Morgunblaðið - 08.03.2002, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 27
Holtavegur 28 Vortónleikar
KFUM og KFUK verða kl. 20.30.
Fram koma hljómsveitirnar God-
speed, Zelots og Zoe, Lofgjörð-
arhópur og hljómsveit KFUM og
KFUK og kór Kristilegu skóla-
hreyfingarinnar, Logos.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Handboltamaðurinn Sigurður
Sveinsson heldur erindi kl. 20 og
segir frá dvöl sinni meðal Þjóðverja
en hann bjó í átta ár í Þýskalandi
þar sem hann lék handbolta. Erindi
þetta er hluti af
fyrirlestraröðinni „Sýn mín á
Þýskaland“ og verður haldið á ís-
lensku.
Í DAG
BYLTING hinna miðaldra, nýj-
asta afsprengi Ólafar Ingólfsdóttur
danshöfundar var frumflutt fyrir
fullu húsi á nýja sviði Borgarleik-
hússins miðvikudaginn síðastliðinn.
Höfundur segir: að vera miðaldra
er að vera of gömul til að deyja
ung, en of ung til að vera virkilega
vitur. Út frá þessari fullyrðingu
mætast þau Ólöf og finnski dans-
arinn og danshöfundurinn Ismo-
Pekka Heikinheimo og kanna í
sameiningu það æviskeið sem þau
standa frammi fyrir. Hvað breytist
við það að verða miðaldra og hvað
þýðir það að vera miðaldra. Bylt-
ingin eða uppreisnin beinist að
ríkjandi viðhorfum samfélagsins til
miðaldra fólks og viðhorfum fólks
til sjálfs sín þegar það nálgast fer-
tugasta árið. Verkið hefst á kyrr-
stöðu tveggja einstaklinga.
Þegar ljós koma upp sést að á
ferð eru hjónakorn komin af létt-
asta skeiði.
Hún með mjúk læri og brjóst og
hann með velmegunarbumbu. Bæði
eru þau hversdagslega klædd, lítið
til höfð, mjög dæmigerð herra og
frú venjuleg í miðri viku heima hjá
sér. Verkið fer rólega af stað. Það
hefst á pósum eða frosnum stell-
ingum þar til við tekur dans
hjónanna. Allar hreyfingar eru í
anda þeirra sem komnir eru af létt-
asta skeiði. Hvorugt þeirra er leng-
ur kattliðugt en láta samt vaða.
Kómískir kaflar taka við. Hinir mið-
aldra rifja upp liðna diskótakta með
tilheyrandi innlifun. Framkvæma
skondna og vel útfærða samfara-
senu, kannski raunsæja, að minnsta
kosti lausa við allan kynlífselegans
Hollywood-bíómynda. Verkið endar
á gleðidansi þar sem hjónin láta
óspart reyna á danshæfileika sína
og hvort um sig fær notið sín til
fullnustu.
Þetta ágætis dansverk innihélt
bráðskemmtilegar og vel unnar
senur. Engu að síður var framvinda
þess nokkuð gloppótt. Í því voru
pósur og kaflar sem of lengi var
dvalið við. Það gerði verkið óþarf-
lega langdregið og flatt á köflum.
Tónlistin sem hentaði á margan
hátt vel, var kaflaskipt og ýtti það
enn frekar undir ójafna framvindu.
Ólöf og Heikinheimo áttu góða leik-
ræna og dansræna spretti. Tilburð-
ir þeirra voru með ólíkindum eins
og hlátur áhorfenda bar vitni um.
Hugmyndin að verkinu er athygl-
isverð. Hún krefst þess að höfundar
horfist í augu við sjálfa sig, skoði
eigin viðhorf og ríkjandi viðhorf
samfélagsins. Hreyfingastíllinn var
eftirminnilegur, sannfærandi, raun-
sær og laus við tilgerð og ýkjur.
Framvindu eða samhengi milli kafla
var ábótavant til að verkið geti kall-
ast heilsteypt. Engu að síður at-
hyglisvert dansverk sem inniheldur
þrælskemmtilega kafla í frumlegri
túlkun þeirra Ólafar Ingólfsdóttur
og Ismo-Pekka Heikinheimo.
Næsta sýning er sunnudaginn 10.
mars.
Morgunblaðið/Sverrir
„Athyglisvert dansverk sem
inniheldur þrælskemmtilega
kafla í frumlegri túlkun þeirra
Ólafar Ingólfsdóttur og Ismo-
Pekka Heikinheimo,“ segir
meðal annars í umsögninni.
Tekist á við tímann
DANS
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið.
Ólöf Danskompaní
Höfundar og dansarar: Ólöf Ingólfsdóttir
og Ismo-Pekka Heikinheimo. Tónlist:
Hallur Ingólfsson. Lýsingarhönnun: Jukka
Huitila. Búningar og líkamsmótun: Sonný
Þorbjörnsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórs-
dóttir. Frumsýning 6. mars 2002.
BYLTING HINNA MIÐALDRA
Lilja Ívarsdóttir
UM þessar mundir fer fram í barna-
deildum Borgarbókasafns Reykja-
víkur kosning á barnabók ársins
2001. Börn og unglingar 6–12 ára
geta kosið þá bók, allt að þrjár bæk-
ur, sem þeim finnst best bóka á ís-
lensku útgefin 2001. Kjörseðlar
liggja frammi í öllum söfnum og í
bókabíl Borgarbókasafns og stendur
kosningin til 15. apríl.
Tilgangur kosningarinnar er að:
örva lestur og lestraránægju barna
og unglinga, sýna bókvali ungs fólks
virðingu og að efna til barnabóka-
verðlauna þar sem ungir lesendur
sitja í dómarasæti.
Úrslitin verða gerð kunn síðasta
vetrardag þann 24. apríl í viku bók-
arinnar. Tólf heppnir þátttakendur
fá bókaverðlaun. Einnig fær höfund-
ur eða þýðandi þeirrar bókar sem
vinnur viðurkenningu.
Börnin velja
bestu barna-
bókina