Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.03.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 55               X Y Z E T A / S ÍA Við minnum á áður auglýstan aðalfund Bakkavör Group hf. vegna starfsársins 2001 sem verður haldinn í Salnum Tónlistarhúsi Kópavogi, Hamraborg 6, í dag kl. 17.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa félagsins á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endur- skoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins að Hamraborg 10, 200 Kópavogi, 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Atkvæðaréttur hluthafa miðast við stöðu hluthafaskrár að morgni 8. mars 2002. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Bakkavör Group hf. Bakkavör Group hf. 2002 Aðalfundur ALLIR kennarar leik- og grunn- skóla Húnaþings mættu til fræðslu- fundar að Laugarbakka í Miðfirði síðasta dag febrúarmánaðar til að fræðast af Rögnu Freyju Karls- dóttur, sérkennara um kennslu barna með ofvirkni. Fræðslufundurinn er einn af mörgum í námskeiði sem nefnist „aukin færni“ og varir fram á sum- ar. Markmið námskeiðsins er, eins og nafnið ber með sér, að gera kennara betur í stakk búna að mæta misjöfnum þörfum nemenda, segir í fréttatilkynningu. Kennarar í Húnaþingi á fræðslufundi Kennarar að loknum árangursríkum degi ásamt leiðbeinanda í anddyri Laugarbakkaskóla í Miðfirði. STARFSMANNAFÉLAG Íslenskra aðalverktaka hf., SÍAV, styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, um 400.000 kr. úr minningarsjóði Margrétar Haralds- dóttur, fyrrverandi starfsmanns bókahaldsdeildar Íslenskra að- alverktaka. Margrét fæddist 28. febrúar 1944 en lést af völdum krabbameins 31. desember 1996. Styrkir krabbameinssjúk börn um 400 þúsund krónur Morgunblaðið/Sverrir Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna afhent gjöf frá Íslenskum aðalverktökum: Bóas Jónsson, Árni Ingi Stefánsson, Rósa Guðbjarts- dóttir og Þórður Þorbjörnsson. NÁMSKEIÐ um virðisstjórnun verður haldið hjá Endurmenntun HÍ mánudaginn 11. og þriðjudaginn 12. mars kl. 8.30–12.30. Farið verður yfir helstu þætti í rekstri fyrirtækja og athyglinni beint að því hvernig ná megi raun- hagnaði með markvissri stjórnun. Unnið verður með svokölluð virð- istré til að greina áhrif einstakra ákvarðana á rekstrarniðurstöðu ein- inga og heildarinnar. Þá verður farið í stefnumótun, verðmætasköpun og samræmingu á stefnu, kerfum og ferlum í rekstri með það að ná sett- um markmiðum. Kennari er Hrann- ar Hólm, ráðgjafi hjá KPMG. Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíðunni www.endurmennt- un.is, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um virðisstjórnun GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 9. mars kl. 11 og verð- ur gengið frá húsakynnum félagsins að Ármúla 5. Gönguferð um Laugardalinn FLÓAMARKAÐUR Lionsklúbbs- ins Engeyjar verður haldinn laugar- daginn 9. mars kl. 13–16, í Lions- heimilinu Sóltúni 20 í Reykjavík. Öllum ágóða verður varið til líkn- ar- og menningarmála. Flóamarkaður Engeyjar Opið bréf Til að fyrirbyggja misskilning vill Gunnar Guðmundsson frá Heiðar- brún taka fram, að bréfið sem hann ritaði í Morgunblaðið sl. miðvikudag, átti að vera Opið bréf til sveitarstjórn- ar Rangárvallahrepps og sjálfstæðis- flokksmanna í Rangárvallasýslu. LEIÐRÉTT KOMIN er á markað fjölvítamín- og steinefnablanda frá Vitabiotics sem er sérstaklega hönnuð með þarfir karlmanna í huga. „Wellman® færir líkamanum öll helstu vítamín og steinefni sem hann hefur þörf fyrir auk viðbót- armagns af ginsengi, amínósýrum, P vítamíni (bioflavonoids), hvítlauk o.fl. Magn bætiefnanna hefur verið hámarkað og sum þeirra er að finna í stærri skömmtum en ráð- lagðir dagskammtar gera ráð fyrir til að stuðla að heilbrigði og við- halda orkubúskap karlmanna. Wellman er þróað af læknum og lyfjafræðingum Vitabiotics en nefna má að yfirmaður deildarinn- ar, dr. Arnold Beckett sat í al- þjóðaólympíunefndinni í rúman aldarfjórðung. Wellman® hentar öllum karl- mönnum frá 16 ára aldri og er fá- anlegt í 30 daga skömmtum og fæst í lyfjaverslunum um land allt. Wellman® er auðvelt í meðförum, aðeins 1 hylki á dag með máltíð,“ segir í fréttatilkynningu. Fjölvítamínblanda fyrir karlmenn KJÖRDÆMAFÉLAG Samfylking- arinnar í Reykjavík fjallar um einka- væðingarferli og stjórnendaábyrgð laugardag 9. mars kl. 17 í Húsi mál- arans, Bankastræti 7, 2. hæð. Frum- mælendur eru Flosi Eiríksson og Jó- hanna Sigurðardóttir. Umræðuefnið er einkavæðingin, áform og fram- gangur, ábyrgð stjórnenda, stjórnar og stjórnvalda, einkum í tengslum við Símamálið. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Einkavæðing og stjórnenda- ábyrgð STAÐLARÁÐ Íslands heldur nám- skeiðið CE-merking lækningatækja – Þýðing og mikilvægi CE-merkisins 14. og 15. mars. Námskeiðið er liður í að auka þekkingu og vitund um CE- merkið í íslensku viðskiptalífi og stjórnsýslu, ætlað innflytjendum og framleiðendum lækningatækja ásamt starfsfólki í heilbrigðisþjónustu. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur þekki grundvallarhug- myndina að baki CE-merkinu, geti greint hvort tilteknar vörur til nota á heilbrigðissviði eigi að bera merkið og skilji þýðingu CE-merkisins fyrir lækningatæki sérstaklega. Námskeiðið hefst 14. mars kl. 13:00 og lýkur um hádegi þann 15. Nám- skeiðið er haldið hjá Staðlaráði Ís- lands, Laugavegi 178, Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Staðlaráðs www.stadlar.is Verð kr. 28.000. Allt innifalið. Há- marksfjöldi þátttakenda er 12 manns. Námskeið um CE-merkingu lækningatækja UNGLINGAMEISTARAMÓT Reykjavíkur í skák verður laugar- daginn 9. mars kl. 13 – 17, í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartím- anum 15 mín. á skák. Verðlaun verða veitt og einnig farandbikar. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn í Reykjavíkurfélögunum Taflfélagi Reykjavíkur og Taflfélag- inu Helli, en kr. 500 fyrir aðra. Mótið er opið öllum skákmönnum 14 ára og yngri, segir í fréttatilkynningu. Unglingameist- aramót Reykja- víkur í skák FÉLAG hjartasjúklinga á Norður- landi vestra býður gestum og gang- andi í mælingu á blóðfitu- og blóð- þrýstingi í Sjálfstæðishúsinu að Húnabraut 13 á Blönduósi laugar- daginn 9. mars frá kl 10 – 14 í tilefni aðalfundar félagsins. Aðalfundur fé- lagsins hefst síðan sama dag og á sama stað kl 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Helgi Hróðmarsson félags- málafulltrúi SÍBS kynna SÍBS og starfsemi þess. Auk þess flytur Þor- kell Guðbrandsson yfirlæknir erindi um lífshætti og hjartasjúkdóma, seg- ir í fréttatilkynningu. Félag hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra Aðalfundur á Blönduósi Í SAMRÁÐI við sóknarprestinn á Þingeyri hefur verið stofnaður söfn- unarreikningur til styrktar fjöl- skyldu Sófusar Odds Guðmundsson- ar, sem lést í hörmulegu slysi á Gemlufallsheiði 1. febrúar sl. Sófus Oddur lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum sex ára til tvítugs. Reikningurinn er hjá Sparisjóði Vestfirðinga, nr. 1128-05-8000, kt. 090960-2969. Söfnun vegna banaslyss á Gemlufallsheiði UNGIR sósíalistar og Vináttufélag Íslands og Kúbu halda opinn fund laugardaginn 9. mars kl. 14, á efri hæð veitingahússins Lækjarbrekku. Kynning verður á bókinni Í hvirfil- byl kúbönsku byltingarinnar og frá- sögn þátttakanda í bókastefnunni í Havana á Kúbu. Ræða málefni Kúbu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.