Morgunblaðið - 10.01.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 10.01.2002, Síða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Aðrir útsölustaðir:  Top Shop, Lækjargötu  Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Faxafeni  Snyrtiv.d. Hagkaups Kringlunni, Smáralind, Skeifunni, Spönginni og Akureyri  Gallery Förðun, Keflavik og Silfurtorg Ísafirði. www.hardcandy.com Göngugötu Mjódd, sími 387 0203. Við höfum öll plön um hluti sem við viljum fá út út lífinu. En hvernig getum við nálgast þá? Með því að hafa góðann grunn. Þú veist að þú hefur góðann grunn þegar þú getur örugg byggt á hann. Hvort sem þú byggir hús, líf þitt eða útlit. Góður grunnur er farði sem er léttur en hylur vel, jafnar út misfellur í húðinni og helst náttúrulegur jafnvel í björtustu ljósum. Þú færð náttúrulegt útlit sem endist allan daginn. Það er eithvað sem þú getur byggt á. Þess vegna kynnir HARD CANDY, HINT TINT og PEACE POWDER Hint Tint SPF 15 Léttur farði Við eyðum of miklum tíma í að komast að því hver við erum til að fara að fela það aftur. Notaður Hint Tint og jafnaðu hlutina bara að- eins út. Þessi náttúrulegi létti farði nærir húðina og verndar með SPF 15 og UVA /UVB vörn. Og hafðu ekki áhyggjur, leyndarmálin eru vel falin með Hint TInt. Peace Powder Púður farði Þessi pressaði púðurfarði er eins og silki viðkomu. Hann skilur húð- ina eftir mjúka en ekki þurr púðraða og hylur það sem þarf að hylja. Með Peace Powder fær húðin þín fallegt náttúrulegt útlit, Peace Powder má notast eitt og sér eða yfir Hint Tint. Kynning fimmtud. 10. jan. og föstud. 11. jan. 15 % kynningarafsláttur GUÐLAUG Guðjónsdóttir garð- yrkjufræðingur hjá garð- yrkjudeild höfuðborgarinnar var að klippa víði í Laugardalnum þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti leið hjá fyrir skömmu. Hún segir í samtali við Morg- unblaðið að um hafi verið að ræða árvissa klippingu á runnum í Laugardalnum. „Við erum í því á veturna að klippa runna og snyrta,“ segir hún og bætir því við aðspurð að það sé ekki óal- gengt að byrja þá vinnu í desem- ber eða janúar. Spurð að því hvort hið milda veður að und- anförnu hafi ekki haft áhrif á gróður segir hún svo ekki vera. „Það hefur ekki verið það hlýtt að það hafi haft áhrif á gróð- urinn,“ segir hún. Hún segir þó óneitanlega betra að klippa og snyrta runna í snjóleysi en í mikl- um snjó. Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðir klipptur UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til úrskurðar- nefndar almannatrygginga, að nefndin taki mál stúlku til meðferð- ar á ný, óski hún þess, en stúlkan kvartaði yfir úrskurði nefndarinnar þar sem staðfest var synjun Trygg- ingastofnunar ríkisins um áfram- haldandi kostnaðarþátttöku/endur- greiðslu vegna tannréttinga. Synjunin var byggð á því að virkri tannréttingu hefði verið lokið þegar umsókn stúlkunnar barst TR vegna kostnaðar við eftirlit. Í kvört- uninni kom fram að sótt hefði verið um endurgreiðslu vegna eftirlits í kjölfar kjálkaliðsaðgerðar og að úr- skurðarnefndin hefði ekki tekið tillit til þess. Umboðsmaður Alþingis taldi að umfjöllun nefndarinnar hefði verið of takmörkuð og einskorðast við að sótt hefði verið um endurgreiðslu vegna tannréttinga skv. 4. gr. reglna nr. 29/1999 um þátttöku TR í kostnaði við tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga fæðingargalla, sjúkdóma og slysa. Umboðsmaður rakti m.a. 3. gr. fyrrnefndra reglna, en samkvæmt henni tekur TR þátt í kostnaði við nauðsynlegar tann- lækningar, aðrar en tannréttingar, vegna m.a. alvarlegra einkenna frá kjálkaliðum eða tyggivöðvum. Umboðsmaður benti á að í úr- skurði nefndarinnar hefði ekki verið tekin afstaða til þess hvort eftirlit tannlæknis í kjölfar kjálkaliðsað- gerðar félli undir c-lið 33.gr. laga, sbr. 3. gr. fyrrnefndra reglna. Hafi aðeins verið vísað til þess að þar sem virkri tannréttingarmeðferð hefði að fullu verið lokið félli eft- irlitið ekki undir nefnt ákvæði al- mannatryggingalaga. Umboðsmað- ur leggur í áliti sínu áherslu á að miðað við málsatvik og fyrirliggj- andi gögn hefði nefndinni hins veg- ar borið að fjalla um málið á þeim grundvelli. Komst umboðsmaður því að þeirri niðurstöðu að verulegur annmarki hefði verið á úrskurði nefndarinnar sbr. 31. gr., sbr. 22. gr. stjórnsýslulaga. Stúlku synjað um áframhaldandi endurgreiðslu vegna tannréttinga Umboðsmaður telur umfjöllun of takmarkaða SAMNINGAR tókust á mánudag milli SÁÁ og samninganefndar sjúkraliða um kjör 13 sjúkraliða sem vinna á Vogi og var verkfalli þeirra sem átti að hefjast á mið- nætti frestað. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliða- félags Íslands, segir samninginn vera gerðan með beinni tilvísun í þá samninga sem aðrir sjúkraliðar hafa gert. Hann segir að í deilunni hafi aðallega verið tekist á um líf- eyrisréttindi þar sem sjúkraliðar vildu vera í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins en SÁÁ vildi að þeir væru í Lífeyrissjóði verslunar- manna. Samkvæmt samningnum fá þeir sjúkraliðar sem voru í öðr- um lífeyrissjóðum að fara í A-deild lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna en þeir sem voru í B-deild sjóðsins geta verið þar áfram. Samningar sjúkra- liða samþykktir ALLS var tilkynnt um 2.200 stolna farsíma á landinu öllu á síðastliðnu ári til símafyrirtækjanna. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, var tekið upp nýtt fyrirkomulag við tilkynningar og skráningar á stoln- um farsímum og er stuldurinn því ekki lengur skráður hjá lögreglunni í Reykjavík heldur hjá símafyrirtækj- unum. Hann segir tilkynningum hafa fjölgað mikið á skömmum tíma. Ómar Smári segir farsímaþjófnuð- um hafa fjölgað jafnt og þétt hér á landi síðustu árin, líkt og víðast hvar annars staðar í heiminum. Til dæmis hafi verið tilkynnt um 1.402 þjófnaði á farsímum til lögreglunnar í Reykjavík árið 2000 en árið 1999 var talan 916. Það var því 65% fleiri far- símum stolið árið 2000 en 1999. Árið 1998 var tilkynnt um 264 stolna far- síma og 68 árið 1997. Hann segir að tilkynnt sé til lög- reglu um þjófnað á fjölmörgum far- símum í hverjum mánuði. Sumum símanna er stolið þar sem eigandinn hafi lagt hann frá sér um stund, t.d. á veitingastöðum, í skólum eða annars staðar. Öðrum sé stolið í innbrotum, s.s. í bíla, fyrirtæki eða híbýli. Þá segir hann að ljóst sé að í mörgum tilvikanna hefur fólk hreinlega týnt símum sínum, en „tilkynnir þá samt sem áður stolna í von um að hafa megi uppi á þeim aftur“. Mikil fjölgun á skömmum tíma Þá segir Ómar Smári að tilkynn- ingum hafi fjölgað mikið á skömmum tíma og þær endurspegli fyrst og fremst þá miklu fjölgun og hina al- mennu notkun þessara tækja hér á landi á skömmum tíma, ekki síst á meðal þeirra, sem yngri eru. Ómar Smári segir auðvelt að koma í veg fyrir aðrir noti glatað símtæki. Hægt er að biðja símafyrirtækin um að slökkva bæði á kortinu og tækinu sjálfu, þ.e. svonefndu IMEI-korti. Sé slökkt á IMEI-kortinu getur þjófur- inn ekki notað síma þó svo að hann fái sér nýtt símakort í hann. Ómar Smári segir að lögreglan reyni að rekja þá síma sem eigendur biðja um. „Þegar eigandinn biður um að haft verði upp á símanum er lög- reglan látin vita ef hann fer í notkun aftur með öðru símkorti. Þá er haft upp á notandanum og honum ann- aðhvort gert að skila símanum eða síminn tekinn af honum,“ segir Óm- ar Smári. Hann bætir við að á síðasta ári hafi lögreglan í Reykjavík haft upp á 570 farsímum sem tilkynnt hafði verið um sem stolna og komið þeim aftur í hendur eigendanna. Refsivert er að nota stolinn síma. Tilkynnt um 2.200 stolna farsíma í fyrra LÖGREGLAN í Reykjavík leitar enn tveggja pilta sem rændu um 50 þúsund krónum úr peningakassa veitingastaðar við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld. Piltarnir voru með nælonsokka yf- ir höfði sér og létu öllum illum látum inni á veitingastaðnum. Þeir sögðust vera vopnaður en otuðu þó engum vopnum að tveimur afgreiðslustúlk- um og gerðu þeim ekki mein. Ræningja enn leitað UNG kona hefur kært framgöngu lögreglunnar í Hafnarfirði en hún var handtekin seint á laugardags- kvöld og flutt á lögreglustöðina. Konan hafði kvartað undan flugelda- skotum nágranna sinna og hringt í lögreglu en var sjálf handtekin. Ólafur Emilsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Hafnarfirði sagði að kæra konunnar hefði verið móttekin og málið síðan sent ríkissaksóknara til meðferðar. Ríkissaksóknari myndi síðan taka ákvörðun um hvort ástæða væri til frekari rannsóknar en hún yrði þá framkvæmd af öðrum lögregluliðum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Kærði framgöngu lögreglu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.