Morgunblaðið - 10.01.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 10.01.2002, Síða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Baldur Rósmund-ur Stefánsson fæddist í Vestfold í Manitoba í Kanada 26. apríl 1917. Hann lést á sjúkra- húsi í Winnipeg 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar Baldurs voru Guðmundur Stefánsson úr Þistil- firði og Jónína S. Halldórsdóttir, fædd í Winnipeg. Baldur kvæntist 1954 Sigríði Westdal hjúkrunar- fræðingi, f. í Wyn- yard í Saskatchewan í Kanada 7.11. 1919. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson Westdal frá Brú á Jökuldal, f. 24.7. 1887, d. 3.9. 1973, og Helga Sveinsdóttir West- dal, f. í Winnipeg 19.2. 1887, d. 4.12. 1970. Börn Sigríðar og Baldurs eru Björg- vin, hagfræðingur og endurskoðandi í Winnipeg, Helga, hagfræðingur í Grikklandi, og Paul, tryggingafræðingur í Singapúr. Baldur lauk B.S.A.-námi frá Landbúnaðarháskól- anum í Manitoba 1952, M.Sc. 1952 og doktorsgráðu (Ph.D.) í jurtakyn- bótum frá sama skóla 1966. Útför Baldurs fór fram frá First Lutherian Church í Winnipeg 8. janúar. Um leið og ég sendi náfrænku minni, Siggu, dóttur Helgu föður- systur minnar, og börnum þeirra Baldurs, Björgvini, Helgu, Páli, svo og öðrum vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur frá Íslandi er við hæfi að minnast Hávamála: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Baldur var einn tíu systkina. Hann ólst upp meðal íslensks bændafólks í Vestfold í Manitoba. Baldur kynntist því íslenskri menningu frá blautu barnsbeini og íslenska var að sjálf- sögðu móðurmál hans. Hann kynnt- ist hörku sveitavinnunnar og þeirri fátækt og erfiðleikum sem frumbýl- ingarnir áttu við að glíma og í kjöl- farið kreppunni miklu. Þrátt fyrir mikla námshæfileika komst hann því ekki til framhaldsnáms fyrr en að lokinni langri herskyldu, sem tengd- ist þátttöku Kanadamanna í átökum síðari heimsstyrjaldar. Baldur sýndi brátt mikla námshæfileika og sam- fara því einstaka hæfileika til vís- indaiðkana. Hann byrjaði skömmu eftir stríð á tilraunum til endurbóta á repjuolíu. Fyrst með það að mark- miði að minnka sýrustig hennar og gera hana þar með að nothæfri véla- olíu. Baldur tókst í kjölfarið á hendur það verkefni, að því er að flestra áliti virtist óyfirstíganlegt, að þróa með kynbótum repjuolíu er nota mætti til manneldis. Baldri auðnaðist með ótrúlegri þrautseigju, atorku og vís- indahæfni að ná þessu marki á sjö- unda áratugnum og hlaut fyrir það doktorsnafnbót (1966). Þar með varð hann einn þekktasti vísindamaður heims á sínu sviði og hlaut viðurnefn- ið „Faðir Canola“ (stytting á Canad- ian Oil). Að frumkvæði Baldurs hef- ur frekara kynbótastarf og þróun repjuolíunnar síðustu áratugina leitt til sífellt hollari og betri matarolíu, sem inniheldur nú litla mettaða fitu, mikið af einómettaðri fitu og mun meira af Omega-3-fitusýru en í nokk- urri annarri algengri jurtaolíu. Bald- ur hefur þannig skilað Kanada og reyndar heiminum öllum drjúgu dagsverki með því að þróa manneld- isolíu úr repju (skyld rófu og fóður- káli), sem vex við mun kaldari skil- yrði og er talsvert ódýrari en sambærilegar olíur, s.s. ólífu-, soja- og sólblómaolía. Þetta hefur orðið til þess að nú er repja ræktuð í Kanada á u.þ.b. 13 milljónum hektara og þar með í öðru sæti á eftir hveiti. 70–80 % neytenda í Kanada nota rapsolíu til matargerðar og hún er einnig mjög vinsæl í Bandaríkjunum og vinnur sí- fellt á í Evrópu. Þróunarlöndin hafa að sjálfsögðu tekið olíuafurð þessari opnum örmum, þ.e. með tilkomu hennar og eigin ræktun og fram- leiðslu reyndist þeim þá fyrst unnt að bjóða þegnum sínum heilnæma matarolíu á viðráðanlegu verði. Þannig hlaut Baldur viðurkenningar frá fjölmörgum stofnunum og há- skólum, auk nokkurra heiðursdokt- orsnafnbóta, víðs vegar um heim, þ.m.t. frá Háskóla Íslands árið 2000. Sveinn Aðalsteinsson. BALDUR STEFÁNSSON Elsku amma mín, elsku Jón Ingi minn. Þetta voru okkar síð- ustu samskipti, en einn- ig voru þessi orð með mínum fyrstu bernskuminningum, vegna þess að þú varst alla tíð klettur í mínu lífi. Í öllum uppvexti mínum ert þú í forgrunni, sterk og stolt. Skuld, litla hvíta húsið úti á Nesi, í þessu notalega húsi bjóst þú okkur skjól, eftir líklegast mesta áfall lífs þíns, þegar maðurinn þinn, Jón Ingi Helgason, lést fyrir aldur fram, ég þá rétt nýfæddur, en í skírnargjöf fékk ég að bera nafn hans. Þú varst óþreytandi að segja mér frá afa og hvað þú varst stolt af hon- um og það var ég líka. Svona ætlaði ég að verða þegar ég yxi úr grasi. „Jæja, Jón Ingi minn, eigum við að INGRID K. BALDVINSDÓTTIR ✝ Ingrid K. Bald-vinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. nóvember 1911. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala 20. desember síðastlið- inn. Útför Ingrid fór fram í kyrrþey að ósk hennar sjálfrar. koma að spossera.“ Það var alltaf svo gott að vera nálægt þér, halda í sterka hönd þína og hlusta á þig, sögurnar frá því í gamladaga og þú varst heldur betur búin að lifa tímana tvenna. Frá barnsaldri umgekkst þú mig og tal- aðir við mig eins og full- orðinn mann. Á þinn einstaka hátt náðir þú alltaf til mín, á sama hátt umgekkst þú börn- in mín seinna meir. Eftir að við fluttum úr litla húsinu, fékkst þú húsnæði í Hátúninu. Þarna í þessum þröngu húsakynnum bjóst þú þér fallegt heimili. Það var alltaf svo fínt hjá þér og þú svo falleg og fín. „Fólkið í hús- inu heldur að ég sé konungborin,“ varst þú vön að segja, öll skarti prýdd og vel til höfð, svo hlóst þú. Ákveðin varst þú. „Ég skal,“ varst þú vön að segja, þegar þú beist eitthvað í þig. Síðustu árin þín voru þér líklegast erfið. Fyrir svona sterka og sjálf- stæða konu sem alla tíð hafði búið svo fallegt heimili og séð um sig og sína, að þurfa að vera uppá aðra komin með hjálp. Fyrir konuna mína og mig var það heiður að fá að vera nálægt þér og liðsinna þér síðustu árin þín. Konunni minni varst þú eins og besta vinkona, svo sérstök og skemmtileg. Fyrir mér ert þú stór hluti af því sem ég er í dag og aragrúi af góðum og fal- legum minningum. Ég mun alltaf sakna þín. Þinn Jón Ingi. -   -?*1  $ 0-'  %  +   0(D    0"         1  2     $ 3 45    & 3  ) /-"& (    # .( E ( (   & (( 4 -E (   5  & /"& ( & *  !      *  -    ! +( F  )  A & (  $ *      )  & .  . &.  .  . - ,  "    "     ?/6?*1 1A  % 0  3G ($4% 0 4     & $             /    )  / &    )    0  -/ & %   .(     " 6 / & %  ) ,'%    .  . &.  .  . - -  "    #1A 1A "   & )  )    6         /    %     (  %  & /  %    & % 4$  - ,    %  "     "    5 "A1< 5 *1 1A  0(   H &  (       4 $  7   /     !     .  /  !"     #    #     $     3 45 "   3  8 $5   ) A & ) *  )         &   ) &   =!     . .  . & $ 4'  - 9    %  3" 3    3  3   5   #? I +<  +#  #?  /6#11 ?*1 1A   5    /  . .   2 5    .  /  !"          #     #       #   3 5 " 5 7  &%     /1 4'  ":    &+  () & +  (   ) & '  % 4#     & & (  &   ( =!     )  %  &      $ 4& )   )  (  - ,     ?"A  4C %  (CC 0(3BJ ($4% 0 4    + -  $     %5#5 95 $  5  )K  )   - Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Formáli minningargreina Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Skilafrestur greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.