Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ⓦ vantar í Ytri-Njarðvík í Hólagötuhverfi Upplýsingar veitir umboðsmaður, Eva Gunnþórsdóttir, í síma 421 3475 og 868 3281. Á FIMMTUDAG, 20. desember, kom nokkur hópur fólks saman við Hrepphólakirkju þegar þeim áfanga var náð að búið var að leggja heitt vatn frá Flúðum til 22 notenda í sunnanverðum Hrunamannahreppi. Stjórnarformaður Hitaveitu Flúða og hitaveitustjóri opnuðu krana í safnaðarheimilinu þar sem fram streymdi hið dýrmæta heita vatn. Hitaveitulögnin er um 9,5 km að bænum Hólakoti sem er skammt of- an við brúna yfir Stóru-Laxá. Verkið er alfarið unnið af veitustjórn Hita- veitu Flúða undir forustu Hannibals Kjartanssonar hitaveitustjóra. Jarð- vinna var unnin af Gröfutækni ehf. á Flúðum en verktakafyrirtækið Suða ehf. sá um sjóða rörin saman. Verkið hófst í byrjun september en gallar komu upp í rörum og tafði það verkið um mánuð. Eigi að síður tókst að ljúka framkvæmdum fyrir jól og þakka verktakar það hinu góða tíðarfari sem verið hefur að undan- förnu. Kostnaður við lagningu hita- veitunnar að húsum notenda er um 40 milljónir króna. Hjá þremur notendum er eftir að koma vatninu inn fyrir vegg en sum- staðar á eftir að setja upp vatns- rennslisofna í stað rafmagnsofna, þar á meðal í hinni nær aldargömlu en fögru Hrepphólakirkju. Verður hafist handa við það verkefni upp úr áramótum að koma heita vatninu í full not. Þegar þessum hitaveitufram- kvæmdum er lokið eru einungis 10 heimili sem ekki njóta þess að hafa heitt vatn til notkunar úr iðrum jarð- ar hér í sveitinni sem í búa um 730 manns. Á þessari ómetanlegu auð- lind sem heita vatnið er og fjölþættri notkun þess, byggist sterkara og blómlegra mannlíf jafnt í sveitum sem bæjum, svo er einnig hér. Hitaveita tekin formlega í notkun Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Formaður veitustjórnar, Sigurður H. Jónsson, og hitaveitustjórinn, Hannibal Kjartansson, skrúfa frá heita vatninu í safnaðarheimilinu. NEMENDUR tónlistarskólans á Þórshöfn stóðu sig með prýði á jólatónleikum í Þórshafnar- kirkju þrátt fyrir langt verkfall tónlistarkennara á önninni. Nemendur komu þar fram og léku á píanó, blokkflautu, þver- flautu, klarinett og gítar. Kirkj- an er afar vel fallin til tónleika- halds því hljómburður í henni er mjög góður. Lauri Toom frá Eistlandi er skólastjóri tónlistarskólans og hefur náð góðu valdi á íslenskri tungu en þetta er annað árið hans á Íslandi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Tvær stúlkur leika á þverflautu; Karítas Agnarsdóttir og Sólrún Siggeirsdóttir. Jólatónleikar tónlistarskólans Þórshöfn GUÐMUNDUR Ólafsson á Grund í Reykhólasveit hefur keypt Hótel Bjarkalund af Kaupfélagi Króks- fjarðar. Í sumar verður þar rekin alhliða ferðaþjónusta eins og und- anfarin ár. „Það voru umræður hjá kaup- félaginu um að selja og mér datt það í hug í haust að reyna að kaupa þetta sjálfur. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Bjarkalundi. Er þarna mikið á sumrin, það er oft hringt í mig til að redda hlutum þegar eitthvað bilar. Ég vildi alls ekki að þetta færi undir einhverja aðra starfsemi,“ segir Guðmundur um áhuga sinn á staðnum. Þá seg- ist hann hafa verið í stjórn fyr- irtækisins í mörg ár og viðloðandi reksturinn þegar hreppurinn átti stóran hlut í honum. Byrjaður að slétta tjaldsvæði Fyrirtæki Guðmundar, Bjarka- lundur ehf., mun væntanlega verða opnað um hvítasunnuna og starf- semin verða rekin í sumar. Hót- elstjóri verður sá sami og í fyrra, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir. Guð- mundur segir að þarna verði áfram rekin alhliða ferðaþjónusta með hóteli, veitingastað og tjaldsvæði. Vegna þess hversu gott veður hefur verið að undanförnu er Guð- mundur byrjaður á endurbótum fyrir sumarið. Hann hefur slétt 1.500 fermetra tjaldsvæði við Bjarkalund. Guðmundur lítur björtum aug- um á framtíðina, segir að ferða- þjónusta í Bjarkalundi og á Vest- fjörðum almennt eigi góða vaxtarmöguleika. Nefnir hann að vegurinn um Bröttubrekku verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þá verði veg- urinn úr Reykjavík í Bjarkalund kominn með bundið slitlag, fyrir utan nokkra kílómetra í Svínadal. Hann bætir því við að búið sé að bjóða út lagningu nýs vegar um Klettsháls, á leiðinni til Patreks- fjarðar, og telur hann að umferðin vestur muni smám saman aukast. Loks nefnir hann að leiðin um Þorskafjarðarheiði sé sú stysta milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og liggi hún um hlaðið í Bjarkalundi. Bjarkalundur er í landi Beru- fjarðar. Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veit- ingastaðinn á árunum 1945 til 1947. Morgunblaðið/svennikr. Íbúar Reykhólasveitar halda upp á þjóðhátíðardaginn í Bjarkalundi. Í sumar var þar vélasýning, auk annarra atriða. Kaupir Bjarkalund af kaupfélaginu Reykhólasveit ÍBÚAR Árneshrepps hugsa mikið um það þessa dagana hvað vakir fyrir veðurguðunum, en síðan níunda þessa mánaðar hefur verið hér veðurblíða og hiti allt að 14 gráður. Nýlega kom aðaljólapóstur- inn og flestallir sem koma heim um jólin, skólabörn í framhalds- skólum og aðrir, eru komnir með flugi Íslandsflugs til Gjög- urs. Aukaflug verður frá Reykjavík til Gjögurs á Þorláks- messumorgun ef veður leyfir. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Sumarhiti og flestir komnir heim Árneshreppur NÚ er ekki langt til jólanna og á flestum barnaheimilunum er til- hlökkunin orðin mikil. Í Stykk- ishólmi er undirbúningur jólanna með hefðbundnu sniði. Það sem mest ber á eru skreytingarnar á húsum og í görðum sem aukast með hverju árinu. Annar undirbúningur sem fer fram á heimilum og í skólum er ekki eins augljós. Það er árlegur viðburður að nemendur 1.–4. bekkj- ar Grunnskólans og nemendur leik- skólans hittist í kirkjunni einn dag fyrir jól og flytji dagskrá sem tengd er jólunum. Það er mikill hátíðleiki sem þar ríkir. Þar voru fluttir helgileikir sem búið var að æfa og gera búninga í jólaföndrinu. Litlu jólin voru svo haldin hátíðleg 20. des. og eftir það tók jólaleyfið við. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sylvía Ösp, Berglind, Elín Inga, Ragnheiður Erla, Patrekur Árni, Kar- en, Magnús Ingi og Alfreð Ragnar. Unga kyn- slóðin býr sig undir jólin Stykkishólmur KÓR yngsta stigs grunnskólans hér í bæ setti upp leikritið Jóla- gleði, sem er söngleikur með leik- rænu ívafi. Höfundur tónlistar er Daninn Niels Bystrup en textann samdi Esther Traneberg. Þýð- endur eru hins vegar tveir starfs- manna skólans, þær Anna Jór- unn Stefánsdóttir og Hlíf Arndal. Leikritið fjallar um fjölskyldu sem er að undirbúa jólin. Á háa- loftinu hjá þeim eru búálfar, sem koma heilmikið við sögu. Boð- skapurinn er sá að við ættum kannski að huga meira hvert að öðru en ekki kaupa bara alltaf nýtt og nýtt og henda svo bara heilum helling, eins og sonurinn á heimilinu kemst svo skemmtilega að orði. Kórinn söng fyrir for- eldra sína og ættingja á sérstök- um sýningum og einnig sungu krakkarnir lög úr leiknum á litlu jólum yngsta stigs. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Jólagleði Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.