Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 36

Morgunblaðið - 22.12.2001, Side 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HIÐ blómlega kórstarf í Lang- holtskirkju klykkti inn vetrarsólhvörf af myndarskap á fyrstu af þrennum tónleikum á fimmtudagskvöld. Að- sóknin var til vandræða mikil og hvergi stæði að fá í næsta nágrenni. Dagskráin var sömuleiðis risavaxin; hvorki fleiri né færri en 27 atriða og líklega ein sú lengsta á þessari jóla- vertíð. Þar á ofan liðu drjúgar 10 mín- útur fram yfir tilsettan tíma áður en báðir kórar hófu upp raust sína með gregorssöng. Fyrsta lagið, Barn er oss fætt, var fornkirkjulegur messu- inngangur á jóladag í útsetningu Ró- berts A. Ottóssonar og í einradda víxlsöng kórs og Halldórs Torfason- ar. Jók á jólastemmninguna að kirkj- an var almyrkvuð þegar kórarnir gengu syngjandi inn. Eftir Hátíð fer að höndum ein (úts. Jóns Ásgeirssonar) söng Kór Lang- holtskirkju (KL) einn án undirleiks Ó, Jesúbarn blítt (þýzkt lag í úts. J.S. Bachs) og Jól (Liljefors, úts. Hill- erud). Við orgelundirleik söng hann Vitringana frá Austurlöndum eftir Snorra Sigfús Birgisson við ljóð Heines og Jólaljós, bráðfallegt lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Dav- íðs Oddssonar. Ólafur Kjartan Sig- urðarson hóf fyrsta einsöng sinn með kórnum þetta kvöld í Konungarnir þrír (Cornelius, úts. Atkins), og tón- leikagestir risu á fætur og sungu með í Englakór frá himnahöll. Hafi fyrsta lota KL lítið mótazt af gleðiboðskap jóla þrátt fyrir hreinan og fallegan söng, þá lifnaði verulega yfir mannskapnum í fyrsta sératriði Gradúalekórsins (GL). Það var í franska laginu Á jólunum er gleði og gaman, sem Eddukórinn gerði vin- sælt hér fyrir 30 árum, enda fyrsta sæmilega hraða lag dagskrár. Að auki skemmtilega styrkbreytt og herti m.a.s. pínku ferðina „poco a poco accelerando“. Hér var ljómandi vel sungið, þó að miðlungslagið frá sama landi, Kemur hvað mælt var, kallaði fram mun heitari undirtektir, ugglaust fyrir snotran forsöng Ragn- heiðar Helgadóttur (hafi hún ekki heitið Þóra Sif Friðriksdóttir; tón- leikaskrá greindi ekki á milli). Næst mátti heyra hið furðuvinsæla „Ave Maria Gounods“, þ.e. 1. prelúdíu Bachs í C-dúr úr Veltempraða hljóm- borðinu I með aðskotamelódíu franska tónskáldsins við hörpuundir- leik Moniku Abendroth; að mér heyrðist með rangan kórhljóm á a.m.k. einum stað, ef ekki fleirum, þótt ekki bæri mikið á því. Eftir Syng barnahjörð (Händel) án undirleiks söng GL Jól Jórunnar Viðar við und- irleik flautna og orgels. Frábært lag, en háð nokkru tempósigi frá stjórn- anda sem, eins og stundum víðar á dagskrá, dró úr léttleika. Það kom þó ekki í veg fyrir frábærar undirtektir áheyrenda. Sem síðasta sératriði sitt söng GL Ave María Sigvalda Kaldalóns við hörpuundirleik og prýðisfallegan ein- söng Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, að vísu við nokkurt tónstöðusig ung- menna í byrjun og enda. Að því loknu var sungið Bjart er yfir Betlehem með almennri þátttöku áheyrenda. Eftir að tónleikagestum hafði verið boðið í jólasúkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu skipti KL eftir hlé um gír með þrem léttsveifluðum út- setningum Magnúsar Ingimarssonar við djasstríóundirleik Kjartans Valdemarssonar á píanó, Péturs Grétarssonar á trommusett og Jóns Sigurðssonar á bassa. Kunnuglegt amerískt lag Hughs Martins var fyrst, Heilög stund og hátíðlegt um jólin (do mí so do | sofamíre do re), og hefði verið gaman að fá að vita hvað það heitir á frummáli. Hið ágæta lag kórfélagans Helga Þórs Ingasonar, Okkar fyrstu jól, tókst ekki síður vel. Færðist nú kórinn allur í aukana með fjör og lipurð sem gjarna hefði mátt bera meira á í fyrsta dagskrárhluta. Jólasmellur Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól, var svolítið hægur en ekki til skaða. 4. lag KL, ljúflingsdilla Jóns Sigurðssonar, Jólin alls staðar við einsöng Ólafs Kjartans, var aftur á móti lúshægt flutt, en þó tandur- hreint og með fjallháum en samt klukkutærum lokatóni í sópran. Ekki kom fram hver útsetti (orgel, 2 fl., harpa og kb.), og gæti sem bezt hafa verið höfundur sjálfur. Fjörugasta númer kvöldsins var hið fyrsta af fimm í útsetningu sænska kórhöfundarins Anders Öhrwall, þ.e. ensk-franska jólalagið Ding Dong, og bráðskemmtilega út- fært. Með KL við orgelundirleik söng Ólafur Kjartan síðan Nú ljóma aftur ljósin skær (Köhler) og slesíska píla- grímssönginn Fögur er foldin. Þá ný- fæddur Jesús (Kirkpatrick) hljómaði undurþýtt í meðförum KL og hörpu- leikarans, og sömuleiðis Hljóða nótt (Heims um ból) Grubers, þar sem ein- söngsrödd Ólafs náði meiri mýkt en áður hafði heyrzt, og var það sízt til vanza. Ólöf Kolbrún söng þar á eftir einsöng með kórnum í Nóttin var sú ágæt ein eftir Kaldalóns og hinu (því miður) ómissandi Ó, helga nótt eftir Adolphe Adam. Bæði voru með flaut- um, hörpu og bassa, og léku flauturn- ar sérlega fallegan tvíleik á efsta sviði í seinna laginu. Loks voru tónleika- gestir leystir út með almennum söng í Guðs kristni í heimi (Adeste fideles). Einsöngvararnir stóðu sig með prýði. Ólafur Kjartan, sem framan af var heldur sperrtur í túlkun sinni, náði að slaka hæfilega á í síðustu lög- unum. Þá hefði ugglaust farið betur að stilla sópraninum saman við karla- kórsundirsöng í fyrra lagi Kaldalóns í stað ungmennakórsins, sem var á nánast sama tónsviði og einsöngvar- inn. Sömuleiðis hefði boldangsbarý- ton Ólafs örugglega komið bráðvel út á móti björtu englaröddum GL. Þótt hvorugt hafi verið í boði að sinni, er hugmyndinni hér með alltjent komið á framfæri. TÓNLIST Langholtskirkja Jólatónleikar Kórs og Gradualekórs Lang- holtskirkju. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðarson barý- ton. Bernard S. Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir, flautur; Halldór Torfason, ein- söngur; Jón Sigurðsson, kontrabassi; Kjartan Valdemarsson, píanó; Lára Bryn- dís Eggertsdóttir, orgel; Monika Abend- roth, harpa; Pétur Grétarsson, trommur; Ragnheiður Helgadóttir/Þóra Sif Frið- riksdóttir, einsöngur. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Fimmtudaginn 20. desem- ber kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Jörmundagskrá á jólatónleikum Ríkarður Ö. Pálsson RÚMLEGA níu milljónum var út- hlutað til 37 aðila úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka Íslands hf. við athöfn í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Styrkinn hlutu að þessu sinni: Miðborgarstarf KFUM & K, til for- varnarstarfs ungs fólks. Karmel- klaustrið í Hafnarfirði, til stækk- unar glugga í klaustrinu. Erla B. Skúladóttir, til gerðar kvikmyndar sem er hluti af lokaverkefni hennar í mastersnámi frá New York Uni- versity. Kvikmyndafyrirtækið Litla gula hænan, til framleiðslu heimild- armyndar um líf þriggja taílenskra kvenna sem búa í Axarfirði. Arn- gunnur Ýr Gylfadóttir listmálari, til sýningarhalds. Mireya Samper myndlistarmaður, til sýningarhalds. Listasafn Kópavogs, vegna sýning- ar á verkum Gerðar Helgadóttur sl. sumar. Bindindissamtökin IOGT á Ís- landi, vegna útgáfu Barnablaðsins Æskunnar og unglingablaðsins Smells. Sögunefnd Eyrarsveitar, til að gefa út annað hefti af sögulegum fróðleik um Grundarfjörð og Eyr- arsveit. Þjóðminjasafn Íslands, til viðgerðar á skotskífum. Útgáfa á ritverkum Páls Briem (1856–1904). Árnesingakórinn, til eflingar kór- starfsins. Credo, til að koma list ís- lenskra tónlistarmanna á framfæri við umheiminn. Hamrahlíðarkórinn, til eflingar kórstarfsins. Jóhann G. Jóhannsson, til útgáfu geisladisks með sönglögum við ljóð Þórarins Eldjárns. Sif Tulinius, til að gefa út sinn fyrsta einleiksdisk. Sumartón- leikar í Skálholti, til tónleikahalds. Söngsveitin Fílharmonía, til efling- ar kórstarfsins. Anita Briem, til leiklistarnáms í London. Strengja- sveit Tónlistarskólans í Reykjavík, til að efla starf sveitarinnar. Szym- on Kuran, fyrir að semja, flytja og vegna upptöku á verkinu Requiem. Egill Örn Arnarson, til að gera myndband um Smárakvartettinn á Akureyri. Langholtskirkja, til starfs Graduale Nobili-stúlknakórs- ins. Jónína A. Hilmarsdóttir, til kaupa á víólu. Astma- og ofnæm- isfélagið, til útgáfu fræðslubæklinga og gerðar heimasíðu. Landspítali, til að styðja samstarfshóp um líkn á höfuðborgarsvæðinu. Landssamtök skógarbænda á Héraði og Lands- samtök skógareigenda, til tíu ára afmælishátíðar. Laufey Guðnadóttir og Soffía Guðmundsdóttir, til gerð- ar fræðsluefnis um íslensk handrit fyrir nemendur á grunn- og fram- haldsskólastigi. Hópur sem vinnur að rannsókn á högum og þjónustu við fötluð ungmenni á Íslandi, til rannsóknarinnar. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, til að sinna og rækta upp trjásýni- lund. Styrktarfélag vangefinna, til starfsemi sinnar. MS-félagið, til að koma upp útilistaverkinu Stoð, eftir myndhöggvarann Gerði Gunnars- dóttur. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, til að aðstoða foreldra hjartveikra barna. SÍBS, til að efla lungnaendurhæfingu á Reykjalundi. Gigtarfélag Íslands, til að vinna að frekari eflingu Vís- indasjóðs félagsins. Stofnun Vigdís- ar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, sem er rannsókna- stofnun við heimspekideild, til starfseminnar. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, til eflingar starf- semi stofnunarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Myndin er tekin er styrkir úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbanka Íslands voru afhentir í Gerðarsafni. Menningar- og styrktarsjóður Búnaðarbanka Íslands Ríflega níu millj- ónum úthlutað til 37 aðila BREIÐFIRÐINGUR, tímarit Breiðfirð- ingafélagsins, 58.–59. árgangur, fyrir árin 2000-2001, er kominn út. Meðal annars eru í ritinu greinar um Leifshá- tíðina á Eiríksstöðum í Haukadal sumarið 2000 og fyrirtækið Sæferðir í Stykkishólmi. Greint er frá sýslu- mönnum á Snæfellsnesi, Kristjáni Magnúsen kammerráði og sýslu- manni á Skarði á Skarðsströnd og drukknum Ebenesers sonar hans. Birt er „Reglugjörð fyrir Dalasýslu“ frá 1809 „um grenjaleitir, dýraveiðar og geldfjárrekstur á afrétt og dali“. Krist- ján Bersi Ólafsson skrifar um upphaf lögbundinnar barnafræðslu í Suð- urdölum. Birt er skýrsla um ástand skóga í Snæfells- og Dalasýslu frá 1910. Birt eru erindi, sem flutt voru í Hafnarborg 4. júní 2000 á minning- ardagskrá um Lúðvík Kristjánsson. Þá er í tímaritinu endurminningar, sagnir og margs konar kveðskapur, m.a. bændaríma úr Reykhólasveit frá 1949. Einar G. Pétursson handritafræð- ingur á Árnastofnun lætur nú af rit- stjórn eftir um 20 ára starf. Ritið er 213 síður, prýdd mörgum myndum. Það er fáanlegt í verslun Sögufélgsins í Fischersundi 3. Tímarit FÉLAG starfsfólks bókaverslana um allt land hefur nú veitt bók- menntaverðlaun sín í annað sinn. Kosið var í sjö flokkum og hlutu eft- irfarandi bækur verðlaun: Í flokki íslenskra skáldsagna trónir efst Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason, þá koma Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og bók Arnaldar Indriðasonar, Grafarþögn. Í flokki bestu þýddu skáldsagna er í 1. sæti Ævintýri góða dátans Svejks eftir Jaroslav Hasek, í þýðingu Karls Ís- feld. Í 2. sæti er Pobby og dingan eftir Ben Rice í þýðingu Bjarna Jónssonar. Í 3. sæti Dóttir beina- græðarans eftir Amy Tan í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Grann- meti og átvextir eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn er efst í flokki ís- lenskra barnabóka. Þá kemur Al- gjört frelsi eftir Auði Jónsdóttur og Í mánaljósi eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Besta þýdda barnabókin er Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Rowling í þýðingu Helgu Haralds- dóttur. Í 2. sæti er bókin Í búðinni hans Mústafa eftir Jakob M. Strid í þýðingu Friðriks H. Ólafssonar og loks Lúmski hnífurinn eftir Philip Pullman í þýðingu Önnu Heiðu Páls- dóttur. Besta ljóðabókin er Ljóð- tímaleit eftir Sigurður Pálsson, þá Á öðru plani eftir Pálma Örn Guð- mundsson og í 3. sæti er Sorgar- gondóll eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Björg eftir Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur var valin besta ævisag- an. Í 2. sæti er Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur og í 3. sæti er Eyðimerkurblómið eftir Waris Dirie í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Í flokkinum Besta fræðibókin er í 1. sæti bókin Eru ekki allir í stuði? eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson. Í 2. sæti Kötturinn í örbylgjuofninum eftir Rakel Páls- dóttur og í 3. sæti Íslenskar eld- stöðvar eftir Ara Trausta Guð- mundsson. Bókmenntaverðlaun bókaverslana HAFNARHÚSIÐ í Reykjavík hlaut þá viðurkenningu nýverið, að vera til- nefnt til Blueprint Architecture-verð- launanna fyrir árið 2000 í flokki op- inberra bygginga sem gerðar hafa verið upp. Meðal annarra tilnefndra bygginga í þessum flokki voru Tate- nýlistasafnið og Somserset-húsið, bæði í London, en verðlaunin hlaut Magna Project-byggingin sem einnig er í London. Það var Stúdíó Granda sem sá um endurbyggingu Hafnar- hússins. Listasafn Reykjavíkur hefur komið sér fyrir í Hafnarhúsinu, en það var opnað eftir umfangsmiklar breytingar á Listahátíð vorið 2000. Hafnarhúsið viðurkennt STYRKIR Snorra Sturlusonar eru nú veittir í tíunda sinn. Fimmtíu og fimm umsóknir bárust frá tuttugu og einu landi. Að þessu sinni hljóta styrk, til þriggja mánaða, dr. Leonie Viljoen, háskólakennari í Pretoríu í Suður-Afríku, til að fást við fræði- lega útgáfu á Svínfellinga sögu, og dr. Fjodor Uspenskij, fræðimaður í Moskvu, til að stunda rannsóknir á Snorra-Eddu. Tveir fá Snorra-styrk ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.