Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 53
til hinstu stundar, verður þeirra og okkar huggun þegar fram líða stund- ir. Minning um góðan dreng og tengdason mun lifa um ókomin ár. Og óskum við þess heitt að þeir sem ófundnir eru finnist sem allra fyrst, því það yrði mikil harmabót fyrir alla ástvini og vini hinna látnu. Guð blessi minningu þeirra. Elsku Sæsi okkar, við þökkum fyr- ir allt. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu, orðin þín blíð, við kveðjum þig, vinur sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. Þínir tengdaforeldrar. Stundum skilur maður ekki til- gang lífsins. Það er erfitt að skilja þegar maður á miðjum aldri er tek- inn burt frá fjölskyldu sinni fyrir- varalaust og á svona sorgartímum sitjum við og spyrjum: af hverju? En við því er víst ekkert svar. Hann Sæsi var mikill athafnamað- ur og algjör snillingur í að setja sam- an gamanvísur og var hann óspart notaður hérna í Ólafsvík þegar tilefni var. Fyrir einu og hálfu ári giftum við hjónin okkur og okkur fannst það engin spurning hver ætti að vera bíl- stjóri og við báðum Sæsa um það og hann var sko alveg til, eftir athöfnina keyrði hann okkur í myndatökuna og það var ekki erfitt að brosa og hlæja þar því Sæsi stóð á bak við ljósmynd- arann, gretti sig og reytti af sér brandarana. Svona var Sæsi, alltaf stutt í húmorinn, og ávallt tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Fráfall hans hefur minnt okkur á hve lífið getur verið skrítið, óréttlátt og svo oft ósanngjarnt. Þegar við nú kveðjum Sæsa þurfum við að taka fastar hvort um annað og hjálpa hvort öðru í gegnum erfiða tíma. Elsku Sæsi, við hittumst á ný þeg- ar okkar tími kemur, en þangað til, vertu sæll og guð geymi þig. Elsku Soffía systir, Selma, Sandra og Erlingur Sveinn, Guð gefi ykkur styrk og vaki yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. Kristín og Dagur (Stína og Babre). Jæja Sæsi minn, það er komið að hinstu kveðjunni sem ég hélt að yrði alls ekki strax. Þú varst mér mikils virði og í rauninni eins og bróðir frek- ar en mágur enda var ég aðeins tveggja ára gömul þegar þið Soffía systir byrjuðuð saman. En það er ekki annað hægt en að brosa þegar ég hugsa um þig, kallinn minn, það var alltaf augljóst hver var að koma í heimsókn þegar þú komst með öllum þínum látum, svo sagðirðu „hvað seg- irðu Kalla mín,“ svo spjölluðum við oft heillengi saman, og oft gafstu mér góð ráð sem koma mér eflaust að góðum notum í framtíðinni. Það er líka reiðin sem ríkir núna og oft erum við búin að spyrja „af hverju“ en því fáum við ekki breytt, þannig að ég er bara hálfdofin og ekki búin að átta mig alveg á því að þú sért farinn frá okkur. Það vantar svo mikið þegar þú ert ekki nálægur. Þó að ég trúi því að þú sért hjá okkur öllum. En maður sér hve gott er að eiga góða að þegar svona áföll koma upp og maður reyn- ir að sjá ljósið í myrkrinu, þótt það sé erfitt að trúa eftir svona, en við verð- um víst að reyna að halda í eitthvað. Það verður ekki auðvelt að hugsa sér að halda jól án þín, þó veit ég að þú verður nálægt okkur um hátíðirn- ar því að þú varst nú aðaljólabarnið. Og það hjálpar okkur kannski smá. Þetta er nú tími fjölskyldunnar og þess vegna veit ég að þú víkur ekki frá okkur. En það er nokkuð sem ég verð að rifja upp. Það var á sjó- mannadagsballinu hérna heima þeg- ar ég bauð þér í dans og ég hef aldrei upplifað aðra eins snúninga. Daginn eftir gat ég hvorki hreyft hönd né fót. Svo líka er mér minnisstætt þegar við vinkonurnar vorum í vandræðum yfir að komast ekki á dansleik í næsta bæ. Ég ákvað að hringja í þig og biðja þig um greiða. Ég var varla búin að sleppa orðinu þegar þú sagð- ir „ég held að það sé nú ekkert mál að skutla ykkur djömmurunum til Grundarfjarðar“, svo glottirðu eins og þér einum var lagið. Þetta mun ásamt óteljandi öðrum minningum um þig lifa í fallegu ljósi í hjarta mínu um góðan og yndislegan mann, sem vildi allt fyrir alla gera. Ég hlakka til að hitta þig er minn tími kemur. Og mundu það að það var heiður að fá að kynnast þér, Sæsi minn. Að lokum vil ég biðja Guð að vernda þá sem eiga um sárt að binda og gefa okkur styrk um jólin og ókomin ár. Guð geymi þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þín Karen (Kalla). Oft hafið er hýrt, en við svipviðri svalt það svellur með helþrungnum bárum; það gefur, – en tekur svo grátlega margt, það gefur, en líka það hrífur óspart og veldur svo volegum sárum. Vér hörmum þá rekka, sem Rán hafa gist, en ríkust er sorgin þar heima, þar beiskt grætur móðir, sem bur hefur mist, og brúðurin, sem fyrir skemstu hafði kysst þann ástvin, sem aldrei má gleyma. Nú lík yðar andvana hvíla hér, sem hrönn hefir skilað að láði; svo klökkvir yður þá kveðjum vér, er kendum þann drengskap, er báruð þér, sem gnoðinni stýrðuð á gráði. Þér fullhugar snjöllu, fölvir nú og fallnir í æskublóma, vér dáð yðar þökkum, tryggð og trú, ei traustari menn, – vor raun var sú, vér fundum að fræknleik og sóma. Og þú, sem varðst eftir við unnarstein og ylgjan ei skilaði að landi, vér kveðjum þig hér, þó þú berir bein, þar báran kveður þinn líksöng ein og verpur þér sæng úr sandi. Þá aldan hrífur burt ungra lið, þess ættjörðin seint fær bætur: Svo sáran allir það vikna við og vinirnir bjóða að hinzta frið þeim grátandi góðar nætur. (Steingrímur Thorsteinsson.) Þetta kvæði lýsir vel þeim harm- leik og hörmungum sem dunið hafa yfir litla bæjarfélagið okkar. Við vilj- um votta aðstandendum áhafnarinn- ar á Svanborgu SH-404 okkar dýpstu samúð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð er dimmt í huga okkar. Föstudagskvöldið 7. desember sl. var örlagaríkt hér í Ólafsvík. Enn á ný hefur Ægir tekið sinn toll og mætir menn legið í valnum. Þar á meðal ást- kær vinur okkar Sæbjörn Vignir Ás- geirsson. Mig langar í fáeinum orð- um að minnast hans Sæsa. Hafið heillaði hann og ungur fór hann til sjós. Sjómennskan var alltaf líf og yndi Sæsa. Árum saman var hann til sjós með tengdapabba sínum, Er- lingi, á Friðriki Bergmann. Fyrir rúmum tveimur árum seldu þeir Sæsi og Erlingur Friðrik og keyptu hvor sinn bátinn. Sæsi skírði bátinn Svanborgu eftir langömmu sinni. Við stjórnvölinn á Svanborginni var Sæsi í essinu sínu, hér var hann kominn á sinn heimavöll, vel liðinn, aflaði vel og útgerðin hjá þeim Soffíu blómstr- aði. Sæsi hafði yndi af sjómennsk- unni og hafði gaman af, sérstaklega þegar komið var heim með gnægð af fiski. En allt tekur víst enda um síðir og eftir sitjum við með sorg í hjarta og vota brá. Á erfiðum stundum, elsku Sæsi, brjótast minningarnar fram, það er svo margs að minnast, margra góðra stunda, og minning- arnar ylja manni um hjartaræturnar. Hugurinn reikar til þeirra fjölmörgu stunda sem við áttum saman við eld- húsborðið á Túnbrekkunni, heima hjá ykkur Soffíu, göngutúrarnna ykkar pabba og Tomma, og lengi mætti áfram telja. Minnisstæðar eru þó okkar fjölmörgu útilegur í gegn- um árin, þá sérstaklega nú sl. sumar þegar við áttum góðar stundir saman á Kirkjubæjarklaustri. Þegar Svan- borgin kom til hafnar í Ólafsvík var mikil gleðistund, því var fagnað fram á rauðanótt svo lengi að um munaði fyrir suma. Auðvitað var koníakinu hans Sæsa kennt um hvernig fór, og er því enn í dag boðið upp á koníakið sem næstum því drap hann pabba. Nú þegar líður að jólum hugsar mað- ur til aðfangadags, það voru ekki jól fyrr en Sæsi kom með krakkana í heimsókn eftir að búið var að bera út jólakortin. Þá skálaðu þeir pabbi í koníakslögg og þá loksins komu jólin. Við munum aldrei gleyma hama- ganginum og hávaðanum sem fylgdi þér, það fór ekkert á milli mála þegar þú mættir á svæðið, stríðnin og púka- svipurinn geislaði af góðlegu andliti þínu, svo ekki sé talað um þína ljúfu lund. Hann Sæsi okkar var yndisleg- ur maður, góðhjartaður, hjálpfús, hvers manns hugljúfi og vinmargur enda með eindæmum skemmtilegur. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Sæsi var viðstaddur. Honum tókst alltaf að koma fólki í gott skap. Vís- urnar hans eru mörgum kunnar. Það hefur varla verið haldið þorrablót eða sjómannadagur í Ólafsvík án þess að vísurnar hans Sæsa hafi verið kyrj- aðar við mikinn fögnuð viðstaddra. Sæsi kunni að gleðja aðra. Hann var algjör snillingur í að töfra fram frá- bærar vísur á augabragði um hina ýmsu menn og málefni. Oft bjó hann til vísur fyrir aðra, nokkrir punktar og úr því varð heill skemmtiþáttur. Hann hafði vísnabraginn í sér og ósjaldan sátum við fram á kvöld við að koma vísunum á ágæta íslensku, því oft var hamagangurinn mikill við vísnagerðina, þá var mikið hlegið og gert að gamni sínu. Vísurnar sem við eigum eftir þig og þær sem þú hefur sent okkur við hin ýmsu tækifæri geymum við eins og gull. Við fjöl- skyldan munum aldrei gleyma þér, elsku Sæsi okkar, það hafa verið for- réttindi að eiga þig að vini öll þessi ár. Stórt skarð hefur verið höggið í líf okkar. Þú varst alltaf góður vinur vina þinna og minninguna um ynd- islegan mann munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Elsku Soffía, Selma, Sandra og Erlingur Sveinn, missir ykkar er mikill, elsku vinir. Við biðjum góðan guð að veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Við vottum ykkur, sem og öðrum aðstandendum sem eiga um sárt að binda, okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, Hafdís Björk Stefánsdóttir. Veistu að vonin er til hún vex inni í dimmu gili og eigir þú leið þar um þá leitaðu í urðinni leitaðu á syllunum og sjáðu hvar þau sitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil og veikbyggð eins og vonin (Þuríður Guðm.) Þetta fallega ljóð kemur í hugann, þegar syrtir fyrir augum okkar eftir hið átakanlega slys, þegar Svanborg SH fórst og þrír hraustir sjómenn létu lífið. Byggðin er sem lömuð eftir þetta reiðarslag. Allir bera kökk í hálsi og jafnvel efldir karlmenn beygja af í einrúmi. Það vill okkur þó til, að samkennd er mikil og fólk reynir að veita hvert öðru styrk. Okkur verður einnig hugsað til ást- vina sjómannsins sem fórst með Ófeigi VE, meðfram vegna þess að hann tengdist hingað til Ólafsvíkur. Raunar hugsum við til allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna skyndilegs ástvinamissis. Þjóðin hef- ur margsýnt, að menn syrgja með náunga sínum. Í dag er gerð útför Sæbjörns Ás- geirssonar skipstjóra. Auk ástvina hans kveður hann mikill fjöldi félaga og vina. Hann er sárt syrgður. Fram- ganga hans var jafnan með þeim hætti, að hann ávann sér vináttu fólks og væntumþykju. Með útgerð sinni átti Sæbjörn rík- an þátt í því vori, sem menn hafa þóst greina í auknum umsvifum hér í Ólafsvík eftir allmörg mögur ár. Fólk var farið að tala um að léttara væri yfir öllu. Sæbjörn var einn þeirra sem jafnan horfðu á björtu hliðarnar. Eitt sinn í sumar, er við áttum tal saman, bar þetta á góma. Hann var þá, eins og hann var alltaf, fullur bjartsýni. Hann sagði útgerð sína ganga ljómandi vel og var greinilega þakklátur fyrir það. Mér er þetta samtal í fersku minni og ég man að ég hugsaði, að ekki þyrfti að kvíða neinu meðan svona jákvæðir menn byggðu þennan bæ. En nú hefur öld- unnar þungi hrammur rofið stórt skarð í þá skjaldborg, sem tryggja átti framtíð byggðarlagsins. Er nema von að mönnum þyki birtu bregða. Sæbjörn og skipsfélagar hans voru í okkar fremstu víglínu. Það var fyrir nokkrum árum að hópur ungra manna kom til liðs við Lionsklúbb Ólafsvíkur. Var að þeim mikill fengur fyrir starfsemi klúbbs- ins. Þar var Sæbjörn fremstur í flokki. Þá kynntist ég best hinum glaðværa og vingjarnlega Sæsa, sem allt vildi fyrir félaga sína og Lions- klúbbinn gera. Við munum lengi sakna hnyttiyrðanna og alls þess græskulausa gríns á fundunum þeg- ar vísur flugu um bekki. Hann hafði gaman af að takast á við menn um eitt og annað sem til umræðu var. Það var hinsvegar einkenni á öllu því sem Sæsi hafði fram að færa að aldr- ei særði það nokkurn mann. Hann var hverjum manni vinsæll og þegar hann og félagar hans léku og sungu fyrir Lionshópinn var gaman að vera Lionsmaður. Sæbjörn var myndarlegur í sjón og raun. Hann var mikill heimilisfaðir og lét sér annt um fjölskyldu sína, vel studdur af sinni ágætu konu, Soffíu Eðvarðsdóttur. Það var jafnræði með þeim hjónum, hjónaband þeirra ást- úðlegt og börnin prúð og efnileg. Fjölskyldur þeirra sem fórust með Svanborgu SH og Ófeigi VE leita nú huggunar og vonar í sinni þungbæru sorg. Vonin er til, segir ljóðið. Við biðjum góðan Guð að leiða þau í gegnum hið dimma gil sorgarinnar að litlu veikbyggðu vetrarblómunum, biðjum hann að veita huggum og blessa þeim minningu ástvinanna. Við biðjum almættið einnig að mis- kunna byggðinni okkar sem kúrir við klettótta strönd og á allt sitt undir því að fiskur sé úr sjó dreginn. Við biðjum almættið að gefa okkur von- ina, sem verið hefur lífsneisti ís- lenskra sjávarbyggða í þúsund ár. Helgi Kristjánsson. Föstudaginn 7. desember var Sæsi okkar tekinn frá okkur miskunnar- og fyrirvaralaust. Spurningar vakna í huga manns, spurningar sem maður fær ekki svarað. Við sitjum dofin og illa skelfd á eftir. Sorgin brýst inn í sálina svo maður fær ekkert við ráð- ið. Mér er það í fersku minni þegar þið komuð til okkar í sumar til Grindavíkur, þú heyrðir mig tala um að klósettið væri ekki alveg í lagi, áð- ur en ég vissi af varst þú búinn að opna klósettkassann og búinn að rífa allt í sundur, og hlustaðir ekkert á mig þegar ég sagði þér að þetta þýddi nú ekki neitt, það væri búið að reyna allt. Á innan við tíu mínútum varst þú búinn að skrúfa allt í sundur og saman aftur, viti menn, klósettið var eins og nýtt. Ég stóð orðlaus og horfði á. Svo sagðir þú: „Jæja Hjálm- ar minn, nú getur þú sk … skamm- laust.“ Þetta atvik lýsir best hvernig þú varst, reddaðir bara hlutunum. Einnig lýsir það þér vel hversu hjálp- samur þú varst við alla þegar þú varst staddur í Reykjavík og þér fannst nú lítið mál að koma við í Grindavík, fylla bílinn þinn af dóti og hjálpa okkur að flytja til Ólafsvíkur, „ekkert mál, smá útúrdúr“. Það var alltaf stutt í grínið og gamanið hjá þér, þú áttir marga góða gullmola sem oft komu fram í vísunum sem þú varst svo duglegur að semja. Elsku Sæsi, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman í gegn- um árin, Guð blessi minningu þína og gefi öllum þeim sem eiga um sárt að binda styrk á þessum erfiðu tímum. Hjálmar og Jóna Rut. Kveðja frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur Lionsklúbbur Ólafsvíkur er af mörgum talinn einn sá öflugasti á landinu. Víst er, að starfið í félaginu er líf- mikið og fjörugt og vinátta mikil meðal félagsmanna. Vissulega erum við ósammála um ýmsa hluti og tök- umst þá gjarnan á í mismikilli alvöru. Aðalatriðið er að menn njóti sín í starfi félagsins. Það var mikill fengur fyrir Lions- klúbb Ólafsvíkur þegar hópur ungra manna gekk til liðs við hann á ár- unum upp úr 1985. Þetta voru fé- lagslyndir og lífsglaðir menn. Og þó að starfið væri gott fram að því efld- ist það að mun og meiri ánægja var í hópnum. Einn þessara ungu manna var Sæbjörn Ásgeirsson. Það þykir okkur félögum hans harður dómur að þurfa nú að sjá á bak honum sem var í senn einn starfsamasti félaginn og sá vinsælasti, utan hópsins sem inn- an. Sæsi var ákaflega lífmikill félagi. Daufar umræður urðu allt í einu hin- ar fjörugustu því Sæsi hafði varpað fram glettnislegri athugasemd eða farið með vísu úr eigin smiðju. Glettni hans var smellhittin en alltaf græskulaus og engum gat sárnað. Hann var opinskár en alltaf ljómaði af honum vinsemdin. Sæsi var óþreytandi við að semja alls konar skemmtiefni fyrir okkur hin. Lék hann á gítar og söng með nokkrum félögum sínum við ýmis tækifæri. Minnisstætt er að í einni utan- landsferð klúbbsins höfðum við svo að segja lagt undir okkur allstóran veitingastað og sungum og skemmt- um okkur af hjartans lyst. Þá var það að útlenskir spurðu hvaðan við vær- um sem skemmtum okkur svo kon- unglega. Svarið var auðvitað að hér færi íslenskur lionsklúbbur með eig- in skemmtistjóra. Sæsi var því alltaf kosinn í skemmtinefnd. Hann var látinn vita að þeirri kosningu yrði hann að taka, hann hafði ekki neinn mótmælarétt. Þá var Sæsi aðaldriffjöðrin þegar efnt var til róðra. Hann var alltaf bjartsýnn og hvetjandi. Það er mikið reiðarslag að þurfa að sjá á bak Sæbirni og skipsfélögum hans. Helst hefðum við viljað fara og berjast við ofureflið með hnúum og hnefum. Það er hins vegar hlutskipti okkar að kveðja vin okkar og félaga hnípnir og harmi slegnir. Við gerum orð Friðriks Steingrímssonar að okkar: Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. Já, það geislar af minningu Sæ- björns Ásgeirssonar. Félagar í Lionsklúbbi Ólafsvíkur heiðra þá minningu og þakka samfylgdina sem varð svo sorglega stutt. Við félagarn- ir biðjum þann sem öllu ræður að vernda Soffíu og börnin og aðra ást- vini þeirra sem fórust með Svan- borgu SH og Ófeigi VE. Biðjum að þeim veitist huggun í þungum harmi. Minningin lifir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Föstudaginn 7. desember skellur á kolvitlaust veður og í útvarpinu er sagt að á utanverðu Snæfellsnesi sé bátur í nauðum. Hugurinn leitar til Ólafsvíkur og fljótlega staðfesta fréttir þaðan að þetta er báturinn MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.