Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 57
og mína gert, hefði eftir því verið leitað. Lengst af starfsævi sinnar stund- aði Þórir verslun og viðskipti. Við- skipti virtust eiga vel við hann og ég held að eiginleikar hans svo sem samviskusemi, heiðarleiki og dugn- aður hafi notið sín vel í störfum hans. Þórir vann fullan vinnudag til áttræðisaldurs en kaus þá að draga sig í hlé og líta til annarra átta. Tengdamóðir mín Unnur dó fyrr á þessu ári. Þórir og hún höfðu þá ver- ið í hjónabandi í rúm sextíu ár. Með þeim hjónum var mjög kært og í dag hvíla þau hlið við hlið. Blessuð sé minning einstakra tengdaforeldra. Sigrún I. Sigurðardóttir. Elsku afi. Það er undarlegt og sárt til þess að hugsa, að geta ekki lengur skroppið í kaffi og spjall til þín á Grenimelinn. Þegar ég hugsa til baka hrannast upp myndbrot af samskiptum okkar í gegnum tíðina. Má þar nefna sögustundirnar, bíl- túra á Bensanum, veiðiferðir að Þingvallavatni og ekki má gleyma heimsóknum í hinn framandi heim sem Lífstykkjabúðin hafði að geyma. Það er ekki ofsagt að þú haf- ir verið þúsundþjalasmiður í víðustu merkingu og vandvirkur með af- brigðum. Þú bjóst til mikið safn fal- legra muna og gast lagfært ótrúleg- ustu hluti. Ég veit ekki hvað þú límdir saman margar postulínsstytt- ur sem ég sem ungur uppreisnar- seggur „rak mig í“ á ferðalagi um stofuna á Grenó. Það var alltaf jafnnotalegt að koma í heimsókn til ykkar ömmu á Grenó. Undantekningarlaust send- irðu mig upp á háaloft að ná í eitt- hvað að drekka og þegar niður var komið var búið að draga fram eitt- hvert góðgæti. Því næst settumst við inn í bókaherbergi og ræddum daginn og veginn. Alltaf varstu jafn- vel upplýstur um menn og málefni líðandi stundar alveg fram undir það síðasta og var ekki að finna að 60 ára aldursmunur væri á okkur þegar við spjölluðum saman. Þú fylgdist einn- ig vel með því sem var að gerast í lífi og starfi okkar afabarnanna. Gott var að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á eða ef taka þurfti stórar ákvarðanir. Ætíð áttirðu góð ráð og ekki sparaðirðu hrósið þegar vel gekk. Skammt er stórra högga á milli í þessari fjölskyldu. Í vor kvaddi amma Unnur þetta líf og nú ert þú farinn á hennar fund. Eftir stendur hins vegar dýrmætur sjóður minn- inga um ykkur ömmu sem við fjöl- skyldan munum ylja okkur við um ókomna tíð. Blessuð sé minning afa og ömmu á Grenó. Þórir Skarphéðinsson. Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegs afa míns, afa Þór- is sem nú er látinn. Afi var einn af merkustu mönnum sem ég hef á æv- inni kynnst. Hann var svo yndislega góður maður. Afi var öllum þeim mannkostum gæddur sem prýða einstakan og vel gerðan mann. Svo margoft hef ég reynt að lýsa afa mínum fyrir öðrum og segja þeim frá öllum hans mannkostum og hæfileikum, en ávallt skort orð til að geta lýst honum. Engin orð fá afa lýst. Ein af mínum fyrstu minningum frá því ég var lítil var þegar við krakkarnir sátum hjá afa, oft tvö á sitthvoru hnénu og afi las fyrir okk- ur sjóræningjasögurnar, sem við geymdum í gluggakistunni. Að sögustundinni lokinni spurðum við svo afa hvort við mættum hlaupa upp á loft og fá okkur einn ,,aum- ingja“, en það kallaði afi sleiki- brjóstsykur. Afi minnti okkur á að fara varlega upp stigann, og bakka svo niður, eins og hann hafði kennt okkur öllum. Þegar ég varð eldri og hóf nám í Háskóla Íslands fóru ferðir mínar á loftið að verða tíðari. Afi og amma voru svo góð að leyfa mér að hafa lesaðstöðu á loftinu. Það er mér svo ómetanlegt að hafa fengið að vera svona mikið á Grenimelnum og kynnast afa og ömmu svona vel þeirra síðustu ár. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig, ég var dekruð í bak og fyrir með gosi og góðum mat. Af brennandi áhuga fylgdust þau með því sem ég var að gera og hvöttu mig endalaust til dáða. Afi var okkur öllum sönn fyrir- mynd og minningin um þennan ynd- islega mann mun varðveitast í hjarta okkar og í senn vera huggun okkar í sorginni. Full af söknuði og eftirsjá kveð ég afa á Grenó, afa Þóri. Unnur Erla Jónsdóttir. Það er ekki auðvelt að kveðja sinn besta vin. Milljón atriði koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka um samskipti okkar afa. Margt brölluð- um við saman og var þá aldursbilið ekkert, þó svo að 50 ár hafi skilið okkur að. Afi var mikill fjölskyldumaður, í hans huga var velferð og hagur fjöl- skyldunnar í öndvegi. Það var góður skóli að vera í návist hans, vinna saman og spjalla. Alltaf var hann já- kvæður og gaf sér tíma til að hlusta. Stæði einhver í framkvæmdum var hann mættur til að aðstoða og skipti þá ekki máli hvert verkið var. Fullur áhuga vann hann sitt verk, fumlaust og ákveðið. Veikindi síðustu ár voru honum erfið, en aftur og aftur kom hann mér á óvart með því að rífa sig upp með jákvæðni sinni og járnvilja. Afi og amma bjuggu á Grenimel nær alla sína hjúskapartíð. Þangað var gott að koma og segja má að þar hafi verið aðalsamkomustaður fjöl- skyldunnar. Fyrr á þessu ári andaðist amma og nú í haust Guðjón Hólm sem var mikill vinur hans og samstarfsaðili til margra áratuga. Þetta voru stór skörð sem ekki verða fyllt. Í rúm 60 ár héldu amma og afi saman jól og í ár verður þar engin breyting á. Sameinuð eru þau aftur og verður svo um ókomna tíð. Takk fyrir allar stundir okkar saman. Þórir H. Helgason. Frá lífsins göngu er ljúft að fá sér blund og líða í draumi um gamlar kunnar slóðir. En nú er okkar komin kveðjustund minn kæri, trausti og góði föðurbróðir. Eftir langan æviferilsdag eigum geymdar fagrar ljúfar myndir. Sem koma í hugann eins og ómþýtt lag og una sér við minninganna lindir. Er vinir skilja sjaldan verður sátt en svona er og verður lífsins glíma. Forréttindi að fá og hafa átt fylgd og nálægð svona langan tíma. (Þorfinnur Jónsson.) Það er laugardagsmorgunn. Ég er að skrifa jólakort, en þá hringir síminn og móðir mín tilkynnir mér lát Þóris föðurbróður míns. Þetta kom kannske ekki á óvart því hjarta hans hafði verið brothætt hin seinni ár. Ég var ekki tilbúin að fá þessar fréttir því ég hafði ætlað mér að heimsækja hann fyrir jólin. Þórir var fæddur 7. febrúar 1914 sonur hjónanna Gerðar Jónsdóttur úr Reykjahlíð í Mývatnssveit og Skarphéðins Sigvaldasonar frá Hafrafellstungu í Öxarfirði. Þetta var harðduglegt alþýðufólk sem ekki mátti vamm sitt vita í nokkrum hlut. Gerður og Skarphéðinn byrj- uðu sinn búskap uppi á Hólsfjöllum og þar fæddist þeim elsti sonurinn Sigurður. En vegna óblíðra að- stæðna urðu þau að fara af Fjöll- unum og flytjast niður í Öxarfjörð. Þau setjast að á prestsetrinu Skinnastað þar sem þau dvöldust eitt ár en flytja þá í Akursel í sömu sveit þar sem þau búa frá 1909– 1913. En lengst bjuggu þau á Hróa- stöðum eða frá 1913–1945. Á þessum árum fæðast þeim hjónum þrjú börn til viðbótar, þau Ingibjörg, Þórir og Baldur. Þórir og systkini hans ólust upp við mikið ástríki foreldra sinna en jafnframt mikla vinnu því jörðin var rýr og hafa þurfti mikið fyrir lífs- björginni. Heyjað var nær eingöngu á engjum og þar stóðu þau í vatni, blaut í fæturna heilu dagana. En þetta var þó mikið myndarheimili og alls kyns handverk í heiðri haft svo sem vefnaður en ofið var flest til heimilisnota. Flest lék í höndum þessa fólks bæði foreldra og barna og fallegir hlutir sem þau unnu sjálf prýða flest heimili í ættinni. Amma Gerður var orðlögð fyrir matargerð og fáar veislurnar haldnar í sveitinni án þess að hún kæmi þar nærri. Þeir feðgar voru duglegir að draga björg í bú. Brunnáin var á köflum gjöful veiðiá og fuglaveiðar stundaðar af miklu kappi. Það var unnið vel úr öllum hlutum og lagst á eitt til að gera búsetu þolanlega. Fjölskyldan byggði traust og vandað hús og þeg- ar systkinin voru farin að stálpast kom sólargeisli inn á heimilið í mynd lítillar stúlku, Önnu Halldórsdóttur sem afi og amma tóku í fóstur vegna veikinda móður. Anna fylgdi þeim síðan þegar þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur 1945. Æska Þóris leið við leik og störf og nú er hann orðinn ungur maður sem vildi halda á vit ævintýranna og flytur suður til Reykjavíkur 1933. Hann lærir vélvirkjun sem hann stundaði næstu árin í vélsmiðjunni Héðni. Hugur Þóris hneigðist þó fljótt til viðskipta og hann hóf þátt- töku í atvinnurekstri, bæði með vin- um sínum og á eigin spýtur. Sam- starf hans við félagana var sérlega farsælt, byggt á trausti og vináttu sem entist ævilangt. Hef ég það fyr- ir satt að Þórir hafi verið einstakur húsbóndi og góður sínu starfsfólki. Þeir bræður fengu lóð á Grenimel 6 og byggðu þar hús saman. For- eldrarnir höfðu ákveðið að bregða búi fyrir norðan og var þeim líka ætlað pláss í þessu húsi. Þarna bjó ég mín fyrstu 12 ár. Árið 1940 kvæntist Þórir Unni Þórarinsdóttur frá Reyðarfirði. Þau eignuðust 3 börn: Erlu, Skarphéðin og Þórunni, allt mjög dugandi fólk eins og þau eiga kyn til. Þórir var mikill fjölskyldumaður og ég dáðist að því góða sambandi sem hann hafði við börn, tengdabörn og barna- börn sín. Við frændsystkinin fórum ekki varhluta af vináttu hans og ætla ég sérstaklega að minnast góð- mennsku hans í minn garð þegar ég var krakki og móðir mín var lang- dvölum á sjúkrahúsi vegna veikinda. Ég gisti þá stundum hjá þeim og fékk stroku á kinnina eins og börnin hans. Þórir var mikil félagsvera og naut sín vel á mannamótum. Ég man þeg- ar við fyrir nokkrum árum héldum niðjamót afa og ömmu norður í Öx- arfirði. Þar lék hann við hvern sinn fingur og talaði oft um það hversu gaman sér hefði þótt. Hann var höfðingi heim að sækja og þau hjón áttu glæsilegt heimili. Þangað var ánægjulegt að koma og var ekki við annað komandi en að þiggja góð- gerðir af einhverju tagi þó stundum væri hugurinn meiri en heilsan. Konu sína Unni missti Þórir síðast- liðið vor eftir 60 ára sambúð. Hann gerði sér grein fyrir því að ekki yrði lífshlaup hans mikið lengra en hélt fullri reisn fram á síðasta dag. Mig langar að endingu að þakka börnum Þóris fyrir þá fórnfýsi og hjálpsemi sem þau sýndu foreldrum sínum alla tíð og sérstaklega eftir að heilsan bilaði. Elsku Erla, Baddi og Dódý, tengdabörn og barnabörn. Við Eyjólfur og börnin okkar vott- um ykkur okkar innilegustu samúð. Baldur frændi, þinn missir er líka mikill. Söknuður ykkar allra er sár, en minning um góðan mann lifir. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Gerður S. Sigurðardóttir. Nú rétt fyrir jólahátíðina kveðjum við Þóri föðurbróður okkar, aðeins rúmu hálfu ári eftir að Unnur, eig- inkona hans, lést. Þegar við systk- inin horfum til baka finnum við strax að Þórir og Unnur eru tengd svo mörgum af okkar ljúfustu minning- um, enda voru þau og foreldrar okk- ar alla tíð mjög góðir vinir. Við mun- um eftir sumardögunum í Lamb- haganum þegar Þórir og pabbi voru að veiða og við reyndum að líkja eft- ir handbragðinu í þeirri von að fiska jafnvel og þeir, við munum hvað Þórir var þolinmóður og góður við okkur þegar við sátum í flæðarmál- inu og spjölluðum saman. Við mun- um eftir fjölskylduboðunum sem Þórir og Unnur voru órjúfanlegur hluti af. Meira að segja þegar við bjuggum í Svíþjóð var sjálfsagt að hitta þau hjónin ef þau áttu leið hjá. Og nú síðustu árin minnumst við skötuveislunnar í Hólmgarðinum á Þorláksmessu, við hlökkuðum alltaf sérstaklega til að hitta Þóri og Unni og ræða við þau um menn og mál- efni. Við munum líka hvað það var gott og gaman að koma á Grenimel- inn. Móttökurnar voru alltaf jafn innilegar og dýrmætt eiga þau að, Þóri og Unni. Oft var rætt um gamla tíð og þá var sem allir yrðu ungir á nýjan leik. Við vitum líka hvað Þórir og pabbi voru samrýndir. Oft höfum við hlustað á pabba segja frá prakkara- strikum þeirra bræðra þegar þeir voru smápollar í sveitinni. Nú hefur pabbi misst sinn besta vin. Fyrir nokkrum árum fórum við stórfjölskyldan á ættarstöðvarnar norður í Öxarfirði. Við heimsóttum Hróastaði þar sem þau systkinin, Siggi, Ingibjörg, Þórir og pabbi ól- ust upp. Þarna komu þeir bræðurnir aftur saman. Meðan við stóðum uppi við húsarústirnar fundum við og skildum þær sterku tilfinningar sem tengdust þessum stað og hinni liðnu tíð. Æskustöðvarnar voru ætíð ná- lægar í huga Þóris og alltaf var talað um þær af hlýju og virðingu. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir ung- an og sennilega efnalítinn mann að halda til Reykjavíkur til náms, en einhvern veginn fylgdi gæfan Þóri allt lífið. Sama gilti í einkalífinu, þau Unnur voru bæði samrýnd og sam- hent enda bar heimili þeirra á Grenimelnum þess glögg merki. Minning okkar um Þóri verður alltaf sveipuð ljóma. Allt hans líf ein- kenndist af hógværð, dugnaði, jafn- vægi og heiðarleika. Návist hans var á allan hátt svo ljúf og þægileg. Veikindin síðustu árin einkenndust af æðruleysi, aldrei heyrðust kvart- anir og sjálfstæðinu var haldið fram á síðasta dag. Elsku Þórir, þessi fátæklegu orð segja svo ósköp fátt en minningin um þig og ykkur hjónin mun ætíð búa í hjörtum okkar. Megi ykkur farnast vel í nýjum heimkynnum. Guð blessi minningu Þóris Skarp- héðinssonar og Unnar Þórarinsdótt- ur. Halla Björg og Gísli. Látinn er í Reykjavík Þórir Skarphéðinsson, mikill heiðursmað- ur og stórvinur föður míns en hann lést fyrr á þessu ári. Faðir minn og Þórir kynntust fyrir u.þ.b. 55 árum þegar pabbi, sem þá var um það bil að ljúka laganámi við Háskóla Ís- lands, fékk sumarvinnu í Vélsmiðj- unni Héðni og naut leiðsagnar Þóris, sem þar starfaði, en Þórir var járn- smiður að mennt. Þórir starfaði þó lengst af við ýmis kaupsýslustörf og þar lágu leiðir þeirra pabba saman. Segja má að þeir Þórir hafi nánast verið viðskiptafélagar í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur á því sviði. Og þeir komu víða við. Í iðnaði, vinnslu kjötafurða og verslun. Fyr- irtækin voru mýmörg og árangurinn lét ekki á sér standa. Kjötver, Efna- gerð Reykjavíkur, Lífstykkjabúðin, Reykhúsið og John Lindsay voru á meðal fyrirtækja þeirra félaganna. „Góðar þykja mér gjafir þínar en betri þykir mér vinátta þín og frænda þinna,“ segir Gunnar Há- mundarson við Njál á Bergþórs- hvoli. Þessi orð og reyndar fleiri hafa komið mér í hug þegar ég hugsa um þessa miklu og sérstæðu vináttu Þóris og pabba. Nú voru þeir fjarri því að vera líkir. Þórir dag- farsprúður og yfirvegaður en pabbi hrjúfur og örgeðja. Hvað er það sem veldur því að jafn ólíkir menn bind- ast jafn sterkum vináttuböndum? Svo sterkum að í æsku taldi ég Þóri vera einn af mínum nánustu ætt- ingjum. Þórir var glæsimenni, hávaxinn og ætíð vel til fara, sannkallaður sjentilmaður. Hann gaf sér góðan tíma til að ræða við fólk og fylgdist vel með því sem aðrir höfðu fyrir stafni. Hann hafði lifað tímana tvenna og hafði frá mörgu að segja. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, það duldist engum sem við hann ræddi. Hann var þó orðvar og fór fínt í hlutina. Mér er kunnugt um að Þórir hafði gaman af því að ferðast. Sérstaklega var það eitt ferðalag árvisst sem þeir vinirnir fóru í norður til Húsa- víkur. Þaðan var farið í eggjaleit norður að Núpskötlum. Þórir minnt- ist oft á þessi ferðalög, nú síðast við móður mína síðastliðið vor. Lífsföru- naut Þóris, Unni, kynntumst við fjölskyldan einnig mjög vel enda þau hjón samhent og Unnur ávallt þar sem Þórir var. Unnur lést í byrjun þessa árs. Fjölskylda Guðjóns Hólm þakkar Þóri góð kynni og áratuga vináttu og vottar fjölskyldu hans samúð. Bless- uð sé minning Þóris Skarphéðins- sonar. Stefán S. Guðjónsson. Við hæfi er að minnast góðs fé- laga. Í þessu tilviki er um að ræða eftirminnilegan þátt í lífshlaupi fjög- urra einstaklinga og vina, en sá elsti er nú genginn á vit feðra sinna, Þór- ir Skarphéðinsson, kaupmaður í Reykjavík í áratugi. Okkur félögun- um hugkvæmdist fyrir réttum 25 ár- um að stofna til félagsskapar með þrjú meginmarkmið: Að spila brids – efla vináttuna – ræða landsins gagn og nauðsynjar. Með öðrum orðum að skapa okkur sjálfum þroskandi og ánægjulegra daglegt líf. Þetta tókst fádæma vel og var komið saman alla „R-mánuði“ ársins í aldarfjórðung. Fyrirkomulag: Mætt kl. 18 á tveggja vikna fresti hjá félögunum á víxl. Boðið upp á ljúffengan drykk, tvíréttaðan mat og eðalvín. Spilað fram undir mið- nætti, gjarnan endað með staðgóðri hressingu, t.d. hákarli, harðfiski og ölsopa fyrir háttinn. Allt skráð og reiknað eftir hvert spilakvöld – verðlaun afhent í lok hvers spilaárs. Ljóst má vera að eiginkonur okkar áttu stóran og afgerandi þátt í hversu vel tókst til. Síðasta spila- kvöldið var 18. nóv. sl. Elsti félaginn lést fáum dögum síðar. Við minnumst Þóris og Unnar konu hans sem lést snemma á þessu ári, þeirra rausnar- og myndarskap- ar. Guð blessi minningu þeirra beggja. Fjölmennum hópi afkom- enda þeirra sendum við alúðar- fyllstu samúðarkveðjur. Zophanía og Gunnlaugur J. Briem, Guðrún og Gunnlaugur P. Steindórsson, Sigrún og Sigurður Magnússon. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.