Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 61 LAUGAVEGI 15 • SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901 www.watchmaker.org Mikið úrval glæsilegra skartgripa. FUSION SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - hornsteinn í héraði Víkjandi, verðtryggð skuldabréf Sparisjóðs Mýrasýslu, 1. flokkur 2001, á Verðbréfaþing Íslands Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf Sparisjóðs Mýrasýslu, 1. flokk 2001, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð föstudaginn 28. des- ember nk. Skuldabréfin greiðast í einu lagi 16. október 2011, bera 9,00% fasta vexti og eru bundin vísitölu neysluverðs. Krafa skv. skulda- bréfi í 1. flokki 2001 víkur fyrir öllum öðrum kröfum á hendur útgef- anda og við gjaldþrot eða slit endurgreiðist hún á eftir öllum kröfum öðrum en endurgreiðslu stofnfjár. Skuldabréfin eru innkallanleg frá 16. október 2006. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515 1500, fax 515 1509 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ÝMISLEGT Smákökukrukka með þjófavörn 16 mismunandi gerðir ásamt viðeigandi hljóðum, þegar stolist er í köku: Jólasveinn, tígrisdýr, hundur, köttur, krókódíll, hákarl, höfrungur, býfluga, úlfur, svín, hani, fíll, viti, kýr og hestur. Bráðskemmilegt fyrir börn á öllum aldri. Verð 2.500 kr. stk., þrjú stk. kr. 6.000. Eingöngu selt 22. og 23. desember í Kolaportinu. Jól í Metró Jólagjafir fyrir: ✭ Handlagna Verkfæratöskur, skrúfjárna-, sporjárna- og út- skurðarsett. ✭ Potteigandann Ryksugur sem ekki þurfa rafhlöður, fljótandi glasabakkar. ✭ Jólabörnin Jólaskraut í miklu úrvali, seríur úti og inni, greni- greinar, dansandi jólasveinar og snjókarlar. Ljósaslöngur í metratali og í settum, krossar, stjörnur, jólatré og bjöllur. Metró, Skeifunni 7, s. 525 0800. Opið alla daga til kl. 19. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Gleðileg jól. Óskum lands- mönnum gleðilegra jóla og minnum á áramótaferð í Land- mannalaugar 29. des. og blysför frá Mörkinni 6 þann 30. des. Skrifstofa FÍ verður lokuð að- fangadag en opin frá kl. 9—17 28. og 29. desember. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. Síðasta ganga ársins Síðasta gönguferð Útivistar á ár- inu 2001 verður með Útivistar- ræktinni fimmtudaginn 27. des- ember. Farið verður frá bíla- stæðinu við Skógræktafélag Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18.00. Gengið verður út Öskjuhlíð út með Skerjafirði og til baka með viðkomu í Perlunni. Þar fær göngufólk sér hressingu, heitt kakó eða eitthvað annað ljúf- fengt áður en gengið verður til baka að bílunum. Ef veður leyfir verða blys með í för. Fjölmennum. Allar frekari upplýsingar á www.utivist.is/utivist@utivist.is ÚTSKRIFAÐIR voru 29 stúdentar frá Flensborgarskólanum fimmtu- daginn 20. desember. Útskriftin fór fram í Víðistaðakirkju. Bestum árangri nýstúdenta náði Hilda Guðný Svavarsdóttir en hún var með hæsta meðaleinkunn og rétt á eftir kom Kristín M. Magn- úsdóttir. Þá voru kallaðir til og heiðraðir þrír íþróttamenn úr skólanum en það voru þau Marín Þrastardóttir og Helga Svana Ólafsdóttir fimleikakonur og Andri Þorbjörnsson handknatt- leiksmaður. Marín og Helga Svana voru báðar í hópi nýstúdenta. Þá voru Gunnari Rafni Sig- urbjörnssyni, fráfarandi formanni skólanefndar skólans, þökkuð vel unnin störf en hann lætur nú af því starfi. Gunnar Rafn afhenti jafnframt styrk frá Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar. Þorgeir Arn- ar Jónsson flutti ræðu nýstúdents og þakkaði kennurum samstarfið. Þá söng kór skólans undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Í ræðu skólameistara kom fram að fjölmargt er í deiglunni í starfi skólans. Hæst ber nú samstarfs- verkefni við SKIL 21 um flokkun á sorpi og fleira í umhverfismálum en verið er að flétta þau inn í fjöl- marga þætti í starfi skólans. Þá hefur mikið verið unnið í mati á skólastarfi en nýverið var farið yf- ir aðferðir skólans í sjálfsmati. Þá er sífellt verið að stíga ný skref í tölvu- og upplýsingamálum og meðal annars verið að leggja drög að því að byggja upp hljóð- og myndver við skólann í tengslum við upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Verðlaun frá Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar Fræðslusjóðurinn var stofnaður til minningar um Jón Þórarinsson, skólastjóra Flensborgarskólans. Styrkveitingin fór nú fram í tí- unda sinn. Í þetta skipti sóttu alls níu um styrkinn. Styrkurinn sem veittur er í ár er að upphæð kr. 220.000. Styrkinn fékk Finnbogi Óskarsson. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg- arskólanum af eðlis- og nátt- úrufræðibrautum vorið 1998 með einstaklega glæsilegum árangri. Að loknu stúdentsprófi frá Flens- borgarskólanum innritaðist hann í efnafræðinám við Háskóla Íslands og lauk þaðan B.Sc.-prófi sl. vor. Hann hóf strax í sumar meist- aranám í eðlisefnafræði við sama skóla og stefnir að útskrift vorið 2003. Leiðbeinandi hans í fram- haldsnáminu er próf. Hannes Jónsson. Í tengslum við námið var Finnbogi að vinna við Washington- háskóla í Seattle í Bandaríkjunum í sumar, og verður í áframhald- andi samstarfi við hann næstu ár- in, auk þess sem hann er í sam- starfi við rannsóknahópa í Tækniháskólanum í Danmörku og Háskólanum í Leiden í Hollandi. Finnbogi var virkur meðlimur í Kór Flensborgarskólans alla fjóra veturna sem hann var í skólanum og hefur haldið áfram að syngja í kórum síðan. Samhliða öðru námi lauk Finn- bogi þriðja stigi í söng frá Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar í mars 2001 en hann hafði jafnframt lokið sjö- unda stigi í túbuleik frá þeim sama skóla í maí 1999. Útskrift frá Flens- borgar- skólanum Einar Birgir Steinþórsson skólameistari afhendir Hildu Guðnýju Svavarsdóttur skírteini sitt. Nýstúdentar frá Flensborgarskólanum fagna útskriftinni. Á myndinni má sjá fremst þær Heiðu Björk Vigfúsdóttur, Sigrúnu Birnu Hafsteinsdóttur, Hildi Guðnýju Svavarsdóttur og Klöru Sveinsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.