Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 37
Hvítalogn er 15
ljóðabók Ingi-
mars Erlendar
Sigurðssonar.
Í kynningu
segir m.a.:
„Ingimar Erlend-
ur hefur und-
anfarin ár gefið
út ljóðabækur
sem allar bera í
fyrri hluta nafns einhverja mynd
hvítu, svo sem Hvítamyrkur, Hvít-
voðungar, Hvítblinda, og skírskota
til kristinnar dulhyggju, en orðið
hvítamyrkur er þýðing höfundar á
einu kunnasta hugtaki hennar:
„The dark night of the soul“, en
bein þýðing þess væri svartnætti
sálarinnar, sem er eins konar
hreinsandi undanfari guðssamein-
ingar – og segja má að sé meg-
instef hinnar nýju bókar, þótt víða
sé komið við, í ástum, samfélagi
og ádeilu.“
Hvítalogn er fimmtánda ljóðabók
Ingimars.
Útgefandi er Sigurjón Þorbergs-
son. Bókin er 258 bls.
Ljóð
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 37
K l a s s í k D j a s s R a f t ó n l i s t H e i m s t ó n l i s t R e g g í R o k k
K l a s s í k D j a s s R a f t ó n l i s t H e i m s t ó n l i s t R e g g í R o k k
HIMNASENDING!
Verið velkomin í notalega
verslun okkar á Skólavörðustíg 15
Opið til kl. 22 í kvöld og 23 á Þorláksmessu
Halldór Hauksson, fyrrv. útvarpsstjóri Klassíkur FM,
aðstoðar viðskiptavini okkar.
Öll íslenska útgáfan á góðu verði
Skólavörðustíg 15,
sími 511 56 56
12tonar@12tonar.is
Taraf de Haidouks -
Band of Gypsies
Nýjasti diskur sígauna-
hljómsveitarinnar stór-
kostlegu sem kemur á
Listahátíð næsta vor.
Jacques Loussier Trio -
Baroque Favorites
Enn einn snilldardiskur
með meistaranum.
Djassútsetningar á
verkum eftir Händel,
Albinoni, Pachelbel,
Marais o.fl.
The Real Group -
Allt det bästa
Vinsælasti diskurinn í
Svíþjóð í ár. Falleg lög
með stórkostlegum
sönghópi. Eigum einnig
yndislegan jóladisk með
sömu flytjendum.
HINN 9. nóvember síðastliðinn
voru hundrað ár liðin frá fæðingu
Magnúsar Ásgeirssonar. Af því tilefni
hefur verið gefið út úrval bestu þýð-
inga hans, auk fáeinna ljóða úr einu
frumortu bók Magnúsar, Síðkveld,
frá árinu 1923. Sú bók vakti ekki neitt
sérstaka athygli enda hafði Magnús
ekki mótað sér sinn persónulega stíl.
Síðkveld er ort í nýrómantískum anda
sem var allsráðandi á fyrstu áratug-
um 20. aldar. Úr ljóðum Magnúsar
má lesa dulúð og fegurðarþrá en einn-
ig ákveðna lífsþreytu sem finnst einn-
ig í ljóðum sumra skálda frá þessu
tímabili. Jóhann Jónsson er þekkt-
asta íslenska skáldið sem yrkir slík
kvæði en þau eru angurværari en ljóð
Magnúsar. Hjá Magnúsi er villan lof-
sungin og nóttin og draumarnir tekn-
ir framyfir dag og veruleik.
Magnús Ásgeirsson valdi að gerast
ljóðaþýðandi og helgaði sig þessari
köllun sinni að færa Íslendingum
vandaðan erlendan skáldskap í ís-
lenskum búningi. Gáfur Magnúsar
nýttust honum vel í glímunni við er-
lend skáld. Smekkur hans beindi hon-
um að rómantískum skáldum á borð
við Fröding og hugsjónamönnum á
borð við Nordahl Grieg. Starf þýð-
andans hentaði Magnúsi vel og hann
auðgaði íslenskar bókmenntir og
víkkaði um leið sjóndeildarhring les-
enda sem ekki lásu erlend mál. Magn-
ús varð því brautryðjandi og hvatti
jafnframt yngri skáld til dáða. Magn-
ús var einn fárra manna sem nutu vin-
áttu beggja höfuðskálda á fyrri hluta
20. aldar, þeirra Steins Steinarr og
Tómasar Guðmundssonar. Steinn
mat Magnús mikils og
kynntist kveðskap er-
lendra skálda fyrir til-
stilli hans, meðal annars
ljóða Carl Sandburg og
MacLeish. Magnús rit-
aði einnig merkan rit-
dóm um Ferð án fyrir-
heits eftir Stein. Sá
dómur var ekki einbert
lof en vel rökstuddur og
ritaður af skilningi og
þekkingu. Það eru ein-
mitt þessir eiginleikar
Magnúsar Ásgeirsson-
ar sem gerðu hann að
þeim listamanni sem
þjóðin dáist að hundrað árum eftir
fæðingu hans. Vandvirkni hans er
einstök, hann fágaði og endurbætti
uns ekki varð lengra komist. Guð-
mundur Böðvarsson gaf út í litlu kveri
árið 1961 brot sem Magnús dó frá árið
1955. Þar er að finna upphafið að The
Waste Land eftir T.S. Eliot, eitt af
höfuðskáldum módernismans.
Upphafið lofar góðu en Magnúsi
entist ekki aldur til að ljúka þýðing-
unni, því miður. Annars þýddi Magn-
ús ekki mikið eftir módernísk skáld.
Hann var mjög hrifinn af Gustav
Fröding og Hjalmar Gullberg og
þýddi fjölmörg ljóð eftir þessa
sænsku meistara. Einnig er mjög fal-
leg ljóð eftir Karin Boye og Oscar
Levertin og Artur Lundkvist að finna
í úrvali Magnúsar. Ljóst er að hann
hefur verið mjög vel að sér í sænskri
ljóðlist og veita þýðingar hans gott yf-
irlit yfir sænskan skáld-
skap frá því um alda-
mótin 1900 og á fyrri
hluta 20. aldar.
Áður hefur verið
minnst á vandvirkni
Magnúsar, hann gerir
miklar kröfur til sjálfs
sín og veit að skáld-
skapargyðjan þolir ekk-
ert daður. En hverjir
eru þá helstu eiginleik-
ar hans sem ljóðskálds?
Svarið er að mínu viti
fólgið í andagift hans og
orðgnótt. Hann vílar
ekki fyrir sér að skapa
ný orð ef honum þykir þurfa. Skálda-
mál Magnúsar er oft upphafið og
samþjappað og galdur ljóðaþýðinga
hans liggur einnig í ástríðuhita og hin-
um fínu blæbrigðum sem Magnús
hefur á valdi sínu. Þannig finnst und-
irrituðum mikið koma til þýðinga
hans á Vögguþulu eftir spænska
skáldið Federico Garcia Lorca, einnig
nær Magnús víða miklu flugi í Rub-
áiyát eftir Khayyám og greinilegt að
lífsþorstakvæði þessa persneska
fornskálds höfðar mjög sterkt til
Magnúsar sjálfs. Margar fleiri ljóða-
perlur mætti tíunda úr ljóðaúrvali
hans, svo sem Tólfmenningana eftir
Alexander Blok sem er stórbrotið í
hinum íslenska búningi Magnúsar.
Einnig eru eftirminnileg mörg ljóða
Frödings svo sem Skáldið Venn-
erbóm og Morgundraumur þar sem
snilld Magnúsar rís einna hæst.
Íslendingar eiga eftir að þýða
margt úr heimsbókmenntum á ís-
lensku, það eru ekki margir sem hafa
helgað sig ljóðaþýðingum eins og
Magnús Ásgeirsson gerði. En sem
betur fer hafa mörg skáld sinnt þýð-
ingum meðfram eigin yrkingum. Sem
dæmi má taka Steingrím Thorsteins-
son, Matthías Jochumsson og Einar
Benediktsson. Af þeim sem eru fræg-
ari af þýðingum en frumortum ljóðum
kemur fyrst upp í hugann nafn Jóns
Þorlákssonar á Bægisá sem vann
stórvirki við að þýða Milton og
Klopstock á íslensku. Magnús Ás-
geirsson fetaði í fótspor Jóns og helg-
aði sig þýðingum og varð þannig til að
ryðja yngri skáldum brautina sem
seinna leiddi til frelsunar íslenskra
skálda undan oki ríms og stuðla.
Sölvi Björn Sigurðsson hefur valið
af smekkvísi og ritar einnig mjög per-
sónulegan formála um afa sinn sem
var mörgum vinum sínum ráðgáta
vegna þess hve dulur hann var. Það
var engu líkara en Magnús lifði í
tveimur heimum. 100 þýdd kvæði og
fáein frumort er snotur bók og fengur
öllum ljóðavinum.
BÆKUR
Ljóð
Magnús Ásgeirsson. Sölvi Björn Sigurðs-
son valdi kvæðin og ritaði formála. Mál
og menning, 2001.
100 ÞÝDD KVÆÐI OG FÁEIN FRUMORT
Magnús Ásgeirsson
Guðbjörn Sigurmundsson
Magnaðar
ljóðaþýðingar
„ÞETTA er bók sem segir frá innreið
nútímans á Íslandi. Nafnið er svolítið
villandi, því rafeindatæknin sjálf er
minnstur hluti bókarinnar,“ segir
Þorsteinn Jón Óskarsson höfundur
bókarinnar Rafeindatækni í 150 ár.
„Þetta er almenn frásögn af því
hvernig tæknin varð til, hverjir fluttu
hana til landsins og hverjir héldu
henni við. Þessi saga hefur aldrei
verið skrifuð áður. Vissulega hafa
margar góðar bækur verið skrifaðar
en þær snúast meira um nafnþekkta
stjórnendur og stjórnmálamenn,
ekki hinn almenna starfsmann, þann
sem framkvæmir hlutina. Í bókinni
eru viðtöl við fjölmarga meistara í
greininni, auk margs annars efnis
sem fæst hefur áður komið fyrir
sjónir almennings. Ég komst t.d. yfir
dagbók Norðmannsins Sigfreds
Tengs sem vann við lögn símalínunn-
ar frá Jökulsá á Fjöllum og yfir að
Heljardalsheiði. Þetta er afskaplega
falleg og vel skrifuð dagbók. Þarna
eru líka frásagnir fleiri manna sem
áttu þátt í lagningu talsímans um
landið. Ásamt frásögnum þeirra
Runólfs í Dal og Björns Bjarnarson-
ar frá Gröf koma fram sjónarmið
leiðsögumannsins, verkstjórans og
verkamannsins.“
Fjöldi mynda, sem ekki hafa birst
opinberlega áður, prýðir bókina. „Ég
fékk t.d. leyfi Fjarskiptasafnsins til
að nota myndir Páls Smiths af fólki
við störf, en það var ekki algengt að
slíkar myndir væru teknar fyrir 100
árum.
Þá er skemmtileg frásögn af því
þegar menn heyrðu í fyrsta skipti í
útvarpi á Íslandi en það var snemma
árs 1920.“
Áratugur útvarpsins
Þriðji áratugur síðustu aldar er
gjarnan nefndur Áratugur útvarps-
ins en þá voru gerðar ýmsar tilraunir
hérlendis með stofnun og rekstur út-
varpsstöðva. „Einn af frumkvöðlun-
um var Ottó B. Arnar en hann setti
upp loftskeytastöð og talstöð í
strandferðaskipinu Sterling. Hann
var fyrsti útvarpsvirkjameistarinn á
Íslandi, lærði í Bandaríkjunum, hjá
Leede Forest, þeim þekkta manni.
Tvær útvarpsstöðvar voru starf-
ræktar hér á landi á þriðja áratugn-
um. Ottó B. Arnar stofnaði stöð 1926
og Arthur Gook trúboði stofnaði út-
varpsstöð á Sjónarhæðum á Akur-
eyri 1927. Þeir voru
vonsviknir yfir því að
ríkið skyldi ekki vilja
eiga samvinnu við þá en
þeir munu hafa talið að
ríkið vildi nýta sér
starfskrafta þeirra en
svo var ekki. Einka-
rekstur var ekki hátt
skrifaður á þessum tíma
og allir stjórnmála-
flokkar á því að hér ætti
bara að vera ríkisút-
varp. Þeir höfðu samt
mun meiri áhrif en þeir
gerðu sér grein fyrir og
þeir lögðu grunninn að
því sem við eigum í dag,
eitt tæknivæddasta ríki
í heimi. “
Eftir 1930 breyttist margt á sviði
rafeindatækninnar, námið greindist í
þrennt, útvarpsvirkjun, símvirkjun
og skriftvélavirkjun sem í dag heitir
einu nafni rafeindavirkjun.
Þorsteinn leggur áherslu á að
þekkingin og kunnáttan sem íslensk-
ir rafeindavirkjar bjuggu yfir hafi oft
á tíðum verið meiri en
menn gerðu sér grein
fyrir.
Saga fólksins sem
vann verkin
„Menn framleiddu
þau tæki og tól sem á
þurfti að halda. Á
stríðsárunum þegar
lítið var um innflutning
voru framleidd hér út-
vörp og talstöðvar í
stórum stíl, eitt fræg-
asta dæmið er vafa-
laust talstöðvarnar
sem Ríkharður Sumar-
liðason og hans menn
smíðuðu. Þær voru
mun öflugri en þær sem voru fluttar
inn og voru þær einu sem náðu neyð-
arkallinu frá Geysi þegar hann hrap-
aði á Vatnajökli. Í bókinni er ég að
segja sögu fólksins og millistjórn-
endanna sem hrundu hlutunum í
framkvæmd og unnu verkin.“
Þorsteinn kveðst hafa unnið að
bókinni frá vorinu 1998. „Ég gerði
mér enga grein fyrir því í upphafi
hversu mikil vinna yrði við þetta. Ég
heillaðist af þessari sögu og þessari
vinnu.“ Þetta er fyrsta bók Þorsteins
en hann var ritstjóri Símablaðsins
um skeið og skrifaði í það í 25 ár.
„Símvirkjar og Símablaðið eiga
sér merkilega sögu en félagið var
stofnað 1915 og var fyrsta félag op-
inberra starfsmanna á Íslandi. Fé-
lagið hóf þá strax útgáfu blaðsins
sem hét í fyrstu Elektron. Það blað
var eins konar nýjasta tækni og vís-
indi þess tíma. Það var selt í blað-
söluturnum í Reykjavík og í því voru
leiðbeiningar um hvernig hægt væri
að búa til einföld rafmagnstæki og
það flutti einnig nýjustu fréttir utan
úr heimi. Blaðið hætti að koma út
1996 þegar Síminn breyttist í hluta-
félag.“
Sagan hefst þegar byrjað var á sæ-
símastrengnum sem lagður var und-
ir Ermarsundið og hún endar í árslok
2000, þegar umræðan var hvað há-
værust um þriðju kynslóð farsíma.
„Mér fannst rétt að stoppa við alda-
skiptin. Breytingarnar núna eru svo
hraðar á þessum vettvangi að tæki
og búnaður úreldist á einu til tveimur
árum. Það er annað en þegar menn
voru að skipta um 40 ára gamlar sím-
stöðvar sem enn voru í fullri notkun.“
Innreið í nútímann
Þorsteinn Jón
Óskarsson
SAVÍTA býr á Indlandi. Hún er
ellefu ára gömul og þar sem hún hef-
ur misst foreldra sína býr hún hjá
föðurforeldrum sínum. Þeir eru fá-
tækir og vilja helst gifta hana sem
fyrst þar sem stelpur eru bara byrði
á heimilinu, einsog amma hennar
segir. En Savíta er heppin að eiga
aðra ömmu sem berst fyrir réttind-
um kvenna og uppgangi í þorpinu
þeirra.
Sagan um Savítu er stutt og falleg
saga. Eiginlega alltof stutt. Savíta er
heillandi stelpa sem grípur mann
strax og mann langar að fylgjast
lengur með henni og
örlögum hennar. Þetta
er þrusugott efni og
Adda Steina hefði get-
að skrifað mjög
skemmtilega og
dramatíska bók, sem
hefði án efa heillað
margar litlar stelpur
um leið og hún hefði
frætt þær um aðstæður
indverskra kvenna og
áhugaverða menningu
þeirra.
Konurnar í þorpinu
eru sumar farnar að
vinna, þökk sé samtök-
unum sem kenna kon-
um reikning, hreinlæti og fleira
nauðsynlegt. Allt of mikið púður fer í
að skýra hvað kennt er í samtökun-
um, þetta eru hlutir sem við vitum.
Kannski er tilurð bókarinnar sú að
segja frá þessum sam-
tökum sem eiga sér
stoð í raunveruleikan-
um. En mér finnst að
meira hefði mátt tala
um land og þjóð, tígr-
ísdýrin, dansana, brúð-
kaupin og allt sem er
svo spennandi og fram-
andi. Meira hefði mátt
segja frá sorglegum ör-
lögum Sönju, og líka
auðvitað háskólanem-
anum Lenggesswami.
Þá er bara að vona að
Adda Steina taki upp
þráðinn að nýju, fyrst
hún þekkir þennan
heillandi heim svo vel. Svo mikið er
víst að ekki eru gefnar út margar
barnabækur hér á landi eftir ind-
verska höfunda.
Heimur indverskrar stelpu
BÆKUR
Barnabók
eftir Öddu Steinu Björnsdóttur. Teikn-
ingar: Margrét E. Laxness. Æskan 2001.
39 bls.
SAVÍTA
Adda Steina
Björnsdóttir
Hildur Loftsdóttir