Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 12
FRAMSALSBEIÐNI yfir Lettanum sem handtekinn var á Dalvík fyrir skömmu hefur borist til alþjóðadeildar ríkis- lögreglustjóra og er hún til meðferðar hjá dómsmálaráðu- neytinu og ríkissaksóknara. Gæsluvarðhald sem hann hef- ur sætt frá 24. nóvember hef- ur verið framlengt til 2. janúar nk. Í framsalsbeiðninni kemur fram að hann er grunaður um að hafa farið eða átt aðild að þremur morðum í Lettlandi en í þeim gögnum sem bárust ríkislögreglustjóra í nóvember var á hinn bóginn greint frá því að hann væri grunaður um tvo morð. Samkvæmt upplýs- ingum frá ríkislögreglustjóra var einn mannanna myrtur með exi árið 1997. Hin morðin voru framin árið 2000 og árið 2001 og voru bæði fórnarlömb- in skotin til bana. Allir voru myrtir eftir að hafa komið að þjófum við innbrot. Framsals- beiðni hef- ur borist FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STÝRIMANNASKÓLINN í Reykja- vík útskrifaði á fimmtudag sex nem- endur sem lokið hafa skipstjórn- arprófi 3. stigs. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem ljúka þessum áfanga eftir nýrri skipan skipstjórn- arnámsins sem tekið var upp árið 1998. Með 3. stigs skipstjórnarprófi og fullnægjandi siglingartíma hafa nemendurnir réttindi sem skip- stjórnarmenn, yfirstýrimenn og skipstjórar á flutninga- og farþega- skipum af hvaða stærð sem er og hvar sem er í heiminum. Meðal nem- endanna sem útskrifuðust var 19 ára gömul stúlka, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, en hún er fjórða konan sem útskrifast með 3. stigs skipstjórnarréttindi frá Stýri- mannaskólanum frá upphafi. Ein kona hefur lokið 4. stigs skipstjórn- arnámi eða svokölluðu skipherra- stigi. Aðrir sem útskrifuðust á 3. skip- stjórnarstigi voru Bergur Páll Krist- insson, Guðmundur Páll Guðmunds- son, Helgi Aage Torfason, Jóhannes Haraldsson og Valgeir Theódór Helgason. Við Stýrimannaskólann í Reykjavík voru á sl. haustönn sam- tals 77 nemendur við nám, þegar flest var. Í dagskólanum voru 57 nemendur, í fjarnámi eru 12 nem- endur og 8 nemendur voru í kvöld- skóla í 30 rúmlesta réttindanámi. Fjórða konan fær 3. stigs réttindi Morgunblaðið/Þorkell Ragnheiður Sveinþórsdóttir tekur við viðurkenningu úr hendi Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar fyrir framúrskarandi árangur í siglingafræði. Útskrift Stýrimannaskólans í Reykjavík LÖGREGLAN í Kópavogi og Reykjavík tóku höndum saman í fyrrinótt og stöðvuðu alla öku- menn sem voru á leið suður Kringlumýrarbrautina við Nesti í Fossvogi. Aðgerðin hófst nokkru eftir miðnætti og stóð í ríflega klukkustund. Allir stöðvaðir og fimm ölvaðir AUÐUNN Atlason, sendi- ráðsritari í utanríkisráðu- neytinu, segir að ef beiðni berist til utanríkisráðuneytis- ins um að Ísland sendi fólk til friðargæslustarfa í Afganist- an muni ráðuneytið taka það til skoðunar. Engin slík beiðni hefur enn borist ráðu- neytinu. Á vegum Sameinuðu þjóð- anna er nú í undirbúningi að senda friðargæslulið til Afg- anistans. Liðið verður að stærstum hluta skipað her- mönnum, en einnig eru uppi hugmyndir um að það verði skipað borgaralegum friðar- gæsluliðum. Ekki verið ósk- að eftir friðar- gæsluliðum SAMÞYKKT var einróma á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur á fimmtudag að lækka afltaxta Orkuveitu Reykjavík- ur. Tekur lækkunin gildi frá næstu áramótum. Afltaxtar rafmagns eru eink- um notaðir af fyrirtækjum og verða þeir lækkaðir um 10%. Samþykkt var á síðasta ári að lækka taxta til almennings um 10% og jafnframt boðað að sams konar lækkun yrði í ár á taxta til fyrirtækja. Alfreð Þorsteinsson, formað- ur stjórnar OR, tjáði Morgun- blaðinu að þetta myndi þýða um 100 milljóna króna lækkun á taxta fyrirtækja á svæði Orkuveitunnar, þ.e. í Reykjavík og á Akranesi. OR lækkar afltaxta til fyrirtækja ÞINGFLOKKUR Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, VG, kom saman til fundar í gær vegna úr- skurðar Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra um Kárahnjúka- virkjun. Samþykkt var yfirlýsing þar sem úrskurðinum er mótmælt harðlega, hann gangi þvert gegn faglegri niðurstöðu Skipulagsstofn- unar sem hafi gefið virkjuninni al- gjöra falleinkunn. Þar segir einnig að Siv hafi brugðist þeim málaflokki sem hún beri ábyrgð á, hún hafi verið vanhæf til að úrskurða í mál- inu sem hlutlaus aðili og hefði borið að víkja sæti. Þingflokkurinn boðar harða and- stöðu við málið á Alþingi eftir jólafrí og á blaðamannafundi í gær sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, að óskað verði eftir því að þing- umræðunni verði útvarpað sérstak- lega, samkvæmt þingsköpum, þar sem um stórt mál sé að ræða. Skor- ar þingflokkurinn á almenning og alla náttúruunnendur að halda vöku sinni gagnvart „þeirri grímulausu pólitísku valdbeitingu sem umhverf- isráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar beitir í þessu máli“, eins og segir í yfirlýsingunni. Hrein pólitísk valdbeiting Þingmenn VG segja ljóst að virkj- unin ein og sér hefði í för með sér meiri umhverfisspjöll og óaftur- kræfar breytingar á landslagi og náttúrufari en nokkru sinni hafi ver- ið efnt til hér á landi og þótt víðar væri leitað. „Úrskurður umhverfisráðherra er hrein pólitísk valdbeiting. Sá tími sem liðinn er síðan Skipulagsstofn- un kvað upp sinn úrskurð 1. ágúst sl. virðist fyrst og fremst hafa farið í að leita leiða til að láta fyrirfram ákveðna niðurstöðu líta skár út. Nýr farvegur var búinn til fyrir málið utan laga, einhvers konar mála- mynda-viðbótarmat á vegum ráðu- neytisins, og er það eitt út af fyrir sig dæmafár gjörningur. Þrátt fyrir þetta tekst ekki að sýna fram á neitt nýtt sem réttlæti úrskurð umhverf- isráðherra,“ segir ennfremur í yf- irlýsingu VG. Steingrímur sagði á fundi með blaðamönnum að margt athyglisvert væri í úrskurði umhverfisráðherra og þeim viðbrögðum við honum sem fram hefðu komið. Vísaði hann þar m.a. til ummæla Friðriks Sophus- sonar, forstjóra Landsvirkjunar, í Morgunblaðinu í gær þess efnis að skilyrði ráðherra fyrir framkvæmd- inni væru það kostnaðarsöm að þeir peningar yrðu ekki sóttir til orku- kaupandans þar sem þegar lægju fyrir samningsdrög um sölu orkunn- ar. Steingrímur sagði þetta vekja ýmsar spurningar, m.a. þá hvernig hægt hefði verið að semja um orku- verð vegna framkvæmdar sem búið hefði verið að hafna með úrskurði Skipulagsstofnunar. Ummælin væru einnig vísbending um að sam- ið hefði verið um svo lágt verð að forstjóri Landsvirkjunar færi strax á taugum þegar kostnaðurinn færi upp um einhverjar upphæðir. Áleitnar spurn- ingar vakna Steingrímur sagði ennfremur að tímamótaafstöðu væri að finna í úr- skurði umhverfisráðherra, þ.e. að ekki bæri að fjalla um þjóðhagsleg áhrif virkjunarinnar við mat á um- hverfisáhrifum. Í sinni skýrslu hefði Landsvirkjun viðurkennt að fram- kvæmdinni fylgdu umtalsverð um- hverfisáhrif sem væru réttlætanleg með vísan til þjóðhagslegrar arð- semi. Steingrímur sagði að í þessu ljósi væri úrskurður ráðherra þeim mun grófari, að snúa samt sem áður við úrskurði Skipulagsstjóra. Úr- skurðurinn ætti framvegis eftir að hafa áhrif á sambærileg mál. „Ferlið í heild sinni, og lögform- lega staða þess, hlýtur að koma til skoðunar. Mjög áleitnar spurningar vakna um hvort ekki séu meira en nægar efnislegar ástæður þegar fyrir hendi til að vísa þessu öllu saman heim í hérað og byrja upp á nýtt,“ sagði Steingrímur. Þingflokkur VG mótmælir úrskurði umhverfisráðherra harðlega Nýr farvegur búinn til utan laga VIÐ útskriftarathöfn í Vélskóla Íslands hinn 20. desember síðast- liðinn voru brautskráðir tíu vél- stjórar og vélfræðingar. Sjö voru brautskráðir af 1. stigi og þrír af 4.stigi, sem er grunn- urinn undir hæstu starfsréttindi. Fleiri en hér koma fram hafa öðl- ast réttindi á önninni af ýmsum stigum en hafa ekki farið fram á formlega brautskráningu. Að lokinni útskriftarathöfn fengu eftirtaldir 4. stigs útskrift- arnemar verðlaun: Gunnar Freyr Þrastarson fyrir góðan náms- árangur í raf- og vélfræðigreinum og verðlaun fyrir góða ástundun. Þórunn Þórsdóttir fyrir góðan námsárangur í raf- og vélfræði- greinum og verðlaun fyrir góðan námsárangur í raungreinum. Bókaútgáfan Skerpla gaf öllum útskriftarnemum áritað eintak af nýja sjómannaalmanakinu. Það þykir tíðindum sæta að í þessum fremur litla útskrift- arhópi voru tvær stúlkur sem tóku við skírteinum en auk Þór- unnar Þórsdóttur sem áður er nefnd tók Jónína Þórunn Hansen við 1. stigs skírteini en hún áformar að halda áfram námi á komandi vorönn. Það er einnig at- hyglisvert að tveir synir Jónínu innrituðust í Vélskólann nú fyrir áramót og hefja nám við skólann á komandi vorönn. Þórunn Þórsdóttir er þriðja stúlkan sem útskrifast með 4. stig Vélskólans frá því að skólinn var stofnaður 1915. Hinar tvær eru Guðný Lára Pedersen sem út- skrifaðist 1978 og Rannveig Rist sem útskrifaðist 1983. Að lokinni ræðu Björgvins Þórs Jóhannssonar skólameistara og afhendingu verðlauna var boðið til kaffisamsætis. Þórunn Þórsdóttir, sem er þriðja stúlkan sem útskrifast með 4. stig frá Vélskóla Íslands frá upphafi, hlaut verðlaun fyrir námsárangur. Hluti hópsins sem útskrifaðist frá Vélskólanum á fimmtudag ásamt Björgvini Þór Jóhannssyni skólameistara. Konur áberandi við útskrift í Vélskóla Íslands STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.