Morgunblaðið - 10.01.2002, Page 50

Morgunblaðið - 10.01.2002, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG fæ ekki betur séð en að bærinn sé að borga 800 milljónir með Norður- bakkanum í Hafnarfirði sem ég hélt að væri einhver verðmætasti lóðar- skiki landsins. Ég hefði haldið að ráðamenn bæjarins myndu selja þetta fyrirhugaða Manhattan- bryggjusvæði við höfnina en ekki borga með því stórar fúlgur. Samkvæmt þeim samningi sem bærinn, Þyrping og J&K – eignar- haldsfélag gerðu með sér rétt fyrir jól kemur fram samkvæmt fasteigna- mati að: Lóð og hús bæjarins eru metin á um 240 milljónir, lóð og hús Þyrpingar á tæpar 150 milljónir og lóð og hús J&K tæpar 80 milljónir. Allt þetta skal metið að jöfnu eða á 190 milljónir. Bærinn gefur því eftir um 50 milljónir, Þyrping fær í með- gjöf um 40 milljónir og J&K um 110 milljónir. Samtals er því meðgjöf bæjarins við stofnun Norðurbakka um 200 milljónir króna. Þar fyrir utan á bærinn að gera uppfyllingu sem áætluð er upp á um 325 milljónir kr. og smábátahöfn upp á um 120 milljónir króna eða samtals leggja í framkvæmdir upp á um 450 milljónir króna. Þá á bærinn að taka á sig helming af uppkaupum á bens- ínstöð Olíss á svæðinu sem bæjaryf- irvöld meta upp á um 50 milljónir króna. Loks á Þyrping að fá 1,3% þóknun af söluverðmæti allra fram- kvæmdanna sem metið er á tæpar 100 milljónir króna. Samtals er því bærinn að gefa með þessum verð- mætasta lóðarskika bæjarlandsins um 800 milljónir króna. Ég hef frétt að í bæjarráði hafi ver- ið lagt fram minnisblað um hvernig ætti að láta enda ná saman fyrir bæj- arfélagið í þessu máli. Það var gert með því að reikna allar tekjur bæj- arins af íbúum svæðisins og fasteign- um, útsvari og fasteignagjöldum, til 25 ára til að greiða meðlagið. Á sama tíma verða húseigendur og bygging- araðilar í öðrum hverfum bæjarins að greiða að fullu upptökugjöld og ann- an kostnað, jafnvel upp á milljónir króna á íbúð, eins og í Setberghverfi, á Einarsreitnum og í Áslandinu. Það er greinilegt að það ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Þegar er komið að Hagkaupsveldinu og BYKO-veldinu gilda allt önnur lög- mál en þegar Pétur og Páll úti í bæ eiga í hlut. Það verða því við, hinir al- mennu bæjarbúar, sem munum taka á okkur allan kostnaðinn en stórfyr- irtækin hirða væntanlegan gróða af þessari nýjustu ,,bæjarútgerð“ Hafn- firðinga. JÓN KR. ÓSKARSSON, loftskeytamaður, Hafnarfirði. Jólagjöf íhaldsins í Hafnarfirði Frá Jóni Kr. Óskarssyni: ÞAÐ er segin saga að ef einhver opn- ar munninn til varnar náttúrunni, líf- ríkinu og/eða gömlum mannvirkjum þá kemur aurakórinn þegar á vett- vang með öskrum og ópum og sömu gömlu tugguna: Glæpamenn, spell- virkjar, hryðjuverkamenn, skæru- liðar og hermdarverkamenn. Saman- ber síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru þeir búnir að kyrja í tugi ára. Tökum dæmi: Torfusamtökin svokölluðu sem björguðu gömlu húsunum við Lækj- argötuna, í Reykjavík, í daglegu tali kölluð Torfan, frá niðurrifi, fengu ald- eilis að heyra þennan söng frá aura- kórnum þegar stríðið stóð um hvort ætti að rífa gömlu húsin og byggja ný og stór hús í staðinn. Og aurakórinn bætti við að ef gömlu húsin fengju að standa þá yrði það hindrun fyrir allan uppgang borgarinnar. En hvernig standa málin í dag? Engum dettur í hug að minnast á þessi mál nú og torfan sómir sér vel eins og hún er og er til mikillar prýði fyrir miðborgina. Laxárdalsvirkjun Þegar framkvæmdir við Laxár- dalsvirkjun voru stöðvaðar með því að sprengja upp þann hluta stíflunn- ar sem þegar var búið að reisa. Þá mætti aurakórinn þegar á vettvang öskrandi og æpandi sömu gömlu tugguna. Glæpamenn, spellvirkjar, hryðjuverkamenn, skæruliðar og hermdarverkamenn. Að viðbættu að ef ekki yrði virkjað færi allur norð- austurfjórðungurinn í eyði. En nú, yf- ir tuttugu árum síðar, er sú spá ekki enn í sjónmáli. Sums staðar í fjórð- ungnum er byggð jafnvel í sókn en ekki í vörn. Hvernig er svo talað um þá í dag, sem stóðu fyrir því að stöðva endanlega allar framkvæmdir við virkjunina og bjarga þar með Lax- árdalnum frá eilífri glötun? Þeim er hrósað í hástert og klappað lof í lófa. Jafnvel orðaðir við riddarakrossinn, ef að þeir eru ekki þegar búnir að fá hann. Ég get ekki ímyndað mér að í dag fengist nokkur þingmaður til þess að endurvekja drögin að Lax- árdalsvirkjun á þingi. Kárahnjúkavirkjun Hún myndi eyðileggja meira af náttúru og lífríki landsins heldur en Laxárdalsvirkjun hefði gert. Jafnvel þó að tekið yrði tillit til stærðarmis- munar á þessum virkjunum. Sam- kvæmt virkjunaráformum þarf að stífla hundruð áa og lækja við upptök sín, við norðurjaðar Vatnajökuls, og leiða það vatn í virkjunarlónið svo Kárahnjúkavirkjun nái fullum af- köstum sem hún verður að gera til þess að anna sínu verkefni. Það hljóta allir að vita, einnig meðlimir aura- kórsins, að vatn er undirstaða alls lífs á jörðinni. Þegar allt vatn er tekið af svo breiðu belti frá norðurjaðri Vatnajökuls til strandar hlýtur að myndast neyðarástand. Jörðin þorn- ar upp, síðan skrælnar allur gróður og eftir situr gróðurlaust land og af því eigum við nóg. Hvernig á að halda gróðri við án grunnvatns í jörðu úti í náttúrunni, væri gaman að fræðast um. FREYR BJARTMARZ, Holtagerði 63, Reykjavík. Frá Laxárdalsvirkjun til Kárahnjúkavirkjunar Frá Frey Bjartmarz:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.