Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ 9. ma rs 2002 kl. 13 .00 - 17.00 *Menntas kólinn í Kó pavogi *Hóte l- og matvælaskólinn *Fer›amálaskó linn * Lei›söguskólinn Bóknám: Matvæla-nám: Fer›amála- nám: Ver›launa- afhending í stær›fræ›ikeppni grunnskólanna í Kópavogi gagnvirktfl‡skupróf tölvust udd dönsku - kennsl a brag›i› á gómsæ tum réttum fræ›sl a um vín kynning á fer›amálanámi fer›agetraun frönsk kaffihú sa- mennin g s‡niken nsla í ger› tertusk reyting a bro t af flví bes ta! Sög ude ild glæsilegdansatri›i flol-, fit u- og bló›flr‡ stings- mæling ar Ve rke fni úr nám sef ni stæ r›f ræ ›i- de ilda r Fer›abraut Fer›amálaskólinn - kvöldnám Starfstengt fer›amálanám, tvær námsbrautir: 1. Fer›afræ›inám 2. Hótel- og gesta- móttökunám IATA-UFTA- sérhæft nám sem veitir alfljó›lega vi›urkenningu Lei›sögunám Löggiltar i›ngreinar til sveinsprófs: Bakarai›n Framrei›sla Matrei›sla Kjöti›n Grunndeild Matartæknanám Heimilisbraut Hótel- og fljónustubraut Matsveinanám Meistaraskóli matvælagreina Náttúrufræ›ibraut • E›lis- og efnafræ›ilína • Tölvulína • Líffræ›ilína Félagsfræ›abraut • Hagfræ›ilína Málabraut • Fer›amálalína Listnámsbraut • Tónlistarlína Almenn braut I Almenn braut II Skrifstofubraut I Skrifstofubraut II Sérdeild fyrir einhverfa nemendur kynn ing á hollu m rét tum s‡nikennsla kjöti›na›ar- deildar ver›bréf a- marka›u r hagfræ›i nema forvitnilegar tilraunir í raungreinum Menntaskólinn í Kópavogi vi› Digranesveg b‡›ur me›al annars glæsilega kennslua›stö›u, * vel búi› bókasafn, * vistlegt mötuneyti, * kaffibar, * mikla námsrá›gjöf, * öflugt félagslíf. Áhersla er lög› á a› fylgjast me› n‡jungum á svi›i kennsluefnis og kennsluhátta. veiting ar seldar á vægu v er›i leiks‡n ing spenna ndi vi›fang sefni matrei› slu- deildar Eddukv æ›i í n‡jum búning i frábær söngat ri›i Cream Tea!Tebo› enskudeildar og margt, margt fleira! Salsa kórar Menntask ólans í Kópavog i FJÖLBREYTNIN í verkefnavali áhugaleikfélaga og leikhópa á síð- ustu misserum er sífellt að aukast þótt sjaldgæfara sé að áhugaleik- hópar marki sér ákveðinn stíl og leiti markvisst að eigin aðferð til að segja sögur sínar í leikhúsinu. Leikfélag Kópavogs hefur á síð- ustu árum vakið athygli fyrir frum- legar sýningar og er greinilegt að þar ræður ferð fólk sem kann ágæt- lega til verka og hefur þekkingu á leiklist. Sýningin Ævintýri Grimms er þeirrar gerðar að ekki verður hrist fram úr erminni, flytjendur þurfa að bera skynbragð á mögu- leika hinnar leikrænu tjáningar til að treysta frásagnaraðferðinni og njóta sín í forminu sem valið er. Allt er þetta fyrir hendi í sérdeilis vel heppnaðri sýningu LK, þar sem saman fer góð leikstjórn, leikgleði og tónlistarflutningur án þess þó að yfir þessu sé einhvers konar eft- irhermubragur sem stundum vill einkenna glæsisýningar framhalds- skólanna þegar allt er lagt undir og útkoman verður þegar best lætur nokkuð góð eftirherma af „alvöru söngleikjasjói“. Samanburðurinn er ekki út í loftið þar sem leikendur í Ævintýrum Grimms eru allir ung- ir að árum og hafa vafalaust flestir spreytt sig í framhaldsskólasýning- um. Hér eru sögð nokkur Grimmsæv- intýr, t.d. Hans og Gréta, Kátur kunningi, Haninn og hænan, Hér- inn og broddgölturinn, Gullgæsin o.fl. Leikhópurinn bregður sér í allra kvikinda líki, lítið er stuðst við eiginlega leikmuni og þá eru þeir skemmtilega stílfærðir. Leikendur skiptast á um að segja söguna og leika persónur hennar, lausnir á ýmsu eru bráðskemmtilegar og stundum frábærar og gerir lítið til þótt stundum skíni í gegn að nið- urstaðan er byggð á spunaæfingum hópsins. Gervi og búningar eru vel heppnuð og með frumlegra sniði en gjarnan má sjá í áhugaleiksýning- um. Af einhverjum ástæðum virðist sem áhugaleikarar séu oft óþarf- lega ragir við að fara mjög langt frá þeim hefðbundna raunsæisstíl sem þróast hefur í gegnum árin í ís- lensku áhugaleikhúsi og er þó ekki raunsærri en hvað annað þegar betur er að gáð. Þetta er einfald- lega aðferð sem reynst hefur að- gengilegust og er því helst notuð. Það er því enn meiri fengur að sýn- ingu LK því hún vísar leiðina inn í völundarhús leiklistarinnar og sýn- ir að ekki þarf að ganga þar um með helgisvip þótt valdar séu fá- farnari leiðir. Samspil tónlistar og leiks var oft á tíðum frábærlega vel heppnað og hljóðmyndin sem tónlistarmennirn- ir tveir sköpuðu sérlega vel útfærð. Leikendur standa sig hver öðrum betur og er varla hægt að gera upp á milli þeirra heldur hrósa þeim fyrir vel heppnaðan heildarsvip og fjölmörg ógleymanleg augnablik. Sagan af herra Kuskan var spreng- hlægileg og Broddgaltarhjónin voru þau elskulegustu hjón sem hægt er aðhugsa sér. Söngur norn- arinnar í Hans og Grétu var frábær og bræður og foreldrar Hans klaufa voru sú kostulegasta fjöl- skylda sem lengi hefur sést. Ævintýri Grimms er hiklaust með skemmtilegri sýningum sem býðst á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Og höfuðkostur hennar er að hún er jafngóð skemmtun fyrir börn (ekki smábörn) og fullorðna. Ævintýra- lega skemmtilegt LEIKLIST Leikfélag Kópavogs Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd: Frosti Friðriksson. Tónlist: Sváfnir Sig- urðarson og Þorgeir Tryggvason. Lýsing Alexander I. Ólafsson og Skúli Rúnar Hilmarsson. Búningar: Þórey Björk Hall- dórsdóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir. Föstudaginn 1. mars. ÆVINTÝRI GRIMMS Hávar Sigurjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.