Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 33 Skartgripaverslun - vinnustofa Smáralind Í s l e n s k o g í t ö l s k s k a r t g r i p a h ö n n u n o g - s m í ð i meistar inn. is GULL ER GJÖFIN áhuga hennar á að taka þær vísur sem þar voru inn í barnatímann. „Ég kunni svo mörg af þeim lög- um sem sungin voru við þessar vísur. Ég las vísurnar fyrir börnin mín, en þau vildu alltaf láta mig syngja þær. Og með minni rámu rödd söng ég það sem ég gat. Ég fór svo að safna þessu saman, og þegar ég var beðin að taka að mér Tónlistartíma barnanna fannst mér þetta efni alveg upplagt og fá Þuríði með mér. Ég harðbannaði henni að syngja eins og söngkona, og ég útsetti lögin þannig að þau væru í þægilegri sönghæð og færu ekki of hátt. En Þuríður hefur al- veg réttu röddina í þetta. Hún hef- ur bæði mikla hæð og svo líka fal- lega dýpt. Þessi vísnabók var algjör hvalreki. Mikið lifandis ósköp þótti börnunum gaman að þessu. Við sum ljóðin útsetti ég sjálf kvæðalög, og þau eru mest á fyrri diskinum. Ég vildi líka að mínar útsetningar væru allar sam- an á einum diski, en á hinum eru lög eftir ýmsa, og ég á ekkert í þeim útsetningum, – nema lagið Það á að gefa börnum brauð; sem er eftir mig. Við bættum í þetta þulunum um Fúsintes og Gils- bakkaþulu, sem voru ekki í Vísna- bókinni; það er gaman að hafa þær með því þær punta mikið upp á.“ Vissi af upptökunum Jórunn segir að fólk langi til að rifja Vísnabókarlögin upp, því í dag kunni þau fáir, og hvergi sé hægt að fletta þeim upp. Jórunn segist hafa vitað af þessum upp- tökum í safni Útvarpsins, en talið að þær væru orðnar ónýtar. „En þegar ég heyrði þær varð ég svo ánægð, ég hélt að þetta væri ekki lengur svona gott. Röddin hennar Þuríðar er svo yndisleg og hún klikkar aldrei. Hún syngur aldrei falskan tón hún Þuríður og þetta er alveg dásamlegt.“ Vísnabókin var engu lík „Þeir eru margir sem hafa spurt mig og Lovísu dóttur mína að því hvar sé hægt að fá þessi lög, og það er gaman að nú skuli þetta orðið að veruleika. Þessi lög, sér- staklega þulurnar, fylgja manni alla ævi. Ég var einu sinni með lít- inn strák, sem var nú reyndar stór og þungur, en þegar maður tók hann upp og byrjaði að raula þul- urnar, þá missti hann þyngdina. Geturðu útskýrt það? Barnið ein- beitti sér bara svona afskaplega að þetta gerðist. Það er satt að Vísnabókin var engu lík, og mynd- irnar hans Halldórs Péturssonar voru stórkostlegar.“ Valgarður Egilsson skrifar texta í pésa og sá um að tína til all- ar vísurnar, en sumar hverjar þurfti hann að skrifa upp eftir upptökunum. Öllu er þessu til haga haldið í pésanum ásamt nokkrum vel völdum myndum Halldórs Péturssonar. Og þá geta þeir sem vilja rifja upp bernsku sína gengið á vit minninganna og jafnvel kennt þeim sem yngri eru að meta þennan arf. ÞÆR Þuríður Pálsdóttir söng- kona og Jórunn Viðar píanóleikari og tónskáld eru ekki bara ná- frænkur. Þegar þær voru litlar passaði Jórunn Þuríði, en þegar þær uxu úr grasi fóru þær að vinna saman í tónlistinni, Þuríður söng og Jórunn spilaði með; en Þuríður var líka sú sem frumflutti flest af sönglögum Jórunnar. Þær hafa líka kennt saman um árabil í Söngskólanum í Reykjavík, þar sem Jórunn hefur leikið á píanó með söngnemum Þuríðar. Á ár- unum kringum 1960 unnu þær saman að Tónlistartíma barnanna, sem var afar vinsæll á þeim árum. Meðal efnis í þættinum voru ís- lensk barnalög, þululög, kvæða- lög, önnur þjóðlög og erlend lög sem höfðu unnið sér sess í safni ís- lenskra barnalaga. Hæst bar lögin úr Vísnabókinni, en það var bók sem hvert barn þekkti. Mosagræn kápan og frábærar teikningar Halldórs Péturssonar eru gömlum börnum enn í dag í fersku minni; – bókin var sungin og lesin upp til agna á mörgum heimilum – oft var hún endurútgefin, en með tíman- um tók hún að breytast með tíð- aranda og tísku, og þótti þá sum- um þeim eldri sem hún hefði mátt muna sinn fífil fegri. Upptökurnar varðveittust óskemmdar í fjörutíu ár Dr. Símon Jóhannes Ágústsson valdi vísurnar í bókina, en hún kom fyrst út árið 1946. Jórunn út- setti þessi lög fyrir útvarpsþáttinn og Þuríður söng. Mörg þessara laga höfðu verið sungin lengi og lifað kynslóð af kynslóð í munn- legri geymd. Það kom Jórunni og Þuríði nokkuð á óvart að hljóðritanir Út- varpsins á lögunum úr þessum þáttum skyldu hafa varðveist svo vel öll þessi ár, en upptökurnar höfðu hírst í safni Útvarpsins nær ósnertar í tæp fjörutíu ár þegar farið var að skoða þær og hlusta. Ás- mundur Jónsson í Smekkleysu hafði mikinn áhuga á að gefa þetta út, og úr varð að tveir geisla- diskar með lögum úr Tónlistartíma barnanna frá árum Jórunnar og Þuríð- ar eru komnir út, undir nafninu Fljúga hvítu fiðrild- in. „Það reyndust vera til miklu fleiri lög en hægt var að koma á þessa tvo diska,“ segir Þuríður Pálsdótt- ir; „en þetta eru lögin sem sungin voru fyrir krakkana úr þessari dásamlegu Vísnabók, en það er þarna fleira, eins og þulurnar okk- ar, til að mynda Gilsbakkaþula og Fúsintesþula og Mánudaginn, þriðjudaginn, kerling sat og spann. Og þetta var líka byrjunin á því að Jórunn fór að útsetja ís- lensku þululögin og semja stærri verk út frá þeim.“ Þuríður segir að þegar lögin voru komin í ljós hafi ekki verið um annað að ræða en að reyna að varðveita þau. „Það gæti verið gott bæði fyrir tónmenntakennara og fóstrur að eiga þessi lög, – það eru margir búnir að gleyma þessu, þannig að það má segja að með þessu sé líka verið að varðveita arf okkar. Textar allra laganna voru settir í pésann, þannig að hægt væri að syngja þetta með börnum. Þetta er barnalagaplata, og þar er aðallega stuðst við Vísnabókina.“ „Þuríður hefur réttu röddina“ Jórunn Viðar segir að það hafi verið Vísnabókin sem kveikti „Mikið lifandis ósköp þótti börnunum gaman að þessu“ Jórunn Viðar Þuríður Pálsdóttir Gamlar upptökur með Jórunni Viðar og Þuríði Pálsdóttur á geisladiskum Aðventkirkjan við Ingólfsstræti Kór Aðventkirkjunnar í Reykjavík flytur tónverkið Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson kl. 16. Einsöngvarar eru Nanna María Cortes og Garðar Thór Cortes. Stjórnandi er Garðar Cortes. Undir- leikari á píanó er Ester Ólafsdóttir. Kaffi Reykjavík Tenórarnir þrír, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Birgir Baldursson og Þorgeir J. Andrésson, halda tónleika kl. 21. Þeir munu syngja kunnar óp- eruaríur auk íslenskra laga, saman og hver í sínu lagi. Píanóleikari með þeim er Jónas Þórir. Laugavegur 25, 3. hæð Vinnu- stofusýning sjö nýútskrifaðra mynd- listarmanna er frá kl. 12–22. Lista- mennirnir eru: Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Markús Þór Andr- ésson, Sigríður Björg Sigurðardóttir og Þuríður Svala Sigurðardóttir, en þeir voru í mismunandi deildum Listaháskóla Íslands og vinna í ólíka miðla. Vinnustofan er einnig opin á morgun á sama tíma. Fríkirkjan í Reykjavík Ragnheiður Árnadóttir sópran heldur styrkt- artónleika með aðstoð góðra vina kl. 21. Á dagskránni eru ýmis klassísk verk ásamt jólalögum í ýmsum út- setningum. Auk Ragnheiðar koma fram Guðlaug Ólafsdóttir djass- söngkona, Gísli Magna tenór, Bene- dikt Ingólfsson bassi og Nanna María Cortes mezzosópran. Hljóðfæraleik annast Lára Rafns- dóttir píanó, Pavel Manasek orgel, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla og Agnar Már Magnússon djasspíanó. Selfosskirkja Jólavaka Samkórs Selfoss hefst kl. 22. Stjórnandi er Edit Molnar og Miklós Dalmay leik- ur á píanó. Gestakór jólavökunnar er Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Í DAG Garðar, Nanna og Garðar Thór Cortes.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Lemon River nefnist ný plata með ís- lensk- dönsku hljóm- sveit- inni Klakki. Á plötunni eru 15 lög eftir Nínu Björk Elíasson og Hesse Poulsen, inn- blásin af fornum kínverskum ljóðum. Hljómsveitin er skipuð Nínu Björk, söngur, Hasse Poulsen, gítar, Henrik Simonsen, bassi, og Lars Juul, trommur. Nína Björk er búsett í Kaupmanna- höfn og er einnig söngvari danska spunatónlistarhópsins Lærkekvint- etten. Nína Björk hefur komið fram á tón- leikum um allan heim. Hún nam tón- list við háskólann í Kaupmannahöfn. Hún hefur einnig starfað við söng- kennslu við Rytmisk Musikkonserv- atorium og Det Fynske Musik- konservatorium. Útgefandi er Klakkur og plötuútgáf- an Tutl í Þórshöfn í Færeyjum. Djass
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.