Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Detti-
foss kemur og fer í dag.
Hákon og Freri koma í
dag. Vædderen fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sonar, Lómur og Siku
komu í gær. Venus og
Helga María koma í
dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2001. Núm-
er laugardagsins 22.
desember er 36241.
Mannamót
Aflagrandi 40 Fé-
lagsmiðstöðin verður
lokuð mánudaginn 24.
desember.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum verður
lokað til 8. janúar. Ósk-
um öllum gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Áramótadansleikurinn
verður laugardaginn 29.
des. kl. 20:30. Caprí Tríó
leikur fyrir dansi. Ása-
dans og happdrætti.
Dagskrá í Hraunseli
hefst aftur af fullum
krafti mánudaginn 7.
jan.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofa fé-
lagsins verður lokuð
milli jóla og nýárs. Opn-
að aftur 2. janúar.
Félagsstarfið fellur nið-
ur milli jóla og nýárs.
Hefst aftur með dans-
leik 6. janúar. Skrifstofa
félagsins verður lokuð
milli jóla og nýárs. FEB
óskar öllum eldri borg-
urum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Í kvöld kl. 19
kemur Álafosskórinn í
heimsókn og syngur
nokkur lög. Allir vel-
komnir. Starfsfólkið í
Fururgerði 1 óskar íbú-
um hússins og öllum
gestum stöðvarinnar
gleðilegra jóla, friðar og
farsældar á nýju ári.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Lokað verð-
ur sunnudaginn 23. des.
næst verður opið sunnu-
daginn 6. janúar, ekki
verður spiluð vist mánu-
daginn 24. des. en spilað
verður mánudaginn 7.
janúar.
Gerðuberg, félagsstarf.
Opið milli jóla og nýárs
27. og 28. des. Fimmtu-
daginn 3. janúar verður
áramótaguðsþjónusta í
Bústaðakirkju kl. 14 á
vegum Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófasts-
dæma og Bústaðasókn-
ar, mæting í Gerðubergi
kl. 13.15, að messu lok-
inni verður ekið um
borgina ljósum prýdda,
skráning hafin. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720. Óskum öllum
gleðilegra jóla og far-
sældar á nýju ári.
Gjábakki, Fannborg 8.
Lokað verður í Gjá-
bakka frá 22.–26. des. að
báðum dögum með-
töldum. Gjábakki verður
opinn eins og venjulega
27. og 28. des. Lokað
verður frá 29. des.–1.
janúar að báðum dögum
meðtöldum. Starfsmenn
Gjábakka óska gestum
sínum gleðilegrar hátíð-
ar og gæfu og gleði á
nýju ári.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla 3–5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis
Fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er við
12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Minningarkort
Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588 7555
og 588 7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrifstofu
félagsins á Suðurgötu 10
(bakhúsi) 2. hæð, s.
552 2154. Skrifstofan er
opin miðvikud. og
föstud. kl. 16–18 en utan
skrifstofutíma er sím-
svari. Einnig er hægt að
hringja í síma 861 6880
og 586 1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Minningarkort MS fé-
lags Íslands eru seld á
skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl. 10–15.
Sími 568 8620. Bréfs.
568 8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheim-
ersjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533 1088 eða í
bréfs. 533 1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftirtöldum
stöðum: í síma 588 9220
(gíró) Holtsapóteki,
Vesturbæjarapóteki,
Hafnarfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elíasdótt-
ur, Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í síma
552 4440 frá kl 13–17.
Eftir kl. 17 s. 698 4426
Jón, 552 2862 Óskar eða
563 5304 Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562 5605, bréfsími
562 5715.
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafn-
arfjarðar (KH), er hægt
að fá í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi 64,
220 Hafnarfirði s.
565 1630 og á skrifstofu
K.H., Suðurgötu 44, II.
hæð, sími á skrifstofu
544 5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félagsins
eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma
551 7868 á skrifstofu-
tíma og í öllum helstu
apótekum. Gíró- og
kreditkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæfing-
ardeildar Landspítalans
Kópavogi (fyrrverandi
Kópavogshæli), síma
560 2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551 5941 gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565 5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin Þroska-
hjálp. Minningarsjóður
Jóhanns Guðmunds-
sonar læknis. Tekið á
móti minningargjöfum í
síma 588 9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minning-
argjöfum á skrifst.
hjúkrunarforstjóra í
síma 560 1300 alla virka
daga milli kl. 8 og 16.
Utan dagvinnutíma er
tekið á móti minning-
argjöfum á deild 11-E í
síma 560 1225.
Hranfkelssjóður (stofn-
að 1931) minningarkort
afgreidd í símum
551 4156 og 864 0427.
Í dag er laugardagur 22. desem-
ber, 356. dagur ársins 2001.
Orð dagsins: Haf umgengni við
vitra menn, þá verður þú vitur,
en illa fer þeim, sem leggur lag
sitt við heimskingja.
(Orðskv. 13, 20.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 hjúskapur, 8 drekkur, 9
dylja, 10 reyfi, 11 skyld-
mennið, 13 flýtinn, 15
húsgagns, 18 óhamingja,
21 fúsk, 22 veika, 23
stefnan, 24 tíminn um kl.
18.
LÓÐRÉTT:
2 margtyggja, 3 líffærin,
4 blaðra, 5 þvinga, 6 fugl,
7 forboð, 12 óhróður, 14
mergð, 15 tuddi, 16
drasli, 17 fiskur, 18 dap-
urt, 19 reiðan, 20 heimsk-
ingi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 firra, 4 gisin, 7 Jónas, 8 uggur, 9 ann, 11 taða,
13 bráð, 14 gabbi, 15 farg, 17 ljót, 20 hik, 22 lyfta, 23
rætin, 24 remma, 25 síðla.
Lóðrétt: 1 fljót, 2 ránið, 3 ansa, 4 grun, 5 sigur, 6 nýrað,
10 nebbi, 12 agg, 13 bil, 15 fálur, 16 rófum, 18 játað, 19
tinda, 20 hata, 21 krús.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hafði vit á því aðskella sér á tónleika Bjarkar
Guðmundsdóttur í Laugardalshöll-
inni á miðvikudag og sér ekki eftir
því. Vissulega er þetta farið að
hljóma eins og gömul tugga en stúlk-
an sú er hreinn og beinn snillingur.
Það sannaði hún þessa eftirminni-
legu kvöldstund í félagsskap einvala
tónlistarmanna, sem studdu hana af
alúð. Einkum þótti Víkverja mikið til
grænlenska kvennakórsins koma.
Víkverji hefur heldur aldrei heyrt
samvinnu „dægurtónlistarmanna“
og „sígildra“ lánast eins vel.
x x x
EN ÞAR kemur einmitt að van-kanti annars vel heppnaðra tón-
leika. Vankanti sem langt því frá var
listamönnum sjálfum að kenna. Svo
vandaður en þó kannski sérstaklega
viðkvæmum tónlistarflutningi í
þessu blessaða íþróttahúsi Laugar-
dalshöllinni afhjúpar nefnilega al-
gjörlega hversu vitavonlaust það er
til tónleikahalds. Þetta kemur síður
fram á rokktónleikum þegar einfald-
lega er hægt að hækka upp í ellefu í
hljóðkerfinu og æra gesti svo þeir fái
hellur og heyri nú alveg örugglega
ekki óhljóðin sem húsið býr til úr-
ónunum sem koma frá sviðinu.
En þegar svo nákvæmur tónlist-
arflutningur er annars vegar, þar
sem galdurinn liggur oft og tíðum í
smáatriðunum og ofurpersónulegum
flutningi listamanna, þá er Höllin al-
veg vonlaus og til helberrar skamm-
ar. Að þessu komst Víkverji á annars
mögnuðum tónleikum Buena Vista
Social Club fyrr á árinu og nú aftur á
tónleikum Bjarkar. Í báðum tilfellum
má segja að húsið hafi drepið hljóm-
inn í fæðingu, kæft hann svo þeir sem
aftarlega sátu fengu ekki nándar
nærri eins mikið út úr tónlistinni og
hinir sem framar voru.
Ekki bætir úr skák að gestir sem
sitja á stólum í sal sjá lítið sem ekk-
ert á sviðið sem er náttúrlega óeðli-
lega lágt. Þetta sást glögglega á
Bjarkar-tónleikunum því alla lið-
langa tónleikana voru gestir teygj-
andi og beygjandi höfuð í allar áttir
til að reyna að koma auga á söngkon-
una „okkar“, greinilega með litlum
árangri.
x x x
EITTHVAÐ skárri er aðstaðan íHáskólabíói þar sem Björk hélt
aukatónleika í gær. Þessu 40 ára
gamla húsi sem á sínum tíma var
hannað sérstaklega til að geta hýst
með góðu móti tónleikahald. Til þess
að hljómur yrði sem bestur var meira
að segja leitað til danska verkfræð-
ingsins dr. Vilhelms Lassens Jord-
ans, sem var þá mjög frægur á því
sviði og hafði hannað mörg tónlistar-
hús og var m.a. ráðgjafi við byggingu
óperuhússins fræga í Sydney. Ráð
hans gerðu að verkum að bygging
salarins stóra varð mun kostnaðar-
samari en á horfðist í fyrstu en Há-
skólamenn töldu fénu vel varið því
þar væri líka risið tónlistarhús boð-
legt Sinfóníuhljómsveit Íslands. En
síðan kom á daginn að tónlistarmenn
voru alls ekkert sáttir við hljómburð-
inn í húsinu og hafa ekki verið, flestir
hverjir. Þær raddir hafa og orðið æ
háværari að salurinn henti hreint illa
til tónlistarflutnings og sinfónían
„okkar“ og annað tónlistarfólk, inn-
lent sem það erlenda er sækir landið
heim, eigi miklu betra skilið.
Víkverji er röddunum sammála og
undrar sig á að enn sé ekki hafin
bygging á hinu eina sanna tónlistar-
húsi í höfuðborginni, þessu sem svo
lengi hefur verið beðið eftir. Sjaldan
eða aldrei hefur Víkverji þó þráð það
eins heitt og þegar hann hlýddi á
Bjarkarsönginn.
Klassískar perl-
ur í dægurlög?
ÉG var að hlusta á Mósaík
og í þættinum var flutt lag-
ið Ave María eftir Kalda-
lóns. Þetta er mjög fallegt
lag og það er oftast nær
flutt af góðum söngvurum
og kórum.
Í þættinum var lagið
flutt í nýrri útsetningu og
fannst mér hún satt best að
segja hundleiðinleg. Þessi
útsetning hefur víst átt að
höfða til unga fólksins.
Það er ekki hægt að
breyta klassískum lögum
eins og Ave María í dæg-
urlög, ekki það að ég hafi
ekki gaman af dægurlög-
um, ég er einungis á móti
því að breyta klassískum
perlum í dægurlög.
Kristín.
Tapað/fundið
Svart hliðarveski
týndist
LÍTIÐ svart hliðarveski
týndist við Sólheima 7. des-
ember. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 553 2258.
Dýrahald
Dúlla er týnd
DÚLLA er svartur skógar-
köttur, loðin og með hvítt í
skottinu. Hún týndist frá
Flyðrugranda 18 um síð-
ustu helgi. Hún er merkt og
með bleika ól. Þeir sem
hafa orðið hennar varir vin-
samlega hafi samband í
síma 561 4001 og 897 2338.
Zara er týnd
KISAN okkar, hún Zara,
hvarf að heiman frá sér úr
Setbergshverfinu þriðju-
dagskvöldið 18. desember
sl. Hún er 6 mánaða, hálf
persnesk og því mjög loðin.
Zara er tvílit, steingrá og
hvít með gráa grímu kring-
um augun. Grái liturinn er
dálítið bröndóttur. Hún er
með gula hálsól sem í hang-
ir tunna, en nafnið Zorro
stendur á miðanum innan í.
Við viljum fá Zöru heim aft-
ur og þeir sem kynnu að
finna hana eru beðnir að
láta okkur vita í s: 565 3690,
896 3568 eða 691 5634.
Fundarlaun eru í boði fyrir
kisuna okkar.
Pjakkur enn týndur
HANN Pjakkur er enn
týndur og fjölskylda hans
þráir að fá hann heim fyrir
jólin. Pjakkur er grábrönd-
óttur með hvíta sokka og
hvíta bringu. Hann er með
rauða endurskinsól með
bjöllum, hjartalaga síma-
númeramerki og segullykli.
Hann er stór, mjög lítill í
sér, mjúkur og mjög gæfur.
Hans er sárt saknað og all-
ar upplýsingar um hann vel
þegnar í síma 551 1176,
848 2797 eða 698 3607.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG ER mikill aðdáandi og
stór neytandi rauðs greip-
aldins (grapefruit), enda
er það sérstaklega hollur
sítrusávöxtur. Því miður
er það stundum þrauta-
ganga að finna þá tegund
ávaxtarins, sem fellur að
mínum smekk og bragð-
laukum. Mér finnst hann
beztur svolítið sætur.
Allra bezta tegundin er
frá Flórída og því næst frá
Kaliforníu. Af einhverjum
ástæðum eru þessir ávext-
ir ekki góðir frá Evrópu-
löndum eins og Spáni og
Ísrael – og reyndar fleiri
löndum.
Rautt greipaldin frá
Flórída hefur ekki fengizt
hér í búðum, þ.m.t. stór-
mörkuðum, allt frá því í
byrjun sumars. Þrátt fyrir
víðtæka leit hefur mér
ekki tekizt að finna nema
súra og harða greipávexti
mánuðum saman og oftast
er sama tegundin á boð-
stólum í stórmörkuðunum,
þótt þeir reyni að telja
fólki trú um, að samkeppni
um neytendur sé hörð
milli þeirra.
Það gladdi mig því
ósegjanlega, þegar ég
kom í Nóatúnsverzlun sl.
fimmtudag að fá þar loks-
ins rautt greip frá Flórída.
Ég vona að Flórídaávext-
irnir verði sem lengst á
boðstólum og á meðan
munu Nóatúnsverzl-
anirnar njóta viðskipta
minna og það ekki aðeins í
ávaxtaborðinu.
Ávaxtaunnandi.
Rautt greipaldin