Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 39 STEFÁN Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir að stofnunin hafi ekki talið sér fært að fara fram á frekari gögn af hálfu Landsvirkj- unar vegna úrskurðar um um- hverfismat vegna Kárahnjúka- virkjunar. Hann segir að úrskurður umhverfisráðherra og þær viðbótarupplýsingar sem Landsvirkjun hafi látið í té vegna hans feli í raun í sér heilt ferli sem Skipulagsstofnun hafi ekki haft tök á að inna af hendi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær komst Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum um Kárahnjúkavirkjun að ágallar hafi verið á meðferð Skipulagsstofn- unar á málinu, en þó ekki það stór- vægilegir eða þess eðlis að ómerkja beri úrskurðinn og vísa málinu til meðferðar hjá stofn- uninni að nýju. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að bætt hafi verið úr helstu göllunum með því að Lands- virkjun hafi lagt fyrir ráðuneytið ný gögn um umhverfisáhrif hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar til þess að koma í veg fyrir eða draga úr þeim áhrifum. Fram kemur að ráðherra lítur svo á að málsmeðferð Skipulags- stofnunar hafi ekki verið í sam- ræmi við rannsóknarskyldu henn- ar, sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Úr því að stofn- unin hafi ekki talið málið að fullu upplýst hafi henni borið skylda til að notfæra sér heimild í lögum og fara fram á að Landsvirkjun legði fram frekari gögn eða kannaði til- greind atriði betur áður en málið væri til lykta leitt. Ef Lands- virkjun hefði ekki orðið við rök- studdum tilmælum stofnunarinnar þessa efnis hefði það getað leitt til þess að framkvæmdinni væri hafn- að. Hins vegar segir umhverfis- ráðherra að Landsvirkjun virðist ekki hafa farið að öllu leyti eftir þeim athugasemdum sem Skipu- lagsstofnun gerði við tillögu fyr- irtækisins að matsáætlun og drög þess að matsskýrslu. Því virðist sem Landsvirkjun hafi þrýst mjög á að málinu yrði hraðað og því beri báðir aðilar nokkra sök. Stefán Thors bendir á að í eldri lögum um mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda hafi verið fyrir hendi möguleiki á frekara mati, þ.e. stofnunin hafi í úrskurðum sínum getað hafnað framkvæmd, fallist á hana eða óskað eftir frek- ara umhverfismati. Það hafi í raun verið annað og endurtekið ferli, en í núgildandi lögum sé ekki gert ráð fyrir frekara mati, heldur fast haldið við fyrirfram ákveðinn tímaramma. Hann segir að Skipulagsstofnun telji, að þegar framkvæmdaraðila hafði verið bent á að gögn kynni að skorta áður en athugun stofn- unarinnar hæfist og framkvæmd- araðili bætti ekki úr, en sagði þvert á móti í matsskýrslu að gagna hafi ekki verið aflað um ein- staka þætti verði framkvæmdar- aðili að bera hallann af skorti á gögnum. Skipulagsstjóri vísar að öðru leyti til umsagnar Skipulagsstofn- unar vegna stjórnsýslukæru Landsvirkjunar, en þar koma fram ýmis rök fyrir úrskurði stofnunar- innar. M.a. bendir Skipulags- stofnun á í umsögn sinni að skort- ur á gögnum hafi ekki komið að öllu leyti í ljós fyrr en við athugun stofnunarinnar þegar ljóst varð að þær forsendur sem unnið hafði verið út frá við mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdarinnar voru rangar. Þessi atriði hafi ekki kom- ið í ljós fyrr en við umfjöllun um- sagnar- og sérfræðiaðila. Skipulagsstjóri telur rétt að leggja á það áherslu að þrátt fyrir skort á gögnum um veigamikil at- riði hafi það verið niðurstaða Skipulagsstofnunar að á grund- velli þeirra gagna sem lágu fyrir væru framkvæmdirnar líklegar til að hafa umtalsverð umhverfis- áhrif í för með sér og því ekki önn- ur niðurstaða tæk en að leggjast gegn framkvæmdinni, sbr. ákvæði 2. mgr. 11. gr. laga um mat á um- hverfisáhrifum. Skipulagsstjóri um úrskurð á umhverfismati Kárahnjúkavirkjunar Framkvæmdaraðili beri skaða af skorti á gögnum Í UNDIRBÚNINGI er aðbreyta nýlegum lögum ummat á umhverfisáhrifum, enumhverfisráðherra telur að nauðsynlegt sé að endurskoða lögin. Morgunblaðið spurði tvo lögfræð- inga um hvort þörf væri á að breyta lögunum og um álit þeirra á úrskurði ráðherra um Kárahnjúkavirkjun. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að vinna að úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar sýni að þörf sé á að breyta lögunum um mat á umhverf- isáhrifum. Lögin voru sett á síðasta ári. Nefnd hefur verið skipuð til að vinna að málinu og er henni ætlað að skila áliti núna í febrúar. Ketill Sigurjónsson var einn þeirra lögfræðinga sem kom fyrir umhverfisnefnd Alþingis þegar frumvarp til laga um mat á umhverf- isáhrifum var til umfjöllunar í nefnd- inni á síðasta ári. Hann á sæti í Um- hverfislaganefnd Alþjóða náttúru- verndarráðsins (IUCN) og situr þar í vinnuhópi sem er ætlað að semja al- þjóðasáttmála um jarðvegsvernd. Ketill benti á að Íslendingar hefðu verið seinir til að setja löggjöf um mat á umhverfisáhrifum. Slík lög hefðu fyrst verið sett árið 1992. Lagasetningin hefði í raun verið afleiðing aðildar Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu og í stórum dráttum hefði Alþingi innleitt til- skipun Evrópusambandsins um um- hverfismat. Tilskipuninni hefði verið breytt nokkrum árum síðar og þá verið nauðsynlegt fyrir Alþingi að endur- skoða lögin. „Ég vil því leyfa mér að segja að lagasetningin og endur- skoðunin á lögunum hafi ekki verið að frumkvæði Alþingis heldur verið bein afleiðing að EES-aðildinni. Þetta endurspeglar hversu seinir við Íslendingar höfum verið að huga að verndun náttúrunnar. Annað dæmi er ótrúlega lítill fjöldi þjóðgarða og lítið umfang friðlanda hér á landi.“ Óskýrt hvaða vankanta menn ættu við Ketill sagði að lögin um mat á um- hverfisáhrifum væru mjög umfangs- mikil og menn áttuðu sig kannski ekki á hvernig þau virkuðu fyrr en reynsla væri komin á þau. Að sjálf- sögðu væri slæmt ef það kæmi í ljós að erfitt væri að vinna eftir lögunum og þá væri auðvitað æskilegt að breyta þeim. „Mér hefur að vísu fundist að í umræðu um vankanta á lögunum sé það heldur óskýrt hvað átt er við. Umhverfisráðherra hefur m.a. látið þau orð falla að Skipulagsstofnun ætti ekki að hafa úrskurðarvald og þá á ráðherrann væntanlega við að stofnunin eigi einungis að gefa ráð- gefandi álit. Ég fæ ekki séð að þetta hafi grundvallarþýðingu. Aðalatriðið hlýtur að vera hvað á að felast í mati á umhverfisáhrifum og hvenær um- hverfisáhrif séu þess eðlis að þau eigi að leiða til þess að ekki sé ráðist í framkvæmdir.“ Í úrskurði umhverfisráðherra kemur fram að Skipulagsstofnun hefði átt að nýta sér lagaheimild til að krefja Landsvirkjun um frekari upplýsingar áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. Ketill sagði að þetta væri eitt þeirra atriða sem Landsvirkjun hefði byggt á í kæru sinni. „Ég fæ ekki betur séð en að umhverfisráð- herra hafi þarna rétt fyrir sér og að Skipulagsstofnun hefði átt að gæta betur að þessu. En þarna er vand- rataður vegurinn. Ósk um frekari gögn hefði orðið til að seinka málinu og þannig geta orðið íþyngjandi fyr- ir Landsvirkjun, sem vildi hraða málinu. En það sem undrar mig einna mest í úrskurði ráðherra er að ekki skuli vera kveðið skýrar á um mót- vægisaðgerðir vegna tapaðs gróður- lendis. Í nýlegum úrskurðarorðum Skipulagsstofnunar um Búðarháls- virkjun var mjög skýrt kveðið á um að bæta skyldi fyrir tap á gróður- lendi með mótvægisaðgerðum, þ.e. endurreisn gróðurlendis. Lands- virkjun sá enga ástæðu til að kæra þennan úrskurð. Í úrskurði ráðherra nú fá mótvægisaðgerðir miklu minna vægi en í Búðarhálsmatinu. Það er mjög óvænt og spurning hvort það samrýmist lögunum.“ Brýnt að breyta lögunum Aðalheiður Jóhannsdóttir lög- fræðingur hefur mikið fjallað um lögin um mat á umhverfisáhrifum og birti m.a. nýverið grein í Tímarit lög- fræðinga um mat á umhverfisáhrif- um. Hún sagðist vera eindregið þeirrar skoðunar að gera þyrfti breytingar á lögunum því á þeim væru veigamiklir gallar. Hún kvaðst raunar hafa bent umhverfisnefnd Alþingis á marga þeirra þegar frum- varpið var til meðferðar hjá nefnd- inni og að gera þyrfti allt annars konar breytingar en þá voru gerðar. „Alvarlegasti galli laganna er í 2. mgr. 11.gr. laganna. Þar er niður- staða hins eiginlega mats á umhverf- isáhrifum beintengd þeirri ákvörðun hvort fallast beri á eða leggjast beri gegn viðkomandi framkvæmd í sam- ræmi við umfang umhverfisáhrifa.“ Aðalheiður sagði að með þessari tengingu væri ekki að öllu leyti ljóst hverjar heimildir leyfisveitendans væru. Taka þyrfti skýra afstöðu til þess hvert væri endanlegt leyfi til framkvæmda og hver væri endan- legur leyfisveitandi. Staðan væri oft sú að leyfisveitendur væru fleiri en einn og ekki alltaf ljóst hver þeirra veitti endanlegt leyfi til fram- kvæmda og starfsemi. Skipulags- stjóri væri í engum tilvikum leyfis- veitandi og umhverfisráðherra væri í fáum tilvikum leyfisveitandi. Í úrskurði umhverfisráðherra segir að Skipulagsstofnun hefði átt að krefja Landsvirkjun um frekari upplýsingar áður en úrskurður var kveðinn upp. Um þetta sagði Aðalheiður að það væri mikilvægt að hafa í huga að mat á umhverfisáhrifum hefðu mikla sér- stöðu innan stjórnsýslunnar. Verið væri að meta umhverfisáhrif fram- kvæmda sem ættu eftir að koma fram, en venjulega fjölluðu stjórn- sýsluúrskurðir um það sem þegar væri afstaðið eða vörðuðu réttindi eða skyldur einstaklinga. Því ætti rannsóknarregla stjórnsýslulaga af- ar illa við þegar verið væri að fjalla um mat á umhverfisáhrifum. Erfitt að beita rannsóknar- reglu stjórnsýslulaga „Það er ákaflega vandasamt verk að meta hvenær nægilegar upplýs- ingar liggja fyrir. Það má velta því fyrir sér hvort það standist lög að leggja það alfarið á framkvæmda- raðila að afla allra þeirra upplýsinga. Þarna er verið að kalla eftir mjög flóknum upplýsingum. Í þessu til- tekna máli er um að ræða umfangs- mestu verklegu framkvæmd sem ráðgert hefur verið að ráðast í.“ Aðalheiður benti á að íslenska rík- ið hefði að þjóðarrétti tekið á sig mjög víðtækar skuldbindingar í margvíslegum samningum um að hafa fyrirliggjandi tilteknar upplýs- ingar um náttúru Íslands og vafa- samt hvort hægt væri að velta þess- ari ábyrgð í svo ríkum mæli á fáa framkvæmdaraðila. Aðalheiður sagði að meðal þess sem þyrfti að skoða við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum væri hvort kaflinn um vöktun ætti að vera í lögunum. Vöktun og eftirlit ætti að fylgja þeim leyfum til fram- kvæmda sem gefin yrðu út, en ættu ekki endilega að vera hluti af mati á umhverfisáhrifum. Við endurskoðun laganna þyrfti að greina betur á milli hlutverks þess sem færi yfir um- hverfismatið og þess sem síðan gæfi út endanlegt leyfi. Aðalheiður sagði að niðurstaða umhverfisráðherra í þessu máli hefði almennt ekki komið sér á óvart. „Það sem kemur mér þó á óvart í þessum úrskurði er sú túlkun umhverfisráðuneytisins að úrskurð- urinn og niðurstaða hans geti á ein- hvern hátt bundið Alþingi Íslend- inga samkvæmt 10. grein orkulaga. Það er afar sérstök lagatúlkun að halda því fram að stjórnsýsluúr- skurðir geti á einhvern hátt skert heimildir Alþingis,“ sagði Aðalheið- ur. Ketill Sigurjónsson lögfræðingur um úrskurð umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun Ekki skýrt kveðið á um mótvægis- aðgerðir Mikil þörf á að breyta lögunum, að mati Aðalheiðar Jóhannsdóttur rðandi af- riðjufram- uti af fyr- hefur huga á að m krafti í gist fram- m sjálfum mörgum og mögu- því ætla fyrir- ð freista ggja upp k á meðan mdatíman- þannig að geti í lok ð og sótt hluta eða ingur fyr- að því að m vel á g byggja fa tíma til kvæmdum ki að ráða hinir ætla óhætt að ður áhuga riðjufram- inu áhrif- ð mjög at- um óbein riðjufram- r að hafa stanlands. if þeirrar Reyðaráls ða úthýs- fyrirtækið oðdeildir í einungis það sem bjóða alla aka. smiðjur æki umræðum kað þessa athuganir stan til að gangi ekki vitað orðið n og farið garstefnu ð þetta er og getur en fyrst leið til að samlegum fa leitt til þess að sum fyrirtæki eru farin að hugleiða úthýsingu í starfsemi sinni, t.d. stóru sjárvarútvegsfyrir- tækin á Mið-Austurlandi. Þau eru öll með fullkomnar vélsmiðjur sem hver sinnir eingöngu þjónustu við sitt fyrirtæki og nú hafa menn velt þeim möguleika upp að sameina þessar vélsmiðjur og stofna eitt öfl- ugt fyrirtæki. „Ég veit að það verður skoðað hvort fyrirtækin eru tilbúin til að taka þessar deildir og kljúfa þær frá rekstrinum og gera þær að einu fyr- irtæki. Þessar vélsmiðjur eru í nær engri þróunarvinnu eða nýsköpun eða slíku enda markmiðið bara að þjónusta fyrirtækin sjálf. En þegar búið er að setja þetta í eitt sjálfstætt fyrirtæki fara menn auðvitað að horfa til þess að fara út í þróunar- verkefni og framleiðslu og þjónusta einhverjar aðrar greinar eða sækja út fyrir svæðið. Þá eru strax komin allt önnur viðhorf, þá er þetta orðið fyrirtæki se m þarf að sækja fram til að lifa og vaxa og dafna og verða verðmætt.“ Möguleikar opnast á að flytja út tækniþekkingu og reynslu Þá sjá menn fyrir sér að álverið í Reyðarfiði muni þurfa á slíkri þjón- ustu að halda og því gæti nýja fyr- irtækið byggt upp tvær deildir sem þjónusta myndu fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði, annars vegar álver- ið og hins vegar tæknilega fullkom- in sjávarútvegsfyrirtæki. „Fyrirtækið gæti verið að þjón- usta fullkomnasta álver í heimi og síðan fiskvinnslufyrirtæki á svæð- inu, eins og t.d. Síldarvinnsluna í Neskaupstað sem er eitt tækni- væddasta fiskiðjuver í heiminum eins og það er í dag. Þannig að með þessari nýju vélsmiðju væru menn að þjónusta tvær atvinnugreinar af mjög ólíkum meiði en greinar sem eru í fararbroddi á heimsvísu,“ seg- ir Gunnar. Að sögn Gunnars sjá menn þá fyrir sér hvernig boltinn geti rúllað af stað og möguleikar opnast á að flytja út reynslu og tækniþekkingu til fyrirtækja erlendis. „Það eru svona dæmi sem menn sjá fyrir sér að geti spunnist áfram, meira og minna burtséð frá álverinu sjálfu, en þó tengt og undir áhrifum af framkvæmdunum. Þannig hrinda stóriðjuframkvæmdirnar af stað ákveðnum þróunarferlum sem að öðrum kosti færu ekki af stað eða myndu gerast á mjög löngum tíma.“ örðum fyrir stóriðju tendur að byggja í Reyðarfirði. á hliðar- væmda epj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.