Morgunblaðið - 08.03.2002, Side 55

Morgunblaðið - 08.03.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 55               X Y Z E T A / S ÍA Við minnum á áður auglýstan aðalfund Bakkavör Group hf. vegna starfsársins 2001 sem verður haldinn í Salnum Tónlistarhúsi Kópavogi, Hamraborg 6, í dag kl. 17.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa félagsins á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endur- skoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hamraborg 10, 200 Kópavogi, 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Atkvæðaréttur hluthafa miðast við stöðu hluthafaskrár að morgni 8. mars 2002. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Bakkavör Group hf. Bakkavör Group hf. 2002 Aðalfundur ALLIR kennarar leik- og grunn- skóla Húnaþings mættu til fræðslu- fundar að Laugarbakka í Miðfirði síðasta dag febrúarmánaðar til að fræðast af Rögnu Freyju Karls- dóttur, sérkennara um kennslu barna með ofvirkni. Fræðslufundurinn er einn af mörgum í námskeiði sem nefnist „aukin færni“ og varir fram á sum- ar. Markmið námskeiðsins er, eins og nafnið ber með sér, að gera kennara betur í stakk búna að mæta misjöfnum þörfum nemenda, segir í fréttatilkynningu. Kennarar í Húnaþingi á fræðslufundi Kennarar að loknum árangursríkum degi ásamt leiðbeinanda í anddyri Laugarbakkaskóla í Miðfirði. STARFSMANNAFÉLAG Íslenskra aðalverktaka hf., SÍAV, styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, um 400.000 kr. úr minningarsjóði Margrétar Haralds- dóttur, fyrrverandi starfsmanns bókahaldsdeildar Íslenskra að- alverktaka. Margrét fæddist 28. febrúar 1944 en lést af völdum krabbameins 31. desember 1996. Styrkir krabbameinssjúk börn um 400 þúsund krónur Morgunblaðið/Sverrir Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna afhent gjöf frá Íslenskum aðalverktökum: Bóas Jónsson, Árni Ingi Stefánsson, Rósa Guðbjarts- dóttir og Þórður Þorbjörnsson. NÁMSKEIÐ um virðisstjórnun verður haldið hjá Endurmenntun HÍ mánudaginn 11. og þriðjudaginn 12. mars kl. 8.30–12.30. Farið verður yfir helstu þætti í rekstri fyrirtækja og athyglinni beint að því hvernig ná megi raun- hagnaði með markvissri stjórnun. Unnið verður með svokölluð virð- istré til að greina áhrif einstakra ákvarðana á rekstrarniðurstöðu ein- inga og heildarinnar. Þá verður farið í stefnumótun, verðmætasköpun og samræmingu á stefnu, kerfum og ferlum í rekstri með það að ná sett- um markmiðum. Kennari er Hrann- ar Hólm, ráðgjafi hjá KPMG. Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíðunni www.endurmennt- un.is, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um virðisstjórnun GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 9. mars kl. 11 og verð- ur gengið frá húsakynnum félagsins að Ármúla 5. Gönguferð um Laugardalinn FLÓAMARKAÐUR Lionsklúbbs- ins Engeyjar verður haldinn laugar- daginn 9. mars kl. 13–16, í Lions- heimilinu Sóltúni 20 í Reykjavík. Öllum ágóða verður varið til líkn- ar- og menningarmála. Flóamarkaður Engeyjar Opið bréf Til að fyrirbyggja misskilning vill Gunnar Guðmundsson frá Heiðar- brún taka fram, að bréfið sem hann ritaði í Morgunblaðið sl. miðvikudag, átti að vera Opið bréf til sveitarstjórn- ar Rangárvallahrepps og sjálfstæðis- flokksmanna í Rangárvallasýslu. LEIÐRÉTT KOMIN er á markað fjölvítamín- og steinefnablanda frá Vitabiotics sem er sérstaklega hönnuð með þarfir karlmanna í huga. „Wellman® færir líkamanum öll helstu vítamín og steinefni sem hann hefur þörf fyrir auk viðbót- armagns af ginsengi, amínósýrum, P vítamíni (bioflavonoids), hvítlauk o.fl. Magn bætiefnanna hefur verið hámarkað og sum þeirra er að finna í stærri skömmtum en ráð- lagðir dagskammtar gera ráð fyrir til að stuðla að heilbrigði og við- halda orkubúskap karlmanna. Wellman er þróað af læknum og lyfjafræðingum Vitabiotics en nefna má að yfirmaður deildarinn- ar, dr. Arnold Beckett sat í al- þjóðaólympíunefndinni í rúman aldarfjórðung. Wellman® hentar öllum karl- mönnum frá 16 ára aldri og er fá- anlegt í 30 daga skömmtum og fæst í lyfjaverslunum um land allt. Wellman® er auðvelt í meðförum, aðeins 1 hylki á dag með máltíð,“ segir í fréttatilkynningu. Fjölvítamínblanda fyrir karlmenn KJÖRDÆMAFÉLAG Samfylking- arinnar í Reykjavík fjallar um einka- væðingarferli og stjórnendaábyrgð laugardag 9. mars kl. 17 í Húsi mál- arans, Bankastræti 7, 2. hæð. Frum- mælendur eru Flosi Eiríksson og Jó- hanna Sigurðardóttir. Umræðuefnið er einkavæðingin, áform og fram- gangur, ábyrgð stjórnenda, stjórnar og stjórnvalda, einkum í tengslum við Símamálið. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Einkavæðing og stjórnenda- ábyrgð STAÐLARÁÐ Íslands heldur nám- skeiðið CE-merking lækningatækja – Þýðing og mikilvægi CE-merkisins 14. og 15. mars. Námskeiðið er liður í að auka þekkingu og vitund um CE- merkið í íslensku viðskiptalífi og stjórnsýslu, ætlað innflytjendum og framleiðendum lækningatækja ásamt starfsfólki í heilbrigðisþjónustu. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur þekki grundvallarhug- myndina að baki CE-merkinu, geti greint hvort tilteknar vörur til nota á heilbrigðissviði eigi að bera merkið og skilji þýðingu CE-merkisins fyrir lækningatæki sérstaklega. Námskeiðið hefst 14. mars kl. 13:00 og lýkur um hádegi þann 15. Nám- skeiðið er haldið hjá Staðlaráði Ís- lands, Laugavegi 178, Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Staðlaráðs www.stadlar.is Verð kr. 28.000. Allt innifalið. Há- marksfjöldi þátttakenda er 12 manns. Námskeið um CE-merkingu lækningatækja UNGLINGAMEISTARAMÓT Reykjavíkur í skák verður laugar- daginn 9. mars kl. 13 – 17, í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartím- anum 15 mín. á skák. Verðlaun verða veitt og einnig farandbikar. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn í Reykjavíkurfélögunum Taflfélagi Reykjavíkur og Taflfélag- inu Helli, en kr. 500 fyrir aðra. Mótið er opið öllum skákmönnum 14 ára og yngri, segir í fréttatilkynningu. Unglingameist- aramót Reykja- víkur í skák FÉLAG hjartasjúklinga á Norður- landi vestra býður gestum og gang- andi í mælingu á blóðfitu- og blóð- þrýstingi í Sjálfstæðishúsinu að Húnabraut 13 á Blönduósi laugar- daginn 9. mars frá kl 10 – 14 í tilefni aðalfundar félagsins. Aðalfundur fé- lagsins hefst síðan sama dag og á sama stað kl 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Helgi Hróðmarsson félags- málafulltrúi SÍBS kynna SÍBS og starfsemi þess. Auk þess flytur Þor- kell Guðbrandsson yfirlæknir erindi um lífshætti og hjartasjúkdóma, seg- ir í fréttatilkynningu. Félag hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra Aðalfundur á Blönduósi Í SAMRÁÐI við sóknarprestinn á Þingeyri hefur verið stofnaður söfn- unarreikningur til styrktar fjöl- skyldu Sófusar Odds Guðmundsson- ar, sem lést í hörmulegu slysi á Gemlufallsheiði 1. febrúar sl. Sófus Oddur lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum sex ára til tvítugs. Reikningurinn er hjá Sparisjóði Vestfirðinga, nr. 1128-05-8000, kt. 090960-2969. Söfnun vegna banaslyss á Gemlufallsheiði UNGIR sósíalistar og Vináttufélag Íslands og Kúbu halda opinn fund laugardaginn 9. mars kl. 14, á efri hæð veitingahússins Lækjarbrekku. Kynning verður á bókinni Í hvirfil- byl kúbönsku byltingarinnar og frá- sögn þátttakanda í bókastefnunni í Havana á Kúbu. Ræða málefni Kúbu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.