Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ströndinni. Nýta ætti gæði náttúr- unnar sem gæfust svo skemmtilega í borgarlandinu. Inga Jóna sagði að menn ættu eftir að líta með furðu til þeirra hugmynda að setja stórskipa- höfn og atvinnusvæði við bæjardyr 18 þúsund manna byggðar í Grafar- vogi. Sagði hún enga framtíðarhugs- un í slíku skipulagi og kvað hún Geldinganesið eitt ákjósanlegasta byggingarsvæði borgarinnar. Hún benti einnig á að ákvörðun um íbúða- byggð í Geldinganesi myndi ýta á gerð Sundabrautar og þar með bæta samgöngur í borginni. Tvær breytingartillögur minnihlutans samþykktar Breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar en flestar tillögur sjálfstæðismanna ýmis felldar eða þeim vísað til skipulags- og bygg- inganefndar eða samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins. Tvær voru samþykktar, annars vegar tillaga um stækkun íþróttasvæðis í Grafarvogi og hins vegar um stórar lóðir í nýju hverfi á Kjalarnesi. Við atkvæðagreiðslu um margar breytingartillögur sjálfstæð- ismanna lögðu borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans fram bókanir þar sem færð eru rök þeirra fyrir frávís- un eða vísan til afgreiðslu á annan hátt. Í bókum sjálfstæðismanna um skipulagstillöguna segir m.a.: „Eitt helsta einkenni aðalskipulagstillögu R-listans er að gert er ráð fyrir stór- felldri eyðileggingu á strandlengju borgarinnar með landfyllingum. Grjótnáma í Geldinganesi og eyði- legging strandlengju er í hróplegri mótsögn við tal um umhverfisvernd og vistvæna borg. Hástemmdar yf- irlýsingar borgarfulltrúa R-listans um umhverfismál hljóma hjákátlega þegar horft er til þeirra umhverfis- skemmda sem þeir standa fyrir.“ Þá segir að samkvæmt skipulags- tillögunni verði Vatnsmýrin og flug- vallarsvæðið, eitt mikilvægasta byggingar- og þróunarland í Reykja- vík, skipulagt í bútum. Þar með sé eyðilagður sá möguleiki að skipu- leggja svæðið í heild og nýta til fulls kosti þess þegar tekist hafi að finna fullnægjandi úrlausn fyrir nýja stað- setningu miðstöðvar innanlands- flugsins. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans vísuðu til bókunar sinnar við fyrstu umræðu um aðalskipulagið sem fram fór 15. nóvember. ÖNNUR umræða um aðalskipulag Reykjavíkur 2001 til 2024 fór fram á fundi borgarstjórnar í fyrradag, en tillagan var lögð fram í borgarstjórn fyrir fjórum vikum. Samþykkt var með atkvæðum meirihlutans að afgreiða tillöguna til auglýsingar. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, kynnti nokkrar breytingartillögur meirihlutans og Inga Jóna Þórð- ardóttir, oddviti minnihlutans, kynnti breytingartillögur sjálfstæð- ismanna. Skipulagstillagan verður nú auglýst og gefst á meðan frestur til athugasemda. Árni Þór sagði tillöguna mótast af skýrri framtíðarsýn og margvísleg- um nýjungum og mótuð væri sú stefna að styrkja borgina sem vist- væna og alþjóðlega höfuðborg allra landsmanna sem væri forystuafl á sviði þekkingar og alþjóðavæðingar. Breytingartillögur meirihlutans snúa einkum að texta í greinargerð, breytingum á þéttbýlisuppdrætti, inn kæmu nýir einblöðungar um bílastæðisstefnu, ferðaþjónustu, þekkingu, hátækni, rannsóknir og fleira og síðan væri breyting á upp- dráttum af meginleiðum almenn- ingssamgangna þar sem fram koma hugmyndir að meginleiðum spor- bundinnar umferðar. Árni Þór gerði síðan málflutning sjálfstæðismanna við fyrstu umræðu um aðalskipulagið að umtalsefni. Sagði hann að málflutningurinn hefði einkennst skorti á fram- tíðarsýn, fálmkenndu upphlaupi og því að vera á móti. Kjarninn í mál- flutningi þeirra hefði verið að Geld- inganesið væri fegursta svæði borg- arinnar, haldið væri uppi lóðaskorti, byggðin ætti að þróast upp til heiða, stórskipa- og stóriðnaðarhöfn væri áformuð í Eiðsvík, Vatnsmýrar- skipulagið væri óskiljanlegt og að skipulagstillagan gengi út frá for- sendum gærdagsins. Inga Jóna Þórðardóttir kynnti 21 tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og tillögu um breytingu á þróunaráætlun miðborgarinnar. Varðar hún heimild til lengri af- greiðslutíma áfengis á tveimur stöð- um í miðborginni. Borgarfulltrúinn sagði að við gerð aðalskipulagsins væri tekist á um mjög mikilvæga þætti í þróun borgarlandsins. Stærstu þættirnir snerust um land- notkun og sagði hún sjálfstæðis- menn hafa skýra skoðun á því að íbúðabyggð ætti að þróast meðfram Meirihlutinn um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur 2001 til 2024 Borgin styrkt sem vistvæn og alþjóðleg höfuðborg Rúmlega 167 þúsund manns voru við störf hér á landi SAMTALS 167.177 manns mæld- ist í vinnu hér á landi á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hafa aldrei fleiri mælst í vinnu hér á landi. Þar af eru 89.418 karlar og 77.759 konur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum út- reikningum Hagstofu Íslands um áætlaðan fjölda þeirra sem starfa hér á landi. Eru útreikningarnir byggðir á gögnum ríkisskatt- stjóra um staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi auk þess sem hliðsjón er höfð af niðurstöð- um vinnumarkaðsrannsókna Hagstofunnar. Til samanburðar voru samtals 166.895 manns starfandi hér á landi á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Þar af voru 89.400 karlar og 77.495 konur. Þá voru samtals 164.467 manns starfandi hér á landi á þriðja ársfjórðungi ársins 1999 og samtals 159.222 starfandi á þriðja ársfjórðungi ársins 1998. Tæplega 160 þúsund starf- andi á fyrsta ársfjórðungi Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru samtals 157.936 manns starfandi hér á landi en til sam- anburðar voru samtals 161.822 manns starfandi á fyrsta árs- fjórðungi ársins 2000. Samtals 159.154 manns voru starfandi á fyrsta ársfjórðungi ársins 1999 og samtals 153.892 voru starfandi á fyrsta ársfjórðungi ársins 1998. Þess má geta að tölur fyrir ár- in 2000 og 2001 eru bráðabirgða- tölur samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. #!!$ #!!!   # 3 33 333 3 3 33 333 3 3 33 333 3 3 33 333 4  4 5   *    6.(+ 78  * -(  *6  '( #!!$  # #$ # # # # $               !" # $ ! # % & ! '! ! "!     29 Aldrei fleiri einstaklingar í vinnu ráðamenn fyrirtækisins að nem- endur grunnskólanna beri aug- ljóslega virðingu fyrir þessum eignum og að umgengni í skóla- bílunum sé mun betri frá því sem áður var þegar notaðir voru eldri vagnar við skólaaksturinn. HVERT barn fær sæti með örygg- isbelti í nýjum skólabílum í Hafn- arfjarðarbæ. Þetta var krafa sem bæjaryfirvöld settu við endur- skoðun samnings við Hópbíla hf. um skólaakstur í bænum sem var undirritaður í gær. Samningurinn felur í sér notkun nýrra og ný- legra bíla, þar á meðal er sér- hannaður skólabíll með þægilegri sætum, öryggisbeltum og greiðara aðgengi. Hópbílar hafa nú þegar tekið þessa bíla í notkun í skólaakstrinum og segja for- Morgunblaðið/Þorkell Gísli J. Friðjónsson, forstjóri Hópbíla, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Hrafn Antonsson, rekstrarstjóri Hagvagna, skoðuðu einn nýju skólabílanna með öryggisbeltum. Belti fyrir hvert barn í nýju skólabílunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Krist- jáni Jónssyni, forstjóra RARIK: „Í Morgunblaðinu í dag, 21. des- ember, heldur Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, því fram, að RARIK hafi greitt „að minnsta kosti tvöfalt eðlilegt verð fyrir Rafveitu Sauðárkróks á sama tíma og fyrir Alþingi lá frumvarp um 500 mkr. aðstoð við RARIK með skattlagningu á önnur orkufyrirtæki í landinu“. Þetta telur forstjórinn vera ástæðuna fyrir því að ekki hafi orðið af samruna Selfossveitna við Hitaveitu Suðurnesja og Bæjarveit- ur Vestmannaeyja. Í þeim arðsemisútreikningum sem lágu til grundvallar því matsverði sem samkomulag varð um milli aðila kom eftirfarandi meginniðurstaða fram: Verðmæti veitunnar í óbreyttum áframhaldandi rekstri var um 170 mkr. Við yfirtöku RARIK á rekstr- inum gerist tvennt, annars vegar að- lögun að gjaldskrá RARIK til tekju- hækkunar og hins vegar veruleg samlegðaráhrif í rekstri til kostnað- arlækkunar. Ávinningnum af þess- um áhrifum er skipt milli aðila og um það er tekist á við samningaborðið, en niðurstaðan var sem kunnugt er 330 mkr. kaupverð til RARIK. Í þessu samningsferli er ekkert sem er óeðlilegt, enda má fullyrða að báðir aðilar fái allnokkuð fyrir sinn snúð. Frá sjónarhóli RARIK er hér um fullkomlega sjálfbær kaup að ræða, sem munu skila fyrirtækinu verulegri hagræðingu á landsvísu og bættri nýtingu mannafla, véla, tækja og þeirra upplýsingakerfa, sem fyr- irtækið hefur byggt upp. Að auki skila samlegðaráhrifin sér í hag- kvæmari orkuöflun og lækkun kostnaðar vegna yfirstjórnar, rekstrar vinnuflokka, innkaupa- og birgðahalds, fasteignarekstrar og samþættingu í sölu- og notendaþjón- ustu svo eitthvað sé tínt til. Það sem forstjórinn kallar „500 mkr. aðstoð við RARIK“ er alger- lega óskylt mál og kemur ofannefnd- um kaupum ekkert við. Þar er um það að ræða að stjórnvöld viðurkenni kostnað vegna óarðbærra rekstrar- eininga sem felst í því að reisa og reka rafdreifikerfi til sveita, sem engan veginn geta skilað tekjum af þeim fjárfestingum og rekstri sem við þau eru bundin.“ Athugasemd við frétt WWF krefst þess að Norsk Hydro hætti við álverið SAMTÖKIN World Wide Fund for Nature, WWF, krefjast þess að Norsk Hydro hætti við fyrirhugað álver í Reyðarfirði vegna þeirra náttúruspjalla sem bygging Kárahnjúkavirkjunar muni valda. Rasmus Hansson, talsmað- ur samtakanna í Noregi, seg- ir að vilji fyrirtækið halda því fram að það sé meðvitað um umhverfismál, eigi það ekki að taka þátt í verkefni sem muni hafa skelfilegar afleið- ingar fyrir umhverfið. Á heimasíðu samtakanna segir að sú ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra að heimila Kárahnjúka- virkjun sé alvarlegt áfall fyrir náttúruvernd á Íslandi og að virkjunarframkvæmdirnar muni valda meiri náttúru- spjöllum en nokkur samsvar- andi framkvæmdaáætlun á Íslandi hafi nokkru sinni gert. Þá segir að Kárahnjúka- virkjun muni hafa mikil áhrif á stærsta ósnortna landsvæði í Vestur-Evrópu og ógna við- kvæmum og sjaldgæfum há- lendisgróðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.