Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSBANKI hefur fært hlutabréf í bankanum að nafnverði 195 milljónir króna úr veltubók til lækkunar á eigin fé. Áður hafa ver- ið færð til lækkunar eigin hluta- bréf að nafnverði 105 milljónir, svo við þessa ákvörðun hafa samtals 300 milljónir í eigin bréfum verið færðar til lækkunar á eigin fé. Að sögn Sigurðar Nordals, upplýs- ingafulltrúa Íslandsbanka, verður þannig útistandandi hlutafé í Ís- landsbanka nú 9.700 millj ónir króna. Aftur á móti er útgefið hlutafé í Íslandsbanka áfram 10 milljarðar króna, þótt 300 milljónir hafi með þessu móti verið teknar af markaði. Þar sem bréfin voru fyrir í eigu bankans hefur færslan ekki áhrif á eiginfjárhlutfall hans, sem var 11,9% miðað við eigið fé í lok september, þar af 8,2% í eig- infjárþætti A. Sala bréfanna á markaði hefði hins vegar hækkað eiginfjárhlutfall bankans, en í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu er eigið fé fært niður sem nemur andvirði þeirra. Að sögn Sigurðar er ákvörðun þessi tekin til að draga úr eigin fé sem bundið er í rekstrinum og lækka útistandandi hlutafé, í ljósi góðrar eiginfjárstöðu og með hags- muni hluthafa Íslandsbanka í huga. Útistandandi bréf lækk- uð um 300 milljónir Hlutabréf í Íslandsbanka SAMKVÆMT könnun Vinnumála- stofnunar meðal fyrirtækja í fimm atvinnugreinum má vænta umtals- verðs samdráttar í byggingariðnaði þegar kemur fram á veturinn. Einn- ig má búast við nokkrum samdrætti í iðnaði og verslun en stöðugleika er að vænta hjá fyrirtækjum í fjár- málaþjónustu, eins og fram kemur í nýútkominni skýrslu Vinnumála- stofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði í desember 2001. Niðurstöður könnunarinnar benda til að lítils háttar vaxtar sé að vænta í þjónustustarfsemi eins og tölvuráðgjöf og bókhaldsþjónustu, sem og starfsemi auglýsingastofa. Af forsvarsmönnum fyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni eru nokkru fleiri sem telja að meira verði að gera næsta sumar en síð- asta sumar, þó ekki forsvarsmenn í byggingariðnaði. Sjónum var beint að stöðu fimm atvinnugreina á höf- uðborgarsvæðinu, iðnaðar, bygging- ariðnaðar, verslunar, fjármálastarf- semi og ýmiss konar þjónustustarf- semi. Aukið atvinnuleysi í vetur Vinnumálastofnun reiknar með að meðalatvinnuleysi ársins 2002 verði rúmlega 2%. „Í ljósi minnkandi eft- irspurnar eftir vinnuafli má gera ráð fyrir að atvinnuleysi aukist um- fram hefðbundna árstíðarsveiflu í vetur og geti orðið milli 2 og 3% yfir vetrarmánuðina. Atvinnuleysi er jafnan í hámarki í janúar og fram í apríl þegar aftur fer að draga úr því,“ segir í skýrslu Vinnumála- stofnunar. Mjög hefur dregið úr veitingu nýrra atvinnuleyfa á síðustu mán- uðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og verða færri leyfi gefin út á þessu ári miðað við árið 2000. Mest hefur dregið úr útgáfu nýrra at- vinnuleyfa í byggingariðnaði, mat- reiðslu, framreiðslu og skyldum störfum. Í kaflanum um könnunina á höf- uðborgarsvæðinu kemur fram að fyrirsjáanlegar séu allmiklar upp- sagnir í byggingariðnaði í vetur, mun meiri en sem nemur árstíða- bundinni sveiflu. Einnig má búast við töluvert minni eftirspurn eftir vinnuafli í byggingariðnaði næsta sumar en var síðastliðið sumar. „Að öllu samanlögðu má því gera ráð fyrir að störfum á höfuðborgar- svæðinu fækki um 0,5% til 1% fram í mars og atvinnuleysi þar verði milli 2 og 3% í vetur. Munar þar mest um samdrátt í byggingariðn- aði, en samdráttur í hótel- og veit- ingastarfsemi, samgöngum og flutn- ingastarfsemi vegur einnig þungt,“ segir í lokaorðum kaflans. Hvað varðar tengsl atvinnuleysis og atvinnugreina, starfsstétta og menntunar kemur fram að 67% allra atvinnulausra eru sá hópur sem að- eins hefur lokið grunnskólaprófi. Mest var skráð atvinnuleysi meðal ósérhæfðs starfsfólks í nóvember, 6,3%, en minnst var skráð atvinnu- leysi meðal sérfræðinga, 0,5%. Mesta atvinnuleysi er skráð innan hótel- og veitingahúsageirans í nóv- ember eða 2,7% en minnst 0,7% í fræðslustarfsemi. Atvinnuleysi í byggingarstarfsemi var skráð 1,6% en talið er líklegt að það eigi eftir að aukast þegar líður á veturinn. Vinnumálastofnun kannar atvinnu- ástand á höfuðborgarsvæðinu Samdráttur í bygg- ingariðnaði en vöxtur í þjónustu YFIRTÖKUTILBOÐ Odd Reitan og fjölskyldu hans í öll hlutabréf í norska verslunarveldinu Reitan Narvesen rann út á þriðjudag og hefur fjölskyldan tryggt sér a.m.k. 89,3% hlutafjár í félaginu. Ole Ro- bert Reitan, sonur Odd Reitan, hef- ur verið ráðinn forstjóri Reitan Narvesen, í stað Haralds Tyrdal sem kom frá Narvesen. Reitanfjölskyldan áformar að af- skrá félagið sem varð til á síðasta ári með sameiningu Reitangruppen sem m.a. rekur lágvöruverðsversl- anir í Noregi, og Narvesen, sem er keðja söluturna. Reitan Narvesen á 11,79% í Baugi samkvæmt hluthafa- lista frá 14. desember. Reitan og fjölskylda hafa að und- anförnu aukið hlut sinn í félaginu í nafni félags fjölskyldunnar, Reitan Handel. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 66,50 norskar krónur á hlut og ekki er enn ljóst hvort Reitan Hand- el muni tryggja sér 90% af hlutafé Reitan Narvesen sem nauðsynlegt er til að eigendum eftirstandandi hlutafjár beri lagaskylda til að selja. Boðað hefur verið til hluthafafundar 11. janúar þar sem lagt verður til að félagið verði afskráð, þar sem það uppfylli ekki lengur skilyrði til skráningar. Heildarvelta á norskum matvöru- markaði hefur aukist verulega á sl. tuttugu árum en verslunum hefur fækkað jafnskart á tímabilinu, að því er fram kemur í skýrslu fjármála- fyrirtækisins Carnegie um ástand á norrænum matvörumarkaði og mat fyrirtækisins á Reitan Narvesen í október sl. Heildarvelta með mat- vörur nam 100,1 milljarði norskra króna árið 2000 miðað við 97,4 millj- arða árið 1999. Heildarveltan nam 25 milljörðum norskra króna árið 1980. Þá voru matvöruverslanir 8.166 talsins en voru 4.441 árið 2000. Samþjöppunin hefur því orðið gíf- urleg eins og á fleiri mörkuðum, m.a. þeim íslenska, en fjögur sterk fyrirtæki hafa orðið til á norskum matvörumarkaði á þessum tíma og er Reitan Narvesen eitt þeirra. Fjárfestingar í Austur-Evrópu mistök samkvæmt Carnegie Carnegie taldi í október afar lík- legt að Reitanfjölskyldan, þ.e. Reit- an Handel, legði fram yfirtökutilboð í Reitan Narvesen, eins og síðan varð raunin. Carnegie mat það sem svo að verð á hvern hlut í Reitan Narvesen gæti farið upp í 75 norsk- ar krónur en að tilboð frá Reitan Handel færi vart yfir 68 krónur sök- um þess hve viðkvæmir verðbréfa- markaðir væru. Tilboðið frá Reitan Handel hljóðaði svo upp á 66,50 norskar krónur. Carnegie mat það einnig svo að helsta áhættan sem Reitan Narve- sen stæði frammi fyrir væri að ekki bærist tilboð frá Reitan Handel en önnur áhætta væri lítil. Matvöru- markaðurinn væri sterkur og eftir- spurn stöðug. Reitan Narvesen rek- ur ýmiss konar verslanir: Rema 1000 lágvöruverðsverslanir, Narve- sen söluturna, 7-eleven hraðbúðir með langan afgreiðslutíma, snyrti- vöruverslanir og veitingastaði. Carnegie telur RN eiga góða mögu- leika á að flytja hraðbúðirnar víðar en RN hefur leyfi til að reka þær t.d. í Finnlandi. Líklegt er talið að fram- legð snyrtivöruverslananna aukist og Carnegie telur ekki ólíklegt að RN selji veitingastaðahlutann bráð- lega. Carnegie metur það sem svo að Reitan Narvesen hafi nokkra vaxt- armöguleika ef eignarhald á nor- rænum matvörumarkaði haldi áfram að þjappast saman. Vaxtarmögu- leikarnir eru m.a. fólgnir í samruna eða yfirtöku RN á öðrum félögum. Baugur er ekki sérstaklega nefndur í skýrslu Carnegie, nema þá að þar var höfð hliðsjón af eignarhlut Reit- an Narvesen í Baugi sem í október var 17,8%, skv. skýrslu Carnegie, og hann metinn á 295 milljónir norskra króna eða 3,4 milljarða íslenskra króna skv. núverandi gengi. Um ís- lenskan matvörumarkað er ekki fjallað sérstaklega í skýrslunni en ástandið á sænska og danska mat- vörumarkaðnum er aftur á móti tí- undað, sem og á þeim norska að sjálfsögðu. Í skýrslunni kemur fram að fjár- festingar RN í Austur-Evrópu hafi verið mistök og Carnegie telur lík- legt að Rema 1000 hverfi af þeim markaði en Reitan Narvesen rekur verslanir undir því nafni í Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi. Þann kost tekur Carnegie umfram þá að víkka út starfsemina á þessu svæði annaðhvort sjálfstætt eða með sam- runum eða yfirtökum. RN eigi frek- ar að leggja áherslu á Norðurlöndin. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Reitan Narvesen á tæp 12% í Baugi en nú stendur til að afskrá hlutabréf RN í Noregi. Smásala á matvöru hefur færst á æ færri hendur í báðum löndunum. Áform um afskráningu Reitan Narvesen Smásala á mat- vöru á Norður- löndunum færist á færri hendur KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.