Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 22.12.2001, Síða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 65 BÆJARSTJÓRI Garðabæjar og for- stjóri Námsgagnastofnunar hafa undirritað samkomulag um samstarf á sviði upplýsingatækni í grunnskól- um. Í samkomulaginu felst að Náms- gagnastofnun kynnir og afhendir kennurum í grunnskólum Garða- bæjar rafrænt námsefni sem stofnun- in gefur út. Í staðinn skila kennararn- ir Námsgagnastofnun hugmyndum að notkun efnisins í kennslu og taka að sér að prófa efnið og þróa það. Námsgagnastofnun mun, sam- kvæmt samningnum, efna til fræðslu- funda með hópum kennara á vormiss- eri 2002 þar sem einkum verður fjallað um rafrænt námsefni sem Námsgagnastofnun gefur út. Á fund- unum verður lögð sérstök áhersla á kennslufræði og gerð kennsluáætl- ana, með hliðsjón af markmiðum Að- alnámskrár grunnskóla. Efni fræðslufundanna verður sniðið að þörfum kennara á mismunandi ald- ursstigum. Gert er ráð fyrir að á fræðslufundunum verði til hugmynd- ir að notkun efnisins í kennslu, sem hóparnir taki síðan að sér að prófa og þróa frekar. Í samningnum er einnig kveðið á um samstarf við kennara um þarfa- greiningu, gerð og þróun einfaldra þjálfunarforrita eða vefefnis t.d. í stærðfræði. Að lokum er ákvæði um að Námsgagnastofnun sé heimilt að fela kennurum prófun og mat á til- teknum forritum og að kennarar fái til endurgjaldslausra afnota allt það efni sem prófað verður. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garða- bæjar, segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir grunnskóla Garða- bæjar. Annars vegar felist í honum ákveðin viðurkenning á að skólarnir og bæjaryfirvöld hafi verið að vinna vel og á framsækinn hátt á sviði upp- lýsingatækni og hins vegar gefi hann enn frekari möguleika á að sækja fram á sviði kennslufræði og í þróun á notkun rafræns námsefnis, segir í fréttatilkynningu. Samstarf Garðabæjar og Námsgagnastofnunar Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, og Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar. KAFFISTOFA Samhjálpar við Hverfisgötu í Reykjavík verður opin um hátíðarnar. Samhjálp rekur kaffistofuna fyrir utangarðsfólk og aðra sem leita vilja skjóls þessa daga. Opið verður á aðfangadag milli kl. 11 og 14 en aðra daga um jól og áramót verður opið frá kl. 11 til 15. Í frétt frá Sam- hjálp segir að mögulegt sé að hafa kaffistofuna opna fyrir stuðning fyrirtækja sem lagt hafa starfinu lið. Opið hjá Samhjálp um jólin Í NIÐURLAGI fréttar um útskrift í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær var rangt farið með nafn Eyþórs Arnar Jónssonar. Beðist er velvirð- ingar á því. Rangt föðurnafn Rangt var farið með nafn ráðu- neytisstjórans í umhverfisráðuneyt- inu í blaðinu í gær og hann sagður heita Magnús Jóhannsson. Hið rétta er að Magnús er Jóhannesson og leiðréttist það hér með. Beðist er vel- virðingar á þessu. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Jónmundar Guðmarssonar, bæjar- fulltrúa á Seltjarnarnesi, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT                                 MÆÐRASTYRKSNEFND voru af- hentir jólapakkar sem safnað var undir jólatré í gestamóttöku Hótels Loftleiða. Gefendur eru starfsmenn Flugleiðahótelanna ásamt starfs- mönnum ýmissa annarra fyrirtækja sem hafa starfsemi innan húsa- kynna Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli, en á sjöunda tug gjafa safnaðist handa börnum og ung- lingum, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni afhendir Brynhildur Guðmundsdóttir ráðstefnustjóri, þeim Ásgerði Jónu Flosadóttur og Bryndísi Guðmundsdóttur gjaf- irnar. Gjafir handa börnum og unglingum MATREIÐSLUMENN og vínþjónar af veitingastaðnum Sommelier verða í verslun Sævars Karls í Bankastræti á Þorláksmessu kl. 18–21 og veita viðskiptavinum ráð varð- andi matinn yfir hátíðirnar. Jafnframt munu þeir gefa smakk af rjúpusúpu staðarins, segir í fréttatilkynningu. Matreiðslu- menn hjá Sævari Karli HELGI FILIPPUSSON ehf HEILDVERSLUN Tunguhálsi 7. Sími: 567 1210 Margt fallegt til jólagjafa á góðu verði Glös - Kerti - Borðar - Silkiblóm - Jólavörur - Skreytingarefni og margt fleira Verið velkomin OPIÐ ALLA HELGINA laugard. og sunnud. KL. 11-17 Lager- sala í Árbæ að Tunguhálsi 7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.