Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 17
Teikning/Manfreð Vilhjálmsson
Frumhönnun Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts að vatnsleikjagarð-
inum sem hugmyndir eru um að byggja við Ásgarð.
FRUMHÖNNUN að vatnsleikja-
garði við íþróttamiðstöðina Ás-
garði var kynnt á fundi bæjarráðs
Garðabæjar í vikunni. Kostnaður
við slíkan vatnsleikjagarð er áætl-
aður um 127 til 147 milljónir
króna.
Í greinargerð Eiríks Bjarnason-
ar bæjarverkfræðings vegna
garðsins kemur fram að Mannfreð
Vilhjálmsson arkitekt hafi unnið
að frumhönnuninni á undanförnum
misserum. Í því sambandi hafi ver-
ið skoðuð sambærileg mannvirki í
Köln og nágrenni, auk þess sem
aðstaða við sundlaugar í Reykja-
vík, Akureyri, Dalvík, Stykkis-
hólmi og Borgarnesi hafi verið
skoðuð.
Þrjár rennibrautir og leik-
laug með vatnsleikjatækum
Segir í greinargerðinni að í fyr-
irkomulagi mannvirkjanna sé með-
al annars gert ráð fyrir þremur
mismunandi löngum og háum
rennibrautum auk potta, leik- og
lendingarlauga og grynnri leik-
laugar með vatnsleikjatækjum.
Þá hafi einnig verið leystar ýms-
ar aðrar þarfir sem komið hafi upp
við íþróttamiðstöðina í tímans rás,
m.a. gerð nýrrar geymslu, stækk-
un útgöngudyra, flutningur klór-
geymslu og neyðarútrás vegna
hugsanlegs flóðs í núverandi
lagnagangi.
Samkvæmt greinargerðinni er
kostnaðaráætlun vegna verksins
147 milljónir króna á verðlagi í
desember. Þar af er kostnaður við
verkefni ótengd leikjagarðinum
um 16 milljónir. Með því að
minnka aðstöðuna og fækka tækj-
um hefur kostnaðaráætlunin verið
skorin niður um 20 milljónir en
þau tæki sem fækkað yrði um eru
heitur pottur, ker með vatnsbunu,
lækur, vatnskrani, vatnsnudd og
leiktækjalaug.
Ekki á dagskránni
næstu þrjú ár
Að sögn Eiríks Bjarnasonar
bæjarverkfræðings hefur ekki ver-
ið tekin nein ákvörðun um að
byggja vatnsleikjagarðinn þar sem
hann er einungis á hugmyndastigi
ennþá. „Þetta var fyrsta formlega
kynningin í bæjarráði og kannski
lokahnykkurinn eftir þá vinnu sem
hefur verið í gangi. Okkur fannst
eðlilegt að við skiluðum skýrslu
um það til hvers þetta hefði leitt í
kostnaði fyrst og fremst en þetta
er ekki komið á það stig að maður
viti neitt um framhaldið.“
Hann segir að fyrir tveimur til
þremur árum hafi bæjarráð sett
fjármagn í að láta kanna mögu-
leika á slíkum garði. „Núna með-
tók bæjarráð þessar upplýsingar.
Það er verið að vinna í þriggja ára
áætlun núna og það er ekki fram-
kvæmdafjárveiting til þessa verks
á næstu þremur árum. Það er ekki
búið að hafna þessu en búið er að
taka afstöðu til þess að vatns-
leikjagarðurinn verður ekki
byggður á næstu þremur árum.“
Vatnsleikjagarður
á teikniborðinu
Garðabær
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 17