Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 25 ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, hefur ákveðið að auka leyfilegan heildarafla ýsu, ufsa, skarkola og steinbíts á fiskveiði- árinu. Aflaheimildir í ýsu hækka úr 30 þúsund tonnum í 41 þúsund tonn, ufsa úr 30 þúsund tonnum í 37 þús- und tonn, skarkola úr 4 þúsund tonnum í 5 þúsund tonn og steinbít úr 13 þúsund tonnum í 16.100 tonn. Þessar breytingar, að aukningu í út- hafsrækju meðtalinni, eru meiri í þorskígildum talið en samdráttur í leyfilegum heildarafla þorsks sem kynntur var í júní sl., eða 33 þúsund þorskígildistonn á móti 30 þúsund tonnum. Árni segir aukninguna koma til vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem tóku gildi í gær og fjalla um aukningu á heildarafla krókaaflamarksbáta. Eins hafi hann ákveðið að hækka leyfilegan heild- arafla í umræddum tegundum vegna mikillar umræðu um stjórn fiskveiða undanfarin misseri. Þar komi helst til skýrslur Hafrann- sóknastofnunarinnar fyrr á árinu er ollu töluverðum vonbrigðum, sem og mikil umræða um brottkast, en við hvoru tveggja hafi verið brugðist á ýmsan hátt. Hinsvegar sé ljóst að með minni kvóta en óbreyttri sókn verði til þrýstingur á brottkast. Þannig geti breytingar á veiðistjórn smábáta skapað slíkan þrýsting, enda séu krókaaflamarksbátar nú bundnir kvóta í tegundum sem þeir máttu veiða frjálst áður. Eins hafi kvótinn verið skorinn töluvert niður en nú sjáist árangur af þessum að- gerðum í aukinni veiði. „Mælingar vísindamanna virðast hinsvegar vera eftir því sem sjómenn skynja úti á sjó. Þetta á sérstaklega við um ýsu, ufsa og skarkola, en kvóti í þessum tegundum hefur verið skor- inn verulega niður á síðustu árum en að undanförnu höfum við séð betri veiði og meiri dreifingu á þess- um stofnum. Aukning á steinbíts- kvóta kemur hinsvegar aðallega til vegna breytinga á krókaaflamarki.“ Árni segir að nýjustu mælingar á ýsustofninum sýni mjög jákvæð merki til framtíðar og því komi auk- in ýsugengd ekki á óvart. Lítill kvóti skapi hinsvegar vandamál, svo sem þrýsting á brottkast. Því hafi hann ákveðið að hækka leyfilegan heild- arafla upp í 41 þúsund tonn, sem sé sami afli og veiddist á síðasta fisk- veiðiári. Eins hafi borist upplýsing- ar um mun meiri ufsagengd á mið- unum undanfarin tvö ár. Mjög náið hafi verið fylgst með ufsastofninum og núna sjáist merki um sterkari ár- ganga. Árni sagði að sömuleiðis gefi veiði og mælingar til kynna að skar- kolastofninn sé að braggast og því telji hann óhætt að auka aflann. Árni segir ákvörðunina byggða á upplýsingum frá Hafrannsókna- stofnuninni en einnig á upplýsingum frá sjómönnum. Þannig náist betri heildarmynd, auk þess sem tillit sé tekið til félags- og efnahagslegra áhrifa. 6 milljarða aukning á útflutningsverðmæti Gera má ráð fyrir að hækkun á leyfilegum heildarafla í umræddum tegundum auki útflutningsverðmæti útfluttra sjávarafurða um 3 millj- arða króna og kemur sú hækkun til viðbótar þeim 3 milljörðum króna sem verður vegna hækkunar á leyfi- legum heildarafla úthafsrækju sem kynnt var fyrr í þessum mánuði. Ákvarðanir sjávarútvegsráðherra munu því leiða til þess að útflutn- ingsverðmætið á árinu 2002 verður nálægt 128 milljörðum króna í stað 122 milljarða sem Þjóðhagsstofnun áætlar í endurskoðaðri þjóðhags- áætlun að öðru óbreyttu. Í sömu áætlun Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að útflutningstekjur sjáv- arafurða verði um 113 milljarðar króna á árinu 2001. Með þessum nýju forsendum má gera ráð fyrir að útflutningsverðmætið hækki um a.m.k. 13% á milli ára, í stað 7,5% í fyrri áætlunum. Frá árinu 2000 hef- ur verðmætið þá aukist um þriðj- ung. Þegar tilkynnt var um 30 þúsund tonna niðurskurð á leyfilegum heild- arafla þorsks sl. vor var áætlað að útflutningstekjur myndu að öllu samanlögðu dragast saman um 4 milljarða króna. Þær hækkanir á leyfilegum heildarafla sem tilkynnt hefur verið um í dag og 17. desem- ber sl. gera því betur en að vega upp þann samdrátt og stefnir því allt í góða afkomu botnfiskveiða á árinu 2002, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Reynt að hafa meiri áhrif á sóknina Sjávarútvegsráðherra kynnti einnig í gær hugmyndir um verndun hrygningasvæða. Hafrannsókna- stofnunin hefur þegar lagt fram til- lögur friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð svo og friðun hrygning- arsvæða steinbíts og skarkola, í kjölfar umræðna um verndun hrygningarsvæða mikilvægra nytja- fiska. Árni segir hugmyndirnar nokkuð róttækar sem verði kynntar hagmunaaðilum á næstu vikum. „Með því að loka hrygningarsvæð- um er verið að tryggja að hrygn- ingin takist, enda verður sókninni á þessu svæði breytt nokkuð á þeim tíma sem stofninn er hvað viðkvæm- astur.“ Þá hefur Árni einnig óskað eftir því að Hafrannsóknastofnunin geri sérstaka úttekt á sandkolastofnin- um, í ljósi vísbendinga um aukna gengd sandkola við landið. Ákveðið að auka aflaheimildir í ýsu, ufsa, kola og steinbít Ýsukvótinn aukinn um 11 þúsund tonn Morgunblaðið/Þorkell Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra kynnir auknar aflaheimildir á blaðamannafundi í sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hef- ur gert athugasemdir við það að fjármálafyrirtæki eða greining- ardeildir á vegum þeirra veki opinberlega athygli á ýmsum fjárfestingarkostum fyrir al- menning án þess að tekið sé fram hvort viðkomandi fjármála- fyrirtæki eigi hagsmuna að gæta af viðkomandi fjárfestingarkosti. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjármálaeftirlitsins. Páll Gunnar Pálsson segir að Fjármálaeftirlitið hafi fylgst með umfjöllun fjármálafyrir- tækja og greiningardeilda á þeirra vegum undanfarnar vik- ur, með hliðsjón af hugsanlegum hagsmunaárekstrum sem hlotist geta af slíkri umfjöllun, ef við- komandi fjármálafyrirtæki á hagsmuna að gæta af viðkom- andi fjárfestingarkosti. „Í tilmælum Fjármálaeftirlits- ins um efni verklagsreglna fjár- málafyrirtækja er lögð áhersla á að gerð sé grein fyrir slíkum hagsmunum í ráðgjöf gagnvart viðskiptavinum, ef ráðgjafanum má vera kunnugt um hags- munina. Þó hefur ekki verið talið að gera þurfi grein fyrir óveru- legum hagsmunum,“ segir Páll. „Framkvæmdin á þessu virð- ist vera misjöfn. Dæmi eru til um að greiningardeildir geri prýðilega grein fyrir þessu sam- hliða umfjöllun sinni um fjár- festingarkosti. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar gertathuga- semdir við þetta í tilteknum til- vikum, en vill ekki upplýsa ná- kvæmlega hvaða tilvik það eru. Það sem við höfum aðallega skoðað eru reglulegar fréttir eða pistlar greiningardeilda og um- fjöllun frá fjármálafyrirtækjun- um sjálfum í viðskiptablöðum, bæði almennt og í tengslum við útboð. Athugasemdin á einnig við þegar ráðgjafar koma fram í öðrum fjölmiðlum, t.d. morgun- sjónvarpi eða öðrum álíka þátt- um á ljósvakamiðlum.“ Fjármálaeftirlitið hefur vakið athygli fjármálafyrirtækja á þessu og eins og áður segir gert athugasemdir í nokkrum tilvik- um. „Þeir sem ætla að byggja fjárfestingu sína á ráðgjöf fjár- málafyrirtækja eða greiningar- deilda á vegum þeirra eru hvatt- ir til að leita upplýsinga um hagsmuni fjármálafyrirtækj- anna gagnvart viðkomandi fjár- festingarkosti,“ segir í frétt á vef Fjármálaeftirlitsins. Fjármálafyrir- tæki upplýsi um hagsmunatengsl FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur beðið bresku ríkisstjórnina um upplýsingar um reglur um tryggingastarfsemi Lloyd’s of London. Framkvæmdastjórnin er að rann- saka þann laga- og regluramma sem Lloyd’s starfar innan til að ganga úr skugga um hvort hann sé í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Frá því er greint á fréttavef BBC að þetta geti orðið fyrsta skrefið í því ferli að athuga hvort brotið hafi verið gegn löggjöf Evrópusambandsins varðandi tryggingastarfsemi. Ef komist verður að þeirri niður- stöðu gæti það leitt til fjölda mál- sókna á hendur breska ríkinu frá umboðsmönnum Lloyd’s. Nokkrir þeirra hafa átt í málaferlum frá því snemma á tíunda áratugnum og halda því fram að breska ríkinu hafi ekki tekist að setja tryggingamark- aðnum nógu skýrar reglur. ESB rannsakar breskan trygg- ingamarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.