Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ urkenning, heldur viðurkenning fyrir allar þær konur sem eiga efni á disknum.“ Ásgerður segist þó vona að tónverk kvenna séu að verða sýnilegri og tímarnir að breytast. „Þessi diskur er að minnsta kosti framlag til þeirrar þróunar.“ Ólíkar kynslóðir tónskálda Ásgerður segist hafa leitað í smiðju hefðarinnar og fundið lög eftir íslensk kventónskáld á borð við Selmu Kaldalóns, Ingunni Bjarnadóttur, Elísabetu Jóns- dóttur, Maríu Brynjólfsdóttur og Jórunni Viðar, en allar eru þær fæddar fyrir 1920. „Starfsmenn Tónverkamiðstöðvarinnar voru mér mjög innan handar við að grafa upp lögin sem mörg hver hafa fallið í gleymsku. Vandinn var meiri að finna nýrri lög eftir kventónskáld. Síðan fór ég þess á leit við þau íslensku kventónskáld sem ég vissi af, um að semja sér- staklega lög fyrir diskinn. Ég tók HLJÓMDISKURINN„Minn heimur ogþinn“, er metn-aðarfullt verk þar sem Ásgerður Júníusdóttir flytur ný og gömul lög eftir íslenskar kon- ur við undirleik margra af þekkt- ustu tónlistarmönnum landsins. Um er að ræða 18 verk, eftir eldri og yngri tónskáld, en níu lög voru frumsamin fyrir verk- efnið sem spannar tuttugustu öld- ina í ljóðum og tónum. Diskurinn hefur verið til- nefndur til Íslensku tónlistarverð- launanna sem besta hljómplata ársins í flokki sígildra verka og segist Ásgerður sérstaklega glöð með tilnefninguna þar sem tón- verk kvenna hafi lengi vel verið lítið áberandi, þrátt fyrir að þar séu mjög vönduð verk á ferðinni. „Ég lagði sem sagt upp með það að flytja bara tónverk eftir ís- lenskar konur, samin við ljóð eft- ir íslenskar konur. Tilnefningin er því ekki aðeins persónuleg við- saman lista af ljóðskáldum sem tónskáldin völdu úr. Markmiðið með þessu var ekki síst það að hvetja til þess að ný lög eftir ís- lenskar konur yrðu til,“ segir Ás- gerður. Meðal tónskálda sem eiga jafnframt verk á disknum eru Karólína Eiríksdóttir, Björk, Þur- íður Jónsdóttir, Hildigunnur Rún- arsdóttir, Magga Stína, Móa, Bára Grímsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir en í hópi ljóðskáld- anna eru Jakobína Sigurð- ardóttir, Hulda, Steinunn Sigurð- ardóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Nína Björk Árna- dóttir, Gerður Kristný, Oddný Kristjánsdóttir og Didda. Tregafull og rómantísk Þegar Ásgerður er spurð hvernig hún valdi ljóðin og þau lög sem til voru á hljómdiskinn, segist hún hafa fylgt ákveðinni heildartilfinningu sem kannski mætti lýsa sem tregafullri og rómantískri. „Röddin mín kallar á ákveðna dramatík og þunga, en öðru leyti dró ég ekki mörkin við ákveðna tegund tónlistar. Ég reyndi að hafa lögin sem fjöl- breyttust og fannst forvitnilegt að tefla þannig saman ólíkum tímabilum og tónskáldum úr klassík og öðrum tónlist- argeirum. Það má spyrja sig hvort það sé í raun svo mikill munur á þessum flokkum þegar þeir koma saman á þennan hátt.“ Ásgerður segist að mörgu leyti líta á verkið sem heimild um tón- smíðar kvenna og þeirra yrk- isefni á tuttugustu öldinni en tvær konur, Bergþóra Jónsdóttir tónlistarfræðingur og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur skrifa ritgerðir um efnið í kápu- bækling disksins. „Þannig reyndi ég að vanda til allra þátta við gerð disksins og er ég mjög stolt af útkomunni,“ segir Ásgerður að lokum. Ljóð og tón- ar íslenskra kvenna Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran hefur gefið út hljómdisk, Minn heimur og þinn, sem hefur að geyma tónsmíðar og ljóð eftir íslenskar konur. Heiða Jóhanns- dóttir forvitnaðist nánar um þennan fyrsta disk söngkonunnar. Morgunblaðið/Golli Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran segist líta á hljómdiskinn sem heimild um tónsmíðar íslenskra kvenna og yrkisefni þeirra á 20. öldinni. heida@mbl.is Á HYLKINU utan um mynd- bandið segir á eftir titlinum: Ís- land og umheimurinn með augum Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra. Viðfangsefnið er því ekki lítið en auðvitað er hægt að koma víða við á rúmum tveim klukkustundum. Sumt tekst vel enda er viðmælandi spyrilsins landsþekktur fyrir að eiga gott með að tjá sig. Hann er prýðilega að sér um fleira en pólitík, var virkur í landsmálunum í meira en tvo áratugi og hefur kímnigáfu sem hefði þó átt að fá fleiri tæki- færi í þáttunum. Sagan af atriði í sjónvarpsþættinum Vesturálm- unni þar sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er látinn heita „Bryndís Ólafsdóttir“ er góð og Jón Baldvin notar hana smekk- lega til að hylla þátt eiginkonu sinnar, Bryndísar Schram, í sendiherrastarfinu. Jón Baldvin segir í upphafi frá afskiptum sínum af frelsisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna þriggja og þótt margt af því hafi komið fram áður er frásögnin hrífandi. Af- staða Íslendinga til frelsis- og sjálfstæðisbaráttunnar hafði um- talsverð áhrif, ekki síst varð hún til að stappa stálinu í litlar þjóðir sem áttu sér fáa vini. Jón Baldvin rifjar upp er Vyt- autas Landsbergis, forseti Lithá- ens, hringdi í hann um miðja nótt og bað íslenska utanríkisráðherr- ann um að sýna nú að hann hefði meint eitthvað með fögrum orð- um. „Komdu til okkar núna, við þurfum stuðning frá NATO- landi,“ sagði forsetinn en sovésk- ar sérsveitir virtust þá ætla að kæfa sjálfstæði landsmanna í fæðingu. Jón var eini ráðamað- urinn á Vesturlöndum sem varð við áskoruninni. Á steini úr víggirðingu sem var hlaðin utan um þinghúsið í Viln- ius er letrað: Til Íslands sem þorði meðan aðrir þögðu. Jón er heiðursborgari í Vilnius, götur hafa verið nefndar í höfuðið á honum og torg kennd við Ísland í Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Sumir Alþingismenn vildu við- urkenna sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa strax árið 1990 en Jón segist hafa viljað fara hægar í sakirnar, bíða betra tækifæris þegar mögulegt yrði að virkja fleiri vestrænar þjóðir. En hvað- an kom honum sjálfstraustið til að standa upp í hárinu á Baker, Hurd og fleiri stórmennum í NATO? „Líklega að vestan,“ svarar hann en segir síðan að hann hafi heyrt Finnboga Rút, föðurbróður sinn, segja í útvarpi að smáþjóðir gætu hugsað stórt. Þau ummæli hafi verið sér leið- arljós. Hann fjallar um Evrópska efnahagssvæðið og minnir á að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafi skyndilega snúist hart gegn samningnum í kosningabaráttunni sumarið 1991. Segist hann þess vegna hafa „neyðst til“ að semja við Davíð Oddsson, gömlu samherjarnir hafi því borið ábyrgð á þeim gjörningi. Einnig er fjallað um tortryggnina sem hann hafi vakið á hinum Norðurlöndunum fyrir meintan hægri-kratisma sinn, þótt hann hafi ávallt „dáðst að sænska módelinu“ en viljað gera á því umbætur og stöðva vöxt rík- isútgjalda. Hvers vegna hætti hann í stjórnmálum og gerðist sendi- herra 1998? Hann segist hafa ver- ið orðinn leiður á geldu stagli sem ekki hafi leitt til niðurstöðu og auk þess hafi „heimilisbölið“ í Al- þýðuflokknum, verið óbærilegt og á þá við klofninginn. „Ég komst að því að þjóðin myndi lifa það af þótt ég hætti,“ segir hann og er notalegt að heyra stjórnmála- mann gera þannig svolítið gys að sjálfum sér. Hann segist auk þess alltaf hafa þurft að hlaða batteríin öðru hverju og þá sperra margir vafalaust eyrun. Á hann við að hann sé að hugsa um endurkomu í pólitík? Jón er aðeins 62 ára og tíminn mun leiða svarið í ljós. Sumt af því sem sagt er í við- talinu virðist lítt ígrundað, til dæmis þegar Jón hælir þjóð sinni og telur stofninn framúrskarandi vegna þess að stanslausar þreng- ingar fyrr á öldum hafi vinsað úr þá sem hæfastir voru. En nú er svo mikil velsæld hér, er þá ekki hætta á úrkynjun, hefði mátt spyrja hann. Og hvers vegna var ekki fylgt eftir spurningu um fjármál flokkanna en látið duga að Jón segði frá deilum um þau mál í Bandaríkjunum? Fyrrver- andi formaður í íslenskum stjórn- málaflokki hefði til dæmis getað útskýrt af hverju flokkur ákveður ekki sjálfur að opinbera allt bók- haldið. Engin lög banna það. Klipping viðtalsins er stundum afleit og nokkuð um óþarfa end- urtekningar, til dæmis tvisvar spurt um sjálfstraustið. Fyrra svarið rennur út í sandinn og hefði átt að fjarlægja það. Þegar rætt er við stjórnmálamenn og ferillinn gerður upp er óhjá- kvæmilegt að gera fleira en strjúka þeim með hárunum. Því miður hefst viðtalið á orðunum: „Þú ert nú einn merkilegasti stjórnmálamaður Íslands á síðari tímum“ og viðmót spyrils er mjög á þessum nótum. Miklu bjargar að Jón Baldvin er þjálfaður en viðtalið hefði orðið áhugaverðara ef dregið hefði verið svolítið úr kurteisinni við hann. Hann hefði áreiðanlega ekki móðgast. Vinafundur í sjónvarpi MYNDBÖND Viðtal Hans Kristján Árnason ræðir við Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpssal. Sýnt á Stöð 2 í nóvember. Útgefandi: HKÁ í samvinnu við Stöð 2. Tveir þættir, lengd alls 133 mínútur. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON PRÍVAT Jón Baldvin Hannibalsson Kristján Jónsson FYRIR skömmu hélt Helga Egils- dóttir listmálari einkasýningu í tm.galleria í Helsinki en tm.gall- eria er rekið af félagi finnskra list- málara. Sýningu Helgu sem bar nafnið „Myndin“ (KUVA) var vel tekið og fékk hún góða dóma. Í stærsta blaði Finna, Helsingin Sanomat, sagði meðal annars að sýningin væri í einu orði sagt frá- bær. Myndir hennar væru í senn sterkar, einfaldar og djúpar og hefðu mikla tengingu við norræna náttúru, baráttu góðs og ills, en jafnframt birtist í þeim kraftur vonar og birtu. Helga Egilsdóttir á tug einka- og samsýninga að baki bæði hér á landi og erlendis og undanfarin ár hefur hún búið og starfað bæði í Danmörku og á Íslandi. Helga Egilsdóttir myndlistar- maður. Í baksýn er eitt verka hennar á sýningu í Gerðarsafni. Fær góða dóma í Finnlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.