Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
"
#
$
%
&
%
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
UM ÁRAMÓTIN hækkar heildsölu-
verð á mjólk og mjólkurvörum um
6–7%. Þegar
þessi ákvörðun
var tilkynnt í lok
október varð
nokkur umræða
í kjölfarið og
sýndist sitt
hverjum. Kjarni
málsins er sá að
ef skoðuð er þró-
un verðlags frá
janúar 2000 til
desember 2001
hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað
mun minna en vísitala neysluverðs –
að ekki sé talað um aðrar drykkjar-
vörur. Samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs hefur safi á þessum tíma
hækkað um 16,2%, gosdrykkir um
11,5% og vatn um 11,3% meðan
mjólk hefur hækkað um 3,3% og létt-
mjólk, undanrenna o.fl. um 4,4%.
Mjólkurdrykkir og sykraðir drykkir
eiga varla annað sameiginlegt en að
vera flokkaðir undir samheitið
„drykkir“. Næringargildi mjólkur er
óumdeilt en sykurdrykkirnir gera
líkamanum fátt gott – og tönnunum
ekkert. Á því leikur enginn vafi að
hvítur sykur er óheppilegur frá
manneldissjónarmiðum. Auk þess að
vera hollari er mjólkin ódýrari en
aðrir drykkir – nema ef vera skyldi
kranavatnið. Þetta var staðfest í búð-
arferð í Hagkaup á Eiðistorgi mánu-
daginn 17. desember sl. Meðfylgj-
andi mynd sýnir verð á nokkrum
drykkjum sem fáanlegir voru í lítra-
umbúðum þennan dag. Auðvitað var
úr mörgu að moða en þótt bein-
greiðslu til bóndans sé bætt ofan á
lítraverð mjólkur er mjólkin ódýrust.
ERNA BJARNADÓTTIR,
forstöðumaður félagssviðs
Bændasamtaka Íslands.
Hefur þú efni á að
drekka ekki mjólk?
Frá Ernu Bjarnadóttur:
MARGIR hafa spurt mig
hvaða áhrif hlýindin und-
anfarna daga myndu hafa
á trjágróður.
Þess vegna dettur mér í
hug að birta hér upplýs-
ingar úr rannsóknum mín-
um, sem ég gerði á því
hvernig runnategundir
hegðuðu sér yfir vetrar-
mánuðina gagnvart hita-
stigi.
Rannsóknin fór fram í Norður-
New York veturinn 1950 til 1951. Á
línuritinu má sjá hitastig og hegðan
fjögurra trjákenndra runna gagn-
vart þeim. Óbrotnu línurnar þrjár í
línuritunum sýna hámarks-, meðal-
og lágmarkshitastig. Hámarks- og
lágmarkslínurnar sýna hæsta og
lægsta hitastig á sjö daga tímabili.
Meðalhitinn er meðaltal sjö daga
tímabils. Brotnu línurnar fjórar
sýna frostþol plantnanna á tveggja
vikna fresti.
Á línuritinu má sjá að plönturnar
auka frostþol sitt mjög hratt að
haustinu þegar kólna tekur í veðri.
Þar sem lína lægsta hitastigs og lína
plöntu snertast verður frostskaði.
Til dæmis 15. október og að und-
angengnu hlýindatímabili þ. 4. febr-
úar þar sem tvær plöntur verða fyr-
ir frostskemmdum.
Niðurstaða rannsóknarinnar
leiddi í ljós að óvenju hlýtt tímabil
að vetri geti dregið úr frostþoli
plantna og að þær geti jafnvel skað-
ast við minna frost en ella. Eftir að
hafa náð verulegu frostþoli að hausti
virðist frostþol plantna geta minnk-
að auðveldar við hlýindatímabil en
það ávinnst við kuldatímabil.
Þessi rannsókn var gerð til und-
irbúnings þess að geta kannað frost-
þol trjáplantna sem fluttar yrðu til
landsins. Höfundur fór í söfnunar-
ferð til Alaska haustið 1951 og til
Eldlands vorið 1991. Engar vísinda-
legar rannsóknir hafa verið gerðar
hér á frostþoli plantna og telur höf-
undur það mjög miður, sérstaklega
þar sem nú orðið má velja úr mörg-
um kvæmum og klónum plantna
hæfari plöntur til framtíðarræktun-
ar.
JÓN H. BJÖRNSSON,
landslagsarkitekt,
Ásgarði 125, Reykjavík.
Áhrif hlýindanna
á trjágróður
Frá Jóni H. Björnssyni:
"6,! 1 2
86,! 1 2
1
*
: ; < 3 1 2,=
9
#9
# # # # @A
! 29
#
!! $2$
Erna
Bjarnadóttir