Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur Sigur-geirsson fæddist 16. desember 1907. Hann lést 16. desem- ber síðastliðinn. Hann var sonur Sig- urgeirs Tómassonar, f. 22. desember 1860, d. 30. október 1939, og Kristínar Ingi- bjargar Tómasdótt- ur, f. 14. október 1872, d. 23. apríl 1963. Þau bjuggu í Stafni í Reykjadal. Bræður Ingólfs voru: 1) Jón, f. 7. apríl 1894, d. 1. febrúar 1917. 2) Pétur, f. 10. nóv. 1896, d. 23. mars 1984. 3) Sigurður, f. 26. jan. 1899, d. 1987. 4) Tómas, f. 18. júní 1902, d. 17. feb. 1987. 5) Helgi, f. 13. sept. 1904, d. 21. júlí 1991. 6) Hólmgeir, f. 14. des. 1909, d. 23. apríl 1984. 7) Ketill, f. 3. des. 1912, d. 14. okt. 1956. Kona Ingólfs var Bjargey Arn- grímsdóttir frá Ljósavatni, f. 3. ágúst 1909, d. 20. jan. 1998. Synir Bjargeyjar og Ingólfs eru þrír. 1) Garðar, f. 28. janúar 1931. Kona hans er Guðrún María Sam- úelsdóttir, f. 6. apríl 1933. Börn þeirra eru fjögur. a) Auður, f. 2. júní 1953, gift Snæbirni Benedikt- syni, f. 28. jan. 1950, dóttir þeirra er Rakel Rós. Áður átti Auður Garðar Þránd og Ingunni. b) Sverrir, f. 16. apríl 1958. Kona hans er Beate Huru, f. 17. okt. 1955, dóttir þeirra er Oda María. Áður átti Sverrir Auðun Lár. c) Ingólfur, f. 30. sept. 1959. Kona hans er Gróa María Þorvaldsdótt- ir, f. 17. okt. 1960, börn þeirra eru Bjargey, Andri, Guðrún María og Hulda Soffía. d) Sif, f. 29. maí 1963. Gift Jóhannesi Erni Ævars- syni, f. 18. des. 1961, dætur þeirra eru Kristín Klara, Bergrún Mist og Snæbjört Sif. 2) Pétur, f. 15. ágúst 1935. Kona hans er Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir, f. 13. september 1939. Synir þeirra eru fimm. a) Unnsteinn, f. 23. sept. 1958, kona hans er Sigur- björg Guðlaugsdótt- ir, f. 9. júlí 1960, dóttir þeirra er Haf- dís. b) Aðalsteinn, f. 13. nóv. 1959, kona hans er Guðlaug Þorsteinsdóttir, f. 2. ágúst 1959, börn þeirra eru Þórey Kristín, Þorsteinn Björgvin og Jóhann Pétur. c) Ingólfur, f. 4. júní 1963, kona hans er Krist- jana Kristjánsdóttir, dætur þeirra eru Eva Dögg, Hildur og Unnur. d) Hermann, f. 11. okt. 1970, kona hans er Anna Geirlaug Kjartansdóttir, f. 5. júní 1975. e) Kristinn Ingi, f. 26. feb. 1979, kona hans er Ásta Hrönn Her- steinsdóttir, f. 22. mars 1979, son- ur þeirra er Pétur Ívar. 3) Ing- ólfur, f. 31. mars 1945, kona hans var Eva Jónsdóttir, f. 3. maí 1951, d. 21. des. 2000. Synir þeirra eru fjórir. a) Jón Eðvarð, f. 18. mars 1968, kona hans er Brynja Hauks- dóttir, f. 8. maí 1968, börn þeirra eru Auður Eva, Arnar Haukur og Ingólfur Þór. b) Ingólfur Víðir, f. 27. des. 1969, hans kona er Hulda Elín Skarphéðinsdóttir, f. 13. maí 1972, börn þeirra eru Bjargey og Eyþór Kári. Áður átti Ingólfur Hermínu Fjólu. c) Pétur, f. 11. júlí 1974, kona hans er Járnbrá Björg Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1974, dætur þeirra eru Eydís Helga og Eva Sif. d) Karl, f. 11. nóv. 1976. Ingólfur og Bjargey kynntust á Laugum og byggðu síðan nýbýlið Vallholt í landi Stafns í Reykja- dal. Þar starfaði Ingólfur sem bóndi og bókbandsmeistari. Útför Ingólfs fer fram frá Ein- arsstöðum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hann afi búinn að kveðja og farinn til fundar við Bjargeyju ömmu. Það var fundur sem afi beið spenntur eftir. Ég sagði oft við afa að hann myndi verða allra karla elstur og yrði örugglega a.m.k. 100 ára. Svo varð ekki þótt ekki hafi vantað mikið upp á. Á hinn bóginn hefði ekki nokk- ur maður trúað því hversu gamall afi var því hann var ótrúlega unglegur og léttur á fæti alla tíð. Helsta stolt afa var rauðleita hárið sem hann skartaði og hann sagði iðulega með stríðnisblik í auga að allar dömurnar á elliheimilinu væru vitlausar í hann sökum hárprýðinnar. Ekki minnkaði síðan hrifningin hjá dömunum hans afa þegar hann settist við orgelið sitt og spilaði fyrir þær. En þrátt fyrir að afi þættist eiga marga kvenkyns aðdáendur var að- eins ein kona í lífi hans, hún Bjargey amma sem dó fyrir nokkrum árum. Afi og amma tilheyrðu kynslóð sem nú er að hverfa, kynslóð sem óx upp upp við allt önnur lífsskilyrði og lífs- gildi en þau sem við höfum í dag. Vallholt var heimili þeirra mestan hluta ævinnar og þaðan eru flestar minningarnar sem ég á. Það sem ein- kenndi heimili afa og ömmu var eink- um tvennt. Annars vegar bækur upp um alla veggi og hins vegar ýmiskon- ar handverk sem amma átti heiður- inn af. Það var bæði ýmiskonar út- saumur og einnig var amma snillingur í að búa til alls konar myndir, bæði úr þurrkuðum blómum og grösum og einnig úr efnivið fjör- unnar. Vallholt skiptist í mörg lítil her- bergi og áttu allar vistaverur sitt eig- ið nafn. Merkilegust að mínu mati voru tvö herbergi, annars vegar búr- ið og hins vegar vinnuherbergið hans afa. Í búrinu var eins og vera ber ískuldi og þar var mikið um leynd- ardómsfulla hluti og skápa sem geymdu ýmislegt góðgæti. Það var ætíð mikil spenna fólgin í því að fá að fara í búrið og ná í eitthvað fyrir ömmu. Ekki var neinum ísskáp fyrir að fara á þessum árum og mjólkin var ætíð geymd í fötu úti í bæjarlæk. Að ná í mjólk í bæjarlækinn gat verið hin mesta svaðilför því fötuna þurfti að skorða vel svo hún flyti ekki af stað. En bestu stundirnar í Vallholti átti ég inni í vinnuherberginu hans afa. Vinnuhergið var ekki neitt venjulegt herbergi því þar vann afi að því að binda inn bækur. Í herberginu voru ýmis tæki og tól svo sem pressan með stóra hjólinu sem var svo gaman að fá að snúa, skurðhnífurinn ógur- legi sem mátti alls ekki snerta á, þar lá marglitað leður í bunkum sem gaf herberginu sérstaka lykt og það leyndardómsfyllsta af öllu var síðan gullið hans afa. Örþunnt blaðgull sem hann notaði til að gylla stafi á bók- arkilina. Þegar afi handfjatlaði blað- gullið fylltist maður ósjálfrátt lotn- ingu og fylgdist spenntur með hverning gyllingin fór fram. Afi átti stórt vinnuborð þar sem hann sat og saumaði bækurnar sam- an og þá fékk ég að sitja á borðshorn- inu og horfa á og afi sagði mér sögur á meðan. Flestar sögurnar voru þjóð- sögur og ævintýri og allra skemmti- legastar fannst mér sögurnar um Ásu, Signý og Helgu, en þær kunni afi í hinum ótrúlegustu útfærslum. Herbergið hans afa var yfirfullt að ýmiskonar bókum, blöðum og tíma- ritum, öllu þessu safnaði afi. Hversu margar bækur afi batt inn um ævina veit ég ekki en þær skipta áreiðan- lega hundruðum eða meira. Það gladdi mig mikið þegar afi sendi mér fyrir nokkrum árum Íslenskar þjóð- sögur og ævintýri sem hann hafði sjálfur bundið inn. Þar er að finna sömu sögurnar sem afi sagði mér á borðshorninu. Þessar bækur hef ég oft notað í starfi mínu sem kennari, bæði lesið upp úr þeim og einnig not- að þær til að sýna gamalt handverk. Við afi sáumst síðast í sumar og þá spjölluðum við eins og ævinlega um heima og geima. Þegar við vorum að kveðja sagði afi við okkur: „Verald- legan auð hef ég aldrei átt en mann- auði hef ég skilað af mér.“ Þar átti afi við syni sína þrjá og alla þeirra af- komendur. Afi var stoltur af sínu fólki og fylgdist grannt með öllu því sem það tók sér fyrir hendur. Ég kveð afa með söknuði en ég veit að hann var tilbúinn að fara í ferðina löngu til að hitta Bjargeyju ömmu. Langafastelpurnar Kristín Klara, Bergrún Mist og Snæbjört Sif senda kveðju. Minning þín mun lifa hjá þeim og okkur öllum. Sif Garðarsdóttir. Þá er síðasti Stafnsbróðirinn bú- inn að kveðja þennan heim. Ingólfur föðurbróðir minn lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur á 94 ára afmælinu sínu 16. desember sl. og verður jarðsunginn í dag, 22. desember, á fæðingardegi föður síns, Sigurgeirs Tómassonar, en móðir hans var Kristín Ingibjörg Pétursdóttir, en þau hjón bjuggu all- an sinn búskap í Stafni í Reykjadal. Þau eignuðust 9 börn, 8 syni og 1 dóttur, sem lést fárra daga gömul og elsti bróðirinn Jón lést ungur maður. Allir hinir bræðurnir urðu bændur. Þar af 5 á föðurleifð sinni, þeir Pétur, Helgi og Ketill í Stafni, en Hólmgeir og Ingólfur byggðu nýbýli úr Stafns- landi, Velli og Vallholt. Sigurður bjó á Lundarbrekku í Bárðardal en Tómas vestur á Reykhólum við Breiðafjörð. Kona Ingólfs var Bjarg- ey Arngrímsdóttir, f. 3.8. 1909, d. 20.1. 1998. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Vallholti nema síðustu árin sem þau voru á Húsavík. Þetta voru glæsileg hjón og bera afkomendur þeirra þess glögg vitni. Synirnir eru 3, Garðar, Pétur og Ingólfur, afkom- endurnir eru orðnir margir, bæði afabörn og langafabörn og var frændi minn drjúgur yfir þessum af- komendahóp sínum eða eins og hann orðaði það: „Ég hef aldrei safnað auði en mannauð skil ég eftir mig,“ og tel ég það orð að sönnu. Þeir Stafnsbræður stunduðu allir ýmis önnur störf með búskapnum, eins og smíðar, bæði á tré og járn auk ýmissa annarra handverka sem létu einkar vel í höndum þeirra. Ingólfur nam bókband og liggja mörg snilld- arverk eftir hann á því sviði. Fyrstu kynni mín af þessum frænda mínum voru þegar við Sig- urgeir bróðir minn fengum senda jólagjöf frá honum þegar við vorum 5 og 6 ára, en hann var þá við bók- bandsnám í Reykjavík og þeir pabbi höfðu hist þar. Var þetta Mjallhvít og dvergarnir sjö, öll myndskreytt ásamt heilmiklu af pappírsrenning- um, sem entust okkur lengi til að skrifa, reikna og teikna á. Við vorum ákaflega hrifin af þessari gjöf og mér fór strax að þykja mjög vænt um þennan frænda minn, sem ég þó ekki sá fyrr en 10 árum síðar er ég hóf nám í Laugaskóla, en þangað taldi ég sjálfsagt að fara til að geta jafnframt kynnst öllu frændfólkinu mínu í Stafni, því fram að þeim tíma hafði ég aðeins hitt 3 föðurbræður mína og ömmu mína, sem tvisvar hafði komið í heimsókn. Ferðir voru ekki tíðar milli Reykhólasveitar og Reykjadals á þessum árum. Það var óralangt og mikið ferðalag að fara þetta og ekk- ert sem hét að fara heim í fríum, svo gott var að eiga góða að í nágrenni skólans. Ég fékk líka fljótt að reyna að svo var. Tveir föðurbræður mínir tóku á móti mér þegar ég kom í dal- inn og allir ásamt konum sínum voru svo einstaklega góðir við mig enda elskaði ég allt þetta fólk næstum því eins og mína eigin foreldra, svo gott var það við mig og vildi allt fyrir þessa dóttur Tómasar gera, og frændsystkini mín voru frábær. Það er líka svo, að þegar ég fer að hugsa um einn bróðurinn þá kemur allt hitt fólkið upp í huga minn og minning- arnar verða þeirra allra. Ég held líka að Ingólfur frændi væri full sáttur við það og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast öllu þessu góða fólki mínu. En nú er það Ingólfur sem ég er að kveðja, jólakveðjan mín í ár hefur trúlega ekki náð honum þótt hún væri lögð af stað. Ótal góðar og skemmtilegar minningar leita á – renna fram ein af annarri úr fyrri og síðari heimsóknum í Vallholt, því margar góðar stundir átti ég með fjölskyldunni og svo með þeim hjón- INGÓLFUR SIGURGEIRSSON hans Sæsa og eitthvað hræðilegt er að gerast. Allir halda í vonina um björgun mannanna en ekkert er hægt að gera, fyrir einhverja guðs- mildi er einum mannanna bjargað á ótrúlegan hátt af sigmanni varnar- liðsins við mjög erfiðar aðstæður, þrír menn farast úr litla plássinu okkar í Ólafsvík. Mann setur hjóðan og á erfitt með að skilja hvers vegna lífið er stundum svona skelfilegt, en fátt er um svör og við verðum að treysta almættinu að aftur munum við sjá ljós í myrkrinu. Skipstjórinn á Svanborgu, hann Sæsi, hefur sett svip sinn á samfélag- ið í Ólafsvík og hann markaði spor hjá samferðafólki sínu í gegnum árin. Hann var einn af þeim sem okkur þótti vænt um og áttum alltaf von á einhverju skondnu frá honum á öll- um þeim fjölmörgu skemmtunum og samkomum sem voru í bænum okk- ar. Fyrstu kynni mín af Sæsa eru í sambandi við jólaball í Ólafsvík „jóla- sveinarnir“ höfðu orðið eitthvað veik- ir hjá henni mömmu sinni og komust ekki til Ólafsvíkur og þá vorum við fengin til að fara í fötin þeirra og leika þá sveinka, síðan eru liðin mörg ár. Það hafði frést að hafa mætti eitt- hvað gott af honum Sæsa varðandi Leikfélagið enda er það svo að í gegnum árin hefur hann reynst liðtækur á flestum þeim skemmt- unum sem haldnar hafa verið í Ólafs- vík og víðar. Þegar ég segi víðar er ég að tala um að í Ólafsvík er mjög sterkur hópur Lionsmanna sem fyrir nokkrum árum tók upp á því að fara að ferðast saman til útlanda. Þessi hópur samanstendur af félögum í Lionsklúbbi Ólafsvíkur og mökum þeirra. Farnar hafa verið fjórar ferð- ir, hver annarri skemmtilegri. Hlát- ur, gleði og gaman hefur ríkt í þess- um ferðum, og þetta einstaka vináttu- og félagasamband sem hefur myndast í hópnum er alveg ólýsan- legt. Hugurinn leitar til fyrstu ferðar- innar til Lúxemborgar og upp kemur mynd af „öryggishólfi“ og ég fer að hlæja svo tárin leka niður kinnarnar, það er alltaf eitthvað sögulegt við þá félagana. Söngur og grín í Barcelóna þar sem Römblubræður urðu til, rútuferð í Tívolí og vatnagarð og „rútustopp“ við þjóðveginn eins og við héldum að við værum á leiðinni af sveitaballi, mér er til efs að það sé hægt að slá okkur við. Síðasta ferð var ógleymanleg, þó sérstaklega þegar lokakvöldið var og við gengum með ykkur „Römblubræður“ í farar- broddi upp allar tröppurnar í gamla bænum á Costa del Sol, þið spilandi og syngjandi íslenska söngva og við takandi undir í söngnum og svo stóra, stóra staupið fyrir tröllin frá Íslandi, fullt af vodka og kók, þetta er ólýsanleg stund, ógleymanleg og allt fólkið sem fylgdist með okkur og spurði hvaðan við værum og við sögð- umst vera frá Ólafsvík á Íslandi og þeim þótti svo mikið til okkar koma. Sæsi átti gott með að setja saman texta og svo var hann ágætt skáld og mér fannst hann alltaf verða betri og betri á þveim vettvangi. Hann var hnyttinn í tilsvörum, söngmaður ágætur og svo spilaði hann á gítar. Hvar sem maður hitti hann var alltaf eitthvað hressilegt við hann, eitthvað svo traust og gott. Ólafsvíkurbúar munu minnast hans um ókomna tíð fyrir framlag hans til menningar- mála í Ólafsvík svo um munaði. Samskipti Jóns og Sæsa voru í Lions, en mest þó varðandi bátavið- gerðir, stundum vantaði viðgerða- mann á stundinni og þá var hringt heim og spurt hvar ég geymdi „karl- inn“ smáorðaskak með það og svo kannski eitthvað skondið í lokin, skilaboðunum var ávallt komið til „karlsins“ því að Sæsa gleymdi mað- ur ekki. Þessa vísu fór hann með fyr- ir Jón eitt sinn þegar eitthvað var bil- að hjá honum. Talsvert á taugarnar tekur töluvert eftir er stím. Lögnin er lúin og lekur ljáðu mér gengjulím. Sæsi var mjög bóngóður og ég veit um marga sem hann setti saman vís- ur og ljóð fyrir. Það er erfitt að skrifa minningar- grein um mann sem við héldum að mundi verða lengur meðal okkar, en öllu er afmörkuð stund, og nú er komið að kveðjustund. Ég veit ég mæli fyrir hönd margra góðra vina þegar ég segi að stórt skarð og vandfyllt er nú þegar Sæsi vinur okkar er allur og að við teljum það gæfu okkar að hafa verið sam- ferðamenn hans og félagar. Elsku hjartans Soffía, börn og fjöl- skylda, ykkar er sorgin mest og ekk- ert getur í augnablikinu sefað sáran söknuð ykkar, megi góður guð og all- ir englar himinsins hjálpa ykkur öll- um sem misstuð ástvini ykkar þegar Svanborg SH 404 fórst. Guð blessi og varðveiti ykkur öll. Kolbrún, Jón og fjölskylda. Stattu ekki við gröf mína og gráttu. Ég er ekki þar, ég sef ekki. Ég er þúsund vindar sem blása. Ég er kristallarnir sem glampa í snjónum. Ég er sólargeislarnir sem skína á gróin engi. Ég er regnið sem fellur þýtt til jarðar er þú vaknar í morgunkyrrðinni. Ég er þyturinn í vængjum sveimandi fugla. Ég er stjörnurnar sem skína á næturhimninum. Stattu ekki við gröf mína og gráttu. Ég er ekki þar, ég dó ekki. (Höf. ók.) Föstudaginn 7. desember þegar við Soffía vorum staddar í Reykjavík og fengum fyrstu fréttirnar af strandi Svanborgar var hugurinn minn hjá þér í þessari hörðu baráttu við veðurguðina. Aldrei eitt augna- blik hélt ég að ég ætti ekki eftir að heyra í þér aftur, þú með alla þína orku, þráa og þrautseigju en þetta varð ójöfn barátta. Margar minningar fljúga um huga minn og helst er mér minnisstætt hvað þú varst alltaf tilbúinn að hlaupa til og hjálpa mér. Þegar ég varð ófrísk að Alex Lee og stödd er- lendis var ekki annað inn í myndinni en að ég kæmi heim og byggi hjá ykkur Soffíu, sem voruð þá komin með tvö börn. Þegar ég flutti í mína eigin íbúð varstu mættur strax sem stormsveipur til að standsetja hana og ef eitthvað bilaði þá mættirðu með það sama. Alltaf gerðir þú ráð fyrir mér og Alex Lee hvort sem um var að ræða sunnudagsmat, útilegur eða jól enda var fólk oft að gantast með það að þegar þú kynntist Soffíu hefðir þú setið uppi með mig líka. Þú varst Alex Lee sem stærsta föðurímynd sem hann leit mikið upp til. Við viss- um alltaf þegar þú komst inn um dyrnar hjá okkur hver var að koma því að þér fylgdi mikill gustur og allt- af gastu slegið upp vísum og látið okkur brosa, enda hændist fólk mikið að ykkur Soffíu. Alltaf var jafngaman að koma til ykkar, en þér lá alltaf á og allt átti að vera stærst og best. Við skiljum af hverju. Stórt skarð hefur myndast því að stórbrotinn maður varstu. Elsku Soffía, Selma, Sandra og Erlingur Sveinn megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Thelma, Sævar og Alex Lee. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur eilífðin er ljósið bjarta. (H.S.) Elsku Sæsi, þín er sárt saknað, við þökkum þér fyrir allar samveru- stundirnar. Elsku Soffía, Selma, Sandra, Er- lingur Sveinn og Hermann, við biðj- um guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Einþór og Hildur. SÆBJÖRN VIGNIR ÁSGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.