi. En farsælt hefur líf þeirra engu að síður verið, einfalt og hóglátt. En þessi höfundur getur gert sögu sína þannig úr garði, að hún verður áhugaverður lestur. Því veldur margt. Eitt er að hann er góður stíl- isti og kann að segja sögu, svo að hlustað verður á. Tungutak hans er með ágætum. En þó að mikilvægt sé, skiptir það ekki sköpum. Mikilvægast er, að yfir allri frásögninni er heið- ríkja, andblær frá góðum manni. Manni líður vel í návist hans. Hann er yfirlætislaus og hógvær, hrósar ekki sjálfum sér. Treystir forsjóninni og almættinu, sem lætur allt snúast til betri vegar, þó að skugga beri fyrir sól á stundum. Hann er að þessu leyt- inu gæfumaður og ég trúi ekki öðru en að hann hafi stuðlað að gæfu þeirra, sem samskipti hafa átt við hann. Það er því rétt, sem segir í auglýs- ingu útgefanda, að þessar endur- minningar eru mannbætandi. Þær eru vissulega hollur lestur. Einhvers staðar segir höfundur í bókinni, að margir hafi undrast það ráðleysi er hann sagði lausri kennara- stöðu í Hafnarfirði og sótti um kenn- arastöðu norður á Ströndum. Hvað vakti fyrir honum? Sumir töldu óskilj- anlegt að nokkur vildi setjast að á svo afskekktum stað, sem varla var unnt að nálgast nema lítinn hluta ársins. Við lestur bókarinnar skilur maður þessa ákvörðun hans. Þarna nyrðra voru rætur hans. Og ef ræturnar eru traustar er aldrei afskekkt í þeim garði. Þar er alltaf nafli heimsins, hvort sem það heitir Trékyllisvík eða Reykjavík. Og kannski er það gæfan mesta að hlúa að rótunum í stað þess að slíta þær upp. Þetta ágæta tveggja binda ritverk er prýðilega útgefið. Því fylgja all- margar myndir og í bókarlok er nafnaskrá fyrir bæði bindin. Hugþekkur Strandamaður BÆKUR Endurminningar Endurminningar II. Torfi Guðbrandsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2001, 336 bls. STRANDAMAÐUR SEGIR FRÁ Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.