Morgunblaðið - 10.01.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.01.2002, Qupperneq 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt tillögur undirbúnings- nefndar um byggingu nýs íþrótta- húss í Hofsstaðamýri og vísað þeim til bæjarstjórnar. Kostnaðaráætlun vegna verksins er áætluð 460 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun um áramót 2003–2004. Að sögn Eiríks Bjarnasonar bæj- arverkfræðings hefur verið unnið með þessar hugmyndir í nokkur ár og allt árið 2001 var nefnd að störf- um við að þróa tillögur en hönnun frumtillagna var í höndum teikni- stofunnar Úti og inni. Í bréfi Eiríks til bæjarráðs kemur fram að helsta viðfangsefni nefndarinnar hafi verið stærð og staðsetning íþróttahússins, hvort í því ætti að vera einn eða tveir handboltavellir og sömuleiðis stærð og staðsetning kennslusundlaugar sem verður í húsinu. Segir Eiríkur það hafa verið nið- urstöðu nefndarinnar að hafa í hús- inu tvo handboltavelli. „Viðbótar- kostnaðurinn við stækkunina var tiltölulega lítill, eða eitthvað um 80 milljónir, svo menn vildu ekki sleppa þessu tækifæri til að leysa stærra vandamál.“ Athugað með göngu- og hlaupabraut Þá var ákveðið að kennslusund- laugin verði 8 x 12,5 metrar að stærð en þó verði kannað á hönnunartím- anum hvort hagkvæmt og æskilegt sé að stækka hana í 8 x 16,7 metra. Er kostnaðaraukning af þeirri stækkun áætluð um 10 milljónir króna. Loks verði athugað hvort unnt verði að koma við göngu- og hlaupa- braut í húsinu allt í kring um vellina. Er áætlað flatarmál hússins 3.585 fermetrar, þar af verði salurinn 2.185 fermetrar. Að sögn Eiríks mun íþróttahúsið þjóna Hofsstaðaskóla og Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ auk annarra. „Við erum með aðalíþróttahús bæj- arins við Ásgarð og það hús, sem var byggt árið 1975, var ekki af löglegri stærð. Síðan var byggt við það og gerður löglegur völlur árið 1989 en þörfin er það mikil að þetta dugar einfaldlega ekki lengur.“ Frumkostnaðaráætlun, sem mið- ast við húsið án búnaðar, er sem fyrr segir um 460 milljónir króna og það er Garðabær sem fjármagnar bygg- inguna alfarið. „Framhaldið er að núna verður þetta sett í hönnun sem tekur rúm- lega hálft ár eða svo og fer svo í út- boð væntanlega í haust. Það er stefnt að því að húsið verði tekið í notkun síðla árs 2003 eða í byrjun árs 2004,“ segir Eiríkur. Íþróttahús í Hofsstaða- mýri í burðarliðnum Tölvumynd/Onno Frumhönnun teiknistofunnar Úti og inni á íþróttamannvirkinu sem verður í grennd við FG og Hofsstaðaskóla. Garðabær ÞAÐ vantaði ekki kappið í þessa pjakka á leikskólanum Lundabóli þar sem þeir spiluðu fótbolta af mikilli list á dögunum. Virðist öllu fórnað til að ná til boltans og engu líkara en að um mikilvægan úrslitaleik sé að ræða. Ekki er ósennilegt að hér séu á ferðinni landsliðskappar framtíðarinnar því ekkert virðist skorta á ákaf- ann og keppnisskapið og með slíkt í farteskinu eru menn til allra hluta líklegir. Morgunblaðið/Sverrir Barist um boltann Garðabær BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að taka tilboði Ræst- ingarþjónustunnar í bón- hreinsun og bónun gólfa í grunnskólum Reykjavíkur næstu tvö ár. Tilboðið var næstlægst af þeim þrettán til- boðum sem bárust og hljóðaði upp á 49.787.550 sem eru 87 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboð kom frá hreingerningarþjónustunni Blika og hljóðaði framreiknað til tveggja ára upp á 38.697.340 krónur. Er það 68 prósent af kostnaðaráætlun. Samkvæmt úttekt Innkaupa- stofnunar á tilboðinu var það ófullnægjandi í nokkrum veigamiklum atriðum og má þar nefna upplýsingar um þjónustugetu, faglega reynslu, fjölda starfsmanna og val efna. Er talið að fyr- irtækið sé ekki nægjanlega öflugt til að valda verki af þessari stærðargráðu en fram kemur í gögnum frá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur að flat- armál þeirra gólfflata sem bóna á er um 130 þúsund fer- metrar. Athugasemdir frá Blika Í athugasemdum Blika sf. vegna niðurstöðu Innkaupa- stofnunar kemur fram að fyr- irtækinu þyki undarlegt að ekki hafi verið rætt við for- svarsmenn þess þar sem til- boð þess hafi verið um 11 milljón krónum lægra en hins bjóðandans. Fyrirtækið hafi alla burði til að skila um- ræddu verki með ágætum. Sömuleiðis eru gefnar upp upplýsingar er varða nokkra þeirra þátta sem óskað var eftir í útboðinu. Í greinargerð Innkaupa- stofnunar vegna athugasemd- anna kemur fram að sam- kvæmt stjórnsýslulögum hafi Innkaupastofnun ekki verið skylt að leita eftir sjónarmið- um eða upplýsingum frá bjóð- endum sem þeir skiluðu ekki „eins og þeim bar samkvæmt útboðsgögnum.“ Þá verði ekki séð að Bliki hafi burði til að geta staðið undir því umfangi sem verkið krefst. Fyrir hafi legið að tilboð Blika uppfyllti ekki skilyrði útboðsgagna og því hafi verkkaupi ekki getað tekið því. Er það því niðurstaða borg- arráðs að taka tilboði Ræst- ingaþjónustunnar í verkið. Um 50 milljónir í bón og bón- hreinsun Reykjavík SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn gagnrýna ákvörðun meirihlut- ans að fara í samstarf við Rauðhól ehf. um uppbyggingu íbúðahverfis í Norðlingaholti. Telur oddviti minni- hlutans ekki fordæmi fyrir slíkri samvinnu borgarinnar og bygginga- verktaka. Í bókun sjálfstæðismanna á borg- arráðsfundi á þriðjudag segir að fjár- málalegt samkrull borgarinnar og tveggja byggingarfyrirtækja geti ekki talist eðlilegt. Segir Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, að slíkt eigi að vera á könnu markaðsaðila. „Við hefðum alveg eins getað séð þann möguleika að byggingaverk- takar eða lóðaeigendur mynduðu þetta félag og keyptu þá það sem Reykjavíkurborg á. Skipulagsvaldið og ábyrgðin er auðvitað borgarinnar – það er hún sem þarf að skipuleggja og hún getur gert það óháð því hvort hún er í svona fjárhagslegu sam- félagi við byggingaverktakana eða ekki. Ég held að ekki séu dæmi um þetta áður á vegum Reykjavíkur- borgar. Byggingaverktakar hafa hins vegar verið að taka tiltekin svæði og þróa þau og það finnst mér mjög jákvætt.“ Áframhaldandi uppboðsstefna Í annan stað gagnrýnir minnihlut- inn það sem hann kallar áframhald- andi uppboðsstefnu á lóðum, sem hafi stórhækkað byggingarkostnað og íbúðarverð í Reykjavík. „Menn eru búnir að setja sig í svolítið und- arlega stöðu með þessu. Reykjavík- urborg ætlar í þessum samningi að taka til sín eða eiga kauprétt á 100 íbúðalóðum sem hún ætlar þá að taka að sér að niðurgreiða. Afleiðingin af þessu er sú að borgin verður að kaupa lóðirnar á uppboðsverðinu og niðurgreiða fyrir aðra sem ekki hafa kaupgetu til þess,“ segir Inga Jóna. Í þriðja lagi segir Inga Jóna að lít- ið samráð sé við aðra lóðareigendur á svæðinu en tæplega 20 hektarar eru í eigu annarra aðila en borgarinnar og Rauðhóls ehf. Minnihlutinn gagnrýnir samning um uppbyggingu íbúðahverfis Segir fjármálalegt samkrull ekki eðlilegt Norðlingaholt KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. FASTEIGNIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.