Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 70
Skotleikir
Half Life: Leikurinn sem
gerði PC-eigendur hrædda
jólin 1998 er kominn á PS2.
Gengur út að að sleppa frá
rannsóknarstofu fullri af
geimverum og álíka ófögnuði
með hjálp risastórs vopna-
búrs og öryggisvarða sem
heita allir Barney. Aldur:
14+
Unreal Tournament: Net-
leikur í anda Quake 3, góður
skotleikur í flesta staði en
fyrst og fremst ætlaður til
þess að spila á Netinu eða
með vinum. Þó hægt sé að
keppa við tölvuna verður það
frekar þreytandi. Aldur: 14+
Borðaleikir
Crash Bandicoot 1-4: Nýj-
asta viðbótin er fyrir Play-
station 2 og heitir Crash
Bandicoot: The Wrath Of
Cortex. Crash er rotta sem
lítur út eins og refur og spil-
endur eiga að komast frá öðr-
um enda borðanna yfir á hinn. Aldur:
Allir aldurshópar.
Ævintýraleikir
Silent Hill 2: Framhald Silent Hill,
eins mest ógnvekjandi leiks sem hef-
ur sést á leikjatölvum, hryllilegri en
Resident Evil. Aldur: 14+
Bílaleikir
Gran Turismo 3: Gran Turismo leik-
irnir eru raunverulegustu bílaleikir
sem gerðir hafa verið, punktur. Nýj-
asti, GT3 fyrir Playstation 2, er án
vafa sá langbesti hingað til og sló út
alla samkeppni þegar hann kom út í
sumar; líklega besti bílaleikur hingað
til. Aldur: Allir aldurshópar.
Grand Theft Auto 3: Flestir kannast
væntanlega við Grand Theft Auto
leikina, sem eru býnsa ofbeldisfullir.
GTA3 er álíka og fyrri leikirnir gerðu
nema í þrívídd. Spilendur hafa í raun
ótakmarkað frelsi innan borgar-
markanna og geta gert hvað sem þeir
vilja. Aldur: 14+
Spyhunter: Svolítið eins og GTA3
nema með minna ofbeldi, ein-
faldari verkefnum, mun
minni borðum, flottari vopn-
um og flottari bílum. Aldur:
<14
Skipulags-/stríðsleikir
Age Of Empires 2: Snilldar-
leikur sem hefur loks verið
endurgerður fyrir PS2. Spil-
endur eru guð einnar þjóðar
sem þarf að tryggja henni
velgengni, yfirleitt á kostnað
annarra þjóða. Aldur: Allir
aldurshópar.
Slagsmálaleikir
Bloody Roar 3: Nýr leikur
frá fyrirtækinu Eighting sem
er að hasla sér völl í leikja-
heiminum um þessar mundir.
Glæsilegur útlits, en með
talsverðu ofbeldi. Aldur: 14+
Hasarleikir
Devil May Cry: Leikurinn
sem stal senunni á fleiri en
einni leikjasýningu í sumar.
Spilendur eru púki/maður sem,
ásamt stúlku sem biður hann um
hjálp, er ákveðinn í að eyðileggja
undirheima jarðarinnar. Sambland
af slagsmálaleik og skotleik. Aldur:
14+
Hlutverkaleikir
Dark Cloud: Nýr leikur frá Sony
sem kom öllum á óvart eftir frekar
dræmt gengi í Japan. Eins og í flest-
um RPG-leikjum er þemað galdrar
og álfar og tröll og svo framvegis.
Spilendur eru Toan, ungur piltur
sem fær það verkefni frá álfakonungi
nokkrum að endurvekja parta heims-
ins eftir að „svarti púkinn“ eyðilagði
hann nærri allan. Aldur: 14+
Baldurs Gate: The Dark Alliance:
Það er reyndar ekki víst að þessi leik-
ur verði kominn til Íslands fyrir jól,
en hann er þess virði að eftir honum
sé beðið. The Dark Alliance er ekki
dæmigerður Baldurs Gate leikur,
fróðir menn líkja honum einna helst
við Diablo í ótrúlega endurbættri út-
gáfu. Aldur: 14+
Íþróttaleikir
Tony Hawk Pro Skater 3: Tony
Hawk Pro Skater virðist vera kom-
inn á sömu hillu og leikir eins og
FIFA og NBA Live,breytist lítið
milli ára nema að því leyti að grafíkin
batnar og ein til tvær nýjar hreyf-
ingar bætast við. Þó er ekki hægt að
kvarta, THPS 3 er einn besti leikur
sem komið hefur út á árinu. Aldur:
Allir aldurshópar.
FIFA 2002: Hmm. Lítið hefur breyst
frá því á síðasta ári fyrir utan það að
nýtt sendingakerfi hefur verið tekið í
notkun og deildin hefur verið upp-
færð í takt við tímann. Grafíkin er
talin hafa batnað töluvert en grein-
arhöfundur gat ekki séð sérstakan
mun. Samt frábær fótboltaleikur sem
höfðar ekki bara til fótboltabrjálæð-
inga. Aldur: Allir aldurshópar.
Game Boy Advance
Tony Hawk Pro Skater 2: Besti
vasatölvuleikur sem hefur komið á
markað. Greinarhöfundur eyddi
vafalaust hundruðum klukkustunda í
þessum leik í lestum, flugvélum,
strætóum og bara heima síðasta
sumar. Þó nær ómögulegt sé að klára
Tony Hawk 2 alveg er nokkuð öruggt
að spilendur munu ekki hætta að
spila hann fyrr en þeir eru vissir um
að þeir geti ekki meira. Fullkominn
leikur. Aldur: Allir aldurshópar.
Warioland 4: Wario er búinn að
ryðja Mario sjáfum úr vegi sem kon-
ungur Platform-leikjanna á GBA.
Spilendur eru brjálæðingurinn War-
io sem getur drepið skrímsli með því
að kasta þeim í veggi, brotið steina
með því að hlaupa á þá og öskrar sí-
fellt eins og ljón. Aldur: Allir aldurs-
hópar.
Super Bust A Move: SBAM var gef-
inn út fyrir bæði GBC og GBA þetta
árið. Game Boy Advance býður upp á
mun betri grafík og skemmtilegri
borð en leikurinn gengur þó í báðum
tilfellum út á að skjóta lituðum kúlum
á aðrar litaðar kúlur. Langt frá því að
vera einungis barnaleikur og líklega
mest ávanabindandi spilakassaleikur
í heimi. Aldur: Allir aldurshópar.
Play Station 2
Skotleikir
Red Faction: Frábær leikur
sem kom öllum að óvörum
þegar hann kom út í septem-
ber sl. Verkefni spilanda er
stöðva námufyrirtæki sem er
að drepa starfsmenn sína af
einhverri ástæðu. Umhverfi
sem hægt er að skemma,
tugir vopna og fimm farar-
tæki sem hægt er að stela og
nota. Aldur: 14+
Escape From Castle Wolf-
enstein: Nú er loks komið
framhald af leiknum sem
breytti leikjaheiminum með
fyrsta þrívíddarskotleiknum
fyrir tæpum áratug. Leikur-
inn býður upp á gríðarstóran
heim fullan af fjölbreyttum
verkefnum og óvinum og net-
leik sem er á góðri leið með
að verða einn sá vinsælasti.
Aldur: Allir aldurshópar.
Max Payne: Max Payne er
byltingarkenndur skotleikur
í þriðju persónu. Hann skort-
ir þó netleiksmöguleika og er
frekar stuttur miðað við
skotleiki. Mikið ofbeldi. Ald-
ur: Allir aldurshópar.
Ævintýraleikir
Escape From Monkey Is-
land: Að vísu orðinn ársgam-
all en á þó enn heima á þess-
um lista: Hjálpið Guybrush
Threepwood að bjarga Kar-
íbahafinu frá draugnum
LeChuck sem ætlar að verða
ríkisstjóri þar. Fyrsti Monk-
ey Island leikurinn í þrívídd
og sá næstbesti hingað til.
Enskukunnáttu þarf til að
leysa leikinn. Aldur: Allir
aldurshópar.
Project Eden: Spilendur rannsaka
mannhvarf í framtíðarborg þar sem
mannfólkið er búið að byggja sig svo
hátt upp að enginn veit hvað gerist á
botninum. Samblanda af hasar- og
ævintýraleik sem ætti að höfða sér-
staklega til vísindaskáldsöguaðdá-
enda. Aldur: 14+
Hermileikir
The Sims: Spilendur eru guð fyrir
einni fjölskyldu og stjórna gjörðum
hennar. Öll vandamál sem upp koma
í fjölskyldunni eru á ábyrgð spilanda;
biluð klósett, biluð sjónvörp, bilað
fólk. Það kannast líklegast allir við
þennan leik í dag. Survivor fyrir PC-
tölvur. Aldur: Allir aldurshópar.
The Sims Hot Date: Nýjasta viðbót-
in við Sims-leikina. Eins og nafnið
bendir til snýst leikurinn ekki lengur
bara um að græða næga peninga.
Mikið af mannlegum samskiptum
kemur til leiks hér því leikurinn býð-
ur til dæmis upp á margar tegundir
faðmlaga, kveðja, kossa og svo fram-
vegis. Aldur: Allir aldurshópar.
Þrautaleikir
Bust A Move 4: er nýjasti leikurinn í
ótrúlega vinsælli leikjaröð sem á ræt-
ur sínar á áttunda áratugnum. Spil-
endur stjórna annarri risaeðlunni úr
Bubble Bubble-leikjunum sem flestir
kannast við. Þrátt fyrir einfalda pæl-
ingu er þessi leikur, sem er að verða
ársgamall, án vafa fyrir alla aldurs-
hópa. Aldur: Allir aldurshópar.
Skipulags-/stríðsleikir
Myth 3: The Wolf Age: Nýjasti leik-
urinn í Myth-röðinni. Frábær þrí-
víddargrafík, snilldarnetleikur. Ald-
ur: 14+
Civilisation 3: Civ-leikirnir
eru líklega með vinsælustu
leikjum allra tíma. Sagan er
alltaf sú sama, enda reyna
hönnuðirnir að halda henni
eins nálægt raunveruleikan-
um og hægt er, en auk bættra
myndgæða er komið nýtt for-
gangsatriði allra kónga, keis-
ara, höfðingja, prinsa o.s.frv.:
Spilendur verða að viðhalda
góðu menningarlífi innan
borga sinna svo að menning-
aráhrif þeirra aukist og
breiðist út. Frábær leikur og
líklega sá besti til að liggja í
yfir jólin. Aldur: Allir aldurs-
hópar.
C&C Yuri’s Revenge:
Framhald C&C Red Alert 2.
Yuri var gæinn sem gat lesið
hugsanir og stjórnað öðrum í
Red Alert, núna er hann
kominn aftur með her af svip-
uðum viðundrum og fullt af
græjum, svipaður Red Alert,
nema betri. Aldur: 14+
Commandos 2: Framhald
Commandos, vinsælasta
skipulags-/stríðsleiks 1998.
Commandos 2 fylgir sögu
fyrri leiksins mjög vel eftir en
gerist í nokkuð frábrugðnu
umhverfi, á eyjum í Kyrra-
hafinu. Leikurinn er erfiðari
en nokkru sinni og einfald-
lega ekki á færi yngri spil-
enda. Aldur: 14+
RPG/hlutverkaleikir
Arcanum: Of Steamworks
and Magick Obscura: Lík-
lega einn stærsti hlutverka-
leikur þessa árs og sá sem
kom Troika Studios á blað
sem snilldarhönnuðuðum.
Leikurinn blandar saman miðalda-
heimi með álfum og dvergum og
nítjándu aldar umhverfi og -tækni,
en hann gengur aðallega út á barátt-
una milli tækni og galdra. Aldur: 14+
Baldurs Gate 2: The Throne of
Baal: Að vísu ekki alveg nýr lengur
en svo góður að um hann verður að
fjalla hér. Líklega geta allir þeir sem
hafa áhuga á fantasíu haft gaman af
Baldurs Gate-leikjunum, Spilendur
geta ráfað um heila borg og talað við
óteljandi manns, allt frá því að fyrsta
atriði leiksins er búið kemst maður
svo mikið inn í söguna að það er eins
og að lesa spennandi bók. Aldur: 14+
Íþróttaleikir
Fifa 2002: Nýjasti leikurinn í vin-
sælustu fótboltaleikjaseríu heims,
Fifa 2001 með betri grafík og breyttu
sendingakerfi. Í raun er ekki mikið
annað gott hægt að segja um hann en
hann er samt besti fótboltaleikurinn.
Aldur: Allir aldurshópar.
F1 2001: Besti Formula eitt leikur-
inn í dag. Reyndar örlítið of raun-
verulegur fyrir spilendur sem voru
að vonast eftir leik í stíl við Ridge
Racer eða aðra spilakassalega leiki.
Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á
formúlunni en ekki alla aðra. Aldur:
Allir aldurshópar.
Championship Manager 01/02:
Þessi nýjasti í seríunni er sá besti til
þessa en líklegt að aðeins þeir allra
hörðustu taki eftir meirihluta endur-
bótanna. Championship Manager
fékk snemma á sig orð fyrir að vera
mikill tímaþjófur og hætt við að þeir
sem kaupa hann með það í huga að
spila hann vel í gegn komist ekki út
úr húsi yfir jólin. Aldur: Allir aldurs-
hópar.
Það getur verið úr vöndu að ráða þegar velja á
leiki í jólapakkann, eða bara til að spila yfir jólin.
Ingvi Matthías Árnason rennir yfir þá álitlegustu.
Helstu tölvu-
leikirnir
PC-leikir
FÓLK Í FRÉTTUM
70 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 13
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16.Forsýnd kl. 10.15.
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.
Missið ekki af nýjasta
glæpaþriller Bruce Willis
Þau veittu henni
öruggt heimili...
en henni var ekki
ætlað að komast burt!
Æsispennandi sálfræðitryllir
með Leelee Sobieski (Joyride)
í aðalhlutverki.
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni
Sýnd kl. 2, 5.15, 8 og 10.30.
Drepfyndin mynd sem gerir miskunnarlaust grín af
öllum uppáhalds unglingamyndunum okkar.
Nú fáið þið það óþvegið í endalausu gríni!
FORSÝNING
Fyndnasta mynd ársins 2002!