Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heimilisdagar hreinlætistæki Sími 525 3000 • www.husa.is glæsilegt úrval 20-40% afsláttur rykmottur í úrvali stærðir: 40x60 cm, 60x90 cm og 90x150 cm ekkert lím, bara að leggja Verð 1.690 kr. m2 Frábært verð Parket frá Lamella og Tarkett Verð frá 3.250 kr. m2 gólfefni málning ljós Smellt ALLOC home parket 10-40% afsláttur Heimilisdúkar Mikið úrval af mottum Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Hefur leitt fram umbætur Alþjóðlegur baráttu-dagur kvenna er ídag og í tilefni hans er bryddað upp á einu og öðru víða um lönd, ekki síst hér á landi. Nokkur stétt- arfélög og hópar standa nú saman að hátíðarhöldum á þessum baráttudegi kvenna. Tilgangurinn er að vekja athygli á vinnufram- lagi kvenna og hafa hóparn- ir sent frá sér sameiginlegt ávarp í tilefni dagsins. Þór- unn H. Sveinbjörnsdóttir er í forsvari fyrir umrædda hópa og hún svaraði nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins. – Hversu lengi hefur al- þjóðlegur baráttudagur kvenna verið haldinn? „Alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna hefur verið haldinn sem sérstakur baráttudag- ur frá 1910 þó með hléum, m.a. á stríðsárunum. Síðan hafa staðið að honum ólíkir hópar eftir því hvað hefur verið efst á baugi, en langoft- ast hefur hannverið helgaður kjarabaráttu kvenna og baráttu fyrir friði. En hér á landi er dags- ins sennilega fyrst minnst 1948. Nú í dag standa ýmis kvennasamtök að 8. mars. Dagurinn á sér afar for- vitnilega sögu sem sýnir í hnot- skurn að baráttumálin hafa þróast í takt við það sem hefur áunnist. Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 1975 alþjóðlegt kvennaár og ákváðu jafnframt að 8. mars skyldi vera alþjóðlegur kvennadagur sameinuðu þjóðanna.“ – Er dagurinn sem slíkur mikils virði? „Þessi dagur er afar mikils virði og sýnir sagan að hann hefur leitt fram umbætur á mörgum sviðum sem sérstaklega snerta konur. Þá er það einnig mikilvægt að sérstak- ur dagur sé ætlaður jafn mikilvæg- um málaflokki og réttindi og kjara- baráttu kvenna.“ – Hverjir standa að deginum að þessu sinni? „ASÍ – BSRB – Jafnréttisstofa – Kvenréttindafélag Íslands – Reykjavíkurborg og SÍB hafa tek- ið höndum saman um að vekja sér- staka athygli á vinnuframlagi kvenna og senda frá sér sameig- inlegt ávarp af því tilefni.“ – Miðað við þjóðfélagið í dag, hverjar eru helstu áherslurnar nú um stundir? „Margt hefur áunnist í jafnrétt- isbaráttunni á undanförnum árum og áratugum. Mikilvægi vinnu- framlags kvenna er óumdeilt. Og konur hafa verið að sækja fram á æ fleiri sviðum. Þó eru mörg verkefni óleyst. Má þar fyrst nefna launa- misrétti kynjanna þar sem veru- legur hluti launamunarins verður eingöngu skýrður með misrétti kynjanna óháð félagslegum þátt- um eða ólíku vinnuframlagi. Jafn- réttisáætlanir sem nú er að finna í lögum eru vonandi nýtt tæki til að útrýma launamun kynjanna auk kynhlutlauss starfsmats. Einnig höfum við áhyggjur af óhóflega löngum vinnu- degi og miklu álagi sem einkennir íslenskt sam- félag. Aðbúnaður og vinnuvernd eru ofar- lega í umræðunni og þarf að auka þekkingu starfsmanna á heilsu- vernd á vinnustöðum. Að lokum viljum við nefna að æ fleiri fyrir- tæki eru að taka upp fjölskyldu- væna starfsmannastefnu og er það eitt af okkar baráttumálum að þeim fjölgi jafnt og þétt sem það gera.“ – Er þessi kvernnabarátta eilífð- arbarátta? „Kvennabaráttan varir þar til fullu jafnrétti er náð og um það ætti að vera samstaða á milli karla og kvenna þar sem hagsmunir beggja eru ótvíræðir. Útrás kvenna á vinnumarkað hefur fært konum aukið álag við að mæta öll- um kröfum sem vinna, heimilis- störf og umönnun barna og oft eldri fjölskyldumeðlima krefst af þeim. Það er því mikilvægt að bæði kynin taki virkan þátt í heimilis- störfum og umönnun og uppeldi. Þar hallar enn verulega á á milli kynjanna.“ – Eru jafnréttissinnar ánægðir með ímynd sína og er hún að ná ár- angri? „Ég tel að jafnréttissinnar séu það í dag. Það er hljómgrunnur fyrir jafnréttisbaráttunni þar sem körlum er æ ljósara hversu hags- munir þeirra og fjölskyldunnar í heild eru miklir. Karlar og konur vinna í dag saman að því að ná markmiðum sínum fram. Ímyndin hefur breyst og felst sú breyting m.a. í því að þetta er í dag sameig- inleg barátta kynjanna og það skiptir afar miklu máli til að ná ár- angri.“ – Hvað verður helst gert í dag í tilefni dagsins? „Nú í dag verður haldinn fundur á Grand hóteli kl. 8.30 með yfir- skriftinni „Framlag kvenna gerir gæfumun- inn“, en þar verða flutt erindi af Lilju Mósesdóttur um vinnufram- lag kvenna, Hólmfríði K. Gunnars- dóttur um konur og vinnuvernd og Hildi Jónsdóttur um möguleikana sem felast í gerð jafnréttisáætlana. Fundurinn stendur í um eina klukkustund. Fleiri félagasamtök minnast dagsins með dagskrá sem tengist öðrum hliðum baráttunn- ar.“ Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir  Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir fæddist á Hofstöðum á Snæfells- nesi árið 1945. Gagnfræðingur 1960 og lauk síðan ýmsum nám- skeiðum á sviði leikskóla- starfsemi, stjórnunar og félags- mála. Vann fyrst við verslunarstörf, síðar á leik- skólum og loks 1985 hóf hún störf hjá Sókn. Formaður Sóknar frá 1987 og þar til félagið sam- einaðist öðrum félögum og myndaði Eflingu – stéttarfélag. Þar er hún nú fyrsti varafor- maður. Maki er Þórhallur Run- ólfsson, íþrótta- og íslenskukenn- ari, og eiga þau þrjú börn, Áslaugu Valgerði uppeldisfræð- ing, Runólf, laganema og lög- reglumann, og Sveinbjörn bif- vélavirkja. Barnabörnin eru fimm. …þar hallar enn verulega á milli… Rústabjörgun skal reynd á meðan einhver von er um að enn leynist pólitískt lífsmark í brakinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.