Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 27 Holtavegur 28 Vortónleikar KFUM og KFUK verða kl. 20.30. Fram koma hljómsveitirnar God- speed, Zelots og Zoe, Lofgjörð- arhópur og hljómsveit KFUM og KFUK og kór Kristilegu skóla- hreyfingarinnar, Logos. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Handboltamaðurinn Sigurður Sveinsson heldur erindi kl. 20 og segir frá dvöl sinni meðal Þjóðverja en hann bjó í átta ár í Þýskalandi þar sem hann lék handbolta. Erindi þetta er hluti af fyrirlestraröðinni „Sýn mín á Þýskaland“ og verður haldið á ís- lensku. Í DAG BYLTING hinna miðaldra, nýj- asta afsprengi Ólafar Ingólfsdóttur danshöfundar var frumflutt fyrir fullu húsi á nýja sviði Borgarleik- hússins miðvikudaginn síðastliðinn. Höfundur segir: að vera miðaldra er að vera of gömul til að deyja ung, en of ung til að vera virkilega vitur. Út frá þessari fullyrðingu mætast þau Ólöf og finnski dans- arinn og danshöfundurinn Ismo- Pekka Heikinheimo og kanna í sameiningu það æviskeið sem þau standa frammi fyrir. Hvað breytist við það að verða miðaldra og hvað þýðir það að vera miðaldra. Bylt- ingin eða uppreisnin beinist að ríkjandi viðhorfum samfélagsins til miðaldra fólks og viðhorfum fólks til sjálfs sín þegar það nálgast fer- tugasta árið. Verkið hefst á kyrr- stöðu tveggja einstaklinga. Þegar ljós koma upp sést að á ferð eru hjónakorn komin af létt- asta skeiði. Hún með mjúk læri og brjóst og hann með velmegunarbumbu. Bæði eru þau hversdagslega klædd, lítið til höfð, mjög dæmigerð herra og frú venjuleg í miðri viku heima hjá sér. Verkið fer rólega af stað. Það hefst á pósum eða frosnum stell- ingum þar til við tekur dans hjónanna. Allar hreyfingar eru í anda þeirra sem komnir eru af létt- asta skeiði. Hvorugt þeirra er leng- ur kattliðugt en láta samt vaða. Kómískir kaflar taka við. Hinir mið- aldra rifja upp liðna diskótakta með tilheyrandi innlifun. Framkvæma skondna og vel útfærða samfara- senu, kannski raunsæja, að minnsta kosti lausa við allan kynlífselegans Hollywood-bíómynda. Verkið endar á gleðidansi þar sem hjónin láta óspart reyna á danshæfileika sína og hvort um sig fær notið sín til fullnustu. Þetta ágætis dansverk innihélt bráðskemmtilegar og vel unnar senur. Engu að síður var framvinda þess nokkuð gloppótt. Í því voru pósur og kaflar sem of lengi var dvalið við. Það gerði verkið óþarf- lega langdregið og flatt á köflum. Tónlistin sem hentaði á margan hátt vel, var kaflaskipt og ýtti það enn frekar undir ójafna framvindu. Ólöf og Heikinheimo áttu góða leik- ræna og dansræna spretti. Tilburð- ir þeirra voru með ólíkindum eins og hlátur áhorfenda bar vitni um. Hugmyndin að verkinu er athygl- isverð. Hún krefst þess að höfundar horfist í augu við sjálfa sig, skoði eigin viðhorf og ríkjandi viðhorf samfélagsins. Hreyfingastíllinn var eftirminnilegur, sannfærandi, raun- sær og laus við tilgerð og ýkjur. Framvindu eða samhengi milli kafla var ábótavant til að verkið geti kall- ast heilsteypt. Engu að síður at- hyglisvert dansverk sem inniheldur þrælskemmtilega kafla í frumlegri túlkun þeirra Ólafar Ingólfsdóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo. Næsta sýning er sunnudaginn 10. mars. Morgunblaðið/Sverrir „Athyglisvert dansverk sem inniheldur þrælskemmtilega kafla í frumlegri túlkun þeirra Ólafar Ingólfsdóttur og Ismo- Pekka Heikinheimo,“ segir meðal annars í umsögninni. Tekist á við tímann DANS Borgarleikhúsið, Nýja sviðið. Ólöf Danskompaní Höfundar og dansarar: Ólöf Ingólfsdóttir og Ismo-Pekka Heikinheimo. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Lýsingarhönnun: Jukka Huitila. Búningar og líkamsmótun: Sonný Þorbjörnsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórs- dóttir. Frumsýning 6. mars 2002. BYLTING HINNA MIÐALDRA Lilja Ívarsdóttir UM þessar mundir fer fram í barna- deildum Borgarbókasafns Reykja- víkur kosning á barnabók ársins 2001. Börn og unglingar 6–12 ára geta kosið þá bók, allt að þrjár bæk- ur, sem þeim finnst best bóka á ís- lensku útgefin 2001. Kjörseðlar liggja frammi í öllum söfnum og í bókabíl Borgarbókasafns og stendur kosningin til 15. apríl. Tilgangur kosningarinnar er að: örva lestur og lestraránægju barna og unglinga, sýna bókvali ungs fólks virðingu og að efna til barnabóka- verðlauna þar sem ungir lesendur sitja í dómarasæti. Úrslitin verða gerð kunn síðasta vetrardag þann 24. apríl í viku bók- arinnar. Tólf heppnir þátttakendur fá bókaverðlaun. Einnig fær höfund- ur eða þýðandi þeirrar bókar sem vinnur viðurkenningu. Börnin velja bestu barna- bókina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.