Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ             !  "   " #   $  % & % BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is UM ÁRAMÓTIN hækkar heildsölu- verð á mjólk og mjólkurvörum um 6–7%. Þegar þessi ákvörðun var tilkynnt í lok október varð nokkur umræða í kjölfarið og sýndist sitt hverjum. Kjarni málsins er sá að ef skoðuð er þró- un verðlags frá janúar 2000 til desember 2001 hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað mun minna en vísitala neysluverðs – að ekki sé talað um aðrar drykkjar- vörur. Samkvæmt vísitölu neyslu- verðs hefur safi á þessum tíma hækkað um 16,2%, gosdrykkir um 11,5% og vatn um 11,3% meðan mjólk hefur hækkað um 3,3% og létt- mjólk, undanrenna o.fl. um 4,4%. Mjólkurdrykkir og sykraðir drykkir eiga varla annað sameiginlegt en að vera flokkaðir undir samheitið „drykkir“. Næringargildi mjólkur er óumdeilt en sykurdrykkirnir gera líkamanum fátt gott – og tönnunum ekkert. Á því leikur enginn vafi að hvítur sykur er óheppilegur frá manneldissjónarmiðum. Auk þess að vera hollari er mjólkin ódýrari en aðrir drykkir – nema ef vera skyldi kranavatnið. Þetta var staðfest í búð- arferð í Hagkaup á Eiðistorgi mánu- daginn 17. desember sl. Meðfylgj- andi mynd sýnir verð á nokkrum drykkjum sem fáanlegir voru í lítra- umbúðum þennan dag. Auðvitað var úr mörgu að moða en þótt bein- greiðslu til bóndans sé bætt ofan á lítraverð mjólkur er mjólkin ódýrust. ERNA BJARNADÓTTIR, forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands. Hefur þú efni á að drekka ekki mjólk? Frá Ernu Bjarnadóttur: MARGIR hafa spurt mig hvaða áhrif hlýindin und- anfarna daga myndu hafa á trjágróður. Þess vegna dettur mér í hug að birta hér upplýs- ingar úr rannsóknum mín- um, sem ég gerði á því hvernig runnategundir hegðuðu sér yfir vetrar- mánuðina gagnvart hita- stigi. Rannsóknin fór fram í Norður- New York veturinn 1950 til 1951. Á línuritinu má sjá hitastig og hegðan fjögurra trjákenndra runna gagn- vart þeim. Óbrotnu línurnar þrjár í línuritunum sýna hámarks-, meðal- og lágmarkshitastig. Hámarks- og lágmarkslínurnar sýna hæsta og lægsta hitastig á sjö daga tímabili. Meðalhitinn er meðaltal sjö daga tímabils. Brotnu línurnar fjórar sýna frostþol plantnanna á tveggja vikna fresti. Á línuritinu má sjá að plönturnar auka frostþol sitt mjög hratt að haustinu þegar kólna tekur í veðri. Þar sem lína lægsta hitastigs og lína plöntu snertast verður frostskaði. Til dæmis 15. október og að und- angengnu hlýindatímabili þ. 4. febr- úar þar sem tvær plöntur verða fyr- ir frostskemmdum. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að óvenju hlýtt tímabil að vetri geti dregið úr frostþoli plantna og að þær geti jafnvel skað- ast við minna frost en ella. Eftir að hafa náð verulegu frostþoli að hausti virðist frostþol plantna geta minnk- að auðveldar við hlýindatímabil en það ávinnst við kuldatímabil. Þessi rannsókn var gerð til und- irbúnings þess að geta kannað frost- þol trjáplantna sem fluttar yrðu til landsins. Höfundur fór í söfnunar- ferð til Alaska haustið 1951 og til Eldlands vorið 1991. Engar vísinda- legar rannsóknir hafa verið gerðar hér á frostþoli plantna og telur höf- undur það mjög miður, sérstaklega þar sem nú orðið má velja úr mörg- um kvæmum og klónum plantna hæfari plöntur til framtíðarræktun- ar. JÓN H. BJÖRNSSON, landslagsarkitekt, Ásgarði 125, Reykjavík. Áhrif hlýindanna á trjágróður Frá Jóni H. Björnssyni: "6,! 1 2 86,! 1 2 1 * : ;  < 3 1 2, = 9 #9 # # # # @A ! 29 # !! $2$ Erna Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.