Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 08.03.2002, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLNOTA íþróttahúsið í Smáranum í Kópavogi er nánast á áætlun. Að sögn Jóns Júlíussonar, íþróttafull- trúa í Kópavogi, er gert ráð fyrir að hægt verði að hefja lagningu gervigrass og ann- ars í kringum 20. mars nk., en um mánuði síðar er stefnt að formlegri opnun með sér- stakri sýningu. Skóflustunga að húsinu var tekin 3. júlí í fyrra en framkvæmdir hófust ekki af fullum krafti fyrr en í sept- ember. Síðan hefur vinnan gengið mjög vel og tíðin ekki spillt fyrir. Kópavogsbær stendur að byggingunni. Hún er um 9.200 fermetrar að stærð með knattspyrnuvelli í fullri stærð auk þess sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir flestar íþróttagreinar. Jón Júlíusson segir að fyrst og fremst sé verið að byggja fyrir æsku bæjarins enda muni íþrótta- félög bæjarins hafa forgang að tímum í húsinu. Fjölnota íþróttahúsið á áætlun Kópavogur Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ getur verið erfitt að vera bara sex ára og vera að byrja í fyrsta bekk. Það er ekki nóg með að allir í skólanum séu ókunnir, að flestir krakkarnir séu miklu stærri en maður sjálfur og að allt í einu sé bara einn kennari sem eigi að passa upp á allan bekkinn heldur á maður líka að sitja kyrr lungann úr deginum og læra í stað þess að una sér í frjálsum leik með vinum sínum. Þetta getur verið mikið álag fyrir litla sál og því hafa skólayfirvöld í Hamra- skóla og á leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi haft á síðustu árum sam- starf um að auðvelda börn- unum þessar breytingar en skólarnir standa hlið við hlið. Að sögn Hrundar Hlöðversdóttur, deild- arstjóra yngsta stigs í Hamraskóla, er þessi sam- vinna orðin hluti af stefnu skólanna og felst m.a. í heimsóknum barnanna á milli skólanna. Þannig fara elstu börnin í leikskólanum, sem hefja eiga skólagöng- una árið eftir, í reglulegar heimsóknir út í Hamraskóla til að kynnast húsnæðinu, kennurunum og andrúms- loftinu. Aðlöguninni er þó ekki lokið þar með. „Krakkarnir í fyrsta bekk í Hamraskóla, sem voru flest í Klettaborg árið áður, fara síðan í heim- sókn út á leikskóla,“ segir Hrund. „Við látum mánuð líða af skólastarfinu áður en börnin fara í heimsóknir á leikskólann. Þar fara þau inn á sínar deildir og finna svolítið að þau tilheyri þar ekki lengur. Þeim finnst ofsalega skemmtilegt og gaman að hitta aftur leik- skólakennarana sína og þetta hjálpar mikið, sér- staklega krökkum sem eru ekki alveg tilbúnir að byrja í skóla en það eru alltaf nokkrir í hverjum árgangi sem eru svolítil leik- skólabörn ennþá.“ Hrund segir að krakkarnir virðist ekki fá „heimþrá“ eða sökn- uð eftir gamla staðnum við þetta. Aðlögun fyrir foreldra Samstarfið nær einnig til undirbúnings kennara, skólastjórnenda og foreldra með fundahöldum. „Á hverju hausti er haldinn fundur áður en skólastarfið hefst og þar hittast deild- arstjóri yngsta stigs í Hamraskóla og þeir kenn- arar sem verða með yngstu bekkina og svo leikskóla- kennararnir á Klettaborg sem eru með elstu börnin þar. Eins fara kennararnir í Hamraskóla í leikskólann til að kynna sér starfið sem þar fer fram og leikskóla- kennararnir heimsækja Hamraskóla. Síðan hafa skólastjórarnir í báðum skólunum samstarf sín á milli. T.d. fer skóla- stjóri Hamraskóla ásamt leikskólastjóranum á Kletta- borg á fund foreldra elstu barnanna þar í janúar.“ Hún segir samstarfið þannig ná inn á heimilin enda þurfi foreldrar einnig á aðlögun að halda því þær eru miklar breytingarnar sem verða á högum barna þeirra við flutninginn á milli skólanna. „Þau eru bú- in að vera elst í heilan vet- ur í tiltölulega einangruðu umhverfi og allt í einu koma þau í þetta stóra rými. Það er ekki eins mik- ill frjáls leikur og var á leikskólanum en ekki má gleyma að undirbúnings- starfið, sem fer fram í Klettaborg með elstu börn- unum, er hreint frábært og þar eru þau undirbúin markvisst fyrir það að byrja í skóla.“ Hrund segist ekki í vafa um að þessi samvinna skól- anna hjálpi börnunum í að- löguninni að grunnskóla- starfinu. „Við höfum ekki gert neina rannsókn á ár- angrinum en við höfum heyrt á foreldrum að þeir eru mjög ánægðir með þetta.“ Samstarf Hamraskóla og Klettaborgar um aðlögun barna Úr leikskóla í grunnskóla Morgunblaðið/Sverrir Hrund Hlöðversdóttir, deildarstjóri yngsta stigs í Hamraskóla, og nemendur í baksýn. Grafarvogur FRAMKVÆMDIR við fyrsta áfanga fráveitukerfis Mos- fellsbæjar hefjast í vor en um er að ræða byrjun á tengingu fráveitukerfis Mosfellsbæjar við fráveitukerfi Reykjavíkur. Verklok við fráveitutengingar til Reykjavíkur eru áætlaðar 2006 og verður þá öll strand- lengjan laus við skolp. Í fyrsta áfanga er um að ræða holræsi milli Varmár- rotþróar og Holtaþróar. Verkfræðistofan Hönnun hf. sá um hönnunina og í fram- haldi gerði hún kostnaðar- áætlun sem var upp á 51.626.000 krónur. 17 tilboð bárust í verkið og eru hafnar viðræður við Heimi og Þor- geir ehf., en fyrirtækið bauð lægst, 31.880.300 kr. Hæsta tilboð var 57.659.467 kr., en þrjú tilboð voru yfir kostnað- aráætluninni. Þröstur Karlsson, formað- ur tækninefndar Mosfells- bæjar, segir að samkvæmt fjárhagsáætlun sé gert ráð fyrir að framkvæmdir verði í tvennu lagi og verður greiðsla miðuð við það, þó heimilt sé að ljúka verkinu fyrr. Hluti framkvæmdanna á að hefjast í vor en áætlað er að ljúka áfanganum á næsta ári. Hugmyndin er að ljúka öllu verkinu í þremur áföngum. Þröstur Karlsson segir að annar áfangi verði boðinn út seint á næsta ári til fram- kvæmdar 2004 en áætluð verklok séu 2006. Hann segir að þar sem fráveitukerfið fari í gegnum hesthúsabyggð og íþróttasvæði hestamanna- félagsins Harðar þurfi að vinna verkið í sátt og sam- lyndi við hestamenn og miða framkvæmdatíma þar við lok hestamannatímabilsins síð- sumars, en að öðru leyti sé verktíminn nokkuð frjáls hjá verktakanum. Fráveitukerfi Mos- fellsbæjar tengist Reykjavíkurkerfinu Mosfellsbær FRÉTTABLAÐ Hafnar- fjarðar er nú aðgengilegt á rafrænu formi í fyrsta sinn en nýjasta tölublaðið kom út í gær. Blaðið er á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is undir Útgefið efni, en til að lesa það þar þarf Acrobat Read- er. Þetta er fyrsta tölublað fjórða árgangs, en þar er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Hafnarfjarðarbæj- ar. Meðal efnis má nefna frétt um 25 ára afmæli leik- skólans Víðivalla, greinar um grunnskólahátíð og vígslu fé- lagsaðstöðu fyrir eldri borg- ara í Hafnarfirði, fjallað er um þjónustustarfsemi launa- deildar og bætta þjónustu með rafrænni stjórnsýslu, sagt frá menningar- og ferðamálaþingi sem fram fer á morgun og því að Engi- dalsskóli hefur nú öðlast Græna flaggið svokallaða fyrir umhverfismál auk þess sem birt er grein um for- varnaráætlun og gerð grein fyrir nýju svæði fyrir íbúða- byggð á Völlum. Fréttablað bæjarins á rafrænu formi Hafnarfjörður BÚFÉNAÐI í Kópavogi fjölgaði milli áranna 2000 og 2001 ef marka má skýrslu forðagæslumanns bæjarins. Fjölgaði hrossum um 2,2%, sauðfé um 3,1% en fjöldi varp- hæna og lífunga var sá sami í fyrra og árið áður. Í yfirliti forðagæslumanns er sérstaklega sundurgreind- ur fjöldi hrossa eftir því hvar þau er að finna en alls voru 1.734 hross innan bæjarmark- anna í fyrra en 1.697 árið áð- ur. Kemur fram að flest voru hrossin á félagssvæði Gusts í Glaðheimum eða 1069, á Heimsenda voru 500 hross, í Vatnsendahverfi 157 hross sem er fjölgun um 60,2% frá árinu 2000 og loks eru 8 hross á Gunnarshólma sem er tölu- verð fækkun þar sem þar voru 33 hross árið 2000. Segir í yf- irlitinu að töluvert sé um flutning á hestum milli húsa. Sé litið á annan búfénað kemur fram að alls er fjöldi sauðfjár 133 en fuglar eru 12.400 talsins, þar af varp- hænur 6.900 og lífungar 5.500. Engar endur voru taldar í skýrslunni. Segir í umsögn forðagæslu- mannsins að hey séu yfirleitt góð og ekki annað fundið en að fóðrun sé vel fullnægt í bænum. Búfénaði fjölgar Kópavogur Morgunblaðið/Árni Sæberg Varphænur eru samtals 6.900 í Kópavogi samkvæmt skýrslu forðagæslumanns bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.