Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 17
Teikning/Manfreð Vilhjálmsson Frumhönnun Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts að vatnsleikjagarð- inum sem hugmyndir eru um að byggja við Ásgarð. FRUMHÖNNUN að vatnsleikja- garði við íþróttamiðstöðina Ás- garði var kynnt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í vikunni. Kostnaður við slíkan vatnsleikjagarð er áætl- aður um 127 til 147 milljónir króna. Í greinargerð Eiríks Bjarnason- ar bæjarverkfræðings vegna garðsins kemur fram að Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt hafi unnið að frumhönnuninni á undanförnum misserum. Í því sambandi hafi ver- ið skoðuð sambærileg mannvirki í Köln og nágrenni, auk þess sem aðstaða við sundlaugar í Reykja- vík, Akureyri, Dalvík, Stykkis- hólmi og Borgarnesi hafi verið skoðuð. Þrjár rennibrautir og leik- laug með vatnsleikjatækum Segir í greinargerðinni að í fyr- irkomulagi mannvirkjanna sé með- al annars gert ráð fyrir þremur mismunandi löngum og háum rennibrautum auk potta, leik- og lendingarlauga og grynnri leik- laugar með vatnsleikjatækjum. Þá hafi einnig verið leystar ýms- ar aðrar þarfir sem komið hafi upp við íþróttamiðstöðina í tímans rás, m.a. gerð nýrrar geymslu, stækk- un útgöngudyra, flutningur klór- geymslu og neyðarútrás vegna hugsanlegs flóðs í núverandi lagnagangi. Samkvæmt greinargerðinni er kostnaðaráætlun vegna verksins 147 milljónir króna á verðlagi í desember. Þar af er kostnaður við verkefni ótengd leikjagarðinum um 16 milljónir. Með því að minnka aðstöðuna og fækka tækj- um hefur kostnaðaráætlunin verið skorin niður um 20 milljónir en þau tæki sem fækkað yrði um eru heitur pottur, ker með vatnsbunu, lækur, vatnskrani, vatnsnudd og leiktækjalaug. Ekki á dagskránni næstu þrjú ár Að sögn Eiríks Bjarnasonar bæjarverkfræðings hefur ekki ver- ið tekin nein ákvörðun um að byggja vatnsleikjagarðinn þar sem hann er einungis á hugmyndastigi ennþá. „Þetta var fyrsta formlega kynningin í bæjarráði og kannski lokahnykkurinn eftir þá vinnu sem hefur verið í gangi. Okkur fannst eðlilegt að við skiluðum skýrslu um það til hvers þetta hefði leitt í kostnaði fyrst og fremst en þetta er ekki komið á það stig að maður viti neitt um framhaldið.“ Hann segir að fyrir tveimur til þremur árum hafi bæjarráð sett fjármagn í að láta kanna mögu- leika á slíkum garði. „Núna með- tók bæjarráð þessar upplýsingar. Það er verið að vinna í þriggja ára áætlun núna og það er ekki fram- kvæmdafjárveiting til þessa verks á næstu þremur árum. Það er ekki búið að hafna þessu en búið er að taka afstöðu til þess að vatns- leikjagarðurinn verður ekki byggður á næstu þremur árum.“ Vatnsleikjagarður á teikniborðinu Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.