Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 16 21 2 12 /2 00 1 Jólasveinn dagsins kemur kl. 17.00 LISTAVERKIÐ „Knattspyrnumenn- irnir“ eftir Sigurjón Ólafsson verður afhjúpað við hátíðlega athöfn á Akranesi á Þorláksmessu kl. 15. Verkið var gert 1936 en var talið glatað í Danmörku um árabil. Eftir að verkið kom í leitirnar var Akraneskaupstað boðið verkið til kaups og síðan hafa ýmsir aðilar bæði fyrirtæki og stofnanir komið að málinu með fjárstuðningi. Gerð hefur verið afsteypa af verkinu og var henni komið fyrir á hringtorg- inu á mótum Skagabrautar, Still- holts, Þjóðbrautar, Garðabrautar og Faxabrautar í gær. Það fer vel á því að þetta verk verði varveitt á Akranesi, enda höfð- ar það vel til bæjarbragsins og er verðug minning um knattspyrnu- afrek Akurnesinga í 50 ár sem minnst var fyrr á árinu. Morgunblaðið/JG Týndu „Knattspyrnumennirnir“ hafa fengið nýtt heimili á Akranesi. Knatt- spyrnu- menn á stall Akranesi. Morgunblaðið. SAMTALS voru 286.275 manns bú- settir á landinu 1. desember sl., sam- kvæmt íbúaskrá Þjóðskrár, þar af 143.302 karlar og 142.973 konur. Á sama tíma í fyrra voru tæplega 283 þúsund búsettir á landinu, að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofu Íslands, en um bráðabirgðatölur er að ræða. Íbúum hefur fjölgað um 3.426 frá 1. desember í fyrra eða um 1,21%. Það er nokkru minni fólks- fjölgun en varð frá árinu 1999 til 2000 en þá fjölgaði íbúum um 1,48%. Sé litið til síðustu tíu ára hefur landsmönnum fjölgað um nær 27.000, eða um 10,3%. Jafngildir það 0,98% árlegri meðalfjölgun. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fæddust um 4.200 börn hér á landi frá 1. desember 2000 til loka nóvember 2001. Á þessu tímabili létust tæplega 1.800 manns og um 1.000 fleiri fluttust til landsins en frá því. Mesta fjölgun íbúa í Ólafsvík Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 178.030 1. desember sl. og þeim fjölgaði um 3.039 sem er 1,7% fjölgun og er það mesta fjölgun á landinu. Þá fjölgaði fólki næstmest á Suðurnesjum og bjuggu þar 16.725 íbúar 1. desember og fjölgaði um 225 milli ára, sem er 1,4% fjölgun. Á Vesturlandi fjölgaði fólki um 1,3% og 1% á Suðurlandi. Mest fækkaði fólki á Vestfjörðum en þar bjuggu 8.012 íbúar 1. desem- ber og fækkaði um 132 frá síðasta ári, eða um 1,6%. Íbúum á Norður- landi vestra fækkaði um 116, eða 1,2%, og íbúum á Austurlandi fækk- aði um 135, eða 1,1%. Á einstökum þéttbýlisstöðum fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Ólafsvík, en þar bættust 63 íbúar við sem er 6,4% fjölgun. Í Fellabæ fjölg- aði fólki um 4,7% og 3,7% á Selfossi. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði fólki hlutfallslega mest í Kópavogi og Hafnarfirði, á báðum stöðum um 3%, en í Reykjavík var fjölgunin 0,8%. Mesta hlutfallslega fækkun í þétt- býlisstöðum var á Raufarhöfn, en þar fækkaði fólki um 13,8% og á Bakkafirði um 12%. Á Vestfjörðum fækkaði fólki mest í Hnífsdal, um 6,3%, og í Hólmavík um 6,4%. Þá fækkaði fólki um 5,5% á Hofsósi og um 4,8% á Stöðvarfirði.            ! " #$ %# %## #"! %#"        & (#         ! "#$!# !% !  $&'! (!$ )# " $ ! * $! + # !% ! "$# ! ", - # !% ! . . . . . . . / / / / /        *$ "# ( ! ! 0 #!1#$ *# !% ! -2%!# !% ! - % # !% ! &'! 3 2% ! - # 4 2, ! / / . / / / / / . . . /         ) *  ' (+( #, (# # # -. - ( ' - ' + /0 1 2 - '  - 286.275 þúsund búsettir á landinu FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur nýlega skipað samstarfshóp til eins árs sem ætlað er að koma með tillögur að bættri þjónustu við geð- fatlaða og þá sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Sérstaka áherslu á að leggja á hóp þeirra ein- staklinga sem halda til í miðborg Reykjavíkur. Ellý A. Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, sagði við Morgunblaðið að markmiðið með stofnun þessa starfshóps væri að samhæfa betur þjónustu þeirra aðila sem láta sig málefni þessara einstak- linga varða, miðla upplýsingum um stöðu og þörf fyrir þjónustuna og koma með tillögur til úrbóta. Félagsþjónustan á tvo fulltrúa í samstarfshópnum en aðrir koma frá Lögreglunni í Reykjavík, Dómkirkj- unni, Samhjálp, Landlæknisembætt- inu, Geðhjálp, Landspítalanum og Vin, sem er athvarf á vegum Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða. Um 50 heimilislausir í Reykjavík um jólin Ellý leiddi annan starfshóp sem skilaði tillögum til félagsmálaráðs í haust um úrbætur í málefnum heim- ilislausra einstaklinga. Tillögurnar voru samþykktar og bætti félags- málaráð öðru úrræði við þannig að þau yrðu alls þrjú. Um er að ræða nýtt gistiskýli fyrir heimilislausa, heimili fyrir þá sem hafa ákveðið að losa sig úr vímuefnaneyslu eða ann- arri óreglu og loks heimili fyrir ein- staklinga sem eru í óreglu og hafa verið tíðir gestir á þeim stöðum sem tekið hafa á móti heimilislausum og óreglufólki. Samþykkt var að leita samstarfs við aðra aðila um rekstur þessara úr- ræða. Að sögn Ellýjar hafa viðræður átt sér stað m.a. við Rauða krossinn og Samhjálp og vonast er til að nið- urstaða fáist eftir áramótin. Hún segir það vandasamt verk að finna heppilegt húsnæði fyrir sum úrræð- in. Reiknað er með rými á þessum stöðum fyrir allt að 34 einstaklinga, miðað við fullnýtingu. Almennt er að talið að heimilis- lausir í Reykjavík séu á bilinu 40–60, misjafnlega margir eftir árstíðum og aðstæðum hverju sinni. Ellý telur að nú fyrir þessi jól eigi um fimmtíu manns í borginni ekki í eigin hús- næði að venda og Félagsþjónustan og fleiri aðilar muni fylgjast með þeim hópi sérstaklega. Sumir geti útvegað sér aðsetur nokkra daga í senn, aðrir sofi í stigagöngum fjöl- býlishúsa og enn aðrir séu einfald- lega á götunni. Starfshópur um málefni geðfatlaðra og vímuefnaneytenda Áhersla lögð á þá sem halda til í miðborginni KONUR sem starfa hjá Ríkisendur- skoðun fá frí í vinnunni á aðfangadag jóla en karlar sem starfa hjá stofn- uninni vinna þann dag fram til há- degis. Að sögn Sigurðar Þórðarson- ar ríkisendurskoðanda hefur það tíðkast hjá stofnuninni undanfarin ár að konur fái frí á aðfangadag. Þegar hann er inntur eftir skýr- ingum á því að konur fái frí en ekki karlar segist hann líta svo á að konur gegni veigameira hlutverki innan fjölskyldunnar en karlar. „Og kannski er ég bara gamaldags,“ bæt- ir hann við. Aðspurður segist Sigurður ekki vilja loka stofnuninni aðfangadag jóla en það þýði að einhverjir verði að vinna þann dag. „Ég er svo fjöl- skylduvænn maður í hugsun að ég hygg að það sé best fyrir fjölskyld- una að konan komist heim fyrr en karlmaðurinn,“ útskýrir hann. Þegar Sigurður er spurður hvort karlmenn innan stofnunarinnar séu ekkert óánægðir yfir því að fá ekki frí á aðfangadag eins og konur segir hann að það sé í fyrsta sinn nú fyrir þessi jól sem hann hafi heyrt ein- hverjar óánægjuraddir meðal þeirra. „En þeir verða bara að sætta sig við það.“ Sigurður bætir því síðan við að konur innan stofnunarinnar séu heldur ekki orðnar hrifnar af því að fá frí fram yfir karlmennina. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá árinu 2000 segir orðrétt í upphafi 14. greinar: „Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.“ Þá segir: „Með kjörum í lög- um þessum er, auk launa, átt við líf- eyris-, orlofs-, og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár.“ Ríkisendurskoðun Konur fá frí á að- fangadag AIRBUS-breiðþota sem Íslands- flug hefur á leigu til fraktflutn- inga fór fyrstu ferð sína í fyrra- dag. Er hún af gerðinni Airbus A310-300 með skrásetningarstaf- ina TF-ELS. Var flogið fyrir TNT-hraðflutninga frá Liege í Belgíu til Barcelóna á Spáni og til baka. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, segir þetta fyrsta breiðþotuflug fyrir- tækisins. Þotan var tekin á leigu nýverið frá Bandaríkjunum og segir Ómar félagið hafa hana svo lengi sem verkefni finnist. Verður hún í verkefnum erlendis og er verið að ganga frá samningum um flug milli Evrópulanda og landa í Asíu og Afríku. Þotunni fljúga er- lendir flugmenn. Íslandsflug gerir nú út fimm Boeing 737-þotur sem ýmist eru í farþega- eða fraktflugi. Fyrsta breiðþotu- flug Íslandsflugs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.